Helgarpósturinn - 26.11.1987, Side 14
Börn eru afskaplega trúgjörn og móttækileg fyrir
hvers kyns áróðri. Mörgum finnst það því fyrir neðan
beltisstað að sjónvarpsauglýsingum skuli í síauknum
mæli beint að yngstu kynslóðinni. í könnun HP fannst
einungis 10% aðspurðra rétt að hafa auglýsingar innan
um barnaefni ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2.
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR
Þeir, sem bjóöa fram vöru eða
þjónustu, verða að koma henni á
framfæri. Auglýsingar eru þannig
nauðsynlegur hluti markaðskerfis-
ins í nútímaþjóðfélögum. Menn get-
ur hins vegar greint á um það hvar
auglýsingar eigi við og hvar þær séu
óviðeigandi. Samkvæmt könnun,
sem HP gerði í síðustu viku, virðist
mun fleira fólk vera á móti því en
með að auglýsingar séu hafðar fyrir
og eftir barnatíma í sjónvarpi.
10% FYLGJANDI
AUGLÝSINGUNUM
Könnunin var framkvæmd þann-
ig, að hringt var í 55 fyrirtæki í borg-
inni og sá, sem svaraði, spurður
hvort hann/hún væri fylgjandi eða
á móti því að auglýsingar væru
hafðar innan um barnaefni í sjón-
varpi. Fyrirtækin voru af ýmsu tagi:
bankar, apótek, ails kyns verslanir,
verkstæði, heildsölur, verksmiðjur,
flugskrifstofur, leigubílastöðvar,
byggingaverktakar og fleira. Og nið-
urstaðan varð sú, að mikill meiri-
hluti var andvígur því að auglýsing-
um væri beint að börnum.
Af þeim 55, sem svöruðu, var 31 á
móti, 5 meðmæltir, en 19 sögðust
ekki hafa skoðun á málinu. Um 56%
voru sem sagt á móti því að auglýs-
ingar væru hafðar innan um barna-
efnið, en einungis 10% höfðu ekkert
við það að athuga. Fólk lét ýmis orð
falla í þessum símtölum, en greini-
legt var að hópurinn skiptist svolítið
eftir aldri. Þeir, sem áttu annaðhvort
engin börn eða uppkomin, létu þess
margir getið og sögðust yfirleitt
enga skoðun hafa á málinu. Þó voru
auðvitað einstaka undantekningar.
Dæmi um ummæli fólks í könn-
uninni:
,,Eg er eindregið á móti auglýsing-
um á tímum, þegar barnaefni er.“
,,Eg er nú aldrei heima, á engin
börn og er alveg nákvæmlega sama
um þetta."
„Þetta er sko óvitlaus spurning.
Ég er algjörlega mótfallin þessu.“
„Það fer eftir efni auglýsinganna,
en í flestum tilfellum eiga þær lík-
lega ekki heima innan um barna-
efni.“
„Ég er andvíg öllum auglýsing-
um.“
„Mér finnst sjálfsagt að hafa aug-
lýsingar fyrir krakkana, því þau eru
svo ánægð með það.“
„Ég væri því mótfallin, ef ég ætti
lítil börn.“
„Mér stendur nákvæmlega á
sarna."
„Það er allt í lagi að auglýsa leik-
föng, en ekki sælgæti."
„Ég á svo fullorðin börn að þetta
skiptir mig engu rnáli."
„Krökkunum finnst auglýsing-
arnar það skemmtilegasta í sjón-
varpinu, svo þetta er alveg sjálf-
sagt."
RÍKISSJÓNVARPIÐ
SIGTAR ÚR, STÖÐ 2
DREIFIR
Ingimar Ingimarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ríkissjónvarps-
ins, tjáði okkur að á deildarstjóra-
fundi fyrr í þessum mánuði hefðu
auglýsingar innan um barnaefni
komið til umræðu. Þar hefði verið
staðfest, vegna fyrirspurnar frá aug-
lýsingadeild, að leyfilegt væri að
selja auglýsingar á undan eða eftir
barnaþáttum. Hins vegar er ekki
sama um hvers konar auglýsingar
er að ræða og blátt bann hefur verið
lagt við öllu, sem á einhvern hátt
tengist ofbeldi. Þarna er þó fremur
um óformlega „prinsipp'-ákvörðun
að ræða en niðurnjörvaðar reglur.
Ingimar sagði, að á fundinum
hefði það komið skýrt fram að gæta
yrði þess að auglýsingar fyrir og eft-
ir barnaefni væru ekki þannig, að
þær misbyðu fólki. Einnig yrði að
taka tillit til þess við sölu auglýsinga
í hvaða aldurshópi líklegir áhorf-
endur væru.
