Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.11.1987, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Qupperneq 24
IIM HELGINA Gunnar J. Straumland heitir listmál- arinn sem opnaði sýningu á teikn- ingum sinum í Hafnargalleri, Hafn- arstræti 4, í fyrradag. Þetta er fyrsta einkasýning Gunnars, en hann ut- skrifaðist úr auglýsingadeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands síð- astliðið vor. Sýning Gunnars, „Nýr fugl í fjöru", er opin á verslunartím- um, kl. 9—18 virka daga og kl. 9—12 á laugardögum, en eins og kunnugt mun vera er Hafnargalleri staðsett fyrir ofan bókaverslun Snæbjarnar. Fyrsta einkasýning Louisu Matt- híasdóttur verður haldin i Gallerí Borg dagana 26. nóvember til 8. desember. Louisa hefur verið búsett erlendis mestan hluta ævi sinnar og kemur hingað til lands með nýjar myndir, flestar málaðar hér á landi á síðasta ári. Þá er væntanleg hjá Máli og menningu bók um Louisu, en sú bók var gefin út í Bandaríkjunum í fyrra og kemur nú út í islenskri þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar. Féiag áhugamanna um bókmenntir stendur fyrir fundi um ævisagnarit- un næstkomandi laugardag, 28. nóvember. Þar verða fluttir fyrir- lestrar um þetta efni og efnt til pall- borðsumræðna. Framsögu á fundin- um hafa Gunnar Karlsson prófessor, Ragnhildur Richter bókmennta- fræðingur og Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og blaðamaður. Auk þeirra taka þátt í pallborðsumræð- unum Bergsteinn Jónsson sagn- fræðingur, Bjarnfriður Leósdóttir kennari, Elísabet Þorgeirsdóttir skáld og Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur. Fundurinn hefst kl. 14 og verður haldinn ÍOdda, hugvis- indahúsi Háskóla íslands, stofu 101. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Og svo biðjum við ykkur að muna eftir Besta vini Ijóðsins sem heldur Ijóðakvöld á Hótel Borg í kvöld klukkan 21.00. Þar lesa úr verkum sínum Jón Óskar, PéturGunnarsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðbergur Bergsson, Kristján Þ. Hrafnsson, Ragna Sigurðardóttir, Birgitta Jóns- dóttir og Helga Bökku. Hörður Torfa- son mun flytja lög sín við Ijóð eftir Brecht, Viðar Eggertsson les úr þýddum verkum Brechts og Sigurð- ur Pálsson les úr verkum Jacques Prévert. Strákarnir heitir kvikmynd sem sýnd verður á Stöð 2 á föstudags- kvöldið kl. 23.10. Þegar myndin var frumsýnd markaði hún timamót í kvikmyndaiðnaðinum og að vissu marki viðhorf almennings til sam- kynhneigðra, enda er miðpunktur myndarinnar afmælisveisla sem strákarnir halda einum vini sínum. Hver þeirra kemur með þau vanda- mál, áhyggjur og ótta sem tengist samkynhneigð þeirra... Og svo minnum við á Gúmmí- Tarzan sem Gamanleikhúsið sýnir á Galdra-Lofti, Hafnarstræti 9. Bráð- skemmtilegt leikrit fyrir börn sem fullorðna, þar sem börn á aldrinum 9—14 fara með öll hlutverk. Tvær sýningar verða á Gúmmí-Tarzan um helgina, laugardaginn 28. og sunnu- daginn 29. nóvember, og hefjast báðar sýningarnar klukkan 16 (fjög- ur). Við vonum að lesendur hafi tekið eftir því í þessum dálkum að á sunnudagskvöldum er lifandi djasstónlist í Heita pottinum í Duus-húsi. Næsta sunnudagskvöld, 29. nóvember, verða það engir aðrir en Ingimar Eydal og félagar sem leika fyrir djassunnendur eins og þeim einum er lagið. í kvöld, fimmtudagskvöld, er þáttur á Bylgjunni sem Júlíus Brjánsson sér um og heitir hinu létta nafni „Fyr- ir neðan nefið". Þar spjallar Júlíus við gesti og leikur tónlist við sitt hæfi og hlustenda einnig. Á Ljósvakanum