Helgarpósturinn - 21.05.1987, Side 18

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Side 18
GERT ÚTÁ KAFFIOG KAKÓ í KARÍBAHAFI ÁTÖK UNDIR ÍSLENSKI VÍKUR HF: MEÐ 3 SKIP Á KARÍBA- HAFI. DRANGUR: BROSTNIR EYJA- FJARÐARDRAUMAR. AFLEYS- INGASKIPSTJÖRI: OFHLEÐSLA, BILANIR, MÚTUR. HIÐ OPIN- BERA: LÆTUR SÉR NÆGJA AÐ LOSNA VIÐ SKULDIRNAR. FINN- BOGI KJELD: UNDIR ERLENDUM FÁNA MÁ SPARA TALSVERÐAN PENING. FYRIRTÆKIÐ STÆKKAR EF VERKEFNIN HALDA ÁFRAM AÐ AUKAST. eftir Friðrik Þór GuSmundsson Skipaíélagiö Víkur/Saltsalan hf. hefur undanfarna mánudi uerid ad fœra út kvíarnar í Karíbahafi og hefur alls þrjú skip í vöruflutning- um ú þessum slóðum. Á sídastlidnu úri var skipid Drangur leigt ú þessi mid til norskra adila, sem ekkistódu í skilum og fóru ú hausinn. Forstjóri Víkur, aöaleiganda Drangs, Finn- bogi Kjeld, úkvaö aö fara út í þessa útgerö sjúlfur og hafa fyrirtæki hans ytra, Víkurskip in USA og Seacorp Shipping, rekiö þar Drang, skipiö Grindavík og auk þess tekiö ú leigu enn eitt vöruflutningaskip. Aðdragandinn að Karíbaœvintýri Víkur hf. er sá að hlutafélagiö Drangur hafði um áratug staðið að útgerð flóabáts með sama nafni, sem sigldi milli Akureyrar, Siglu- fjarðar, Ólafsfjarðar, Hríseyjar og Grímseyjar. Árið 1982 kom Finn- bogi Kjeld inn í hlutafélagið, hlutafé jókst og átti Finnbogi þá þriðjung fyrirtækisins, Jón Steindórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, þriðjung og ríkið og sveitarfélög fyr- ir norðan samtals síðasta þriðjung- inn. Um leið var keypt nýtt skip í Noregi, 64 brúttólesta vöruflutn- ingaskip, smíðað í Rúmeníu. Að sögn Alfreös Jónssonar í Grímsey, fyrrum stjórnarmanns í Drangi hf., hafði reksturinn gengið þokkalega fyrstu árin, en fljótlega eftir að nýja skipið var keypt tók við verkefna- skortur og ekki komu lengur inn tekjur fyrir afborgunum og vöxtum lána. „Finnbogi keypti þetta af okkur eignaraðilunum fyrir norðan. Reyndar á hann eftir að borga! og afsal hefur ekki farið fram, þess vegna erum við enn formlegir með- eigendur, en að öðru leyti erum við algjörlega komnir út úr þessu. Það hefur að sjálfsögðu staðið til að ganga endanlega frá þessu, en við höfum ekki verið neitt tiltakanlega harðir í innheimtunni. Þetta er í höndum lögfræðings, þó ekki standi myndir Jim Smart reyndar til að fara í hart. Þetta eru enda ekki miklar upphæðir, sveitar- félögin hérna áttu um 16% og við seldum okkar hlutabréf á 10% af nafnvirði en Finnbogi tók yfir skuld- irnar. Við fáum kannski það mikið út úr þessu að við getum giaðst eins og eina kvöldstund," sagði Alfreð í samtali við HR Þannig fór þá um flóaabátadraum norðanmanna. Þegar Finnbogi Kjeld kom inn í fyrirtækið eignaðist hann 33% hlut í því, en annan eins hlut átti Jón Steindórs- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Nú hefur Finnbogi keypt þenn- an hlut af Jóni og á því 67% hlutafjár auk þesssem hann hefur 16,5% hlut sveitarfélaganna í sínum höndum. Þau 16,5% sem eftir eru tilheyra rík- issjóði. Fulltrúi ríkisins í stjórn Drangs hf. er Halldór S. Kristjúns- son, skrifstofustjóri samgönguráðu- neytisins. UNDIR FÁNA PANAMA í síðustu viku birtist frétt þess efn- is að til stæði hjá Víkur hf. að afskrá Drang hér á landi og sigla undir fána Panama og það haft eftir Finnboga Kjeld. í samtali HP við Halldór Krist- jánsson fyrir helgi sagðist hann „koma af fjöllum" og þurfa að kynna sér málið betur áður en hann svaraði nokkrum spurningum, með- al annars þyrfti hann að ræða við Finnboga. Sagði hann að til þess að afskrá skipið og sigla því undir er- lendum fána þyrfti ríkið að selja eignarhlut sinn og að vilji væri fyrir því. Jafnframt sagðist hann vita til þess að það væri vilji Jóns Stein- dórssonar að Finnbogi tæki yfir sinn hlut í fyrirtækinu. Þessi síðasttalda yfirlýsing skrifstofustjórans er lýs- andi fyrir það hversu einráður Finn- bogi Kjeld hefur verið um málefni fyrirtækisins, því eins og að framan greinir hafði téð yfirtaka farið fram! Og auðvitað segir það sitt að fulltrúi ríkisins skuli hafa komið af fjöllum þegar rætt var um að afskrá skipið Vlkur/Saltsalan hf. við Hjarðarhaga I Reykjavlk. Fyrir fáeinum árum dróst velta fyrirtaekisins verulega saman vegna minnkandi söltunar og saltfiskútfl leyti keypti Finnbogi Kjeld (innfelld