Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 28
Borgarbókasafnið ( Reykjavfk. Þegar fjölskylda Ólafs Johnson bjó (húsinu voru þarna líka garðhýsi og hesthús, enda lóðin stærri í þá daga. * Ur Rússahöndum til íslensks stórefnamanns Sá merki maður, herra A. Obenhautt, sem margir halda að hafi verið þýskur en ku (raun hafa verið rússneskur gyðingur. Landflótta rússneskur gyðingur lét reisa hina glœsilegu bygg- ingu, sem nú hýsir Borgarbókasafnið. Seldi það síðan og flutti úr landi. Hús Borgarbókasafnsins viö Þing- holtsstrœti í Reykjavík er meö glœsi- legri byggingum höfudstaðarins — og þótt víðar vœri leitað. Það var hins vegar ekki reist í þeim tilgangi að trýsa bœkur. Landflótta gyðingur frá Rússlandi hóf byggingu þess í upphafi aldarinnar, en seldi húsið og hélt til Danmerkur áður en það var fullgert. Kaupandinn var Ólafur Johnson, í O.Johnson og Kaaber. Húsið var í eigu hans frá árinu 1916 og fram undir 1950 og þar uxu börn Olafs úr grasi, sjö að tölu. 1 þessari sérstöku umgjörð um ís- lenskt heimilisltf á fyrri helmingi aldarinnar voru þar að auki bœði vinnukonur, erlendar barnfóstrur og matráðskonur. Harla frábrugðið lífsstíl hins almenna borgara — bœöi þá og nú. Hannes O. Johnson, einn sex sona Ólafs Johnson, þekkir vel til sögu hússins, sem flestir þekkja einfald- Iega sem Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti. Hann kveður það algengan misskilning, að Herra A. Obenhautt, sá sem lét byggja húsið, hafi verið Þjóðverji. Hann hafi verið rússneskur gyðingur. „Eftir því sem ég veit best," sagði Hannes, „kom Obenhautt hingað á meðan keisarinn var við völd í Rúss- landi. Síðan fór hann aftur heim í kringum 1914-15, en eins og við vit- um étur byltingin börnin sín . . . Það hefur eflaust ekki verið gott fyrir gyðinga að vera þarna fyrir austan á þessum tíma frekar en núna, þó vitneskja um það hafi ekki verið í hámæli í þá tíð. Obenhautt kom a.m.k. til baka til íslands og þá byggði hann í þriðja sinn hús hér á landi. Það stendur við hlið Herkast- alans í miðbænum. Dóttir hans dó hér á landi og var grafin hérna, en kistan var síðar flutt til Danmerkur. Obenhautt sett- ist nefnilega á endanum að þar.“ ÚR VILLA FRIEDA í ESJUBERG Hannes kvað það einnig misskiln- ing að þessi erlendi herramaður hefði orðið gjaldþrota. „Hann fór einfaldlega í burtu. Þetta var maður í viðskiptalífinu og hann flutti bara af landi brott. Hann byggði líka hús- ið neðst á Hverfisgötunni þar sem Heildverslun Garðars Gíslasonar er til húsa. Skrifstofa Obenhautts er meira að segja enn óbreytt frá því sem hún var þegar hann sat þar.“ Hannes Johnson sagði húsið við Þingholtsstræti alls ekki hafa verið fullgert þegar faðir hans keypti það. Þó hafði Obenhautt þegar gefið því nafn, Villa Frieda. Olafur Johnson skírði húsið hins vegar upp á nýtt og kallaði það Esjuberg. Nafnið er feng- ið ofan af Kjalarnesi. Ein af útjörð- um Móa, sem voru í eign ættarinnar, heitir einmitt þessu nafni. Teikning hússins er þýsk, sam- kvæmt upplýsingum Hannesar, en þegar Ólafur tók við því var það „ekkert nema skelin". Gluggar voru ekki einu sinni komnir í húsið og eru allar innréttingar þess vegna gerðar með