Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 38
PA©£ 3CRARMEÐMÆU
Enska knattspyrnan — bein út-
sending
Bikarúrslitáeikur á Wembley er alltaf
spennandi og mikil stemmning sem
honum fylgir. Reyndar verður að segj-
ast að það hefur heldur dofnað yfir
leiknum, eftir að það varð skylda að
hafa íslenskan þul, eða lýsanda ef svo
má segja.
Laugardagur kl. 21.10.
Óhræsi í Undralandi IMalice in
Wonderland)
Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1984
með Elizabeth Taylor og Jane Alexand-
er. Þær leika kerlingar sem höfðu Holly-
wood á valdi sínu á árum áður, sem rit-
stjórar slúðurdálka. Þær hittast og rifja
upp liðna tíð. Þetta er mjög góð mynd
og þær stöllur Taylor og Alexander
þykja standa sig mjög vel.
Úr kvikmyndinni Sumarið langa á Stöð 2 á föstu- Huggulegur rabbþáttur um vorið og manneskj-
dagskvöldið. Paul Newman og Anthony Fran- una í vorinu á fimmtudagskvöld á Rás 1, a la
ciosa. Jónas Jónasson.
©
RÚV - Rás 1
Fimmtudagur kl. 20.00
Tæpur hálftími í umsjón Jónasar
Jónassonar. Huggulegur hálftími með
Jónasi, þeim vinsæla útvarpsmanni,
þar sem hann fléttar saman tal og tóna
og spjallar við hlustendur um vorkom-
una.
Fimmtudagur kl. 22.20
Kæri herra Hólms i umsjón llluga
Jökulssonar. Illugi er einn af áheyrilegri
útvarpsmönnum yngri kynslóðarinnar,
laus við allan fíflagang og þess háttar,.
sem einkennir marga af jafnöldrum
hans. Hann vinnur þar að auki þætti
sína þannig að þeir eru ekki einasta góð
skemmtan, heldur líka fróðlegir.
Föstudagur kl. 21.45
Sumarið langa (The Long Hot
Summer)
Bandarísk kvikmynd frá 1958. Gerð eft-
ir skáldsögu Williams Faulkner og
sömuleiðis tveimur smásögum hans.
Hlutverkaskipanin er markviss, Orson
Welles fer á kostum og að auki stendur
Angela Lansbury sig vel sem fyrri tíma
hjákona hans. Aðrir leikarar eru ma.
Paul Newman og kona hans Joanne
Woodward og Lee Remick.
Föstudagur kl. 20.00
Helgin
Innlend dagskrárgerð er alltaf spenn-
andi. Fréttamenn Stöðvar 2 sjá um
þennan 20 mínútna þátt og þeir ætla að
reyna að komast að því hvernig al-
menningur eyðir helgunum.
GÓÐLÁTLEGUR HÚMOR
Flosi Ólafsson leikstýrði fram-
haldsleikritinu Dickie Dick Dick-
ens og hann hafði eftirfarandi
um það að segja:
„Já, ég var leikstjóri og frú
Lilja var þýðandi. Eg var líka
sögumaður, ásamt Gunnari Eyj-
ólfssyni, við skiptum því á milli
okkar. Þetta gerist á bannárun-
um í Ameríku, á tímum Al
Capones, Dillingers og fleiri
manna sem voru taldir óvinir
þjóðfélagsins nr. 1. Dickie var
hinsvegar smákrimmi, elskuleg-
ur og hjartahreinn, en átti mögu-
leika á að ná þessari vegtyllu
sem var að verða óvinur sam-
félagsins nr. 1. Þetta er svona
paródía á þessa upphafningu á
krimmum, bæði stórum og smá-
um, ósköp góðlátlegur húmor.
Annars heyrði ég bara af endur-
flutningnum á skotspónum, ég
hélt eiginlega að búið væri að
henda þessu.“
Sunnudagur kl. 16.20
„Dickie Dick Dickens" framhalds-
leikrit. Endurflutningur á leikritinu íleik-
stjórn Flosa Ólafssonar. Flutt slðast
1970 og þeir sem þá voru börn og ungl-
ingar munu vafalítið njóta þess að rifja
upp dularfulla og hrollvekjandi rödd
sögumannsins.