mynd) stóran hlut f hlutafélaginu og skipinu Drangi. Skipið er nú í eigu hans að mestu og leigt til dótturfyrirtækis Útgerðin þar gengur vel og Finnbogi kominn með 3 skip f reksturinn! hér á landi, því slíkt þarf Finnbogi auðvitað að bera undir meðeigend- ur. í Þjóðviljanum var ítrekað sagt frá því að Finnbogi Kjeld hygðist um- skrá skipið í Panama. En þegar HP ræddi við Halldór S. Kristjánsson á mánudaginn sagði hann: „Ég talaði við Finnboga um helg- ina og hann sagði ekkert við mig um að hann hefði í hyggju að um- skrá skipið. Ég las þetta síðan í Þjóð- viljanum í morgun og veit ekki hvað hann er að fara þarna!" Halldór sagði að ríkið væri fyrir sitt leyti tilbúið að selja sinn eignar- hlut í fyrirtækinu. „Finnbogi hefur boðist til að kaupa eignarhlut ríkis- ins og ég er að vona að það geti gengið sem allra fyrst. Ríkið á ekki að eiga eignir úti í löndum og til- gangurinn með fyrirtækinu er orð- inn allt annar en í upphafi," sagði Halldór. Aðspurður um hvað Finn- bogi hefði boðið í hlutinn sagði hann að ekki væri rétt að greina frá því fyrr en um hefði samist. Hvort hann teldi líklegt að ríkið fengi eðli- legt verð? „Maður getur aldrei sagt um það, því skuldirnar eru það miklar sem hann tekur yfir. Þær eru svipaðar og verðmæti skipsins eftir því sem ég veit best.“ MILLJÓNIR í FLÓABÁT Ef að líkum lætur verður ráðu- neytið himinlifandi að losna við Drang! Það hefur undanfarin ár greitt ófáar milljónirnar vegna þeirra lána sem tekin voru við kaup- in fyrir 5 árum. Á ríkisreikningi sést að framlag ríkisins hækkaði ár frá ári 1980 til 1984. Á föstu og núgild- andi verðlagi nam framlag ríkisins þannig 6,8 milljónum króna árið 1980 en var komið upp i 19,1 milljón króna árið 1984, hafði nær þrefald- ast að raungildi á 5 árum. Á árunum 1980-1984 nam framlag ríkisins vegna Drangs samtals um 65 millj- ónum króna en til samanburðar má nefna að á sama tíma nam framlag ríkisins vegna Akraborgarinnar um 40 milljónum króna og framlagið vegna Herjólfs um 85 milljónum. Væntanlega telur ríkið sig sleppa vel með að ganga að svipuðum kostum og norðanmenn, að selja hlut sinn á 10% af nafnvirði og láta Finnboga hirða skuldirnar! Á meðan eignarhlutur ríkisins og norðanmanna eru ófrágengnir verður Drangur að sigla áfram undir íslenskum fána á Karíbahafinu. Sem fyrr segir hófst útgerðin vestra með því að Drangur hf. leigði skipið til norskra aðila. Ekki gekk útgerð þeirra sem skyldi og fóru þeir á hausinn. Víkur hf. fékk engar greiðslur frá þeim og er það mál fyr- ir dómstólum. En Finnbogi Kjeld segist hafa ákveðið eftir að hafa far- ið vestur að kynna sér málavexti að réttast væri að fara sjálfur út í þessa útgerð og voru fyrirtækin Víkurskip in USA og Seacorp Shipping þá stofnuð. Skipið Drangur er síðan leigt til þessara fyrirtækja og má reyndar um leið segja að Víkur hf. leigi sjálfum sér skipið. Aðalskip- stjóri Drangs er Guömundur Arason en Grindavíkinni stýrir Hallbjörn Ólafsson. Nýlega þurfti Guðmundur að fara í frí til Islands og var þá ráð- inn á Drang til afleysinga Friörik Alexandersson. Sá var hins vegar í síðustu viku beðinn að hætta eftir árekstra við framkvæmdastjóra Víkurskips USA. Friðrik brást ókvæða við og í samtali við Helgar- póstinn hafði hann ýmislegt út á rekstur skipsins að setja. MÚTUR ALLSRÁÐANDI? „Skiðið er í niðurníðslu og ekkert gert við það þó það hafi legið eitt sinn í marga daga. Það er nánast vélarvana og iðulega ofhlaðið og undirmannað. Stýrisgangurinn hef- ur farið og öryggismál öll í ólestri. Það má nefna að ekki er hægt að loka vatnsþéttu skilrúmunum. í síð- asta túr voru gámar sem hvergi voru á vörulista. Mér er sagt að á Haiti hafi verið borgaðir 950 dollarar fyr- ir einn gám, sem síðan innihélt allt annað en í honum átti að vera. Ef Finnbogi veit ekki af þessu þá er verið að „stela hann blindan". Mútur eru allsráðandi í rekstrinum þarna og án þeirra virðast dæmin ekki ganga upp." Finnbogi sagði ekkert að marka þessi ummæli Friðriks, hann væri einfaldlega illur yfir að hafa verið látinn fara, hann hefði mátt búast INNRÖMMUN ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR, TILB. ÁLRAMMAR LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 NÆG BÍLASTÆÐI 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.