verður í fyrsta sinn sérstök- óperukynning á sunnu- dagskvöldið kl. 20.30—22.30. Um- sjónarmaður þáttarins verður Óskar Ingólfsson klarinettuleikari og í þessum fyrsta þætti verður kynnt ópera Mozarts „Don Giovanni". Nú eru tvö hundruð ár síðan óperan var frumflutt og hefur Don Giovanni allt frá fyrstu tíð verið í hópi vinsælustu verkefna óperuhúsa um víða veröld. Eih-leikhúsið veröur með sýningu á tveimur einþáttungum eftir Tsékov i Djúpinu i kvöld. Gránufjelagið er aö vakna af svefni og ætlar að sýna Endatafl eftir Samuel Beckett í bak- húsi á Laugaveginum. Frumsýning verður á laugardaginn og sýningin er sett upp í tengslum við útkomu þýð- inga Arna Ibsen á verkum Becketts. Leikstjóri er Kári Halldór sem löng- um hefur verið í fararbroddi fyrir Gránufjelaginu. Revíuleikhúsið sýnirá laugardag og sunnudag kl. 15 ævintýrasöngleik- inn Sætabrauðskarlinn í Gamla bíói. Athygli skal vakin á því að engar sýningar á teikritinu verða eftir ára- mótin og því er frestun sama og að missa af sýningu... Nýtt yfirbragö verður á tónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands sem haldnir verða í kvöld. Þar verður frumflutt nýtt verk eftir Misti Þor- kelsdóttur, Pétur Jónasson gítar- leikari leikur einleik í spænsku verki og frumflutt verður hérlendis Sin- fónia nr. 1 eftir William Walton. Stjórnandi verður Frank Shipway, sem hefur stjórnað tvennum tón- leikum sinfóníuhljómsveitarinnar í haust og stjórnaði jafnframt tónleik- um hljómsveitarinnar við útvarps- upptökur í síðustu viku. Tónleikarnir hefjast i Háskólabíói kl. 20.30 og eru lausamiðar seldir i Gimli við Lækjar- götu i dag, fimmtudag, og í anddyri Háskólabiós við upphaf tónleik- anna. Íslensk-bandarísk tónlistarskipti kallast tónleikar sem haldnir verða á laugardaginn, 28. nóv. í Norræna húsinu. Þar leikur John White ásamt Guðríði Sigurðardóttur píanóleikara og flutt verða verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Karólínu Ei- ríksdóttur, John White, Leslie Bass- ett (einn kennara Karólínu) og Bach. Efnisskrá tónleikanna, sem og fyrri tónleika sem fluttir voru í síðustu viku, var einnig flutt í Flórída-háskóla í Gainsville i október síðastliðnum. Þá hélt Atli Heimir Sveinsson fyrir- lestur um islenska samtímatónlist. Menningarsamskipti þessi eru styrkt af íslenska menntamálaráðu- neytinu og Menningarstofnun Bandaríkjanna á íslandi. Tónleikarnir hefjast kl. 16.30. Árlegir aðventutónleikar lúöra- sveitarinnar Svans verða haldnir á sunnudaginn, 29. nóvember, klukk- an 17 í Langholtskirkju. Stjórnandi verður Robert Darling sem hóf störf hjá sveitinni í haust. A efnisskrá eru fjölbreytt verk, þar á meðal eftir Bach, Árna Björnsson, Elgar, Bizet, Beethoven o.fl. í Ríkisútvarpinu er Sinna á dagskrá á laugardaginn kl. 14.05, en þátturinn er í umsjón Þorgeirs Ólafssonar. Fyrr sama dag, eða klukkan 9.10, verður flutt barnaleikritið „Davíð Copper- field" sem áður var útvarpaö fyrir 23 árum. Þeir sem eru hrifnir af draug- um þegar dimma tekur geta tekið gleði sína því kl. 23.50 á laugardags- kvöldið er þáttur sem heitir „Dulitið draugaspjall" sem sendur er frá Akureyri. Það er Birgir Sveinbjörns- son sem segir frá draugunum. Við minnum á þátt Randvers Þor- lákssonar leikara, á Stjörnunni, ávallt á sunnudagskvöldum kl. 21—22. Góðir þættir þar sem leikin er klassísk tónlist. Nóg að lesa á næstunni. Meðal bóka sem út koma um þessar mundir er ný bók Magnúsar Magnússonar rit- höfundar og sjónvarpsmanns, „Landið, sagan og sögurnar" og í tengslum