Helgarpósturinn - 21.05.1987, Page 28

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Page 28
Á fimm árum hefur Magnús Hreggvidsson ordid aö því, sem við köllum stórveldi í fjölmiðlaheimin- um á Islandi. „Nýr Springer, sem á eftir að verða gamla Springer (Sveini R. Eyjólfssyni) skeinuhœtt- ur?“ Magnús er umdeildur maður, sem von er, og útþenslu fyrirtœkis- ins virðast lítil takmörk sett. Nýverið yfirtók Frjálst framtak rekstur Fjöln- is hí, sem var íeigu Anders Hansen. Þar með bœttust tímaritin Mannlíf, Hús og garður, Fréttablað iðnaðar- ins, Bóndinn og Viðskipta- og tölvu- blaðið undir hatt hins Frjálsa fram- taks Magnúsar Hreggviðssonar. Magnús er tœplega 38 ára gamall, sonur hjónanna Hreggviðs Magnús- sonar og Sesselju Jónu Magnúsdótt- ur, Agústs Jónssonar fyrrv. spari- sjóðsstjóra í Borgarnesi. Hreggvið- ur, sem féll frá 31 árs gamall, var umsvifamikill athafnamaður á skammri œvi; rak m.a. og stofnaði Kjöt og grœnmeti við Snorrabraut. Hann var Kjalnesingur aö œtt og uppruna. Magnús er giftur Bryndísi Valgeirsdóttur og eiga þau 3 börn. Hann varö stúdentúr Versló 1970 og viðskiptafrœðingur frá HÍ1975. Hvernig stóð á því að rúmlega þrí- tugur maður var orðinn það efnað- ur að hann gæti keypt fjölmiðla- hring? Nú er sagt að Magnús hafi verið í alls konar braski, m.a. átt veitingastaðinn Fjarkann í Hafnar- stræti, var hann slík gullnáma? „Nei, og svo tel ég mig ekki hafa átt í Fjarkanum. Konan mín átti þennan litla veitingastað en seldi hann um það leyti sem við keyptum Frjálst framtak. Ég hafði hins vegar efnast af mikilli vinnu við ýmisiegt. Þannig rak ég endurskoðunarfyrir- tækið Tölvubókhald og ráðgjöf frá því ég var í Versló 1969 til ársloka 1982 að ég seldi það. En ég var víðar á viðskiptasviðinu; kom nálægt byggingastarfsemi, var löggiltur fasteignasali og seldi stórar fasteign- ir. En efni mín voru og eru fyrst og fremst til komin vegna gífurlegrar vinnu allt frá því ég var unglingur. Ef til vill má segja að ég hafi verið í „braski", ef þú vilt hafa það þannig." En hefur Magnús Hreggviðsson verið einn í þessari útþenslu fjár- magnsins? Keyptu þeir Steinar Lúð- víksson og Helgi Magnússon endur- skoðandi með honum Frjálst fram- tak? „Nei, ég er einn með fjölskyldu minni í þessu. Sjálfur hef ég lítið sem ekkert vit á fjölmiðlun og er varla sendibréfsfær. Eftir að ég hafði yfir- tekið Frjálst framtak fékk ég til liðs við mig mikinn og traustan vin minn, Steinar J. Lúðvíksson blaða- mann, ritstjóra og rithöfund til margra ára. Við Steinar skiptum með okkur stjórn á fyrirtækinu, hann tók að sér að vera aðalritstjóri þess, en í því fólst yfirumsjón með allri ritstjórn og prentvinnslu. Án hans hefði hröð og markviss upp- bygging fyrirtækisins alls ekki tek- ist. Eg tók hins vegar að mér yfir- stjórn á öðrum þáttum fyrirtækis- ins, þ.e.a.s. þeim þáttum sem ég hef vit á og kann. Auk okkar Steinars er Halldóra Viktorsdóttir skrifstofu- stjóri við stjórnvölinn. Helgi Magn- ússon vinur minn til 20 ára hefur hins vegar aldrei átt neitt í Frjálsu framtaki." Talið berst að pólitík og meintri slagsíðu Frjáls framtaks. Enn fremur þátttöku stjórnarformannsins í próf- kjöri B-listans í Reykjavík. Magnús kveðst ekki hafa verið virkur í póli- tísku starfi síðustu 18 árin og hann hafi tekið þátt í prófkjöri hjá þremur stjórnmálaflokkum. Þau afskipti komi hvorki fyrirtækinu né Helgar- póstinum við. Við ræðum um Þýsk- íslenska og Hafskip og þeirri spurn- ingu er velt upp hvort kynslóðaskipti hafi orðið við stjórnun fyrirtækja, þannig að yngri menn séu óreiðu- samari við rekstur og bókhald en þeir hinir eldri. Magnús er önd- verðrar skoðunar. „Þvert á móti hafa orðið gífurleg- ar breytingar til batnaðar síðustu árin. I þessu sambandi dettur mér í hug lítil saga um það hvað hægt var að komast upp með gagnvart skattayfirvöldum fyrir 30 árum. Þá fyllti einn af núverandi starfandi heildsölum skattskýrslu sína út með tekju- og eignatölum 0. Þetta mundi ekki vera fræðilega mögulegt nú á tímum. Árið 1969 var gerð laga- breyting, sem olli straumhvörfum við reikningsuppgjör fyrirtækja. 