Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 30

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 30
INNLEND YFIRSYN Um næstu áramót falla úr gildi lögin um kvótakerfið í sjávarútvegi. Hið umdeilda kvótakerfi hefur þá verið ríkjandi í fjögur ár og sums staðar verið illa þokkað, t.d. á Vest- fjörðum. Það verður verkefni nýrrar ríkis- stjórnar að móta fiskveiðistefnu næsta árs,j að ákveða hvort kvótinn fær að lifa áfram og þá hvort hann verði óbreyttur að formi til eða hvort afdrifaríkar breytingar verði gerð- ar á honum. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi, ákaflega skiptar skoðanir ríkjandi eftir landshlutum og stjórnmálaflokkar klofnir í afstöðu sinni. Menn eru nokkuð sammála um að ein- hvers konar stjórnun þurfi að ríkja í sjávarút- veginum við núverandi aðstæður. Kvótinn hefur hingað til átt að draga úr ofveiði og þá einkum litið til þorskstofnsins. Veiðar á þorski fóru 1984, 1985 og 1986 þó um 40% fram úr því sem fiskifræðingar lögðu til og nú eru ríkjandi verulegar áhyggjur af ástandi hans og mikilli ásókn í smáþorsk. Hafrann- sóknastofnun vinnur um þessar mundir úr gögnum eftir rannsóknir sem gerðar voru í mars þegar 5 togarar voru leigðir og stefnir að því að hafa niðurstöður og álit fyrir árið 1988 tilbúin fyrr en vanalega, eða um mitt ár í stað hausts. Þá geta hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi og stjórnvöld haft betri tíma til að ákvarða framtíðarstefnuna. Jakob Jakobs- son forstjóri Hafrannsóknastofnunar sagði í samtali við HP að á meðan afkastageta flot- ans væri meiri en afrakstursgeta fiskstofn- anna yrði að viðhafa stjórntæki eins og kvótakerfið, þó einfaldasta lausnin frá þeirra bæjardyrum séð væri að minnka flotann, leggja um þriðjungi hans. „En um þetta hef- ur ekki náðst samkomulag og þá þarf að hafa möguleika á því að takmarka aflann við ákveðið mark. Koma þá tvær leiðir helstar til greina, aflamark á skip eins og ríkjandi hefur verið eða hins vegar aflamark yfir allan flot- ann, hið svokallaða skrapdagakerfi. Skrap- dagakerfið er meingallað, engin stjórnvöld geta stöðvað veiðarnar t.d. í september ef markinu er þá náð. Aflamark á skip þýðir þó að ekki skiptir öllu máli þdtt eitt og eitt skip detti út, alltaf geyma einhverjir kvóta og eftir Friðrik Þór Guðmundsson Framtíð kvótakerfisins er með engu móti ráðin. Akvörðunin er pólitísk 'en stjórnmálaflokkarnir eru sparir á yfirlýsingar, bíða eftir niðurstöðum rannsókna og „línunni" frá hagsmunaaðilum. Á meðan eru þeir opnir og sveigjanlegir, haga segl- um eftir vindi. Kvóti er kvalræði mögulegt að hagræða veiðunum." Framsóknarflokkurinn hefur farið með yf- irumsjón kvótakerfisins undanfarin ár og virðist býsna ánægður með árangurinn. Fyr- ir kosningarnar var því haldið fram að kvóta- árin hefðu haft í för með sér stórbatnandi af- komu sjávarútvegsins, leitt til hagkvæmari rekstrar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja, fjölbreyttari veiðiskapar og skynsamlegri nýtingar fiskstofnanna. Framsóknarflokkur- inn vill í stærstum dráttum óbreytta stefnu en vill þó umfram allt taka fullt tillit til álits hags- munaaðiianna. „Við erum tilbúnir að endur- skoða hlutina í ljósi breyttra aðstæðna, breyttra aflabragða og í ljósi byggðarsjónar- miða. En við höfum ekki séð betri leið en þá sem nú tíðkast, aflamark á skip, þó það komi fyrir að ryðkláfar séu seldir á tvöföldu verði. Málið er að við viljum vera sveigjanlegir og vissulega eru skiptar skoðanir í okkar flokki um áframhaldið. Þar eru Vestfirðingar sér á parti,“ sagði áhrifamaður í flokknum í sam- tali við HP. