Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 22

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 22
Akranes — skýjakljúfar eydimerkur Vignir Jóhannsson með Lát-lausa-sýnfingu) í Gallerí Borg Vignir Jóhannsson opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg í dag kl. 17.00. Hann er ad öllu jöfnu bú- settur t Bandaríkjunum og hefur verid idinn vid ad sýna þar vestra á undanförnum árum. Hann spjallar stuttlega vid HP um lífid og listina og þjódernid I hinum stóra heimi. „Eftir að hafa lokið námi við MHI 1978 kenndi ég þar einn vetur, fór síðan til New York, í Rhode Island School of Design, lauk þar námi '81 og hef síðan búið í Bandaríkjunum, Iengst af í New York, en í vetur flutti ég til Santa Fe í New Mexico. Þar komst ég í samband við gallerí sem tók mig upp á sína arma og sér nú um allan minn feril. Ég geri ekkert annað en að gera myndlist, þarf engar áhyggjur að hafa af brauð- stritinu. Ég lifði á myndlistinni í tvö ár í New York, en fékk mér síðan vinnu með. Það er erfitt að búa í New York hvað þetta varðar. Þetta er dýr borg og brauðstritið fyrir listamann er oft á tíðum erfitt. Þetta gera þó flestir, en ég var ekki ánægður með það. Það stelur bæði krafti og tíma frá myndlistinni. Ég var ekki of spenntur fyrir að flytja frá New York, en síðan reynd- ist það mér mjög vel. Ég komst aftur í tengsl við náttúru, fjöllin og fjar- lægðirnar. Það er gott fyrir augað að hvíla sig á fólki, neðanjarðarlest- um og fjörutíu hæða húsum. New York hefur gífurleg áhrif sem hverfa alls ekki þó maður flytji það- an. Borgarlífið var mjög áberandi í mínum myndum, en núna er þetta kannski orðin önnur blanda. Eyði- merkurlandslagið í kringum Santa Fe er farið að blandast við stórborg- ina sem var blönduð íslandi fyrir. Is- land er mjög sterkt hjá mér. Eg held að maður komist ekki frá uppruna sínum, jafnvel þó maður reyni, og mér finnst æskan, ég ólst upp á Akranesi, verða stöðugt sterkari hjá mér. Fiskarnir í myndunum eru örugglega þaðan komnir. Þeir verða að tákni fyrir lífsbaráttuna sem maður ólst upp við. Það er kannski skrýtið að ég skuli vera að mála fiska, búandi mörg hundruð kíló- metra frá sjónum. Fiskurinn er kannski líka einhver þjóðernishyggja, fiskar og fólk saman verða brauðstritstákn eins og ég þekki það. En dýr í myndun- um eru líka komin til af forminu, þau eru mjúk í formi. Manneskjan hefur skarpari línur og mjúka form- ið vefur sig um það harða. Annars er þetta ekkert nýtt, þetta er klass- ískt þema, hér heima a.m.k. Myndirnar eru ekki annað en dagbækur þess sem maður er að gera, þess sem maður er og sér og skynjar. Þetta er ein allsherjar blanda af áhrifum og samböndum við umhverfið sem vinnst síðan úr þegar maður fer að mála. Fyrir nokkrum árum var meiri þjáning í myndum mínum en núna er. Þær eru orðnar léttari og meiri leikur í þeim. Samt kemur þessi þjáning alltaf fram líka, birtist í líkamanum sem engist á myndfletinum. Maður fer úr einu sálarástandi í annað, án þess að vita endilega hvort það leið- ir til einhvers betra en þess sem fyrir var. Það getur verið listrænn efi, eða eitthvað miklu veraldlegra. Sarrit er listræni efinn minni núna vegna þess að ég er sáttari við sjálfan mig af því ég get einbeitt mér að listinni. Myndirnar á þessari sýningu eru næstum allar fingramálaðar, málað- ar með puttunum, sem gefur sterk- ari og beinni tengsl milli myndar- innar og mín en ef ég notaði pensla. Það er það besta sem gerist þegar maður nær þannig sambandi við málverkið að maður gleymi stund og stað, þegar málverkið tekur af manni völdin og það og undirmeð- vitundin spila saman án þess að heilinn sé eitthvað að krukka í það samband. Maður verður einn í heiminum. Ég legg mikið upp úr vinnunni, vinn mikið, mér líður ekki vel ef ég get ekki einbeitt mér nægilega að því sem ég er að gera. Það er aðal- munaðurinn, að geta unnið dag og nótt, og þess vegna eins gott að nýta sér það á meðan varir.