Helgarpósturinn - 26.11.1987, Side 8

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Side 8
t HITNAR UNDIR BORGARAFLOKKNUM Þrátt fyrir háttstemmdar yfirlýsingar æðstu stjórnar- manna Borgaraflokksins ágerast þær raddir innan flokksins sem segja frá ólgu og óeiningu innan hans, óánægju með frammistöðu og framkomu forystumann- anna og framgang einstakra mála. EFTIR FRIÐRIK ÞÖR GUÐMUNDSSON Sjö ár frá myntbreytingu EITT NÚLL FYRIR VERÐBÓLGUNA Núllin tvö sem skorin voru aftan af gömlu íslensku krónunni með myntbreytingunni 2. janúar 1981 eru komin hálfa leið til baka. Fyrra núllið er skriðið yfir þröskuldinn, miðað við útsöluverð algengra vöruteg- unda, en miðað við vísitölurnar sér núllið dagsins ljós formlega í vor. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Forystumenn Borgaraflokksins segja að aðeins 2—3 félagsmenn hafi sagt sig úr flokknum að undan- förnu, á móti 10 sem gengið hafi í flokkinn. HP hefur fengið staðfest, að Jóhanrt Páll Símonarson, háseti og Eua Hjaltadóttir, starfsmaður í Kjötmiðstöðinni, hafi sagt sig úr flokkinum og enn fremur heimildir fyrir því að ýmsir dyggir stuðnings- menn Alberts Gudmundssonar hafi látið strika sig út af skrám flokksins, þeirra á meðal Kristján Gudbjarts- son, kaupmaður og Halldór Briem, fv. verkamaður. SAMI GAMLI KLÍKU- SKAPURINN Þau tvö fyrst nefndu nefna eink- um þær ástæður að valdaklíka hafi yfirtekið flokkinn og flokksstarf allt lokast eftir landsfundinn í septem- ber. „Óánægjan er alltaf að magnast út í þessa valdaklíku í kringum þing- flokkinn. Það hafa ýmsir einstakl- ingar tekið sig saman og rætt ýmis þau vandamál sem eru uppi innan flokksins, en ég sá engan annan kost en að segja mig úr honum," sagði Jóhann. Eva sagðist hafa verið óánægð sjálfstæðismanneskja á sín- um tíma. „Síðan kemur í ljós að í Borgaraflokknum er þetta sami klikuskapurinn og var í Sjálfstæðis- flokknum. Ég nefni t.d. að skrifstof- an átti að vera opin fyrir fólk að tala saman yfir kaffisopa, en það var ekki hægt lengur. Ég er mjög óánægð með þetta. Albert á það ekkert skilið að fólkið sem vann með honum skuli fara á bak við hann.“ Einhver virkasti flokksmaðurinn, Gudjón Hansson, bílstjóri, lagði á landsfundinum fram tillögu um mun valddreifðara skipulag flokks- ins en varð, en tillaga flokksforyst- unnar varð ofan á. Hann viður- kenndi óánægju sína í samtali við HP og að á köflum sæi hann eftir því að hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn eftir 40 ár þar, en „ég er þrátt fyrir allt ekki á leið úr Borgaraflokknum". ÓLGUFUNDUR UM FÓSTUREYÐINGAR? Þegar landsfundurinn var haldinn lá við klofningi og fjöldauppsögnum þeirra flokksmanna er jafnframt til- heyra félaginu Lífsvon, sem berst gegn fóstureyðingum. Þessi óánægja hefur haldið áfram, þar sem lífsvonarmönnum þykir hægt og illa ganga hjá þingmönnum flokksins að koma fram hörðu frum- varpi á þingi í samræmi við boðskap Hulda Jensdóttir, Lífsvon Andstæöingum fóstureyðinga þykir hægt ganga með sitt hjartans mál. í kvöld heldur Borgaraflokkurinn fund um málið. Verður allt vitiaust, eins og á landsfundinum í september? félagsins. Talið er að af u.þ.b. 1.800 flokksfélögum tilheyri allt að 1.000 þessum félagsskap. í dag heldur Borgaraflokkurinn fund um fóstur- eyðingar í Glæsibæ og er tilgangur fundarins að menn með andstæðar skoðanir ræði saman, sem sagt að menn sameinist. En samkvæmt heimildum HP eiga bæði fóstureyð- ingaandstæðingar og hinir hófsam- ari von á því að fundurinn gæti allt eins snúist upp í átök líkt og henti á landsfundinum. Lífsvonarfólkinu þykir enda þingflokkurinn allt of hófsamur í afstöðu sinni, en fjöl- margir flokksmenn eru mjög and- vígir harðlínunni hjá Lifsvon. Ef flokksmönnum tekst ekki að sam- einast á fundi þessum er allt eins von á því að til tíðinda dragi. Þegar myntbreytingin tók gildi og núllin tvö voru kvödd var vísitölu- stig framfærslukostnaðar 24 stig (100 í febrúar 1984). Nú í nóvember var vístalan hins vegar komin upp í 221 stig og miðað við meðalhækk- un hennar síðustu 6 mánuði, sem er 2% á mánuði, fer hún i 240 stig og hefur þá tífaldast í mars 1988 eða á 7 árum og 2 mánuðum. Sé hins veg- ar miðað við lánskjaravísitölu, sem var 206 stig en er nú í nóvember 1841 stig, hverfur fyrra núllið 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðsins. Eyði- legging myntbreytingarinnar gæti þó orðið hálfnuð fyrr, ef gengisfell- Nýja krónan Tvö núll voru skorin aftan af gjaldmiðli okkar 2. janúar 1981. Nú er hið fyrra af þeim mætt í slaginn að nýju. VEITTIINGVA HRAFNI SKRIFLEGA ÁMINNINGU Samkeppni á ekki aö leiöa af sér dómgreindarleysi Það hefur mikið gengið á innan Ríkisútvarpsins að undanförnu, sem þykir hafa átt erfitt uppdráttar í sam- keppni við „frjálsu stöðvarnar", lent í vondum málum í fréttaflutningi og búið við slæm samskipti milli stjórn- enda og starfsmanna. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri svarar fyrir stofnunina. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART Ert þú sem útvarpsstjóri ánœgdur eöa óánœgöur med stödu Ríkisút- uarps og sjónvarps í samkeppninni uid nýju stöduarnar? „Ef við tökum útvarpið í fyrsta lagi þá er það alvég greinilegt að það er mjög jákvæður andi meðal fólks al- mennt í garð Rásar eitt og það verð- ur maður mjög var við í samtölum við hlustendur og hjá þeim sem láta gagngert til sín heyra með bréfum eða upphringingum. Það hefur í engu verið slakað á hvað menning- arlegt efni varðar, síður en svo, held- ur einmitt lögð aukin áhersla á til- tekna efnisflokka sem falla mjög vel að þeirri dagskrá. Síðan hefur verið farið út í meira samspil milli rásanna tveggja. Rás tvö hefur breyst frá því að vera einhliða tónlistarrás, dægur- máladeildin var stofnuð og er núna með mjög hnitmiðaða og snarpa umræðu um margvísleg þjóðfélags- mál. Þessi nýbreytni hefur mælst mjög vel fyrir þannig að það er mjög vaxandi hlustendahópur sem hefur komið inn á Rás tvö í seinni tíð og áberandi líka hvað miðaldra og eldra fólk hlustar orðið á tiltekna þætti." Fer þá ekki eitthuaö yngra út í 8 HELGARPÓSTURINN staðinn? „Það getur náttúrulega vel verið að það verði einhverjar slíkar breyt- ingar. En varðandi sjónvarpið, þá kemur fram í könnun hjá Félagsvís- indastofnuninni nú síðast að á til- teknum miðvikudegi í október eru á landinu öllu 72% landsmanna sem stilla einhvern tíma á okkar stöð. Þetta fólk er ekki bundið allt kvöld- ið yfir öllum þáttum sem verið er að bjóða upp á heldur horfir á sjónvarp- ið einhvern hluta kvöldsins og af eðlilegum ástæðum lítum við á notkunina á landinu öllu, ekki bara á þessu þrengra samanburðarsvæði vegna þess að hlutverk Ríkisút- varpsins er náttúrulega það að þjóna öllum landsmönnum." Nú opnar Stöö 2 œ víðar. Er hún ekki almennt tekin framyfir ykkar stöð, þar sem samanburður er? „Þær raddir heyrast að alvarlegra efni okkar sé hrútleiðinlegt í saman- burði við einhverjar Klassapíur og annað sem menn geta séð á sama tíma á Stöð 2 ef þeir skipta yfir á hana. Auglýsendur eru kannski þeirrar skoðunar líka að þeirra hag sé betur borgið að setja auglýsingar inn á Stöð 2 í tengslum við einhverja slíka afþreyingarþætti heldur en við einhverja menningarmálaþætti í sjónvarpinu. Það er svo margt sem sjónvarpið er að gera og verður að gera alveg óháð mati auglýsend- anna og hvað þetta myndi skila okk- ur í auglýsingatekjum." Hefur þú einhuerjar skýringar á þuí hvernig nokkrir menn með tak- markað fé geta sett upp útuarps- og sjónuarpsstöðuar og skákað á stutt- um tíma öflugri stofnun sem menn héldu að RÚV vœri? „Já og Ríkisútvarpið er. Ég vísa því algjörlega á bug að einhverjir ■ hafi skákað okkur, þó að fólk geti nú valið á milli margra stöðva. Þetta er náttúrulega ekki nein ný bóla að upp rísi nýjar sjónvarpsstöðvar eins og Stöð 2 hér á íslandi, eða í gervi- hnattasjónvarpi og menn hafa orðið aðgang að kannski sextán til tuttugu rásum eða meira af fjölþjóð- legu sjónvarpsefni í sumum ná- grannalöndum okkar. Vestur í Bandaríkjunum hafa sjónvarps- stöðvar risið og fallið og farið á hausinn og miklar umbreytingar verið á þeim markaði. Mér skilst að Bylgjan og Stjarnan séu reknar með tapi og að það eigi við um Stöð 2 líka." Áttu uon á þui að einhuerjir sam- keppnisaðilanna fari sem sagt á hausinn? „Nei, ekki segi ég það, en heimild- ir sem ég treysti segja mér að Bylgj- an og Stjarnan séu reknar með tapi núna og margir hafa efasemdir um það hvernig fjárhagur Stöðvar 2 raunverulega stendur, hvað sem síð- ar verður. Þetta á reyndar líka við um Ríkisútvarpið í heild." Við höfum heimildir fyrir þuí að aðstoðarframkvœmdastjóri sjón- uarpsins, Ingimar Ingimarsson, hafi nýlega lagt fram afar dökka skýrslu um mannahald og skipulag frétta- stofunnar. Huað er hann að segja þar, nánar tiltekið? „Þar var um að ræða sérstaka út- tekt á rekstri fréttastofunnar með tilliti til mannahalds og útgjalda og ýmsir þættir þeirra mála voru dregnir saman og hafa verið til með- ferðar hér og umræðu og þá með tilliti til sparnaðar. Það var t.d. nefnt í því sambandi hvort það væri rík Markús Örn Antonsson Bylgjan og Stjarnan eru reknar meö tapi og ákveönar efasemdir um fjárhag Stöövar 2.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.