Helgarpósturinn - 26.11.1987, Síða 36

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Síða 36
HVERS VEGNA ER ÞESSI MAÐUR SVONA VINSÆLL? grófar markalínur milli síns flokks og þeirra. Lét aldrei stjórnast af skapsmunum, espa sig eða æsa. f hæsta lagi að hann léti eftir sér góð- látlega ertni og sára hneykslun, þætti honum of persónulega að sér veist. VAR OG VAR EKKI Framsóknarmenn á Vestfjörðum voru heillaðir. Það var sem hann hefði stigið af himnum ofan í eldreið til að starfa mitt á meðal þeirra, dauðlegra. Og þó lítillátur, Ijúfur, kátur. Hafði hann ekki farið í róður með bát frá Flateyri, sest niður í lúk- ar og skipst á glettnisyrðum við há- setana? Og tekið í sloruga hönd flatningarkonu á Patreksfirði? Ein- stakur maður. Ekki beinlínis þannig að blindir fengju sýn og haltir gengju — fyrr má nú rota en dauð- rota. Og framsóknarmenn á Strönd- um veittu honum blessun sína, enda alltaf trúað á æðri verur í pólitík síð- an þeir kusu Tryggva Þórhallsson fyrst á þing, og veittu síðan Her- manni brautargengi. Þar fékk hann grundvöll til að standa á sem væri hann heimamaður í kjördæminu. Að öðru leyti var hann hafinn yfir héraðakryt. Bæði var og var ekki í senn. 1971 var hann kosinn á þing. Sama ár ritari miðstjórnar Fram- sóknarflokksins. Og 1978 varð hann í senn ráðherra og flokksformaður. Allt fært honum upp í hendur á silf- urfati, segja þeir sem andsnúnir eru honum. En Steingrímur hefur líka alltaf kunnað að bíða. Hann hefur ekki beitt — og kannski ekki þurft að beita — olnbogunum á uppleið sinni. Hann á því fáa persónulega óvini. Þetta hefur verið allt í góðu. Völdin hafa fallið honum í skaut, að því er virðist fyrirhafnar- og áreynslulítið. RÁÐHERRA — TEFLONHÚÐUÐ PANNA Steingrímur varð landbúnaðar- ráðherra með dóms- og kirkjumál- um í ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar 1978—79. Sjávarútvegs- og sam- gönguráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens 1980. Skiptar skoðan- ir eru um afrek hans í þessum emb- ættum. Á því er enginn vafi að hann gengur skipulega til verks, afgreiðir jafnóðum þau vandamál, sem krefjast athygli hans, hefur yndi af að leysa vandamál einstaklinga og hagsmunahópa, sem unnt er að leysa með tilfærslum innan „kerfis- ins". En þegar að því kemur að marka víðtæka stefnu til lengri tíma, verða skoðanir skiptar um frammistöðu hans. Vandi landbúnaðarins var orðinn aðkallandi, þegar Steingrímur varð ráðherra þeirra mála. Offramleiðsla var löngu orðin Ijós, en Halldór E. Sigurðsson hafði veigrað sér við að taka á þeim málum, þótt bænda- samtökin hefðu þegar á árinu 1973 lagt fram tillögur um samdrátt og framleiðsluletjandi aðgerðir. Hall- dór hefur greinilega ekki viljað komast á spjöld sögunnar sem sá valdamaður, sem stöðvaði framfara- sóknina í sveitum landsins. Afleið- ingin varð sú að kreppuástand var að myndast í þessari atvinnugrein. Steingrímur kvaddi Hákon Sigur- grímsson, frkv.stj. Stéttarsambands- ins, sér til aðstoðar við ráðherra- störfin. Og nú strax kom í Ijós allt að því óhugnanlegur næmleiki Stein- gríms fyrir að losa sig og sitt nafn úr tengslum við allar óvinsælar ráð- stafanir, en tengja það jafnauðveld- lega við allt það, sem til vinsælda horfir. Hann er eins