Helgarpósturinn - 26.11.1987, Side 9

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Side 9
Helgarpakki Helgarpóstsins Vörutegund (magn) nóv. 1980 nóv. 1987 margf. Dilkakótilettur (1,5 kg) 51,76 747,00 14,4 Súpukjöt (1 kg) 25,82 309,00 12,0 Ýsuflök (1,2 kg) 9,36 156,00 16,7 Franskbrauð (0,5 kg) 3,06 49,30 16,1 Mjólk (4 lítrar) 12,88 176,80 13,7 Rjómi (0,5 I) 12,86 136,80 10,6 Smjör (0,5 kg) 10,00 144,00 14,4 Smjörlíki (0,5 kg) 4,98 54,50 10,9 Kartöflur (2 kg) 5,20 84,60 16,3 Sykur (1 kg) 8,22 22,30 2,7 Lítil Kók (6 stk) 10,80 120,00 11,1 Kaffi (250 gr) 12,87 74,60 5,8 Sígarettur (2 pk) 22,70 260,00 11,5 Ákavíti (1 fl) 110,00 1170,00 10,6 Bensin (10 I) 51,50 337,00 6,5 Dagblaðsáskrift (1 mán) 55,00 600,00 10,9 SAMTALS 407,00 4441,90 10,9 ingarmöguleikinn verður að veru- leika eða ef til kemur hratt gengissig með aukinni verðbólgu. SEXFOLDUN — TÍFÖLDUN En vísitölur segja ekki allan sann- leikann og sem fyrr segir hefur núll- ið þegar skriðið yfir þröskuldinn þegar litið er á þróun verðlags helstu nauðsynjavara heimilisins. Sumar vörur hafa reyndar ekki hækkað í samræmi við almenna verðlagsþróun og má nefna sem dæmi sykur, hvers verð hefur að- eins tæplega þrefaldast frá því myntbreytingin varð og kaffiverðið hefur „aðeins" tæplega sexfaldast. En flestar almennar nauðsynjavör- ur hafa mun meira en tífaldast í verði. Þannig hefur verð á kartöfl- um rúmlega sextánfaldast, verð á franskbrauði sömuleiðis, verð á smjöri, mjólk og kótilettum hefur fjórtánfaldast og verð á vörum eins og smjörlíki, gosi, sígarettum, súpu- kjöti og heitu vatni hefur hækkað litlu minna. Meira en eitt núll hefur bæst við verð þessara vara frá því núllin tvö voru numin brott. Á meðfylgjandi töflu má sjá „helg- arpakka" útgjalda tilbúins, en senni- legs, heimilis, eins og hann gæti hæglega litið út n.k. föstudag og hvernig samsvarandi pakki hefði lit- ið út í kringum myntbreytinguna, reyndar í nóvember fyrir 7 árum. Á þessari töflu sést að þessi ,,pakki“ af vörum, bensíni og dagblaðsáskrift kostaði fyrir 7 árum 407 nýjar krón- ur, en nú kostar slíkur „pakki" um það bil 4.442 krónur. Verðið á þess- um „pakka" hefur því nær ellefu- faldast. Hið einkennilega er, að ef „óæðri“ liðirnir, þ.e. sígaretturnar, ákavítið, bensínið og dagblaðs- áskriftin, eru undanskildir, þá er margföldun verðlagsins enn meiri. Með öðrum orðum hafa svonefndar nauðsynjavörur hækkað að meðal- tali mun meira en t.d. vín og sígar- ettur. Þegar myntbreytingin kom til skjalanna fyrir nær 7 árum ríkti bjartsýni um að „verðbólguáratug- urinn" væri að baki og að það tækist að koma verðbólgunni á svipað stig og hjá nágrannalöndum okkar. Með öðrum orðum að hin nýja króna yrði grundvöllur að traustari gjald- miðli, sem stæðist betur tímans tönn en sá gamli. Þá hafði verðlag þrettánfaldast á 7 árum, samkvæmt framfærsluvísitölunni. Nú segir sama vísitala að á jafnlöngum tíma hafi verðlag tífaldast. Ekki er nú munurinn ærinn. ástæða til þess að halda úti frétta- manni í Kaupmannahöfn. Þetta eru bara ýmsir einstakir þættir í starfinu sem við höfum viljað skoða." Nú sídast tala menn um deilur Ingva Hrafns og Helga H. Jónssonar ogaö HelgiH. verdi látinn víkja fyrir Helga E. Helgasyni í embœtti vara- fréttastjóra innlendra frétta. „Það er rangt, Helgi E. Helgason hefur ekkert verið nefndur í því sambandi. Aftur á móti hefur það ekki farið leynt að það hefur verið ákveðin misklíð með Ingva Hrafni Jónssyni og Helga H. Jónssyni sem er mjög miður og ég ætlast