Helgarpósturinn - 26.11.1987, Síða 19
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART
Nú á nœstu dögum kemur út fyrsta skáldsaga Bjarna
Guðnasonar prófessors. Hann er í HP-viðtali um bókina,
frœðin, þingmennskuna og fleira.
hef alltaf farlö
mínar eigin leiðir
Þegar ofanskráður og Bjarni Guðnason hafa fengið sér sæti í skrifstofu
Bjarna í Árnagarði verður mér skyndilega ljóst að við höfum valið sætin
þveröfugt við það sem var þegar við síðast sátum í þessu herbergi saman.
Þá vorum við reyndar ekki einir, því þar var líka Andrés Björnsson, fyrrver-
andi útvarpsstjóri, og þeir voru að prófa mig í fornum kveðskap. Okkur
nemendum fannst Bjarni alltaf fremur sérstæður maður, kennsluaðferðirn-
ar voru sérstæðar, hann lætur nemendur lesa kvæðin upphátt, segir sjálfur
að það sé nóg að heyra nemanda lesa eitt kvæði upphátt til að vita hvort
hann hefur skilning á því sem hann er að lesa. Hann fór sínar eigin leiðir
í kennslunni og lét stundum hafa eftir sér eitthvað um fræðin sem okkur
þótti skondið. Satt að segja virtist hann stundum vera næsta lítið fyrir allar
þær kenningar sem var verið að reyna að troða í okkur. Enda segir hann
að það fari of mikið fyrir lausbeisluðum kenningum í fræðunum. Hann er
maður hugarflugsins, ímyndunaraflsins og hefur nú virkjað það í þágu
skáldskaparins. Hvað er það sem fær fræðimann til margra áratuga til að
hella sér út í að skrifa skáldskap?
,,Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Jafnvel
fræðimaður hefur þörf á að segja eitthvað sem
hann getur ekki sagt sem fræðimaður, eitthvað
sem honum liggur á hjarta. Meginástæðan fyrir
því að ég skrifaði þessa bók var sú að mér lá eitt-
hvað á hjarta sem ég gat ekki komið til skila í
fræðibókum. í öðru lagi hygg ég að það sé
heppilegt fyrir þá sem fást við skáldskap nú á
dögum að leita að efniviði í miðaldabókmennt-
um, þar er óþrjótandi uppsprettulind fyrir þá
sem vilja sjá nútímann í nýju ljósi og bókin
mætti verða ábending til ungra skálda að huga
að miðaldabókmenntum. Þau ættu að sækja sér
efni þangað í staðinn fyrir, oft á tíðum, að mala
um ómerkilegustu hluti sem varða fáa. Þriðja
ástæðan er kannski sú að á undanförnum árum
hafa hér í kringum mann sprottið upp góðir
skáldsagnahöfundar, nánast á annarri hverri
þúfu. Ekki hefur það haft letjandi áhrif og mér
kom líka til hugar að spreyta mig á þessu. En
aðalatriðið er þó það að mér fannst ég hafa eitt-
hvað að segja, eitthvað sem mætti íhuga. Þessi
saga sem ég hef samið á bæði að vera skemmti-
leg og um leið íhugunarefni. Sagan er látin ger-
ast á miðöldum og hún sækir töluvert af fyrir-
myndum, beint eða óbeint, í okkar bókmenntir
sem skrifaðar voru á þeim tíma. En þetta er fyrst
og fremst skáldskapur og andinn er Bjarna
Guðnasonar.
FER EIGIN LEIÐIR
Eg held satt að segja að hver einstaklingur eigi
að fara sínar eigin leiðir. Ef menn skrifa ekki
skáldsögur frá eigin brjósti, eftir eigin geðþótta
og eru óháðir tilbúnum bókmenntalegum
kennisetningum verða bókmenntirnar lífvana.
Þá eiga menn ekki að fást við skáldskap. Mér
hefur virst svo að sumir bókmenntafræðingar
telji sig þess umkomna að segja til um hvernig
eigi að skrifa verk eftir formúlu. Það er vís vegur
til glötunar fyrir rithöfund.
Eg hef alltaf farið mínar eigin leiðir og kannski
má segja að þessi bók sé einn hluti af því. Það
er ekki ætlast til þess að ég skrifi skáldskap, ekki
búist við því og sumum ofbýður það. Sjálfur er
ég undrandi á því.
Ég held að maður eigi að gæta þess að láta
ekki aðra segja sér fyrir verkum. Menn eiga að
leyfa sér að brjótast út úr viðjum vanans og gera
það sem ekki er ætlast til af þeim. Ég geri það
sem mér sýnist og þetta er ein tilraun til þess að
brjóta af mér þá þjóðfélagslegu hlekki sem lagð-
ir eru á alla menn.
Maður á helst að taka þátt í einhverju þar sem
maður getur verið með þeim bestu. Ef maður er
það ekki þá er betra að láta vera. Þess vegna hef
ég reynt svo margt af því að ég hef svo sjaldan
orðið með þeim bestu. Að skrifa skáldsögu er
ein tilraun til þess að koma sér í hóp hinna bestu
og ef það gengur ekki þá má búast við því að ég
skrifi ekki fleiri sögur.
FLEYTIFULL KAMARSFATAN
Ég held að það sé grundvallaratriði að menn
vinni öðru hverju erfiðisvinnu. Það gerði ég allt-
af og mín kynslóð. Alveg frá því að maður gat
haldið á skóflu og upp í háskóla voru menn í
vinnu á sumrin til að hafa í sig og á. Þetta er
heppilegt bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfé-
lagið. Það verður ekki þessi stéttagreining með
íslendingum eins og gerist erlendis þar sem
skólafólk snertir aldrei á erfiðisvinnu. Þetta er
örugglega besti uppeldiskostur sem völ er á. Að
blanda saman nokkru líkamserfiði með and-
legri ástundun.