og teflonhúðuð panna. Við hann loðir ekkert ógeð- fellt. Landbúnaðaraðgerðir Stein- gríms voru upphafið að því að hneppa bændur landsins í spenni- treyju opinberra reglugerða, sem leitt hefur til þess að núorðið ráða þeir engu, nema kannski því hve- nær þeir fara framúr á morgnana. Jafnframt var öllu yfirbyggingar- bákni landbúnaðarins haldið til haga og það fremur eflt en hitt, auk 36 tFLGARPÓSTURINN þess sem dreifingarkerfið — SÍS — styrkti stöðu sína. Bæklingar, sem landbúnaðarráðuneytið gaf út á þessum árum um hvernig bændur gætu styrkt stöðu sína í samdrættin- um td. með því að tappa hlandi og blóði úr merum urðu almennt að- hlátursefni — en skrifuðust almennt ekki á reikning Steingríms, heldur Hákonar og landbúnaðarforystunn- ar. JÁ, EN . . . NEI, EN . . . Sama varð upp á teningnum r sjávarútvegsmálum. Steingrímur mokaði inn í landið nýjum skipum til viðbótar alltof stórum flota. Að- finnslum svaraði hann með því, að flotinn væri ekki of stór. Vandamál- ið væri að fiskstofnarnir væru of litl- ir og byggðarlögin of mörg! Eða hver vildi verða til að nefna byggð- arlag, sem ekki mætti fá togara? Það kom svo í hlut eftirkomanda hans, Halldórs Ásgrímssonar að reyna að sjá fram úr þessum málum með hinu óvinsæla kvótakerfi. Þá lýsti Stein- grímur því yfir að hann væri ekki neinn kvótamaður og lét að því liggja að hann hefði greitt atkvæði með kvótalöggjöf einungis af holl- ustu við Halldór flokksbróður sinn. Hann greiddi líka atkvæði með Ólafslögum, en þegar fram í sótti var hann á móti þeim auknu fjár- magnsbyrðum, sem af þeim leiddu og lýsti því yfir að hann hefði verið „plataður" til stuðnings við þau í upphafi. Reyndar hefur hann oftar gripið til þessarar skýringar, svo sem þegar hann reyndist sannur að sök, að hafa útvegað flokksbræðr- um sínum skip, sem þeir áttu ekki rétt til að lögum; þá hafði hann ver- ið „plataður" til að taka trúanlegar yfirlýsingar um að það kæmi í stað- inn fyrir önnur skip, sem þeir reynd- ar höfðu aldrei átt. Og þjóðin varð hneyksluð á því að óhlutvandir menn skyldu færa sér trúgirni Denna og góðvild í nyt með þessum hætti. Enn kom þessi hæfileiki glöggt í Ijós, þegar hann þremur mánuðum fyrir kosningar réðist óvenju heift- arlega á Jóhannes Nordal og kom okurlánaklúðrinu algerlega yfir á hans herðar, en fríaði Framsóknar- flokkinn við afleiðingar efnahags- aðgerðanna frá í júlí 1984, sem voru undirrót þessarar þróunar, og raun- ar höfðu verið tilkynntar í fjarveru Denna, sem var að skemmta sér á Ólympíuleikunum í Los Angeles um sama leyti. Ríkisstjórnin undir forsæti Stein- gríms greip til óvenju róttækra og harkaiegra efnahagsráðstafana í upphafi ferils síns. Fannst mönnum þær mjög bera keim af þeirri Leift- ursókn, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði boðað fyrir kosningarnar 1979. Steingrími tókst að koma óvinsældum þessara aðgerða yfir á samstarfsflokkinn, með því að verra hefði þetta orðið ef hin mildandi líknarhönd Framsóknar hefði ekki komið til að slæva sárasta broddinn af þeim. Þegar hins vegar til upp- skerunnar kom, eftir að verkalýðs- hreyfingin hafði átt frumkvæði að þjóðarsáttinni um lækkun verð- bólgu, náði Steingrímur að eigna sér einum allan heiðurinn: Hann varð Kletturinn, sem aldrei hafði bifast, sem brotið hafði holskeflurn- ar, og engu skeytt um vinsældir eða óvinsæidir en staðið allt af sér uns árangri var náð. Soffanías Cecilsson í Grundarfirði segir: „Steingrímur hefur unnið sig í álit hjá þjóðinni með því að koma fram sem sáttasemjari. Það hefur hann gert með því að segja aldrei já og aldrei nei.