Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 15
EINU SINNI kom vorið í formi lítillar gjafar á sumar- daginn fyrsta. Gjöfin var oftast bolti, stundum sippu- band, eða snú-snú. Þann dag mátti bóka að úti væri sól og hægt að fara í hvítum hálfsokkum og léttum skóm út að leika. Krakkarnir í hverfinu söfnuðust saman á götunni og léku sér í „brennó“ eða „yfir“, yngri börnin voru í söngleikjum og „hrekkju- svínið“ í hverfinu var á sínum stað og hótaði að taka boltana og henda þeim. Svo komu þessi ynd- islegu, íslensku vorkvöld; kvöldin sem krakkar máttu fara út „eftir mat“. Það var ólíkt skemmtilegra að leika sér úti „eftir mat“ en „fyrir mat“. Vorkvöld og vordagar voru tveir ólíkir heimar. Svo líða árin og allt í einu vakna menn upp við að boltinn sem búið var að gefa barninu í sumargjöf er ennþá óhreyfður inni. Krakkarnir í hverfinu sjást varla nema eitt og eitt á hjóli. Það er enginn lengur í boltaleik... Grípur hann boltann? Eftirvænt- ingin leynir sér ekki og svo er bara að vera nógu fljótur að taka til fótanna áður en maður verður „skotinn"! ÚTILEIKIR VINK, VINK er vinsæll leikur meðal barna. Hann felst í því að einn grúfir og telur upp að fimmtíu. Á meðan fela hinir sig. Sá sem grúfði leitar og setur þá eða þann sem hann finnur í „pott". Hinir reyna að vinka í hann án þess að sá sem leitar sjái til og er þá „fanginn" laus úr pottinum en þó aðeins ef sá sem leitar sér ekki til hans á meðan. Leiknum er lokið þegar allir hafa verið settir í „pottinn". LÖGGUR OG BÓFAR. Kosið er í tvö lið. Annað liðið er „löggur" hitt er „bófar". Bófarnir fela sig en geta hlaupið í „stikk" afmarkað svæði þar sem löggurnar megi ekki taka þá. Eflögga nær bófa geta hinir bófarnir reynt að frelsa hann með því að hlaupa inn í„pottinn" og koma við hann og segja „frels!". Þegar allir bófarnir hafa náðst er liðum skipt, bófar verða að löggum og öfugt. HOLLÍ HÚ. Dæmigerður leikur fortíðar og nútíðar. Einn úr hópnum hugsar sér nafn, t.d. Þorbjörg. Segir síðan: Þ, kvenmannsnafn, og hendir boltanum til ein- hvers í hópnum. Sá grípur boltann og svarar: „Þóra?" um leið og hann hendir boltanum til baka. Þar sem það er ekki rétt gefur sá fyrsti upp annan staf í nafninu og kastar boltanum aftur, annaðhvort til hins sama eða annars í hópnum og segir þá: „Þo.. kvenmanns- nafn." Þegar einhver getur upp á réttu nafni kastar sá sem upphaflega var með boltann honum eins langt I burtu og hægt er og kallar: „Hollí" og hleypur eins langt frá boltanum og hann kemst þar til sá sem gat upp á nafninu hefur náð honum og svarar: „Hú!" Tekur síðan þrjú risaskrefog segir: „Eitt, tvö, þrjú, hollí hú" og tekur þá þrjú hænuskref um leið. Sfðan býr sá fyrsti til körfu með handleggjunum og sá sem gat upp á réttu nafni reynir að henda boltanum í „körfuna". Ef hann hittir á hann að velja nafn næst. BRENNIBOLTI - EOA „BRENNÓSkipt er ítvö lið og kýs hvort liðið sér foringja. Þau raða sér upp og liðin reyna hvort um sig að hitta einhvern úr liði and- stæðinganna með bolta sem gengur á milli liðsins og foringjans. Þegar lið nr. 1 er með boltann reyna liðs- menn liðs nr. 2 að forða sér undan skotum þeirra, en takist einhverjum úr liði nr. 2 að grípa eða ná boltanum snýst leikurinn við og lið nr. 2 reynir að hitta einhvern úr liði 1. Þeir sem verða fyrir skotum án þess að geta gripið boltann verða að ganga ílið með foringja sínum og fara yfir til hans. Leikurinn heldur áfram þar til annað liðanna hefur hitt alla þátttakendur hins liðsins. Þá fer foringinn út á völl og þegar tekist hefur að hitta hann er leiknum lokið. ákaflega lítið úti, nema þá þessi börn sem ég kenni og fer með í leiki, þau eru stöðugt í útileikjum. Við lát- um veðrið aldrei aftra okkur og hög- um leikjunum eftir