Helgarpósturinn - 14.05.1987, Side 21

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Side 21
hefði skömmu áður verið reykt og það mikið. Og það þó hollustusinnar hefðu málað mynd af legsteini á vegginn og skrifað við: „Leiði óþekkta reykingamannsins". Uppi í skólastofunni „Augasteini" voru þriðjubekkingar að taka próf í íslenskri ritgerð. Úti fyrir var „Köll- unarklettur" og við hann málað á vegg borgarvirkið Akrópólis, há- borg Aþenu! Þjóðrembingslegar nafngiftir og alþjóðleg menning í bland. Jim fær náðarsamlegast að taka myndir af ritgerðasmiðum og vonandi að það hafi ekki ruglað neinn í ríminu. Eftir langt rölt framhjá Ábótasæti, Þjófaskörðum og Viskusteini ber okkur að Loftsteini og þar finnum við loks nemanda! Svanhvíti Lofts- dóttur hafði gengið ágætlega í munnlegri ensku hjá Mary Sigurds- son. „Ég er að klára stúdentsprófin, á tvö próf eftir. Auðvitað verður hálfleiðinlegt að vera búin, hér er alltaf iíf og fjör og MS besti skólinn". Gudmundur Jónsson sögukennari varð á vegi okkar, sjálfur stúdent úr sama skóla frá 1975 — þá var skól- inn reyndar í gamla Miðbæjarskól- anum og kenndur við Tjörnina. „Það var mjög skrítið að setjast allt í einu hinum megin við borðið og tók sinn tíma að venjast því. Og gömlu kennararnir, þeir meðtóku mann svona hægt og bítandi." Ef þögnin hefur verið uppáþrengj- andi í MS þá var hún ærandi og yf- irþyrmandi í Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem næstum mátti heyra óminn af gangaslögum einn- ar og hálfrar aldar. Reyndar vilja að- standendur skólans rekja sögu hans til hinna fornu latínuskóla, sem stofnaðir voru í öndverðri kristni við báða biskupsstóla landsins, en gamla lærdómssetrið við Lækjar- götu er nógu aldrað án þess að grípa þurfi til þess að ýkja! Uppi hanga myndir af stúdentsefnum frá síðustu öld, piltar sem í sjálfu sér eru ekkert ótrúlega öðruvísi en stúdentar nú- tímans. Myndirnar eru þokukennd- ar og piltarnir draugalegir en brjóst- kassarnir þandir og hendur á bring- um eða innundir jakkanum að hætti Napóleons. Á þeim tíma voru það forréttindi að ganga í skóla og pilt- arnir á myndunum tilheyrðu hástétt 4 landsins. Löngu síðar bættust við stúlkur og ungmenni úr öllum stétt- um. Myndaraðir sýna breytingar á tíðarandanum; þarna ríkti lakkrís- bindatímabil, þarna hipptatímabil og svo framvegis. Prófin eru í gangi allt fram í júní hjá sjöttubekkingum og á veggjum hanga tilkynningar um árangur í einstökum prófum; í náttúrufræði- bekk 1 brilleraði SigurdurÞ. Sigurðs- son í tölvufræðum og fékk 10 (rétt að fyrirtæki og stofnanir leggi nafn- ið á minnið!) og í náttúrufræði II brillerarði Sigurrós Friðriksdóttir með 10 í eðlisfræði. Dúxar á ferð. Á öðrum vegg hangir hins vegar til- kynning frá áhyggjufullum nem- anda: „Halló, hefur einhver fundið tölvuna mína? Hún heitir Sharp E1 507, mér þætti vænt um að fá hana aftur." Niðri í samkomusal eru busar að taka enskupróf. Þögnin grúfði yfir, kennarar gengu um, fylgdust grannt með og svöruðu nemendum því sem svara mátti. „Að nemend- urnir svindli? „Nei aldeilis ekki, við pössum þá svo vel,“ sagði Björn kennari. Ég rýni í svip busanna, þeir virðast ekki um of skelfingu lostnir, kannski að prófið hafi verið blessun- arlega létt. Við förum líka létt með enskuna, íslendingar nútímans, ólíkt því sem áður gerðist í þessum húsum, þegar latínan var ómissandi og danskan stjórnsýsluleg nauðsyn. Á stangli má sjá kynningarbækl- inga frá Lánasjóði íslenskra náms- manna og umsóknareyðublöð — greinilegt að hann Sverrir vill fá sem flesta nemendur í „æðri“ skólana! Og víst er að í þúsundatali munu stúdentar innrita sig í Háskólann í sumar eftir að hafa fagnað próflok- um og skólaslitum með hvítar húfur á kolli. Margir munu samkvæmt reynslu gefast upp í háskólanum og halda aðrar brautir. Margir stúdent- ar fara utan næstu árin og fæstir koma til með að hittast í bráð Kannski þó t.d. eftir 10 ár þegar þrítugir fyrrum samstúdentar hittast á ný, lyfta glasi og rifja upp fjörugar minningar. Sumir verða þá orðnir „stjórar" af einni sort eða annarri, margir fræðingar og kennarar. Kannski hafa hinir ólíklegustu gert það gott og hinir líklegustu lent á bömmer. En allir muna best eftir hinu skemmtilega og allir sjálfsagt búnir að gleyma því að fyrir 10 ár- um svitnuðu þeir í ærandi þögn yfir ógnvekjandi prófeyðublöðum! Iðnþróunarsjóður var stofnaður af Norðurlöndunum árið 1970 við aðild íslands að EFTA. Samkvæmt stofnsamningi var upphaflegt markmið sjóðsins að efla útflutnings- iðnað og auðvelda aðlögun íslensks iðnaðar að breyttum aðstæðum vegna aðildarinnar. Megintilgangur Iðnþróunarsjóðs er nú að stuðla að alhliða uppbyggingu atvinnulífs á íslandi með fjármögnun meiriháttar fjárfestinga. Verksvið Iðnþróunarsjóðs er því ekki einvörðungu bundið langtíma fjárfestingarlánum til tækni- og iðn- þróunar. Áhersla er lögð á arðsemi fjárfestinga, styrka stjórnun og að fjárhagsleg uppbygging sé traust. Iðnþróunarsjóður veitir eftirtalin lán: Almenn þárfestingalán Fjárfestingalán með áhættu- þóknun Þróunarlán Hvaða verkefni eru lánshæf? Bygging eða kaup á atvinnu- húsnæði Kaup á vélum, tækjum og búnaði Nýting tölvutækni Vöruþróun - endurbætur og nýjungar í framleiðslu Erlend markaðsöflun Kaup á framleiðslurétti og tækniyfirfærsla Iðnþróunarsjóður bendir þeim á, er undirbúa fjárfestingu í íslensku atvinnulífi, framleiðslu og þjónustu, að kynna sér möguleika á fjármögnun hjá sjóðnum. Iðnþróunarsjóður er fluttur í nýtt húsnæði í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg, 3. hæð. IÐNÞROUNARSJOÐUR KALKOFNSVEGI 1 - SÍMI 69 99 90 íslensk framtíð er verkefiii okkar HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.