til þess og vona að sá ágreiningur hafi verið jafnaður." Sídan hefur komid upp þessi mis- klíð varðandi Sonju B. Jónsdóttur. Er einhver misbrestur á manna- haldi og mannaráðningum sem þú vœrir til með að játa eða hví þessi undarlegi pirringur? „Pirringur, ég veit ekki af hverju fólk er pirrað, fólk getur náttúrulega verið pirrað af svo margvíslegum ástæðum. En að það sé nokkurt til- efni að fara að gera þetta mál Sonju B. Jónsdóttur að einhverju blaða- máli, þó að hún og Hrafn Gunn- laugsson dagskrárstjóri hafi haft einhver ólík sjónarmið varðandi það hver ætti að vera Maður vik- unnar, skil ég ekki. Menn spyrja hvernig þetta smámál geti valdið því uppistandi, að Sonja rjúki með það inn á Þjóðvilja, til þess að út- mála þetta sem einhver stórkostleg átök inná sjónvarpi." Hefur þúsemyfirmaður RÚV ekki séð ástœðu til að gera eitthvað varð- andi Svefneyjamálið hjá Sjónvarp- inu og Stefáns Jóhanns-málið hjá útvarpinu? „Ef við tökum fyrst þetta mál á fréttastofu útvarpsins, þá er búið að samþykkja það í útvarpsráði að það verði fenginn hlutlaus aðili til þess að kanna hver gangur þess máls var hjá fréttastofunni og ég tel alveg fulla þörf á því að það sé gert. Það mátti öllum vera ljóst hversu geysi alvarlegt mál hér var á ferðinni og hversu afdrifaríkar afleiðingar það gæti haft fyrir fréttastofuna ef þetta reyndist eitthvað málum blandið. Varðandi Svefneyjamálið, þá var ég búinn að gera mjög alvarlegar at- hugasemdir við fréttastjóra sjón- varpsins um meðferð þess og raun- verulega að veita honum skriflega áminningu fyrir það.“ Eru þetta einhvers konar sam- keppnisviðbrögð, eða hvað er hér á ferðinni, eru menn bara of fljótir á sér? „Það er fyrst og fremst það að menn fara alltof geyst í hlutina og ég geri ráð fyrir því að þetta sam- keppnisástand hafi eitthvað að segja um það, en auðvitað má það ekki leiða menn út á einhverjar brautir dómgreindarleysis, hæpins og ótæks fréttaflutnings. Fréttastofa sjónvarpsins má ekki við ítrekuðum slíkum mistökum og ég er búinn að segja það við fréttastjórann og starfsmenn hans." Hefur þú þá brýnt fyrir frétta- mönnum einhver ákveðin efnistök, þ.e.a.s. eiga þeir að meðhöndla frétt- ir öðruvísi en þeir hafa gert? „Eg er ekki með neinar kokka- bækur eða uppskriftir. Margt af þessu fólki er fólk með langa reynslu í fréttamennsku og blaða- mennsku og hefur fengið mjög góða skólun og fólk á að byggja á þeim grundvelli." Hvernig kemur útvarpið út á fjár- lögum 1988? Hefur þú ástœðu til að hafa áhyggjur? „Já, ég hef það vissulega, einn af þrem aðaltekjustofnum er gjörsam- lega felldur út núna, aðflutnings- gjöldin af innfluttum nýjum sjón- varps- og útvarpsviðtækjum. Við höfum tapað auglýsingatekjum, sem menn sáu reyndar fyrir. Þá var þessum tekjustofni af aðflutnings- gjöldum ætlað að bæta okkur það upp, en það á ekki að gerast, sam- kvæmt fyrirliggjandi frumvörpum í þinginu. Menn verða að horfast í augu við staðreyndir, að það þýðir ekkert að vera með fagurgala um innlent dagskrárefni og metnaðar- fulla, menningarlega og langa dag- skrá, en í hinu orðinu að klípa af okkur þær tekjur sem stofnunin á að hafa til þess að standa undir dag- skrárgerðinni, samkvæmt útvarps- lögum." ERLEND YFIRSÝN eftir Magnús Torfa ólafsson Vestur-Evrópuríki efla sínar eigin öryggisstofnanir Fundur Mikhails Gorbatsjoffs sovétleiðtoga og Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta í Reykjavík í fyrra- haust varð ekki aðeins driffjöðrin að samkomulagi um útrýmingu