Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 36
Er hann kaldur og hrokafullur?
Mjúkur og indœll? Listfengur?
Hamingjusamur, heilbrigöur,
hraustur? Hefur þú séð hann í sundi?
Er konan hans í kvennaframboöinu,
faöir hans heildsali og móöirin í
Hvöt? Er hann töff, kúl, eöa bara
sléttur og felldur? Hinn nýi maöur
stígur fram í dagsljósiö af síöum HP
’68-kynslóðin fullyrðir að þau hafi verið betri mann-
eskjur en unga kynslóðin sem nú er. Að þau hafi hugsað
um náungann eins og sjálfan sig, nokkuð sem sé ekki fyr-
ir hendi í dag. Hinn nýi maður hann hugsi bara um sjálf-
an sig, skeyti engu um samborgara sína, hann sé fastur í
efnahagslögmáli eins og dýr í gildru. Munurinn er bara
sá að nýi maðurinn áttar sig ekki á því að hann er fastur
í gildru. Eða gerir hann það? Er hans gildra þá nokkuð
öðruvísi en sú sem þessi ’68-kynslóð lenti í, eru kannski
engar svona kynslóðir til og hinn nýi maður ekki heldur?
Erfitt er að segja til um hvort
’68-kynsóðin, sem svo mikið hefur
verið um rætt, hafi í rauninni
nokkurn tíma verið til, nema í
hugum seinni tíma manna, sem
bjuggu þetta hugtak til með það
fyrir augum að tíma- og staðsetja
ákveðnar hræringar í samtímanum.
Vegna þessarar staðsetningar hefur
hún þó fengið ákveðna ímynd og
ákveðið útlit, ákveðna hugmynda-
fræði að kenna sig við og standa
fyrir í augum þess fólks sem
síðar kom í heiminn. í seinni tíð
hefur þó orðið ljóst að þessi
skilgreining, um kynslóð fólks sem
gerði uppreisn gegn ákveðnum
gildum og hefðum ríkjandi valda-
stéttar og hafnaði ríkjandi verð-
mætamati, á rétt á sér. Einkenni
þessarar kynslóðar hafa nefnilega
orðið skýrari þegar tímar hafa liðið,
einkum og sér í lagi í ljósi þeirra sem
nú eru ungir og eru þannig sam-
bærilegir við þá sem mynduðu
kjarnann í margnefndri kynslóð fyr-
ir tuttugu árum. Hún hefur þannig
orðið skýr í ljósi samanburðar og
þessi samanburður gefur einnig
skýra mynd af því sem hér er kailað
hinn nýi maður.
BYLTINGIN SEM HVARF
Hin gríðarlega vitundarvakning
7da áratugarins var grundvölluð á
því sem seinna fékk heitið félags-
hyggja, þegar kommúnismi varð
skammaryrði. Allir áttu að verða
jafnir, jafnt fyrir guði sem annars
staðar, og hugmyndirnar byggðust á
bróðurþeli og vináttu. Vináttu sem
kannski ekki var.byggð á grjóthörð-
um staðreyndum heldur miklu
fremur draumórum og hugsjónum
um betra og mannlegra samfélag,
sem hefði að grunni annað verð-
mætamat en það þjóðfélag sem þá
ríkti. Hugmyndirnar komu víða að,
margar höfðu verið að þróast alla
öldina og jafnvel lengur og fundu
skjólstað í ungu fólki sem vildi gera
uppreisn gegn þeim sem réðu því
hvaða leið og í hvaða mynstur það
ætti að fara þegar tími væri kominn
á barneignir, bíl og íbúð. Allskyns
dulspeki og fantasíukenndar heim-
spekihugmyndir hrærðust saman
við grjótharða stéttabaráttuna og
marxismann. Byltingin var handan
við hornið og hinir kapítalísku níð-
ingar sáu sæng sína upp reidda og
höfðu um sig hægt.