óskir nýja eigandans í huga, en Ólafur flutti inn í húsið árið 1916. Árið 1930 var reist sexstrent garð- hús á lóðinni, sem teiknað var af Einari Erlendssyni, fyrrum Húsa- meistara ríkisins. Það kvað Hannes Johnson aðallega hafa verið byggt fyrir yngstu kynslóðina til að leika sér í. Garðhýsið var síðan flutt inn í Laugardal eftir að Reykjavíkurborg hafði eignast húsið. Ekki skorti heldur börnin á þessu heimili í Þingholtunum. Þau voru alls sjö, sex synir og ein dóttir, af tveimur hjónaböndum Ólafs John- son. (Nú eru tveir synirnir látnir, þeir Friðþjófur og Örn.) Friðþjófur og Pétur, bróðir hans, dvöldu hins vegar einna minnst í húsinu við Þingholtsstrætið, vegna skólagöngu og búsetu erlendis. HESTHÚS Á LÓÐINNI Eitthvað hefur nú líklega farið fyr- ir systkinunum, eins og gerist og gengur með hress ungmenni. Vinnufólk bjó þar að auki einnig á staðnum, m.a. erlendar „stofustúlk- ur“, matráðskonur og fleiri, svo tæp- ast hefur tómahljóðinu verið fyrir að fara. Á jarðhæð voru tvö stór her- bergi, svokölluð stúlknaherbergi, fyrir vinnukonurnar. En eldri kyn- slóðina vantaði heldur ekki í húsið. Gömul ömmusystir yngri systkin- anna bjó þarna t.d. í mörg ár. Gestkvæmt var líka í þessu rúm- góða húsi, en meðal „heimaganga" voru menn eins og Þór Vilhjálms- son, hæstaréttardómari, Geir Hall- grímsson, Seðlabankastjóri, Thor og Dick Thors (synir Richards Thors), Sigurður Haukur Lúðvíks- son, málari, og fleiri og fleiri. Auðvitað var ekki alltaf dvalið innan fjögurra veggja, heldur fundu krakkarnir upp á ýmsu skemmti- legu, bæði inni og úti. Sagði Hannes að lóðin fyrir framan húsið hefði m.a. verið vel nýtt af strákunum sem fótboltavöllur. Ólafur Johnson hafði líka hesta í skúr á lóðinni og var gjarnan riðið út á laugardögum og sunnudögum. Reiðtúrarnir, sem Hannes man eftir, voru t.d. inn að Elliðaám. Það þótti mjög langt í þá daga! „Þá var meira að segja langt út í gamla Kennaraskóla," eins og Hannes Johnson orðaði það. Uppbyggingin í Þingholtunum var heldur ekki söm og nú. Af „hlaðinu" fyrir framan Esjuberg var þannig hægt að horfa beint út á Tjörnina. Trén skyggðu þar að auki ekki á út- sýnið úr gluggunum á þessum tíma. Þau voru, að sögn Hannesar, „pínu- lítil". Þessir alvarlegu ungu menn, sem standa fyrir framan garðskálann ( Þingholtsstrætinu, eru (taliö frá vinstri) Aarent Claessen yngri, Oddur Thorarensen tstOar lyfsali), Geir Hallgrtmsson (núverandi SeOlabankastjóri) og stuttbuxnaklæddur Björn Tryggvason (aO- stoOarbankastjóril. Allir voru þeir heimagangar á heimili Ólafs Johnson eldra. Olafur Johnson yngri, núverandi forstjóri 0. Johnson og Kaaber, hefur á þessari gömlu mynd stillt sér upp við hlið Þórs Vilhjálms- sonar, sem nú er orðinn Hæstaréttardómari, enda mikið vatn runnið til sjávar frá þvl þessi mynd var tekin í garðinum fyrir utan heimili Ólafs í Þingholtsstrætinu. Þór er sá ískrautlegu fötunum og með sér- kennilega höfuðfatið, en Ólafur sá peysuklæddi, (stuttbuxum (sést ef myndin prentast vel) og með vettlingana festa við peysuna. 28 HELGARPÓSTURINN leftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smartl

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.