Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 5
Léttadrengur hjá Reykjavíkuríhaldinu setur fram Á FIMM SÉRFRÆÐINGA segir Karvel Pálmason alþingismaður Magnús Óskarsson borgarlögmaður hefur í borgar- dómi lagt fram beiðni um að örorka Karvels Pálmasonar alþingismanns verði metin af tveimur ,,hæfum“ og ,,óvil- höllum“ mönnum. Áður hafði þingmaðurinn þó verið metinn af fimm færum sérfræðingum, hverjum á sínu sviði, og tryggingayfirlæknir úrskurðað örorku á grund- velli álits þeirra. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART Karvel Pálmason alþingismaður: „Á hvaða launum eru menn, sem ráðnir eru til þess að koma í veg fyrir að almenningur njóti réttar síns?" Eins og áður hefur komið fram er Karvel Pálmason alþingismaður farinn í mál við Reykjavíkurborg fyrir hönd Borgarspítalans, vegna meðhöndlunar í kjölfar hjartaupp- skurðar í London. Síðustu vikur hef- ur verið beðið eftir greinargerð stefnda, en rétt fyrir jólin barst hins vegar beiðni frá Magnúsi Oskars- syni borgarlögmanni um nýtt ör- orkumat. Örorka Karvels Pálmasonar var á sínum tíma metin 75% og var það mat tryggingayfirlæknis byggt á niðurstöðum úr skýrslum fimm virtra sérfræðinga, sem rannsakað höfðu þingmanninn gaumgæfilega. Sumum kynni því að virðast það áfellisdómur yfir bæði sérfræðing- unum og tryggingayfirlækni að biðja um ,,að dómkvaddir verði tveir hæfir og óvilhallir menn til skoðunar- og matsgerðar á örorku Karvels Pálmasonar". En þannig er þetta orðað í bréfi borgarlögmanns til borgardómaraembættisins. Þegar blaðamaður Helgarpósts- ins hafði samband við Magnús Ósk- arsson borgarlögmann sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið í fjölmiðl- um. NEITAÐ UM SJÁLFSÖGÐ MANNRÉTTINDI Blaðamaður hitti hins vegar Karvel Pálmason að máli og innti hann eftir viðbrögðum við þessari beiðni borgarlögmanns. „Ég gerði mér grein fyrir því, að ég gæti átt von á flestu — ef ekki öllu — í þessu máli. Svo þetta hrellir mig alls ekki. Eg vissi þó ekki af þessum mögu- leika út af fyrir sig, enda bara eins og hver annar almenningur. Ég hafði ekki hugmynd um, að menn myndu flýta sér að nota öll þau tæki- færi, sem hugsanleg eru, til þess að knésetja almenning svo hann fái ekki notið sinna sjálfsögðu mann- réttinda. Það er borgarlögmaður einmitt að gera þarna. Harm gerir þetta annaðhvort til þess að fresta málinu eða kannski til að knýja mig til að hætta við.“ — Pú heldur sem sagt ad sá sé til- gangurinn? „Þad er enginn vafi á því. Til þess eru þessir menn launaðir og þá má spyrja: Hvernig? Á hvada launum eru þeir menn, sem eru til þess rádn- ir og settir ad brjóta nidur sannfœr- ingu einstaklingsins svo hann geti ekki notid réttar síns?“ — Attu með þessu við borgarlög- mann? ,,Já, meðal annars" — Hefurðu einhverja hugmynd um hve langan tíma þetta nýja mat mun taka? ,,Ég hef að vísu ekki hugmynd um það, en mér þykir slæmt ef það tek- ur meira en svona fjórar vikur. Sumt af því, sem fram kemur í matsbeiðninni. virðist mér hins veg- ar sett fram beinlínis til þess að ég gefist upp og hætti. Og þar með væri málið úr sögunni. Ég herðist hins vegar bara við þetta og það mun á engu stigi þessa máls vera hægt að niðurlægja mig. En það er reynt! Þetta er því miður það kerfi, sem við búum við. Menn eru beinlínis settir til að gæta þess að almenning- ur nái ekki rétti sínum. En enginn mannlegur máttur — og allra síst borgarlögmaður — knésetur mig í þessu máli." BLANDAST PÓLITÍK í MÁLIÐ? — / bréfi borgarlögmanns er beð- ið um álit nýju matsmannanna á því hvort læknar Borgarspítalans hefðu getað ,,komið í veg fyrir aukna ör- orku eftir að sýkingin kom í ljós“. Hefur þinn málflutningur hins