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur fyrir sitt leyti boðað sam- dráttarstefnu fyrir 1988 hvað þorskaflann varðar. Sjálfstœdisflokkurinn á eins og aðrir flokk- ar við verulega skiptar skoðanir að glíma. Birgir ísleifur Gunnarsson varð fyrir svörum og sagðist að efst á baugi hjá flokknum væri að bíða eftir niðurstöðunum í viðræðum hagsmunaaðila í sjávarútvegi, sem nú væru að fara í gang, því auk pólitískrar samstöðu yrði að ríkja sem mest samstaða meðal þeirra sem ættu að framfylgja stefnunni. „I þingliði okkar eru skiptar skoðanir eftir landshlutunum. Ég hef eins og ýmsir haft uppi efasemdir um gildi þess að festa kvót- ann því ég óttast að hann breyti eðli útvegs- ins, geri yngri mönnum erfiðara um vik að komast í útgerð og færi útveginn yfir á færri og stærri hendur til framtíðar, óneitanlega kemur SÍS þar inn í myndina. En maður sér af því sem er að gerast í aflamálum núna að það þarf stjórnun á fiskveiðunum, við getum ekki farið út í óhef tar veiðar. Ýmsar breyting- ar koma til greina, en við höfum ekki viljað festa okkur í einhverja óumbreytanlega stefnu. Endurskoðun stendur núna yfir og þetta eru viðkvæm mál," sagði Birgir. Albert Gubmundsson segir Borgaraflokk- inn ætla vera fyrir utan stjórn og kemur þá væntanlega ekki til með að ráða úrslitum um áframhald kvótakerfisins, en afstaða hans er ljós, því nýlega sagði hann á kosningafundi: „Ég vil leggja niður kvótakerfið í núverandi mynd. Þess í stað yrði tekið upp heildarmagn sem ákveðið yrði í samráði við Hafrann- sóknastofnun. Þessu magni yrði skipt á byggðarlögin en ekki skipin þannig að þeir sem eru duglegir geti notið þess og að skuss- arnir séu ekki lögverndaðir með kvóta.“ Alþýðuflokkurinn er skiptur í afstöðu sinni eins og aðrir. Komið hefur fram það álit Vest- fjarða-kratans Björns Gíslasonar að kvóta- kerfið sé „versta plága sem yfir okkur hefur gengið af mannavöldum" en stefna flokksins er veiðileyfastjórnun: „Stefnt verði að sveigj- anlegri beitingu veiðileyfa með veiðiréttind- um, sem komi í hlut útgerðar en ekki á hvert skip, þannig að aflamönnum sé gert kleift að njóta sín og að byggðarlögum sé tryggð öfl- un hráefnis betur en nú er gert," segja kratar og vilja frjálsar fiskverðsákvarðanir og stað- bundna fiskmarkaði. Alþýdubandalagid ræddi fyrir kosningar mikið um „eflingu atvinnulífsins" en deilt var um fiskveiðistefnuna. Hjörleifur Gutt- ormsson lýsti umræðunum svo: „Allir telja einhverja stjórnun fiskveiða nauðsynlega. Meirihluti í Alþýðubandalaginu hefur talið skynsamlegt að taka upp stjórnun með afla- kvóta en gagnrýnt ýmsa þætti í þeirri stjórn- un, ekki síst eins og henni var háttað gagn- vart smábátum á árunum 1984 og 1985. Mörg atriði í núverandi stjórnun fiskveiða þarfnast endurskoðunar og lagfæringa." Að öðru leyti eru sjónarmiðin eins mörg og landshlutarnir ef ekki fleiri. Kuennalistinn vill endurskoða kvótakerfið og hefur sérstaklega í huga að hagsmunir fólksins í landi gleymist ekki. Að rannsóknir á fiskistofnum verði auknar og veiðar skipu- lagðar í samræmi við niðurstöður þeirra. Innan flokksins hefur verið rætt um að miða kvótann við iandshluta og tillaga um að kvótinn yrði miðaður við frystihúsin hlaut þar ekki hljómgrunn. Telja verður ólíklegt að Kvennalistinn leggi einhverjar óumbreytan- legar tiliögur á borð í stjórnarmyndunarvið- ræðum um framtíð kvótans, að öðru leyti en því að hagsmunir fiskvinnslufólks í landi verði tryggðir. Vænlegast til þess væri að binda kvótann landshlutum, að sögn áhrifa- konu í flokknum. ERLEND YFIRSYN