skammdrægra og meðaldrægra kjarnorku- skeyta, sem undirrita á þegar leiðtogarnir hittast á ný í Washington að tíu dögum liðnum. Það sem Gorbat- sjoff og Reagan fór á milli í Höfða knúði sömuleiðis ríki Vestur-Evrópu til að hefjast handa að sinna sameigin- legum vörnum og öryggismálum á eigin spýtur. Francois Mitterand forseti og Helmut Kohl kanslari haldast í hendur við minningarathöfn um franska og þýska hermenn sem féllu við Verdun, á mannskæöasta vigvelli heimsstyrjaldarinnar fyrri. Ríkisstjórnum Evrópuríkja í Atlantshafsbandalaginu hnykkti við, þegar Bandaríkjaforseti tók að ræða mál eins og útrýmingu allra kjarnorkuvopna í Evrópu og jafnvel öllum heimi, án þess að hafa nokkurt samráð við banda- menn sína. Frakkland og Bretland eru kjarnorkuveldi, og vilja fá að leggja orð í belg um slík efni. Þar að auki eru íhaldsflokkarnir, sem stjórna flestum löndum í norðan- verðri Vestur-Evrópu um þessar mundir, búnir að leggja sig fram áratugum saman að brýna fyrir landslýð að kjarnorkuvopn séu ómissandi til að halda sovéskum herskörum í skefjum og undanfar- ið friðartímabil í Evrópu sé þeim fyrst og fremst að þakka. Nú kippti Bandaríkjaforseti í einu vetfangi fótunum undan þessum málflutn- ingi, með því að setja útrýmingu kjarnorkuvopna fram sem sam- eiginlegt markmið stjórna risa- veldanna beggja. Charles de Gaulle vísaði á sínum tíma Atlantshafsbandalaginu brott úr París og hætti franskri þátttöku í sameiginlegri herstjórn bandalagsins, vegna þess að hann var sannfærður um að Banda- ríkjastjórn myndi ævinlega taka úrslitaákvarðanir í öryggismálum samkvæmt bandarískum hags- munum, og færu hagsmunir Evrópuríkja ekki saman við þá bandarísku yrðu þeir látnir lönd og leið í Washington. Gaullisminn hefur síðan verið næstum óum- deild afstaða Frakka í öryggis- málum. Eftir það sem Reagan aðhafðist í Reykjavík, á franska afstaðan vaxandi hljómgrunn í Vestur- Evrópu. Ekki er þar með sagt að Thatcher forsætisráðherra og Kohl kanslari séu allt í einu orðin gaullistar, en þau gera sér nú grein fyrir, að eigi að vera von til að evrópsk sjónarmið séu virt við ákvarðanatöku í Washington þurfa Evrópuríkin að geta sett fram sameiginleg sjónarmið innan Atlantshafsbandalagsins. Og ekki nóg með evrópska samstöðu, henni verður að fylgja trúverðugt framlag Evrópuríkjanna til hern- aðarmáttar bandalagsins. Talað er um að efla þurfi „evrópska brúar- sporðinn". Breytt mat á afstöðunni til Bandaríkjanna hefur orðið til þess að ríki Vestur-Evrópu hafa á síð- ustu misserum lagt sig fram að vekja af dvala tvær af sínum eigin öryggismálastofnunum. Önnur er Vestur-Evrópu bandalagið, sem Belgía, England, Frakkland, Holland, Ítalía, Luxemburg og Vestur-Þýskaland stofnuðu 1955. Hin er sérstakt bandalag Frakk- lands og Vestur-Þýskalands, sem Adenauer og de Gaulle komu á. Rétt fyrir síðustu mánaðamót komu landvarnaráðherrar og utanríkisráðherrar ríkjanna sjö í Vestur-Evrópu bandalaginu sam- an til fundar í Haag. Þar undirrit- uðu þeir plagg sem nefnist „Undir- stöðuatriði evrópskra öryggis- hagsmuna". Frakkar vildu kalla þetta gagn sáttmála, en hinar rík- isstjórnirnar vildu ekki nota það orð, sem unnt hefði verið að túlka svo að verið væri að gefa til kynna að Vestur-Evrópubandalagið gæti leyst Atlantshafsbandalagið af hólmi. Evrópuríkin hyggjast með þessu nýja plaggi búa sig undir að móta sameiginlega afstöðu til grund- vallaratriða í öryggis- og varnar- málum áður en þau koma til ákvörðunar í Atlantshafsbanda- laginu með