Helgarpósturinn - 26.11.1987, Page 2
Selst þetta vel í
Skagafirðinum?
Einar Bjarnason
markaðsstjóri
„Þrátt fyrir hinn mikla kraft Skagfirðinga, sem alþjóð er
kunnugt um, þá neytir fjöldi þeirra „High Desert"."
Heldurðu að Reagan borði þetta sjálfur?
„Já ég veit að hann gerir það. Þessi þiti var framleiddur
í upphafi fyrir Reagan Bandaríkjaforseta og honum afhent
fyrsta framleiðslan. Ennfremur er staðfest að flugvél for-
setans, Air Force 1, fer aldrei í loftið nema hafa kassa af
„President's Lunch" um borð. Þess má geta að sama fyrir-
tæki hefur framleitt samskonar vöru fyrir Nancy Reagan og
heitir sá biti „First Lady"."
Hvað er „President's Lunch" nákvæmlega?
„Þetta er orkubiti sem óhætt er að kalla samanþjappað-
an nestispakka. í hverjum orkubita eru 260 mg af High
Desert blómafrjókornum, hunang, rúsínur, hnetusmjör og
hafrar, allt náttúruleg efni og í orkubitunum er enginn syk-
ur, salt né rotvarnarefni."
Er þetta eingöngu ætlað gamalmennum og veikburða
fólki?
„Nei síður en svo. Þessir orkubitar eru ætlaðir allri fjöl-
skyldunni, fullorðnum jafnt sem börnum og eru mjög hent-
ugir í dagsins önn. Þeir þykja til dæmis sérstaklega hentug-
ir sem nesti fyrir skólabörn."
En má nota orkubitana sem megrunarfæðu?
„Já það má, en auðvitað ber að gæta hófs með þessa
bita eins og allt annað. í þeim eru 153 kaloríur. Mér er kunn-
ugt um mann sem borðaði 2—3 stykki af President's
Lunch á dag ásamt einni góðri máltíð að kvöldi, og hann
léttist um 7 kíló á hálfum mánuði. Þessir orkubitar inni-
halda flest þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda
og þess vegna viðheldur fólk þrótti sínum. Því er oft þannig
varið að þegar fólk fer í megrun gengur það of nærri sér, en
slíkt er auðvelt að forðast með því að neyta þessara orku-
bita, til dæmis í staðinn fyrir hádegisverð."
En nú er þetta frekar dýrt, ekki rétt?
„Dýrt miðað við hvað? Einn orkubiti kostar minna en ein
pylsa, er hollari og gefur líkamanum mun meiri orku. Hins
vegar komu fram villandi upplýsingar í sambandi við High
Desert blómafrjókornin í einu dagblaðanna í síðustu viku.
Þar kom fram að High Desert væru mun dýrari en önnur,
sambærileg frjókorn. Þetta var ekki rétt. Við nánari eftir-
grennslan kom í Ijós að á High Desert blómafrjókornin er
lagður 25% söluskattur, en aðeins 10% á önnur frjókorn.
High Desert blómafrjókornin eru frostþurrkuð, sem gerir
það að verkum að hvatarnir sem í þeim eru viðhaldast.
Þetta er svipað og með Trabant og Benz. Hvort tveggja eru
bifreiðir, en munur á gæðum — og þar af leiðandi á verði."
Finnur fólk virkilega einhverja breytingu á sér?
„Já, þeir sem hafa neytt þessara blómafrjókorna í þrjá
mánuði gera það. Svo er auðvitað til fólk sem gleypir í sig
heilu pakkana og heldurað það breytist í Superman á einni
viku. Þeir sem neyta frjókornanna rétt finna undantekning-
arlaust mun á sér."
Kemur „President's Lunch" í staðinn fyrir sælgæti?
„Nei, enda er hér ekki um sælgæti að ræða, heldur orku-
bita. Hins vegar er auðvitað mun viturlegra að borða
blómafrjókorn heldur en sykur!"
Nú hafa íslendingar oft slegiö heimsmet í einhverju
sem er nýtt á markaðinum. Heldurðu ekki að við hættum
aö neyta blómafrjókorna eftir nokkra mánuði?
„Nei, það hvarflar ekki að mér. Ef fólk neytir þeirra á rétt-
an hátt, finnur það mikinn mun á sér og þar af leiðandi
verður þetta ekki tískufyrirbrigði, heldur nokkuð sem fólk
mun neyta áfram."
„President's Lunch" heitir það nýjasta á markaðinum. Bitarnir
innihalda m.a. High Desert blómafrjókorn og útvarpsmenn og aðr-
ir kunnir kappar hafa lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir finni stóran
mun á sér eftir neyslu þess. En hvað eru þessir bitar eiginlega og
hverjum eru þeir ætlaðir? Skyldi Bandaríkjaforseti virkilega borða
svona í hádegisverð og ætli ættingjar hans í Skagafirðinum séu
komnir upp á lagið? Einar Bjarnason markaðsstjóri Næringar h.f.
er mættur til að svara því.