Hjónabönd og heimilislíf Bandaríkjafor- seta hafa verið undir smásjá fjölmiðia svo lengi sem elstu menn muna, en aldrei kemst neitt misjafnt í hámæli meðan þeir sitja á valdastóli, og helst ekki fyrr en gröfin hefur tekið við þeim. En þá keppist líka hver við annan, í tímaritsgreinum og á bókamarkaði, að ijóstra upp því sem áður hafði verið stung- ið undir stól. Svo ekki sé litið lengra en rúma hálfa öld aftur í tímann heyrir það nú tii sögu Hvíta hússins að Warren G. Harding giljaði þar frill- ur sínar í fatageymslum, og aldrei hefur ver- ið eytt því orðspori, að afbrýðisöm eigin- kona hafi flýtt fyrir láti hans. Franklin D. Roosevelt andaðist í örmum hjákonu sinnar, og hafði þá hjónaband þeirra Eleanor verið nafnið tómt í áratugi. Dwight D. Eisenhower felldi svo hug til konunnar sem yfirhershöfð- ingi innrásarhers Bandamanna fékk fyrir bíl- stjóra, að Mamie hugði um tíma á skiinað. John F. Kennedy hafði Frank Sinatra til að út- vega sér mafíumellur, þegar sá gállinn var á honum. Upptalningin ber með sér, að fjöllyndi ræð- ur engu um það, hvort menn reynast afreks- menn eða aukvisar á forsetastóli. Engu að síður sýna atburðir síðustu viku, að getgátur einar um kvennamál frambjóðandaefnis nægja til að hrekja þann úr leik, sem áður hafði yfirburðaforustu í sínum flokki. Gary Hart, þá öldungadeildarmaður frá Colorado, komst nærri því fyrir fjórum árum að sigra Walter Mondale í keppni um tilnefningu í for- setaframboð fyrir Demókrataflokkinn. Síð- an hefur Hart stefnt markvisst að því að verða forsetaefni flokksins í kosningunum í nóvember 1988. Hann gaf frá sér öldungadeildarsætið til að geta einbeitt sér að kynningu á stefnu sinni og öflun stuðningsmanna í þeim fylkjum Bandaríkjanna, sem þyngst vega í prófkjörs- baráttunni. Árangurinn lét ekki á sér standa þegar hann gaf kost á sér fyrir mánuði og hóf kosningaferðalög. Skoðanakannanir gáfu Hart stuðning frá 45 upp í 65 af hundraði þeirra, sem afstöðu tóku. Næstur kom í könnunum þessum Jesse Jackson, með fjórða til áttunda hluta af fylgi oddvitans. Þaðan af minna fékk skari annarra demó- krata, sem vitað er að hafa áhuga á að keppa til forsetaframboðs. Svo gerðist það um fyrri helgi, að sögn rit- stjóra blaðsins Miami Herald, að því barst eftir Magnús Torfa Ólafsson Allt að 65% fylgi í könnunum dugði ekki, þótt njósn fréttamanna reyndist gloppótt. Keppni demókrata hefst á ný á sléttu eftir fall Gary Harts nafnlaus ábending um að Gary Hart væri væntanlegur í íbúð sína í Washington með annarri konu en sinni eigin. Eiginkonan heit- ir Lee, og dvaldi með börnum þeirra vestur í Denver. Fréttamenn höfðu áður gengið á Hart, vegna sögusagna um kvenhylli hans, og klykkti hann út með því í einu viðtalinu, að mana þá til að veita sér eftirför. Þar með þykist Miami Herald hafa fengið réttlætingu á því sem aðhafst var næst á þess vegum. Fréttastjóri blaðsins setti fimm menn frá því á njósn við húsið, þar sem Hart hefur íbúð í Washington. í sunnudagsútgáfu kom svo æsifrétt, á þá leið að umsát fimmmenn- inganna frá blaðinu hefði leitt í Ijós, að hjá Hart hefði dvalið hátt í sólarhring 29 ára sýn- ingar- og kynningarstúlka, Donna Rice að nafni. Bæði Hart og kona þessi mótmæltu, að þarna væri rétt með farið, en fréttin var flog- in um öll Bandaríkin. Minni athygli vakti, að Miami Herald varð brátt að draga í land full- yrðingar sínar svo um munaði. Umsáturslið blaðsins reyndist hafa gert hlé á njósn sinni allt að fimm klukkutíma á laugardagsnótt, og líka hafði snuðrurum láðst að gæta jafnt fram- og bakdyra á húsinu þann tíma sem