þátttöku Bandaríkj-' anna. Einnig búa þau sig undir að sameina kraftana í vopnaþróun og vopnaframleiðslu, svo bandarísk- ur hergagnaiðnaður sé ekki eins drottnandi í NATÓ og verið hefur. „Undirstöðuatriðin" eru, að dómi Edwards Cody, fréttaritara Washington Post „andsvar við óánægjunni í Evrópu yfir hve mjög leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fara með vald til að taka ákvarðanir um lífsspursmál evrópsks öryggis að evrópskum ríkisstjórnum forspurðum. Þessi kennd hefur magnast frá því æðstu menn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sátu fund sinn í Reykjavík í október 1986“. Áður en ráðherrafundur ríkja Vestur-Evrópu bandalagsins var haldinn í Haag, höfðu æðstu menn Frakklands og Vestur- Þýskalands hafist handa út af fyrir sig innan ramma Elysée sáttmála fyrirrennara sinna frá 1953. Mitterand forseti og Kohl kanslari ákváðu að koma á stofn sameigin- legu fransk-þýsku öryggis- og landvarnaráði, sem heyrir beint undir þá og fjallar um sameigin- lega öryggishagsmuni ríkjanna. Fundir Frakklandsforseta og kanslara Vestur-Þýskalands eru mjög tíðir, og á þeim síðasta í Karlsruhe fyrir hálfum mánuði voru enn teknar nýjar ákvarðanir um sameiginleg verkefni í land- vörnum. Komið verður upp her- sveit, skipaðri frönskum og vestur- þýskum hermönnum jöfnum höndum, sem hefur aðsetur nærri Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Þar á að leggja grundvöll að nánu samstarfi herja beggja ríkja um ókomin ár og gera þá þar með sem hæfasta til sameiginlegra að- gerða, ef þörf gerist. Sömuleiðis ákváðu Mitterand og Kohl á þess- um fundi, að Frakkar og Vestur- Þjóðverjar komi sér upp í samein- ingu flota 300 þungvopnaðra þyrla til að beita gegn framsókn skriðdrekahers. Með því á að efla Vestur-Evrópu til muna gagnvart skriðdrekafjölda Sovétmanna. Stjórnir ríkja Vestur-Evrópu eru smátt og smátt að búa sig undir að taka afleiðingunum af að hernað- artengslin yfir Atlantshaf gætu tekið að trosna án mikils fyrirvara. Komið hafa upp kröfur á Banda- ríkjaþingi um heimkvaðningu bandarískra hersveita frá Vestur- Evrópu, á misjöfnum forsendum en einkum í sparnaðarskyni. Nú ríkir togstreita milli Bandaríkjanna annars vegar og Vestur-Evrópuríkja hins vegar, einkum Vestur-Þýskalands, í fjármálum og efnahagsmálum. Hafi kauphallarhrunið fyrir mánuði í för með sér samdrátt í bandaríska hagkerfinu, má búast við að bandarískir stjórn- málamenn, sumir hverjir að minnsta kosti, yrðu fljótir til að reyna að beita Vestur-Þjóðverja þrýstingi af slíku tagi. Einnig á efnahagssviði búa stjórnirnar í París og Bonn sig undir nánara samstarf og aukið samráð. Á fundinum í Karlsruhe var ákveðið að setja á laggirnar sameiginlega ráðherranefnd ríkj- anna til að fjalla um efnahags- og peningamál. Hana skipa ráðherr- ar efnahagsmála og fjármála ásamt seðlabankastjórum ríkj- anna. Bandaríkjastjórn tókst um stund að reka fleyg milli stjórna Vestur- Þýskalands og Frakklands með geimvarnaáætluninni. Frakkar hafa frá öndverðu litið á hana sem skýrasta dæmið um að undir niðri sé það gamla einangrunarstefnan sem ráði hjá núverandi stjórnend- um Bandaríkjanna, og því geti Evrópa með engu móti reitt sig á þá, ef í harðbakkann slær. Vestur- þýska stjórnin gerði aftur á móti samning um þátttöku í geimvarna- áætluninni. En þegar til kom var þvertekið fyrir að veita þýskum fyrirtækjum verkefni á jafnréttis- grundvelli við bandarísk, svo mál Frakka sannaðist. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.