veðri." Svavar segir það fara eftir aldri barnanna hvaða leiki þau fara í, en segir að eldri börnin fari langoftast í „hornabolta" sem þau kalla reynd- ar „kýló“. „Við förum líka í brenni- bolta og yngri börnin fara í ýmsa hlaupaleiki eins og 1,2, 3, 4, 5, stór- fiskaleik og standandi tröll, sem er gamall leikur. Smátt og smátt þróast þetta svo yfir í boltaleiki." Ekki segist Svavar telja þetta nokkra fórn þótt sjálfur komist han ekki í frímínútur: „Auðvitað langar mig stundum í kaffi og spjalla við samkennara mína, en börnin sleppa mér ekki svo auðveldlega. Þau vilja vera viss um að það sé einhver sem stjórnar! Ég hef líka tekið upp þann sið að leyfa yngstu börnunum að koma með leikföng í skólann á föstudögum og þau fá eina eða tvær kennslustundir tii að leika sér. Þau koma með brúður eða bíla og aðrir fara í keiluleik og fleiri leiki. Ég geri þetta vísvitandi því þetta er geysi- lega mikil þjálfun upp á samstarf þeirra innbyrðis. Þau verða miklu betri félagar. i fyrstu mátti heyra setningar eins og „þú mátt ekki vera með, þú svindlar", eða „ég vil ekki hafa þig, þú ert leiðinlegur" en núna heyrast svona setningar ekki lengur. Börnin læra að umgangast hvert annað og bera virðingu hvert fyrir öðru. Þetta færist líka yfir á námið og allt þeirra fas. Ég lít á þetta sem hluta af starfinu en ekki það að ég sé að fórna neinu, síður en svo. Ég hef sjálfur gaman af þessu.“ LÖGGUR OG BÓFAR En hvað gera þessi börn á kvöldin sem ekki hafa vanist útileikjum? Hjóla þau bara um stefnulaust — eða hvað eru þau að gera uppi á „róló“? Þvi var fljótsvarað: „Við er- um í alls konar leikjum, til dæmis „löggur og bófar", „sto“ „tíu“ eða „hollí hú“. Svo erum við líka að „verpa eggjum“ — og svoleiðis." En hvers vegna ekki í „brennó" eða „kýló" spurði ég, enda ekki séð börn í slíkum leik í mörg ár. „Hvar ættum við að vera í boltaleik?" var svarið. Breiðholtsbörnin segjast hafa nóg af plássi enda er þar hugsað fyrir börnum og þeim úthlutað ágæt leik- svæði í flestum tilvikum. Börnin í Vesturbænum eiga hins vegar ekki um marga staði að velja að þeirra sögn. Á skólalóðunum eru „strák- arnir að spila fótbolta og við megum ekki koma þangað" og á þeim fáu lóðum sem virðast „óbyggðar" líða ekki nema tíu mínútur í leik þegar einhver hótar að hringja á lögregl- una ef þau fari ekki af lóðinni. Hún er alltaf í „eign einhvers" eins og þau segja. Þau segjast helst geta notað leik- svæði dagheimilanna á kvöldin og fela sig þá gjarnan í leiktækjunum sem bjóða víst upp á ýmsa mögu- ieika. „í „löggur og bófar“ vilja allir vera bófar," segja þau og flissa. „Hvað ætli löggan segii" Flestir segjast kunna „brennó" því það læri þau í skólanum en það sé útilokað að vera í boltaleikjum úti á kvöldin því umferðin sé svo mikil. Fæst þeirra kunnu að fara í „yfir“ enda ekki mörgum húsum til að dreifa þar sem auðvelt er að kasta bolta yf- ir og hlaupa hringi í kringum nema troða niður blómin í garðinum. Að margra áliti eru börn nútímans ekki úti, þau eru bara inni að horfa á sjónvarp, eða myndband, hafa öll herbergi út af fyrir sig og svo mikið af leikföngum að þau hafa ekkert út að gera. Þetta virðist þó ekki rétt, að minnsta kosti ekki ef maður gáir vel á vorkvöldum. Að vísu eru göturnar ekki lengur fullar af krökkum í teygjutvist, boltaieikjum eða elt- ingaleikjum, en ef við gefum okkur tíma til að líta inn á leikvellina eða þau afmörkuðu leiksvæði sem fyrir hendi eru er næstum því öruggt að þaðan megi heyra gleðióp barna í leik. Meira að segja þótt þau hafi aldrei heyrt talað um „útilegu- rnann" eða ,,yfir“... Hver segir að boltaleikir sjáist ekki lengur? I þessum leik er ekki einu sinni stuðlað að kynskiptingul HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.