Helgarpósturinn - 26.11.1987, Síða 7

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Síða 7
Alþingismenn með allt á hreinu — í lifeyrismálum. Þeir eiga þess sumir kost að taka lífeyri úr mörgum sjóðum og hafa fyrirhafnarlaust samþykkt hagstæðar lífeyrisgreiðslur fyrir sjálfa sig. Sóknarkonur fá aðeins brot af lífeyrisgreiðslum þeim sem þingmenn geta fengið... Pingmenn og rádherrar á margföldum lífeyri Sóknarkvenna Lífeyrisgreiðslur til alþingismanna ná því að verða fertugfaldar miðað við lífeyrisgreiðslur til Sóknar- kvenna. í mörgum tilvikum fá fyrrverandi alþingismenn greitt úr fieiri en einum sjóði. Misrétti í launum heldur því áfram og fer vaxandi á milli manna allt fram í andlátið. Breytingar á lífeyrisgreiðslum til þingmanna hafa verið afgreiddar frá alþingi í kyrrþey. Lífeyrismál almennings hafa hins vegar þvælst á milli opinberra aðila í fjölda ára, án þess að misréttið sé upprætt. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON Hefurðu athugað lífeyrisréttindi þín og hvernig þau eru til komin? í almennu iífeyrissjóðunum eru líf- eyrisréttindin reiknuð sem stig er standa í hlutfalli við innborgun í sjóðina. Þeir verða líka að bera sjálf- ir tapið, sem þeir urðu fyrir vegna rýrnunar á óðaverðbólguárunum fyrir verðtryggingu, og jafna því með einhverjum hætti niður á sjóð- félaga. Öðru máli gegnir um lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna. Þar eru iðgjöld og réttindi ekki í neinu beinu samhengi hvort við annað, heidur reiknast lífeyristakan sem hlutfall af launum þeim er á hverj- um tíma fylgja starfi því er hann gegndi síðast. Þannig greiðir ríkið nú um 80% lífeyris opinberra starfs- manna, að sögn Péturs Blöndal hér í HP nýlega, en einungis um 20% koma af iðgjaldagreiðslum sjóðfé- laga. MISRÉTTI FRAM I ANDLATIÐ Bent hefur verið á að með þessum tvennum mismunandi reglum, er gilda eftir því hvort viðkomandi hef- ur unnið hjá því opinbera eða ekki, sé verið að leggja grunninn að enn meira tekjumisrétti þjóðfélagsþegn- anna eftir að þeir hafa látið af störf- um og sest í helgan stein en þó ríkti meðan þeir voru starfandi á vinnu- markaðnum. Hvergi er þó munurinn eins hrikalegur og áberandi og þegar kemur til lífeyris ráðamanna þjóðar- innar. í nóvemberhefti SAL-frétta, sem gefnar eru út af Sambandi ai- mennra lífeyrissjóða eru tekin eftir- farandi dæmi: Á árinu 1986 námu iðgjöld til Líf- eyrissjóðs ráðherra um 652 þús. kr. A sama tíma greiddi lífeyrissjóður- inn lífeyri að fjárhæð 6.385 þús. kr„ en þar af nam framlag ríkissjóðs 5.814 þús. kr. Á árinu 1986 námu iðgjöld tii Líf- eyrissjóðs alþingismanna um 5.920 þús. kr. Á sama tíma námu lífeyris- greiðslur alis 41.005 þús. kr. Af þeirri fjárhæð nam framlag ríkis- sjóðs alls kr. 32.995 þús. kr. Eftir sem áður vantaði 2 milljónir kr. upp á að jöfnuður næðist milli heildarið- gjalda og lífeyrisgreiðslna. Á árinu 1986 námu lífeyrisgreiðslur frá Lífeyrissjóði Sóknar um 21.450 þús. kr. Lifeyrir til alþingismanna nam því u.þ.b. helmingi hœrri fjár- hæðum en til Sóknarkvenna á árinu 1986. 450 ÞÚSUND — 53 ÞÚSUND Til viðbótar þessum upplýsingum SAL-frétta leitaði HP fregna hjá Hauki Hafsteinssyni, forstöðumanni þeirra lífeyrissjóða sem eru í vörslu Tryggingastofnunar ríkisins, og hjá Erni Arnþórssyni hjá Lífeyrissjóði Sóknar. í ljós kom að greiðslur úr Lífeyrissjódi rádherra deilast á 22 adila, eða að meðaltali kr. 290.000 á hvern lífeyrisþega. Greiðslur úr Líf- eyrissjódi alþingismanna deilast á 90 aöila, eða nema kr. 455.000 á hvern. Greiðslur úr Lífeyrissjódi Sóknar deilast á 616 adila og gera því um kr. 36.000 á hvern aðila. Auk þess fær um helmingur lífeyrisþega Sóknar greiðslur úr Eftirlaunasjódi aldradra og sé þeim deilt jafnt á alla lífeyrisþegana er Sóknarfólk komið með 53.000 kr. að meðaltali. ÞEIR FÁ FERTUGFALDAN LÍFEYRI Samanburður lítur þá svona út: Meðaltalslífeyrir alþingismanna er 8,5 sinnum hœrri en meðaltalslíf- eyrir Sóknarfólks. Meðaltalslífeyrir alþingismanna, sem gegnt hafa ráð- herrastörfum fimm ár eða lengur, er 14 sinnum hœrri en Sóknarfólks. Að auki má geta þess að margir fyrrver- andi alþingismenn og ráðherrar njóta eftirlauna eða lífeyris með ödrum hœtti, t.d. hafi þeir verið bankastjórar, eða gegnt öðrum störfum hjá þvi opinbera sem veitt hafa þeim rétt til þátttöku í Lífeyris- sjódi starfsmanna ríkisins, og þeir hafa viðhaldið þeim réttindum sín- um með áframhaidandi greiðslu í sjóðinn. í þeim tilfellum getur lífeyr- ir alþingismanna numiö 20-40- földum lífeyrisgreiöslum Sóknar- x fólks. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.