Aðspurður um persónulega skoð-
un sína á málinu sagðist Ingimar
helst myndu kjósa, að ríkissjónvarp-
ið væri rekið án allra auglýsinga.
„Ríkisútvarpið ætti að fá að njóta
þeirra tekjustofna, sem því eru ætl-
aðir. Þá þyrftum við ekki að slást á
auglýsingamarkaðnum."
Hjá Stöð 2 varð Sighvatur Blöndal
fyrir svörum. Hann kvað enga sér-
staka ákvörðun hafa verið tekna
varðandi auglýsingar innan um
barnaefni, heldur giltu sömu reglur
þar og annars staðar í dagskránni.
Ákveðið hefði verið að reyna að
dreifa auglýsingunum eins og hægt
væri, til þess að þær „ergjuðu" fólk
sem minnst.
Sagðist Sighvatur ekki sjá neinn
mun á því hvenær börnin horfðu á
auglýsingarnar. „Ég sé engan mun á
því hvort börnin mín horfa á auglýs-
ingar innan um barnaefni á taugar-
dagsmorgnum, eða þegar þau horfa
á fréttirnar eða annað efni með mér
á kvöldin.”
BANNAÐ AÐ RASKA
SAMLYNDI Á
HEIMILINU
Erlendis hafa verið gerðar 'kann-
anir á áhrifamætti sjónvarps, bæði á
börn og fullorðna. Fyrir nokkrum
vikum birti Helgarpósturinn t.d.
viðtal við þýskan sálfræðing, þar
sem hann greindi frá áhrifum þess
að sýna sjálfsmorð í leikinni sjón-
varpsmynd. Sjálfsmorðum fjölgaði
heil ósköp í kjölfar frumsýningar
myndarinnar og það sama gerðist
við endursýningu hennar. Þarna var
þó um fullorðið fólk að ræða, en all-
ir vita að börn eru jafnvel enn mót-
tækilegri fyrir áhrifum en þeir, sem
eldri eru. Það er því trúlegt, að aug-
lýsingar sem beint er til barna séu
sérlega árangursríkar.
I siðareglum Sambands íslenskra
auglýsingaslofa er grein um börn
og unglinga, en þar segir m.a.: „I
auglýsingum skal ekki misnota hina
eðlilegu trúgirni barna né reynslu-
skort yngri kynslóðarinnar og skal
þess'gætt að auglýsingar raski ekki
saijilyndi innan fjölskyldunnar."
Þetta hljómar ekki sem verst, en
hafa ber í huga að auglýsing er í eðli
sínu áróður. Það er verið að kynna
vöru eða þjónustu og þá auðvitað
með það fyrir augum, að áhorfand-
inn, áheyrandinn eða lesandinn láti
freistast. Þegar auglýsingum um t.d.
gosdrykki og leikföng er beint til
barna með því að sýna þær fyrir og
eftir barnaefni „borga" þær sig því
aðeins fyrir auglýsandann að börn-
in kaupi eða fái aðra til að kaupa
viðkomandi vöru. Flestir foreldrar
kannast líklega við suð barna um
leikföng, gos eða sælgæti eftir vel
heppnaðar auglýsingaherferðir í
sjónvarpi. Sumir myndu eflaust
kalla slíkt pex röskun á „samlyndi
innan fjölskyldunnar".
ÞAÐ ER FYNDIÐ AÐ
STELA
í fyrrnefndri grein í siðareglum
auglýsingastofa er einnig minnst á
„hina eðlilegu trúgirni barna", en
sumar auglýsingar tefla óneitanlega
svolítið djarft hvað þetta varðar. Má
þar t.d. nefna auglýsingar um alls
kyns geim- og undirheimaverur og
Könnun HP sýnir aö yfirgnœfandi
meirihiuti fólks er mótfallinn því aö
auglýsingar séu haföar fyrir og eftir
barnaþœtti í siónvarpinu.
híbýli þeirra. Þegar slíkar vörur eru vöruna líta enn meira spennandi út
auglýstar er oft — en þó vissulega í augum trúgjarnra barna.
ekki alltaf — mikið um að vera á Annað dæmi um svæsinn áróður
skerminum, gufumökkur umlykur er auglýsing um svokallaðar Ieysi-
verurnar eða þá að eldglæringar geislabyssur. Auglýsingin sýnir
lýsa upp ógnvekjandi skrímsli og fullvaxið fólk í silfurlitum geim-
kastala þeirra. Sem sagt hresst ögn búningum þeysast um með geisla-
upp á raunveruleikann með ýmsum byssur í fullkomnu geimmynda-
tilburðum, sem að sjálfsögðu láta umhverfi. Fólkið skýtur hvert á
14 HELGARPÓSTURINN