þeir voru á vettvangi. Varð því brátt ljóst, að vel gat staðist frásögn þeirra Hart og Rice, að hún hefði yfirgefið bústað hans eftir skamma dvöl, gist hjá vinafólki en komið aftur á laug- ardeginum. Hart og Rice kváðust áður kunn- ug, og sagði hún erindi sitt hafa verið að ræða þátttöku í starfi fyrir framboð hans. Þessa frásögn af málavöxtum bar Hart fram við fréttamenn Miami Herald, þegar þeir gáfu sig fram við hann síðla laugardags. Hns vegar neituðu þeir að bíða með frétt sína eftir að ganga úr skugga um, hvort frá- sögn þeirra Rice stæðist, og báru því við að sér væri falið að láta fréttina ná annarri sunnudagsútgáfu blaðsins. Birtingin og „skúbbið" skipti þá öllu, en ekki hvort efnið fengi staðist. Eftir að ófullkomin eftirgrennslan Miami Herald, um samvistir Gary Hart og Donnu Rice frá föstudegi til laugardags um fyrri helgi, hafði gert að engu möguleika þess for- setaefnis, sem að svo stöddu mátti telja sigur- stranglegast að ári, hafa komið upp í röðum bandarískra fréttamanna efasemdir um að slík vinnubrögð séu réttlætanleg. Sérstak- lega hrýs mönnum hugur við persónunjósn- um, og benda á að eins og í þessu tilviki geta þær vakið hverskonar grunsemdir, en eru ekki til þess fallnar að skera úr um atvik og tilgang í mannlegum samskipum. A.M. Ros- enthal, sem lengi var ritstjóri við New York Times og vann sér orðstír í því starfi, hefur þetta um málið að segja: „Ekki gerðist ég blaðamaður til að leynast úti fyrir heimili stjórnmálamanns í því skyni að komast að því, hver þar svæfu saman. Á 20 ára fréttamannsferli hefði ég hafnað slíku verkefni. I 23 ára ritstjórastarfi í viðbót hefði ég ekki falið neinum að vinna slíkt verk né leyft að því væri sinnt. Ég hefði talið hug- myndina eina stríða gegn blaðamennsku- heiðri mínum og blaðs míns. Ég geri það enn.“ Þar á ofan má telja víst, að nafnlausa ábendingin til Miami Herald hafi komið frá einhverjum, sem spilla vildi forustu og gengi Gary Harts í viðureigninni um útnefningu til forsetaframboðs fyrir Demókrataflokkinn. Vitað var, að hann mátti vænta verulegs fylg- is í Flórída, þar sem blaðið er eitt hinna áhrifamestu, en átti að sama skapi skæða öfundarmenn og keppinauta. Hart varð fyrst áberandi í bandarískum stjórnmálum 1972, þegar hann stýrði kosn- ingabaráttu George McGovern, forsetafram- bjóðanda demókrata. Þá varð þeim líka að fótakefli árás úr launsátri á varaforsetaefnið, Tom Eagleton. Komið var á framfæri við fjöl- miðla ljósritum af sjúkraskýrslum, sem sýndu að Eagleton hafði leitað til geðlæknis vegna þunglyndis og verið látinn sæta raf- losti. Eagleton vék úr framboði, en eftir upp- námið sem af málinu öllu hlaust átti málstað- ur McGovern sér ekki viðreisnar von. Það veikti stöðu Harts nú, að hann hefur frá upphafi verið einfari í flokki sínum, farið eigin götur og lagt megináherslu á að kynna í ræðu og riti hugmyndir sínar um framtíðar- stefnu Bandaríkjanna, bæði heimafyrir og erlendis. Hann hafði sett sér að móta og bera fram til sigurs frjálslynda stefnu, sem ætti við á öld kjarnorku og hátækni. Flokksvélin lagðist gegn Hart í keppninni við Mondale 1984, og hún lét hann sitja upp til þessa dags með 1,3 milljón dollara skuld eftir þá viðureign. Nú er enginn öðrum fremri af um það bil tug núverandi og fyrr- verandi fylkisstjóra og þingmanna úr báðum deildum, sem sækjast eftir útnefningu í for- setaframboð fyrir Demókrataflokkinn. Jesse Jackson er sér á parti, þegar þjóðkunnur en svertingi, og því ekki líklegur til að ná út- nefningu, 30 HELGARPÚSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.