Af
RÚV - Rás 2
Laugardagur kl. 18.00
Tilbrigði (umsjón Hönnu G. Sigurðar-
dóttur. Afbragösgóður þáttur hjá
Hönnu, sem vert er að vekja athygli út-
varpshlustenda á. i þættinum leikur
hún tilbrigði við eitt og annað og fer
víða í tónlistarsöguna til að leita fanga.
Af þeim sökum er þátturinn fjölbreytt-
ur, ekki einungis í hvert skipti heldur líka
milli vikna.
Sunnudagur kl. 20.00
Noröurlandanótur f umsjón Aðal-
steins Ásbergs Sigurðssonar. Aðal-
steinn leikur tónlist frá Norðurlöndum
eins og nafnið gefur til kynna. Hann
nýtur þess að um gott efni er að ræða,
en er að auki áheyrilegur útvarpsmaður
og vel að sér um það sem hann er að
fást við.
9tf-y
IBYL GJANl
Bylgjan FM 98,9
Föstudagur og laugardagur.
Dagskrá til styrktar vímulausri
æsku.
Hlustendum Bylgjunnar gefst kostur á
að slá tvær flugur f einu höggi á föstu-
dag frá 10 árdegis til miðnættis á laug-
ardagskvöld. Þá verður á stöðinni dag-
skrá til styrktar vímulausri æsku, hlust-
endur hringja inn óskalög og borga fyrir
að þau séu leikin. Ágóðinn rennur til
styrktar samtökunum um vfmulausa
æsku.
ÚTVARP eftir Jónínu Leósdóttur
*
Odauðleg eða hvað?
Heimir og Andres
önd heilluðu mig
Loksins er farið að tala um dauðann. Það
er alveg makalaust hvað þessi eina lífs-
reynsla mannskepnunnar sem tryggt er að
við munum öll standa frammi fyrir — fyrr
eða síðar — hefur verið mikið tabú þar til
nú upp á síðkastið. Við höfum verið önnum
öll eigum við eftir að fara f ökutúr með „R
14", sem stendur þarna fyrir utan Dómkirkjuna,
eða öðru ámóta farartæki. Sú staðreynd
breytist ekki, þó svo við reynum að loka augun-
um fyrir henni. Kvfðinn magnast einmitt ef
hann er byrgður inni og þjóðfélagið lætur þar
að auki eins og slfkar tilfinningar séu ekki til.
kafin við að ýta frá okkur allri hugsun (að
maður tali nú ekki um samræðum) um
dauðann í vægast sagt ömurlegri tilraun til
að afneita þessum endalokum. Það er eins
og fólk hafi haldið í örvæntingarfulla von
um að verða ódauðlegt, ef það bara léti
eins og dauðinn væri eitthvað sem kæmi
ekki fyrir í góðum fjölskyldum.
Fjölmiðlarnir hafa lengst af gert lítið til
þess að pota svolítið í Jón, Gunnu og okkur
hin og fá fólk til að horfast í augu við þessa
óumflýjanlegu staðreynd. Þetta er aðeins
að breytast. Sem betur fer. Það er hætt að
þykja alfarið „neikvætt" eða „drungalegt"
að fjalla um dauðann. Og svei mér ef það
er bara ekki að verða viðurkennt að þetta
kemur fyrir á bestu bæjum, hjá ungum og
gömlum, ríkum og blönkum.
Ég er sannfærð um að opnari umræða
um dauðann verður til góðs. Það getur
ekki verið heppilegt að byrgja inni sorg eft-
ir ástvinamissi eða hræðslu við eigin
dauða, fremur en aðrar erfiðar tilfinningar.
Umræða er einmitt ein leið til að losa um
spennuna. Þess vegna fagna ég útvarpsefni
eins og þáttaröðinni um sorg og sorgarvið-
brögð, sem nýverið hófst í ríkisútvarpinu.
Margir virðast líka hafa lagt við eyrun, því
þættirnir eru töluvert ræddir manna á
meðal og viðbrögðin almennt jákvæð.