28 HELGARPÓSTURINN Því má fullyrða að ástandið sé mun betra á þessu sviði en það hefur nokkurn tímann áður verið. Það sem hefur breyst er að það að þjóð- félagið er orðið mun opnara og harðara og því hættir mönnum til að álykta að ástandið sé verra. Hins vegar er ég sannfærður um að mál eins og Hafskipsmálið eiga eftir að hafa þau áhrif, að bæta enn stjórnun og rekstur fyrirtækja og meðferð alla á fjármunum. Menn hafa and- vara á sér og vanda sig betur í fram- tíðinni en áður. Hins vegar er ég ein- dregið þeirrar skoðunar að rann- sóknaraðiljar hafi farið meir af kappi en forsjá í Hafskipsmálinu. Þeir hafi myndað sér fyrst skoðun á málinu undir því fjölmiðlafári, sem um málið var um tíma, síðan kynnt sér gögn og framkvæmt svo. Því miður okkar allra vegna á þetta eftir að kpma á daginn. Samt má segja að við íslendingar höfum fengið dýr- mæta lexíu, en því miður alltof dýr- keypta. — Jú, ef til vill má segja að fjölmiðlar hafi átt sinn þátt í að gera þetta þjóðfélag opnara og veita fyr- irtækjum aðhald. En þeir detta samt sem áður líka niður í lágkúru, sem ekki er réttlætanleg." Frjálst framtak er í stöðugri út- þenslu. Síðast gleypti það fyrirtækið Fjölni hf. og greiddi að sögn einar 8 milljónir fyrir, sem þykir ekki mikið fé. En Magnús vísar þessu kaupverði algerlega á bug, segir upphæðina vera trúnaðarmál á milli sín og Anders Hansen. „Ég get heldur ekki sagt að við höfum gleypt Fjölni, heldur hefur rekstur þessara tveggja fyrirtækja verið sameinaður. Málið er það, bæði í þessum tímaritabransa sem og í öðrum fyrirtækjarekstri á ís- landi, að einingarnar eru alltof margar og smáar. Hagkvæmni þess að sameina þennan rekstur er mjög mikil. Hjá Fjölni hafa starfað um 30 manns, en þeim fækkar um 8 til 10 við sameininguna vegna betri nýt- ingar á mannskapnum. Við aðstoð- um þá 10 við útvegun á vinnu og allt þetta er gert í vinsamlegum sam- skiptum. Tímarit eins og Nýtt líf og Mannlíf munu halda sér, enda eru þetta bestu tímaritin á markaðnum og standa bæði mjög vel. En að öðru leyti gæti komið til smávægilegra breytinga við uppstokkun á tímarit- um, en það dæmi á eftir að skoða betur." En nú hafa þessi tímarit og rekst- urinn verið á víð og dreif um borg- ina, — er það hagkvæmt í rekstri sem þessum? Það ganga líka trölla- sögur um að Magnús eigi húseignir út um hvippinn og hvappinn í Reykjavík, er eitthvað til í því? Magnús dregur ögn við sig að svara til um eignirnar en gefur sig um síð- ir: „Þetta hefur verið óhentugt að mörgu leyti, en húsnæði verður að miðast við gang rekstrarins. Á sín- um tíma ferðaðist ég um Norður- lönd, Bandaríkin og Vestur-Evrópu til að kynna mér hvers konar húsa- kostur hentaði best fyrir slíkan rekstur. Síðan létum við hanna ein- mitt slíkt hús í Skipholti 50c. Á seinni hluta 1985 fannst mér afkom- an hjá okkur ekki gefa tilefni til þess að reksturinn gæti staðið undir stór- auknum húsnæðiskostnaði. Því ákvað ég að húsið yrði selt að hluta, en afgangur leigður út til 5 ára til að standa undir skuldbindingum. Nú með tilkomu þeirrar viðbótar sem felst í tímaritum Fjölnis