Tuttugu árum síðar. Byltingin ekki
orðin til nema í minningunni, síða
hárið horfið og bróðurþelinu ýtt til
hliðar fyrir grjóthörðum lögmálum
efnahagslífsins. Hugsjónirnar lok-
aðar bak við blokkarhurðir í Breið-
holti eða fastar inni í litlum upp-
gerðum bárujárnshúsum í Þingholt-
unum. Hinn nýi maður kominn til
sögunnar, plastið, glerið og járnið —
geimaldarveruleikinn — tekinn við af
timbrinu og gömlu hlutunum. Hug-
myndirnar orðnar undir i lífsbarátt-
unni, opinber starfsmaður hefur
ekki efni á að reka hugsjónabaráttu,
kannski líka búinn að gefast upp fyr-
ir veruleikanum sem var alls ekki sá
sem stóð í bókunum og draumarnir
gægjast í hæsta lagi fram við
ákveðnar kringumstæður; lag í út-
varpinu, rykfallna bók, einhvern
neista í Þjóðviljagrein eftir gamlan
kunningja. Þjóðfélagið að breytast
svo hratt að það er ekki hægt að
festa hönd á neinu, ekki lengur
hægt að stilla upp andstæðunum
sem einu sinni dugðu, stéttirnar að
renna saman í eina hrúgu og hinn
eftir Kristján Kristjánsson Teikningar: Jón Óskar
breiði massi orðinn allur annar en
hann áður var. Tuttugu ár og samfé-
lagið hefur gjörbylst, stendur á haus
í miðri byltingu tækni, fjölmiðlunar
og hugmynda sem enginn veit hvert
munu leiða það.
MARKAÐSSETTUR
DRAUMUR
Að sama skapi og kommúnisminn
var sterkur á 7da áratugnum reis
upp önnur hugmyndafræði sem
ekki síður náði sterkri fótfestu á áð-
urnefndum tuttugu árum. Frjáls-
hyggjan, svar hægri aflanna við
marxismanum, opinberaði hug-
myndir sínar um hið frjálsa mark-
aðshagkerfi og eftir því sem tímar
liðu og lífsbaráttan hremmdi hug-
sjónamennina úr röðum hippanna
varð frjálshyggjan sterkari. Reis upp
úr millibilsástandi sem skapaðist á
ofanverðum 8da áratugnum, fram-
takssemi pönkaranna og neðanjarð-
armenningin og sá kraftur sem í
henni bjó urðu grundvöllur fyrir
einstaklingshyggjuna sem á endan-
um gerði lítið úr félagshyggjunni.
Smám saman missti vinstrið tökin
og leystist upp í friðarbaráttu á al-
mennum grunni, eitthvað sem allir
gátu sætt sig við, en hægrað, ein-
staklingurinn, markaðurinn og
dýrkun æsku og fegurðar í gegnum
sísterkari fjölmiðla, varð ofan á.
Áróðurinn fyrir hægri stefnunni,
vonbrigðin með vinstri stefnuna,
upphafning líkamans og þreyta
fólks á hinum félagslegu sjónarmið-
um héldust í hendur. Hugmynda-
fræðin var framleidd, hugsjónirnar
markaðssettar og þegar lýðurinn
átti ekki til hnífs og skeiðar, var orð-
inn þreyttur á að berjast fyrir ein-
hverju sem var greinilega vonlítið
að myndi nást, sáu undirróðursöfl
hins nýja manns sér leik á borði.
Draumarnir, sem áður höfðu verið
andans efni, voru færðir yfir á ver-
aldlegt plan, og settir á markað sem
eitthvað sem fólk gat ekki verið án.
Þegar búið var að hamra járnið
meðan það var sannanlega heitt,
búið að telja fólkinu trú um að kók
væri it, eða að þú værir vonlaus
nema þú litir vel út, búið að skipu-
leggja lævíslegar skírskotanir aug-
lýsingastofanna í hugmyndafræði
og lífsstíllinn orðinn klár varð
hinn nýi maður til, grundvöllurinn
var lagður. Varan, þ.e. lífsmátinn,
var tilbúin á markað.