við útgáfu bókarinnar flyt- ur Magnús fyrirlestur í Norræna húsinu á morgun, föstudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Undirbúningur að útgáfunni hefur staðið yfir í fjögur ár, en það er Vaka-Helgafell sem gefur bókina út. Bókina prýðir á ann- að hundrað litmynda, skýringar- myndir og kort. Hugmyndin með þessari bók er að segja söguna út frá öðru sjónarhorni en tíðkast hefur og kýs Magnús að vera í hlutverki sagnaþularins sem segir söguna og leiðir lesendur um sögu og sögusvið. Hann segir sögu fyrstu alda íslands- byggðar meira og minna með hlið- sjón af fornbókmenntum en tekur jafnframt mið af nýjustu rannsókn- um á öðrum sviðum. Á þann hátt fléttar Magnús saman sögulegan fróðleik, efni íslendingasagna og upplýsingar um landið og sögustaði á lipran hátt. Smásagnasöfn Svövu Jakobsdótt- ur, Tólf konur og Veisla undir grjót- vegg, koma nú út í einni bók frá Vöku Helgafelli. Þegar þessar bækur komu út á sjöunda áratugnum vakti Svava strax athygli þar sem frásagnarmáti hennar þótti nýstárlegur og spenn- andi og efnistök óvenjuleg. Verkin skipuðu Svövu i fremstu röð þeirra rithöfunda sem mótað hafa íslensk- ar samtímabókmenntir. I leiðinni bendum við á að á sunnudagskvöld- ið verður þátturinn Nærmynd á Stöö 2 og verður sú nærmynd af Svövu Jakobsdóttur. Guðmundur Ólafsson, sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin í fyrra fyrir bók sina Emil og Skunda, sendir nú frá sér nýja bók sem heitir Klukkuþjófurinn klóki. Þar segir frá hópi af hressum strákum i kaupstað á Norðurlandi. Þeir lenda i ýmsum ævintýrum, eiga í útistöðum við aðra strákahópa og hrella fullorðna fólkið. Á nær annarri hverri opnu bókarinnar birtast myndir Grétars Reynissonar, sem styðja viö atburða- rásina og ýta undir hugmyndaflugið. ið. Leiksýningar verða að sjálfsögðu um helgina eins og endranær. Hjá Leikfélagi Reykjavikur verður auka- sýning á verkinu Föðurnum eftir Strindberg annaö kvöld, föstudag, kl. 20.00, leikritiö Dagur vonar verð- ur sýnt á laugardagskvöldið og þá verður jafnframt 100. sýningin á Djöf laeyjunni. Það þarf sjálfsagt ekki að taka fram að uppselt er á þá sýn- ingu en enn er hægt að fá miða á þriöjudagskvöldiö næstkomandi og meira að segja líka á fimmtu- dagskvöldið 3. desember. En það þýðir ekki að fresta því fram á síö- ustu stundu að kaupa miða, það er á hreinu. í Þjóðleikhúsinu verður síðasta sýn- ing á ballettinum Flaksandi földum á laugardagskvöldið kl. 20, en þar dansar María Gísladóttir stórt hlut- verk. Brúðarmynd Guðmundar Steinssonar verður sýnd annað kvöld og á sunnudagskvöldið og á Litla sviðinu er vonlaust að fá miða um helgina á Bílaverkstæði Badda. Hins vegar er þegar hafin miðasala á 18 fyrstu sýningarnar á Vesalingun- um, Les Misérables, en frumsýning á því verki verður á annan í jólum. Leggja þarf til úrslitaorrustu um jafnvægi byggðanna Trausti Valsson, arkitekt og skipulags- frœöingur, tekinn tali um hugmyndir sínar varðandi heildarskipulag Islands Byggðamál hafa verið í brennidepli að undanförnu vegna slæmrar stöðu landbúnaðarins og fólksflótta af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Fyrir nokkru var haldin á Selfossi ráðstefna sem bar yfirskriftina: „Hefur byggðastefnan brugðist?" Trausti Valsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, hefur mjög ákveðnar hugmyndir, bæði í skipulagsmálum landsbyggðarinnar og Reykjavíkursvæðisins. Fyrir síð- ustu jól kom út hjá Fjölvaútgáfunni bók hans um skipu- lagssögu höfuðborgarinnar, „Reykjavík