“ GIKKUR , vasabók eftir Nicholas Pileggi, er nýútkominn á íslensku með sérlega fallegri upphleyptri kápu. Bókin er svokölluð Regn- bogabók, en svo eru vasabrotsbæk- ur sem Svart á hvítu gefur út og dreifir m.a. í sjoppur nefndar. Þetta eru „vandaðar spennusögur" og eru nokkur nýlunda hér á bókamark- aði. Verðið er fyllilega samkeppnis- fært við engilsaxneskar útgáfur af þessari bók. Samkvæmt upplýsing- um bóksala kostar enska útgáfan 383 krónur, ameríska útgáfan kost- ar 414 krónur en sú íslenska 390 krónur. Mörgum finnst það merki- legt, þar sem engilsaxnesku útgáf- urnar eru gefnar út á markað sem telur margar milljónir manna, með- an örfá þúsund eru á hérlendum markaði. Bókaverslun upplýsti HP um, að ísienska útgáfan virkaði eins og hvati á sölu erlendu bókarinnar, og spurning væri hvort fólk keypti hvort tveggja á íslensku og ensku til að bera saman? íslenska bókaútgáf- an segir, að hún sé í samkeppni við erlendu útgáfuna og verði að selja bókina á samkeppnishæfu verði. Álagningin sé í algeru lágmarki og allur tilkostnaður sem minnstur. Með mikilli sölu á góðum bókum eigi dæmið að ganga upp. LEIK//sfarsfcó/a íslands var slitið síðastliðinn laugardag og er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað þá voru í fyrsta sinn afhent verðlaun sem kennd eru við Lárus Pálsson og eru þeim veitt sem þykir hafa staðið sig best hvað varðar framsögn og flutning íslensks máls. Verðlaunin hlaut Halldór Björnsson, en hann fer einmitt með aðalhlutverkið í sýningu Nemendaleikhússins á leik- ritinu Rúnar og Killykki, sem að undanförnu hefur gengið í Lindar- bœ en sýningum fer nú fækkandi. \AS\-útgáfan ætlar sér að gefa út með haustinu þýðingu Þorsteins Thorarensen á skáldsögu Klaus Rif- bjerg, Den kroniske uskyld, en sú saga er ein frægasta nútímaskáld- saga Dana og þykir hið mesta önd- vegisverk. Vinnuheiti bókarinnar mun vera Hið sígilda sakleysi. Þor- steinn lætur ekki þar við sitja í þýð- ingum sínum, því hann er einnig að þýða ævintýrið um Gosa, fyrir Fjölvaútgáfuna, en þegar sú bók kemur út í haust verður það í fyrsta. sinn sem sagan birtist óstytt á ís- lensku. TONLIST Leikhústónlist eftir Atla Heimi Sveinsson Nýlega frumsýndi Þjóðleikhúsið Yermu eftir García Lorca. Þetta var falleg sýning og eftirminnileg. Saman fóru áhrifamikili Ieikur og ægifagur skáldskapur. En tónlist- ina vil ég gera hér að umtalsefni; hún er eftir Hjálmar Ragnarsson. Tónlistin er veigamikill þáttur í þessari uppsetningu. Þó er þetta hvorki söngleikur né ópera í venjulegri merkingu, heldur leik- rit, með mjög umfangsmiklu músíkívafi. Erfitt er að greina milli ljóðs og óbundins máls hjá Lorca, og þar sem textinn nálgast Ijóðið kemur músíkin til skjalanna. Lausnir Hjálmars eru einfaldar og snjallar. Hann notar mannsrödd- ina, — einsöng eða kóra eftir at- vikum, — með undirspili ásláttar- hljóðfæra, engin önnur hljóðfæri. Textalaus söngröddin myndar undirspil við framsögn ljóðsins á sviðinu (söngkonan er baksviðs) og þar við leika ásláttarhljóðfærin undir söng hennar. Hér er um að ræða nýja gerð söngijóðs eða „Lied“: Leikari með framsögn — söngvari með vókalísur, auk ásláttarhljóðfæra alls konar. Tónlistin er ennfremur notuð til að marka atriðaskiptingu, og jafn- vel til að leggja áhersiu á vissa staði textans. Og það má segja Hjálmari til hróss, að þessa effekta notar hann af mikilli sparsemi og yfirvegun. Það er oft sullað ailtof mikið með