Hringiða Brodda Broddasonar og Mar-
grélar Blöndal er allt annar handleggur,
sem ég hef reyndar haft lítil sem engin
kynni af, en mikið óskaplega hafði ég gam-
an af brotabroti úr þætti sem ég heyrði fyr-
ir tilviljun nú í vikubyrjun. Þar var fyrr-
nefndur Broddi að reyna eftir fremsta
megni að koma konu nokkurri í skilning
um að hún væri að tala í beinni útsendingu,
án þess að hafa erindi sem erfiði.
Satt að segja var ég farin að halda að ég
væri eitthvað óvenjulega taugatrekkt á
laugardagskvöldið þegar fara átti að telja
stigin í Eurovision. Að vísu var ég búin að
sætta mig við að við myndum ekki sigra á
hægan og hljóðan hátt, enda gerðu margir
(og þar á meðal ég) sig að fíflum i fyrra þeg-
ar maður var svo viss um að Gleðibankinn
sigraði að það tók margar vikur að jafna sig
eftir úrslitin. Nú átti sem sé að taka þessu
með jafnaðargeði og sætta sig við fimmt-
ánda sætið. En þá byrjaði Kolbrún Hall-
dórsdóttir á viðtalinu sínu við Kristján
Bernburg í Brussel — og það ofan í stiga-
gjöfina. Hvað heldur fólk eiginlega að
maður sé að horfa á í sjónvarpinu? Stiga-
gjöfin er það mest spennandi af þessu öllu,
einkum eftir að frændur vorir Norðmenn
gáfu okkur fjögur. En nei takk, þarna mátti
maður værságod hlusta á Kristján lýsa sig-
urlíkum fyrir Kolbrúnu! Loksins þegar við
fengum sex stig var Kolbrún líka að tala.
Munið þetta næst, kæru þulir! Svo finnst
mér einhvern veginn óþarfi að fá fólk í
sjónvarpssal eftir keppnina í þeim tilgangi
einum (að manni virðist) að finna „eitt-
hvað“ til að setja út á. í fyrra voru það bún-
ingarnir, „þau voru eins og þjónar", og nú
„hefði Halla Margrét átt...“ Reyndar var
ég alveg sammála Þuríði Pálsdóttur, en það
er annað mál. Það má alveg sleppa þessum
gagnrýnisröddum svona beint eftir útsend-
inguna frá útlöndum.
Helgi Pétursson stal úr mér hjartanu en
að vísu ekki fyrr en á mánudagskvöld þeg-
ar ég horfði á „Meistara" af myndbandi.
Reyndar stal hann því ekki alveg, öllu nær
væri að segja að Heimir Bragason, blikk-
smiður frá Akureyri, hafi heillað mig upp
úr skónum. Að detta í hug að velja sér sér-
sviðið „Andrés önd og félagar — danska
útgáfan" er einhver sú besta hugmynd sem
nokkur hefur komið upp með í sjónvarpinu
í mörg ár. Þetta dempaði vel hræðsluna
sem gerði vart við sig þegar „Bjargvættin-
um“ var lokið, enda sú hugmynd að láta
morðingja elta blinda konu alveg kjörin til
að hrista upp í hræðslunni sem maður er
alltaf að reyna að fela. En vel á minnst, veit
nokkur um svona Bjargvætt hér á landi?
Það væri ekki amalegt að fá einn svona til
að bjarga Visa-málunum.
Þetta var sem sé bara hin besta sjón-
varpshelgi þegar tekið er tillit til þeirrar
útreiðar sem Helgi Pé fékk hér um daginn
í sambandi við Meistarann. Mér finnst
meira að segja Svarti stóllinn ekkert líkur
rafmagnsstól lengur og þá er bara nokkuð
mikið sagt. Illugi Jökulsson brilleraði að
vanda og Arnþór Helgason var ekki eftir-
bátur hans enda var þessi „Meistari" alveg
prýðileg kennslustund fyrir unga jafnt sem
aldna þótt þeir yngri á heimilinu hafi að
vísu staðið dyggilega með Heimi Braga-
syni.
Áfram með svona góðar hugmyndir!
38 HELGARPÓSTURINN