Sjálfur var ég alltaf í sveit á sumrin, og siðar
fór ég í vegavinnu. Lagði einn besta fjallveg á ís-
landi, yfir Vatnsskarðið. í þá daga var allt efni
keyrt á hestvögnum og þeir sem þeim stýrðu
voru kallaðir kúskar og ég gegndi því starfi
framan af. Svo var ég líka látinn byrja á að losa
kamarsfötuna eins og nýliðar þurftu að gera.
Þetta var fremur ógeðfellt enda var hún oftast
fleytifull. Síðar steig ég í tign og hlóð kantinn.
Menntaskólinn í Reykjavík var eini mennta-
skólinn í höfuðborginni þegar ég var við nám og
þar var ég mikið í íþróttalífi. Ég var góður knatt-
spyrnumaður og enn betri handknattleiksmað-
ur. Það voru ekki margir betri handknattleiks-
menn á íslandi heldur en ég. Ég er ekkert að
skafa utan af þessu, ég var landsliðsmaður í
knattspyrnu og handknattleikurinn kom nokk-
uð af sjálfu sér því ég var stór og sterkur. Það var
minn gamli íþróttakennari, Valdimar Svein-
björnsson, sem kenndi okkur. Ég er reyndar
ekki frá því að hann hafi kynnt handknattleik
hér á landi fyrstur manna. Þetta er kannski
merkilegra en hafa verið háskólaprófessor.
EINN TÍMI í LÖGFRÆÐI
Það kom nú eiginlega af sjálfu sér að ég færi
í íslensk fræði því faðir minn, Guðni Jónsson,
var prófessor í þeim. Hann hafði mótandi áhrif
á þessa ákvörðun. Ég las sögurnar ungur og
hafði gaman af þeim þannig að þetta lá nokkuð
beint við. Að vísu innritaðist ég fyrst í lögfræði,
það var mikill áhugi á lögfræði á þeim árum. Ég
fór í einn tima en leiddist svo mikið að ég fór
aldrei aftur. Þá fór ég til London og las þar ensku
og enskar bókmenntir við University College.
Þar var ég einn vetur og það var ansi þroskandi.
Ég var peningalítill og sniglaðist þarna um í
mínu nafnleysi í stórborginni sem var mjög lær-
dómsríkt.
Þó að ég hafi á endanum valið íslensk fræði,
sem var nú kannski sjálfgefið frá upphafi, þá var
þetta nú samt örlítil leit hjá mér að einhverju.
Það vissi ég samt aldrei hvað var. Svo gekk þetta
snurðulítið.
Já, það er rétt að ég skrifaði doktorsritgerð
um bók sem ekki er til. Það er upphaf skáldskap-
ar míns. Ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á að
skrifa um það sem ekki er til. Ég skrifaði líka rit-
gerð eða bók sem heitir Fyrsta sagan og er líka
um glataða sögu. Hún fjallar um fyrstu söguna
sem skrifuð var á íslenska tungu á miðöldum,
fyrsta frumsamda sagan. Þetta er líka skáldskap-
ur og ég vil helst fást við eitthvað þar sem maður
getur haft hugarflugið til hjálpar. Ég er dálítið
daufur við stafkrókafræði, að kafa ofan í mikið
af orðmyndum og handritafræði. Ég er daufur
við það enda er þar nánast ekki hægt að beita
neinu ímyndunarafli. Það krefst aftur á móti ná-
kvæmni og glöggskyggni. Kannski er ég of
óþolinmóður við slíkt. Vil heldur láta hugarflug-
ið ráða ferðinni, að nokkru leyti, fella það þó að
staðreyndunum.
Þannig má segja sem svo að ég hafi skrifað tvö
verk um bækur sem ekki eru til og að það sé
upphafið á skáldskapariðkun minni. En þessar
sögur, Skjöldungasaga og Hryggjarstykki, eru til
í ieifum, eru nefndar í öðrum sögum og notaðar
þar sem heimildir og síðan er það hlutverk
fræðimannsins að reyna að gera sér grein fyrir
því hvers konar saga þetta var, frá hverju sagði
hún, hver eru einkenni hennar og gildi fyrir ís-
lenskar bókmenntir. Þá reynir mikið á hugar-
flugið við að koma þessu öllu heim og saman.
KENNINGAR LIFA EKKI
ÁRATUGINN
Ég er búinn að vera hérna alltof lengi, en ég
hef alltaf verið daufur við tölur svo ég veit ekki
nákvæmlega hvað það eru mörg ár, kannski ná-
lægt tuttugu og fimm, já og alltaf kennari í mið-
aldabókmenntunum. Ég hef eiginlega aldrei
komist lengra en að Bjarna Thorarensen. Það
kemur nú til af bæði áhuga og svo því að hér er
mjög föst verkaskipting. Ég er prófessor í eldri
bókmenntunum, meðan Sveinn Skorri Hös-
kuldsson er prófessor í nútímabókmenntunum.
Svona hefur þetta verið allt frá tvískiptingu sem
var milli Einars Ólafs Sveinssonar og Steingríms
J. Þorsteinssonar þar sem miðað var við siða-
skiptin. Þessi skipting hefur haldist milli okkar
Sveins Skorra. Þetta leiðir af sér mismunandi
áhugasvið og svo það að menn eru skyldugir til
að lesa þau fræði sem þeir þurfa að standa skil
á. Sem er mjög erfitt um þessar mundir vegna