iítur þetta dæmi öðruvísi út og við mætum því a.m.k. til skamms tíma með leigu- húsnæði fyrir allar ritstjórnirnar og nokkra auglýsingastjóra í Bílds- höfða 18. — Jú, jú það er rétt að Frjálst framtak á eignir. Og fyrst þú sækir það svo fast, þá eru þær eftir- taldar: ein hæð í Ármúla 18 með skrifstofu og stjórnun, tæp hæð í Ár- múla 38, um 60% í Skipholti 50b, sem lokið verður við að byggja í ár, 70% í Skipholti 50c, þá eigum við hluta húseignarinnar í Bolholti 6 á móti fyrirtæki Helga Magnússonar endurskoðanda eða hálfa hæð. Auk þess á Frjálst framtak hlut í íslensk- portúgalska verslunarfélaginu." Þannig hefur Frjálst framtak það, að taka sjálft húsnæði á leigu fyrir eigin starfsemi, en leigja út eigið húsnæði. „Ég reyni yfirleitt að gera það, sem er hagkvæmt fyrir fyrir- tækið og það stendur undir. Vegna lítils aðdraganda að kaupum á Fjölni var leiguhúsnæði það, sem Fjölnir hafði, tekið undir hluta starf- mati í viðskiptalífinu, þó hann hafi tröllatrú á sjálfum sér. „Það er ekki hægt að vera í þessu öðruvísi en hafa mikla trú á sjálfum sér.“ Magn- ús er í stjórn Skrifstofuvéla og um tíma var hann í stjórn hlutafélagsins sem stóð að stofnun Sprengisands, hvort tveggja var án eignar á hlut- um. En ef útþenslumörkum tíma- ritaútgáfu Frjáls framtaks eru tak- mörk sett, hvað tekur þá næst við, hvaða markmið setur fyrirtækið sjálfu sér? „Til að byrja með eigum við nóg með að halda utan um þennan rekstur og mörg verkefni bíða þar úrlausnar. En þar fyrir utan hef ég ævinlega margar hugmyndir í tak- inu og vinn við útfærslu þeirra í hug- anum og með útreikningum. Það held ég að sé nauðsynlegt. Þannig þýða 20 hugmyndir ef til vill, eftir nákvæma skoðun, að einni er hrint í framkvæmd og er talin nothæf. Þar sem mettunarmörkum er náð í tímaritunum munum við kanna annan atvinnurekstur. En ég er fyrst og fremst nákvæmnismaður og framkvæmi ekki fyrr en eftir ítar- lega skoðun. í rauninni er mér mik- ið í mun að varðveita þennan eigin- leika, nákvæmnina." Magnús telur að tilviljanir ráði stundum miklu um það hvar lífsstarf fólks lendi. Hann hafi til dæmis ekki haft neinn sérstakan áhuga á tíma- ritum, en svo hafi samt sem áður farið. Hann er eins og aðrir yngri menn í viðskiptalífinu þeirrar skoð- unar, að bankakerfið sé ótrúlega KEPPI FYRST OGFREMff VBSMIFAN MIG Komid að ákveðnum mettunarmörkum í tímarita- útgáfunni. Frjálst framtak gleypti Fjölni á dögun- um. Á 5 árum hefur tímaritunum fjölgað, veltan orðin 260 milljónir króna. Fyrirtækið sem á margar húseignir í Reykjavík — er sjálft í leiguhúsnæði. Stöðug útþensla og uppgangur á síðustu 5 árum. Mikilvægasti eiginleiki í viðskiptum er að vera áreiðanlegur og nákvæmur, segir Magnús Hregg- viðsson. eftir Óskar Guðmundsson mynd Jim Smart semi eftir samrunann, til að byrja með," segir Magnús. Hann segir að útgáfa tímarita sé alls engin gull- náma. Fjöldi þeirra sé alltof mikill og komið sé að ákveðnum mettun- armörkum. Með ýtrustu hag- kvæmni í rekstri megi þetta bera sig. „Framtíðarmöguleikar í þessari tegund fjölmiðlunar eru mjög tak- markaðir af litlum markaði. Það mun reyna á okkur við að halda ut- an um þetta í náinni framtíð. Fjöldi fastráðinna starfsmanna er kominn yfir 60 manns og um 650 manns vinna hér hlutastörf eða samtals yfir lOOársstörf. Eins og fram hefur komið hefur Magnús víða komið við í viðskipt- um frá unga aldri. Þannig var hann t.d. meðal þeirra sem íhuguðu þátt- töku í Arnarflugi og kom til álita sem forstjóri þess fyrirtækis. En hann er yfirmáta varkár að margra

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.