“ Þetta má til sanns vegar færa varðandi lausn ágrein- ingsmála, en hitt hefur hann þróað uppí hreina snilligáfu að segja já, en... og nei, en..., þegar um er að ræða afstöðu til stefnumála. EINLÆGUR, OPINSKÁR En enn er spurningunni ósvarað, hvernig hann varð svona vinsæll, þessi tæknikrati, sem að vísu leysir fljótt og vel þau mál, sem fyrir hann eru lögð til úrlausnar, en hefur enga stefnuskrá er vísi fram á við í þeim stóru málum, sem þjóðin á við að glíma. Og þá er best að spyrja ann- arrar spurningar og leita svara við henni. Væri Steingrímur hugsanleg- ur í þeirri mynd, sem hann nú er án tilvistar sjónvarpsins? Sjónvarpið er ekki miðill, sem kryfur til mergjar, og það skírskotar meira til tilfinn- inga en hugsunar. Eina grundvallar- kröfu verður þó að uppfylla. Kröf- una um trúverðugleika. Og á ráð- herraárum sínum hefur Steingrími tekist að festa sig í sessi í hugum áhorfenda sem trúverðugan, ein- lægan og opinskáan. Margir mundu bæta of við þessi lýsingarorð. Fólk fær á tilfinninguna að hann geri sig of berskjaldaðan fyrir mögulegum árásum andstæðinga með einlægni sinni — að maður ekki segi einfeldni — og að bersögli hans — þó virð- ingarverð sé — geti oft verið ótíma- bær. En áhorfendur eru þess full- vissir, að hann sé það sem hann er. Hann leiki ekki hlutverk, komi til dyranna eins og hann er klæddur. Fyrir þetta fyrirgefst honum flest annað, enda er hann breyskur eins og við erum sjálf og hefur það ein- lægt sér til málsbóta, að hann játar mistök sín af hreinskilni: hann er plataður af vondu gæjunum. HANNAÐUR UPPÁ NÝTT Þegar Steingrímur tilkynnti til- færslu sína af Vestfjörðum á Suður- nes skrifaði Helgi Már Arthúrsson grein hér í blaðið undir yfirskrift- inni: Stærstu pólitísku mistök Stein- gríms? Eftir á að hyggja hefði hún frekar átt að heita: Stærstu pólitísku rnistök Helga Más? og raunar okkar allra, sem höfum vanmetið Stein- grím gegnum tíðina. Því að segja má með sanni, að Steingrímur hafi byggt heilan stjórnmálaferil á van- mati andstæðinganna á sér. Það, sem gerðist var að Steingrímur var hannaður upp á nýtt af áróðurs- meisturum og auglýsingastofum. Og nú varð til á einni nóttu nýr Steingrímur. Hann strauk af sér Vestfjarðahaminn án fyrirhafnar og birtist á Suðurnesjum sem granni úr Garðabænum, þéttbýlismaður fram í fingurgóma, með næman skilning á lagavali og textum Grát- Traustur, staðfastur, með langa hefð að baki. kórs Suðurnesja, maðurinn, sem gat snúið við útgerðarflóttanum úr kjördæminu. Framsókn var líka fljót að koma auga á þá möguleika, sem í því voru fólgnir, að enn náði dreifikerfi Stöðvar 2 einungis til Faxaflóasvæð- isins. Það var því hægt að hafa tvær ímyndir af formanninum í gangi í einu: Dreifbýlis-Steingrím í Ríkis- sjónvarpinu og Þéttbýlis-Steingrím á Stöð 2 án þess að veruleg hætta væri á að mótsetninga yrði vart í málflutningi. Jafnframt var áróður- inn settur