ÚLFALDINN OG
NÁLARAUGAÐ
Hann spratt fram, skyndilega, en
samt alskapaður.
Klæddur í jakkaföt og með bindi,
einfaldur smekkur, smekklega
klipptur og greiddur, karlmannleg-
ur. Leðurstressari í hægri hendinni á
leiðinni úr skrifstofunni í leikfimina,
sólarlampana eða veggjatennisinn.
Hugurinn bundinn við peningamál,
verðbréf, vexti, eða nýja vöru sem
hann hefur með höndum að mark-
aðssetja. Hann veit sem er að það er
hægt að markaðssetja allt, jafnvel
lífsstíl, ef rétt er að farið, og hann
veit að þegar hann gengur eftir göt-
unni er hann gangandi auglýsing
fyrir lífsstíl sem hann tók sjálfur þátt
í að búa til. Hann skammast sín ekki
fyrir að viðurkenna að peningarnir
eru allt í hans lífi, það snýst um við-
skipti og verslun. Hann getur líka
verið óhræddur við að viðurkenna
það því þeir sem hann tilheyrir eru
sterkari, þeir eru búnir að drepa
sameignar- og samhjálparstefnuna
og er sama þó að það standi í bók
frá Austurlöndum að það sé erfiðara
fyrir ríkan mann að komast í guðs-
ríki en úlfalda gegnum nálarauga.
Samt er hann sæmilega kirkjuræk-
inn, stundum jafnvel trúaður, svona
mitt á milli þess sem hann leggur
höfuðið í bleyti út af nýjustu hag-
fræðikenningunni um jafnvægi í rík-
isbúskap og frjálsa vexti.
Heima bíða konan og húsið og
krakkarnir, sér þau ekki oft en ekki
er mikið við því að gera, viðskipta-
lífið er harður húsbóndi, einfaldur
smekkur dýr og sumarleyfin, bílarn-
ir og brauðið ekki síður.
TÍMAMORÐINGINN
Hann sprettur fram alskapaður.
Ólíkt þeim sem fram komu með
hugmyndir sínar tuttugu árum fyrr
og urðu þess valdandi að eitthvað
eitt varð ofan á kemur hinn nýi
maður ekki fram með neitt nýtt
sjálfur, heldur er hann búinn til af
öðrum og línurnar eru lagðar ann-
ars staðar en á sellufundum póli-
tískra hreyfinga. Hann sprettur því
fram alskapaður, af öðrum, sem
enginn veit samt hver er.
Ut úr sjónvarpinu, af síðum blaða
og tímarita og úr heimi kvikmynd-
anna geysist hinn nýi maður fram.
Enginn veit nákvæmlega hver kom
honum þar fyrir, eða af hverju hann
er eins og hann er. Hann er bara
þarna, hamingjusamur, sterkefnað-
ur, vel giftur með fjölskylduna vel
tennta, hátt enni, beint nef, fær
aldrei kvef, eins og segir í textanum.
Hann er maður afþreyingarinnar
og léttmetisins, vill drepa tímann,
og það er hann sem hefur komið
með orðin létt og skemmtilegt inn í
málið, enda gerir hann þá kröfu til
allra hluta að þeir séu léttir og
skemmtilegir. Hann er yfirlýstur
andstæðingur Menningarinnar, en
ef hann er spurður um uppáhaldsrit-
höfund þá nefnir hann hiklaust
Halldór Laxness, Kjarval hendir
hann á lofti eins og merkingarlaust
orð ef hann er spurður út í myndlist
og fer frekar í Plakat-gallerí og
kaupir litríkt plakat. Jónas Hall-
gríms, ástmögur þjóðarinnar, er
bara einhver af þessum gömlu og sá
nýi skynjar ekki muninn á Þórs-
kabarett og Þjóðleikhúsi nema í
hlátrasköllum.
FLÖSUSJAMPÓ OG
GOSDRYKKUR
Þrátt fyrir kerfisbreytingar sem
36 HELGARPÓSTURINN