Vaxtarbrodd- ur“. Þar gagnrýnir Trausti Breta fyrir að gera flugvöll svo að segja í miðborginni og Danir fá ákúrur fyrir „bygg- ingu svefnhverfa Breiðholts og Árbæjar langt uppi á heiðum“. Nú nýlega gaf Trausti út ritling sem hann nefnir: „Hugmynd að fyrsta heildarskipulagi íslands." Innihald þessa ritlings kynnti hann í greinum sem birtar voru í Morgunblaðinu nýlega. Áhorfendur sjónvarps fengu einnig smjörþef af hugmyndum Trausta þegar Ómar Ragnarsson brá sér upp á hálendið í fylgd hans í síðustu viku og spígsporaði með honum um „gleymda" akbraut uppi á miðjum Sprengisandi. Helgarpóstinum lék for- vitni á að fræðast nánar um hugmyndir Trausta. EFTIR ÓLAF ENGILBERTSSON MYND JIM SMART Trausli, mörgum þykja hugmynd- ir þínar nýstárlegar og fjarstœdu- kenndar eins og vísindaskáldskap- ur jafnvel. Er fólk ekki raunsœtt eda breytast tíðarandinn og forsendurn- ar svona ört? Já, neysluvenjur breytast mjög ört. Það er á hinn bóginn ljóst að það á sér stað hliðstæð þróun á milli landa. Ef við segjum t.d. sem svo að ísland framleiði miklu meira af lambakjöti en hin Norðurlöndin, þá má ekki gleymast að líta á hvernig þróunin hefur verið hjá þeim yfir Íöng tímabil. Á þann hátt má t.d. auöveldlega sjá hvort svína- eða fuglakjöt muni sækja á, eða hvort markaðir séu einfaldlega mettir. í Bandaríkjunum hefur þessari að- ferð verið beitt í áratugi til þess að sjá vissar tilhneigingar í markaðs- málum, eða „trenda" eins og þeir kalia það. Fiskneysla hefur t.a.m. stóraukist á síðustu árum, fyrst og fremst vegna nýrra upplýsinga um hollustu, og það hefur að sjálfsögðu komið Islendingum vel. Hérlendis hefur ekki ríkt mikil forsjálni í mark- aðs- eða skipulagsmálum. Forsend- ur breytast, en slíkt má sjá fyrir. Mér finnst það fjarstæðukennt að hér skuli ræktunarráðunautar hafa ver- ið að hvetja fólk til að ráðast í viða- miklar ræktunarframkvæmdir sem svo hafa ýtt undir offramleiðslu. Það er mín skoðun að ríkið eigi að bera ábyrgð á rangri ráðgjöf ráðunaut- anna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að bændur leggi sjálfir á það mat hverjir séu þeirra markaðs- möguleikar og hver markaðsþróun- in sé í hinum ýmsum greinum. Og þarna hefur byggðastefnan brugðist? Jú, byggðastefna er reyndar sam- sett úr mörgum þáttum. Það er t.d. uppbygging vegakerfisins, skóla- stefna, landbúnaðarstefna o.fl. Öll markaðsþróun hérlendis virðist meira og minna sjálfvirk og lítið gert af því að kanna hver sé eðlileg þróun og í hvaða áttir markaðurinn stefnir með tilliti til þróunar í öðrum löndum. Ráðamenn virðast fjárfesta í blindni í hinum ýmsu sjávarpláss- um og landbúnaðargreinum. Ég álít að stjórnmálamenn hafi brugðist og færst undan vandanum í stað þess að taka upp stjórn á þess- um málum. Það gerist fyrr eða síðar að markaðurinn hættir að stækka og fer að dragast saman. Það var við- kvæðið hér áður að það hlyti að vera í lagi að ala kindur og fram- leiða lambakjöt meðan hungur ríkti í heiminum. Þetta er rökfræði sem stenst í allra grófasta skilningi, en þegar virkilega er farið að athuga með markaðsmálin; hvað það kosti að búa til kjötið, hvort til sé mark- aður fyrir afurðina á viðráðanlegu verði o.s.frv., að þá kemur strax í ljós að lambakjöt hefur aldrei verið í há- um verðflokki neins staðar í heim- inum. Og það er ekkert flókið mál að finna það út. MIÐLÆGNI OG MIÐFLÓTTI Þú talar um ad svokallaö ,,mið- flótta-mynstur“ sé ríkjandi í byggða- málum í dag og að „miðsóknar- 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.