á fullt um að Steingrím vantaði herslumun til að vera ör- uggur með sæti sitt og honum fram haldið án afláts fram að kvöldi kjör- dags. Sérstaklega voru sjálfstæðis- menn brýndir með því að kjör Stein- gríms væri lykillinn að framhaldi stjórnarsamstarfs þessara tveggja flokka, og þannig eina tryggingin fyrir áframhaldandi festu og stöðug- leika í stjórnarháttum. Þetta reynd- ist einhver best heppnaða markaðs- færsla, sem sett hefur verið á svið eftir tilkomu sjónvarpsins: Stein- grímur varð Bjargið, sem hús þess- arar þjóðar var byggt á. Hver verður þá niðurstaða þess- ara hugleiðinga? Um aldir hafa fáráðir og speking- ar velt fyrir sér spurningu Hamlets um að vera eða ekki vera. Svo er að sjá sem Steingrímur hafi leyst þessa spurningu fyrir sitt leyti: Að vera og vera ekki — og vera þó hann sjálfur. SAMSETTUR ÚR GOÐSÖGNUM OG TÁKNUM Stjórnmálamaður nútímans er ekki settur saman ef einum ferli sjálfs sín, aðgerðum og aðgerða- leysi, stefnu og stefnuleysi. Hann er samsettur úr margs konar goðsögn- um, sem fjölmiðlar koma á fram- færi. Þessa og þessa stundina má ýkja þennan dráttinn eða hinn og breyta þannig myndinni. Minni manna er stutt, nýjar kynslóðir koma án afláts, sem ekki muna lengra en það sem gerðist í gær. Orð stjórnmálamannanna eru ekki leng- ur skjalfest né munuð stundinni lengur. Úr hverju er goðsögnin um Steingrím samsett. Fyrst er það faðirinn Hermann, sem tengir Steingrím við hefðina, Framsóknarflokkinn, SIS, ung- menna- og íþróttahreyfinguna, sveitamenninguna og heilbrigðan þjóðernismetnað. Þetta kemur þó engan veginn í veg fyrir að tækni- menntaður Steingrímur geti jafn- framt staðið fyrir modernisma, nýj- ungar og tækniþróun. Hann er jafn- framt maðurinn, sem er jafneðlilegt að setja upp kábojhatt í Kaliforníu og að tala við fylgismann sinn í Trékyllisvík eins og væri hann næsti nágranni. Glaurngosinn úr Garða- bænum, sem fær fullt traust kjós- enda sinna á Vestfjörðum til að standa vörð um hagsmuni dreifbýl- isins. Forsætisráðherrann úr Arnar- nesinu, sem fellur inn í Grátkór Suð- urnesja eins og flís við rass. Persónu- legur vinur Gorbasjoffs, og selur út á það síld, óhræddur við Reagan og að sýna honum hnefann, sé okkur misboðið, en þó heill í vestrænu samstarfi. Þeim fáu pólitísku áhugamönn- um, sem spanna í huga sér feril Denna allan, mun koma hann spánskt fyrir sjónir sem Bjargið. Þeim mun ofar í hug flotmagnið, sem leyfir honum að fljóta ofan á eins og korktappi á öldufaldi, hvað sem á dynur. En kannski verður honum best líkt við vatnið: Það streymir jafnan þar fram sem mótstaðan er minnst, hverfur stund- um ofan í jörðina og sprettur upp að nýju eins og ný lind. Það er tært og gegnsætt og tekur jafnan lögun af því íláti, sem það er sett í. Sé það sett á flösku verður það flöskulaga. í öðru íláti fær það aöra mynd. Á lygnum stað má spegla sig í því. í þessu tilfelli er þjóðin ílátið og stendur jafnframt á bakkanum og speglar sig í vatninu, sem hún hefur skapað í sinni mynd! Og þar sem þessari þjóð er síður en svo illa við sjálfa sig finnst henni harla gott það sem hún sér. Hún hef- ur skapað Steingrím í sinni mynd. Er það furða þótt maðurinn sé vin- sæll!

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.