músík, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Fáum er gefin sú smekkvísi og innri menning að lofa þögninni að tala. En þegar hún er rofin, á réttum stað og stundu, af réttum hljóðum, þá get- ur músíkin upplokið miklum sálar- víddum. Stíll tónlistarinnar í Yermu er þjóðlegur, án þess að vera bund- inn neinu sérstöku landi. Þessi tónlist er ekki fremur spönsk held- ur en eitthvað annað. Hún á sér rætur nálægt uppsprettum þjóð- félagsins, en öll þjóðlög heimsins eiga ýmislegt sameiginlegt, sem erfitt er að henda reiður á. Tónlist- in er öll einradda og hljómræn hugsun hennar framandi. Hún byggist upp á síendurteknum hendingum, stundum með til- brigðum. Hún er hvorki tónal né atónal, þau hugtök grípa ekki um þennan stíl. Finna má tónala þyngdarpunkta, en ekki í þeirri merkingu sem tam. Hindemith leggur í þungamiðjur tónfesti. Og undir söngnum bylur trumban einhæf (ekki í neikvæðri merk- ingu) og sefjandi. Tvö löng atriði — konurnar að þvo við ána og hátíð dýrlingsins — eru eiginlega óperuatriði. Hjálmar blandar saman söngvurum og leikurum með góðum árangri. Signý Sæmundsdóttir, ung söng- kona, sem nemur í Vínarborg, er eins konar forsöngvari. Hún syng- ur mjög vel, af greind, músíkalíteti og menntun; er stórefnileg lista- kona. Kannski á Hjálmar eftir að gera óperu um Yermu — ég veit það ekki. En a.m.k. verður hann að gera svítu úr þessari músík. Hann og Lorca voru menn kvölds- ins. Þegar litið er yfir tónlistarsöguna sést að tónskáld hafa oft gert líf- vænlega leikhústónlist: Beethov- en með Rústir Aþenu og Egmont, Mendelssohn með Jónsmessunæt- urdraum, Bizet með Alsírstúlkuna og Grieg með Pétur Gaut. Og ef lit- ið er yfir hina stuttu leiklistarsögu íslands sést að hérlend tónskáld hafa lagt mikinn og merkilegan skerf til leikhússins. Páll ísólfsson gerði kannski sína bestu tónlist við Gullna hliðið, og Jón Leifs gerði magnaða tónlist við Galdra- Loft. Núlifandi tónskáld hafa flest- öll unnið í leikhúsi, mismunandi mikið eftir upplagi manna og áhuga. Það er athyglisvert að hér eru bestu tónskáld þjóðarinnar að verki en ekki síbyljugrautarfram- leiðendur. Þetta þakka ég einkum Sveini Einarssyni, sem var laginn að fá tónskáld til starfa, fyrst í Iðnó og síðan í Þjóðleikhúsinu. Svo hef- ur þetta orðið hefð í báðum þess- um húsum. Þegar ég læt hugann reika kem- ur mörg frábær leikhústónlist upp í hugann, og eflaust hef ég gleymt ýmsu. Ég minnist frábærrar kór- tónlistar Þorkels Sigurbjörnssonar við Jón Arason; vísnalög Jóns Ás- geirssonar við Hús skáldsins eru fyrir löngu orðin eign alþjóðar; ég held að kvatrófónía hafi heyrst í fyrsta sinn hér í Skilnaði eftir Kjartan Ragnarsson, en við það leikrit gerði Áskell Másson frum- leg hljóðtöl; ekki má gleyma hljóð- list Gunnars Reynis Sveinssonar við Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson; og Jón Nordal samdi frábæra tónlist við leikrit Halldórs Laxness, Silfurtúnglið og íslands- klukkuna; Jón Þórarinsson við Jómfrú Ragnheiði og Svartfugl. Og Karólína Eiríksdóttir samdi fal- lega tónlist við brúðusýningu; Bláa ijósið. Og í gamla daga samdi Leifur Þórarinsson snilldarlega tónlist við Hornakóralinn eftir Odd Björnsson (fyrsta íslenska mjúsíkalið?), og þeir hinir sömu gerðu gott barnaleikrit með söngvum; Snjókarlinn. Og svo eru þeir yngri duglegir líka, Árni Harðarson og Jóhann G. Jóhanns- son (ekki popparinn). Og leikfé- lagið á Akureyri hefur líka fengið tónskáld til liðs við sig; einhver ánægjulegasta leikhúsvinna sem undirritaður hefur innt af hendi var þar nyrðra; Ég á gull og ger- semi, leikritið sem Sveinn Einars- son gerði um Sölva Helgason upp úr bók Davíðs. -A.H.S. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.