FYRST OG FREMST
BARNABRANDARAR ganga
ljósum logum í öllum fjölskyldum,
enda getur margt broslegt hrotið
af vörum yngstu kynslóðarinnar.
Við heyrðum td. af orðaskiptum
feðga í Firðinum um daginn af því
tilefni að strákurinn var að
kynnast reikningslistinni í fyrsta
sinn. Þegar stráksa hafði tekist að
leysa rétt úr nokkrum reiknings-
dæmum, skellti pabbinn sér
montinn á lær og sagði: „Þú ert
bara hálfgerður Einstein,
drengur!” „Var hann bróðir
Frankensteins?" spurði sá litli að
bragði.
VIÐSKIPTAMENN Alþýdu-
bankans ættu að glugga aðeins í
ávísanaheftin sín, ef þeir vilja
komast hjá því að verða fyrir
óþægindum í heftislok. Við
fréttum nefnilega af konu, sem um
daginn hafði miklar áhyggjur
vegna þess að ekkert var skrifað á
eitt fylgiblaðið aftarlega í heftinu
hennar. Hún kom því alls ekki
fyrir sig að hafa skrifað aðrar
ávísanir en þær, sem hún hafði
fært inn í heftið, og hélt því helst
að einu blaði hefði verið stolið frá
sér. Hringdi konan í angist sinni í
ávísanadeild Alþýðubankans, en
afgreiðslustúlkan hló þá bara við
og sagði það sama hafa gerst hjá
sér deginum áður. Það virðast sem
sagt vera í umferð ávísanahefti
með aukafylgiblaði í stað blaðsins,
sem notað er til að biðja um nýtt
hefti.
ÞÝÐENDURNIR í sjónvarpinu
eru stundum svolítið frumlegir. Sá
sem þýddi myndina Lagasmidur á
Stöd 2 í síðustu viku kom t.d. með
afar nýstárlega þýðingu á orða-
sambandinu „platonic relation-
ship“. Margir hefðu eflaust þýtt
þetta sem „andlegt samband" eða
„platónskt samband", en
þýðandinn valdi hins vegar „flekk-
laust líferni".
ALFREÐ Gíslason, ein helsta
stórskytta íslendinga í handbolta
fyrr og síðar, hefur verið í miklu
stuði með liði sínu í Þýskalandi og
landsliðinu á undanförnum
misserum. Alfreð er Akureyringur
eins og alþjóð veit og þess vegna
er alltaf mikil eftirvænting þar í
bæ þegar íslenska landsliðið
kemur norður og leikur. Menn
bíða í ofvæni eftir því að sjá
Alfreð fara á kostum, stökkva upp
og skora með þrumuskotum.
Alfreð gerir hins vegar lítið af því,
hann spilar aldrei verr en fyrir
norðan, getur bókstaflega aldrei
neitt. Hann hefur sjálfur gefið
skýringu á þessu, að pabbi hans
hafi byggt íþróttahöllina og þess
vegna sé eitthvað að gólfinu...
UM SÍÐUSTU helgi var haldið
málþing þar sem menn reyndu að
komast að því hvort skapandi
vitund væri í hættu. Litlum sögum
fer af árangrinum, enda hlýtur
þetta að vera vandrætt mál. Það
hefur t.d. aldrei verið skilgreint
hvað skapandi vitund er, ekki einu
sinni víst að hún hafi nokkurn
tímann verið til, né hvort hún hafi
þá verið meiri í árdaga heldur en
hún er nú. Svo er það lykil-
spurning, ef skapandi vitund er til
og í hættu: Hver er hættan?
FELAG íslenskra idnrekenda
hefur að undanförnu birt auglýs-
ingar þar sem þeirri spurningu er
varpað fram hvort fólk vilji taka
þátt í að bjarga störfum nokkurra
kvenna sem stilla sér upp á með-
fylgjandi mynd. Það er auðvitað
gott og blessað að bjarga þessum
konum frá því að missa vinnuna.
Hitt verður þó að teljast pínlegt ef
iðnrekendur hafa ekki meiri trú á
vörunni en svo að eina leiðin til
að bjarga henni sé að höfða til
mannkærleika náungans og vísa
um leið til atvinnuleysis...
4
s jBF ir Mti W!8r ® \ ^v.
I-feYHlST^ RÁNTRIPÞ TIU 'GLFiSSKÓ-F
'Cc>ak:
UWkKlAEGG-
Lóato)i-T o& SteRft&Err éUÆTrui-o&TwvT-r í
HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR
DENNISOVITS „Bara tíminn med Utangardsmönnum er
Meðan hundar mæla voff, suo fullur af œvintýrum, hann er nútíma
meðan fremst á ermi er stroff, H.C. Andersen.
meðan Danir drekka hoff, BUBBI MORTHENS í ÞJÓÐVILJANUM
Denni fylgir Gorbasjoff. Niðri LAUGARDAGINN 21. NÓV., AÐSPURÐUR UM VÆNTANLEGA ÆVISÖGU SINA
2 HELGARPÓSTURINN