veg- ar ekki snúist um það, að of langur tími hafi liðið þar til sýkingin kom í Ijós? „Einmitt. Menn hefðu alveg eins getað spurt um ábyrgð lækna eftir að ég væri dauður! Aðalatriðið í þessu máli er, að menn sýndu þvílíkt kæruleysi í með- ferðinni eftir aðgerðina að það hlaut að valda því, sem á eftir kom. Það er mesta gagnrýnisatriðið." — Veistu nokkuð um viðbrögð þeirra lœkna, sem rannsökuðu þig fyrir örorkumatið, við þessari beiðni borgarlögmanns? „Nei, en þarna kemur fram van- traust á fimm sérfræðinga og það er mjög alvarlegur hlutur. Þarna leyfir einn einstaklingur, þó borgarlög- maður heiti, sér að lýsa algjöru van- trausti á þetta marga sérfræðinga. Ég hafði á engan hátt ástæðu til að vantreysta þessum mönnum á þeim mánuðum, sem ég var í þeirra hönd- um. En aðrir bera trúlega aðrar til- finningar, með hvaða hætti sem þær svo eru. Mér þykir þetta a.m.k. þungur dómur, sem léttadrengur hjá Reykjavíkuríhaldinu kveður þarna upp yfir bæði sérfræðingun- um og tryggingayfirlækni. Raunar hefur mér meira en dottið í hug hvort pólitík blandist inn í þetta af hálfu borgaryfirvalda. Ætla þeir að koma í veg fyrir að „utanað- komandi" stjórnmálamaður sæki rétt sinn? Menn vilja helst þagga niður í sumum og helst tímanlega, ef þeir geta. Kannski hefði það breytt einhverju að vera með annað flokksskírteini upp á vasann!" — / bréfi borgarlögmanns kemur fram spurning um það, hvort hægt sé að breyta útliti þínu með lýta- lœknisaðgerð. Er það ekki nánast aukaatriði? „Jú, en mér finnst þeir vera að hengja sig á það, að kannski sé hægt að gera mig sætari en ég er! Og ekki amast ég við því, ef það er hægt. Trúlega er það nú möguleiki— utan að frá séð— en að innanverðu verð- ur engu breytt.“ — Hvenær verður hafist handa við matið? „Ég veit það ekki, enda bara eins og sakamaður sem bíður dómsins. Annars hrýs mér hugur við því að einstaklingur skuli vera látinn gang- ast undir annað eins jarðarmen og hér er um að ræða eftir að læknar eru næstum búnir að drepa hann. Ég á þá ekki endilega við sjálfan mig sem einstakling, heldur allan al- menning, sem boðið er upp á þetta kerfi. Almenningur er beinlínis hrædd- ur frá þvi að leita réttar síns. Þannig er þetta. Maður heyrir t.d. af ein- staklingum, sem hafa verið látnir bíða mánuðum saman eftir að dóm- ur var nærri genginn í máli þeirra. Það hlýtur eitthvað að vera að slíku kerfi." ALLT GERT TIL AÐ BRJÓTA MANN NIÐUR — Hafa skoðanir þínar á dómskerf- inu breyst mikið við reynslu undan- farinna vikna? „Ekki kannski á dómskerfinu sem slíku, en skoðanir mínar á því að al- menningur geti leitað réttar síns með venjulegum hætti hafa breyst gífurlega. Hér eru menn nánast á botni í því. Það er víða allt gert, sýn- ist mér, af fulltrúum dómsvaldsins til að brjóta fólk niður, svo það hætti að leita réttar síns. Þetta á auðvitað að vera þveröfugt!" — Hefur þú eitthvert þingmál í smíðum, sem segja má að sé afleið- ing þess sem þú hefur gengið í gegn- um á undanförnum tveimur árum — þ.e.a.s. mál varðandi heilbrigðis- eða dómskerfið? „Það hef ég að vísu ekki, enda væri því kannski síst trúað af minni hálfu sem þingmanns. Ég vona hins vegar að læknar, margir hverjir, telji orðna nauðsyn á að breyta hér um til þess að knýja læknastéttina og kerfiskarlana til að taka tillit til mannlega þáttarins í lífinu." — Hvernig er heilsan annars, Karvel? „Hún er það góð, að þeim líðst ekki að troða mig niður í svaðið. En hitt er rétt, að mín heilsa verður auðvitað aldrei aftur neitt í líkingu við það, sem hún var. Og ég vil vart trúa því að menn séu að spila á þá strengi að brjóta mann niður í þeim tilgangi!" HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.