Helgarpósturinn - 14.01.1988, Síða 8
PEÐI FORNAÐ FYRIR
BISKUP OG KÓNG
Þorsteinn: Árni vék fyrir samstödunni. Jón Sigurðsson: Bankaráðsmenn eiga að fara eftir sannfœringu sinni.
Árdís Þórðardóttir: Með óbundnar hendur.
Sjaldan eða aldrei hafa stjórnmálamenn orðið jafnber-
ir að tvískinnungi og nú við afgreiðslu á bankastjóra-
stöðu við Landsbanka íslands. Þrátt fyrir fagurgala á tylli-
dögum og ítrekaðar stefnuyfirlýsingar af hálfu sjálfstæð-
ismanna, sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar um að draga eigi úr og helst afnema öll
afskipti pólitískra flokka af bönkum, er greinilega eitt um
að tala og annað í að komast fyrir forystu Sjálfstæðis-
flokksins.
EFTIR PÁL H. HANNESSON OG FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON
í bankalögum stendur skýrt og
greinilega, að yfirstjórn ríkisbanka
sé í höndum viðskiptaráðherra og
bankaráða og að bankaráð ráði
bankastjóra og segi þeim upp störf-
um. í samtali við HP hér á síðunni
segir Jón Sigurdsson bankamála-
ráðherra að bankaráðsmenn eigi að
fara eftir sannfæringu sinni og skoð-
unum á því hvað sé viðkomandi
bönkum fyrir bestu og hann segir
enn fremur að það eigi að vera hlut-
verk stjórnmálamanna að setja
meginreglur um starfsemina en
ekki að hlutast til um einstakar
ákvarðanir. í þessu máli hefur það
gerst, að bankaráðsmaður fékk ekki
að fara í friði eftir sannfæringu
sinni. Hann taldi sig þurfa að víkja
fyrir þrýstingi þeim sem Þorsteinn
Pólsson forsætisráðherra kallar það
þegar sjálfstæðismenn eru að „stilla
saman strengi" sína.
Þótt líkurnar fyrir því að Sverrir
Hermannsson hreppi bankastjóra-
„Því miður sé ég engin teikn á
lofti um að komist verði hjá átökum
á vinnumarkaði í vetur."
Karvel Pálmason,
þingmaður Alþýðuflokks og
varaformaöur Verkamannasambandsins.
„Það sem við Karvel erum að fara
í er að gera sjókiárt fyrir komandi
átök á vinnumarkaðinum þvi að
samkvæmt öllum sólarmerkjum að
dæma verður ekki hjá þeim kom-
ist."
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambandsins.
„Ég held að það sé alveg út í hött
að spyrja hvort þjóðarbúskapurinn
þoli svona háa vexti, ef þetta eru
þeir vextir sem komið hafa fram á
markaðinum vegna þess ástands
sem þar er."
Jóhannes Nordal,
Seðlabankastjóri.
„Þetta þýðir i raun að álagningar-
prósentan hlýtur að hækka."
Árni Reynisson,
stjórnarmaður í Félagi stórkaupmanna.
stöðuna hafi stórlega aukist eftir af-
sögn Árna Vilhjálmssonar er hann
engan veginn öruggur enn. Ekki er
nóg að einu peði, Arna, hafi verið
fórnað fyrir kóng og biskup, Þor-
stein og Sverri. A fundi bankaráðs-
ins í dag munu sitja tveir varamenn
Sjálfstæðisflokksins, þau Jón Þor-
gilsson sveitarstjóri og Árdís Þórd-
ardóttir framkvæmdastjóri. Jón
þykir nokkuð örugglega ætla sér að
framfylgja ákvörðun flokksforyst-
unnar, en í viðtali hér á síðunni kem-
ur fram, að Árdís telur sig hafa sjálf-
dæmi í málinu og að enginn þrýst-
ingur sé á henni um að kjósa einn
fremur en annan. Hún hefur meðal
annars átt sæti í stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna og situr í
framkvæmdaráði Stofnunar Jóns
Þorlákssonar, en þar á bæ hafa
menn viljað rækta hreina hug-
myndafræði og meðal annars gagn-
rýnt Sjálfstæðisflokkinn og aðra
flokka fyrir hrossakaup og tækifær-
„Ekki er vitað hversu mikið fjár-
magn þarf til þess að fullnægja
eðlilegri eftirspurn. Af þeim sökum
renna menn blint i sjóinn þegar þeir
reyna að áætla vaxtaþróunina."
Stefán Ingólfsson,
verkfræðingur.
„Við komum til meö að setja
söluskatt strax á vöru sem á svo
eftir að lækka næst þegar við fáum
hana. Við þessu er ekkert að gera."
Ingibjörn Hafsteinsson,
formaður Félags matvörukaupmanna.
„Það geta iiöiö margar vikur og
jafnvel mánuðir áður en birgðir af
ýmsum vörutegundum berast og á
meöan gætir tollalækkunarinnar
því ekki."
Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna.
„Greindarskortur, hagsmuna-
stríð og íhaldssemi valda því, að
þingmenn eru ekki að setja lög um
sölu veiðíleyfa, heldur um kvóta,
einveldi, skömmtun og fátækt."
Jónas Kristjánsson,
ritstjóri Dagblaðsins.
ismennsku. Það verður því fróðlegt
að sjá hvaða afstöðu Árdís tekur í
þessu máli verði hún til þess kvödd
— hvort hún hlýðir flokksforystunni
eða hvort hún tekur undir kröfur
margra um að bankastjórar verði
ráðnir út frá hreinum faglegum sjón-
armiðum og vilja starfsmanna stofn-
unarinnar, þar sem hún eitt sinn
starfaði sem fulltrúi í hagdeild.
Það skal tekið fram að Sverrir
Hermannsson neitaði alfarið að
ræða við HP um mál þetta.
Þorsteinn Pálsson:
BANKARÁÐSMENN
ERU FULLTRÚAR
FLOKKANNA
Er það hlutverk ráðherra Sjálf-
stœdisflokksins að skipta sér þannig
af bankastjóraráðningum að þeir
ráðiþví í raun hverjir verða skipaðir
í það embœtti?
„Við búum við ríkisbankakerfi og
það er hin pólitíska forysta í landinu
og Alþingi sem kýs bankaráð sem
ber ábyrgð á rekstri bankanna sam-
kvæmt lögum. Það hefur verið
venja að það hafi verið samstaða
um það meðal sjálfstæðismanna í
bankaráði og forystu flokksins
hverjir yrðu studdir til þess að
gegna bankastjórastörfum og sá
háttur var einnig hafður á núna.“
En nú lét einn af ykkar mönnum
í bankaráði ekki að stjórn og sam-
staða náðist ekki fyrr en hann hafði
vikið. Má líta svo á að í ykkar aug-
um hafi bankaráðsmenn ekki sjálf-
stœðu hlutverki að gegna sem yfir-
menn banka?
„Jú, þeir hafa það fyllilega og um
það gilda ákveðin lög. En sjálfstæð-
ismenn, bæði á þessum vettvangi
og annars staðar, verða að stilla
saman sína strengi. í tilvikum sem
þessum hefur alltaf verið lögð á það
áhersla að samstaða hafi verið inn-
an flokksins þegar þessi mál hafa
„Ætlið þið að ganga frá flokknum
eins og sviöinni jörð."
Karvel Pálmason,
þingmaöur Alþýðuflokksins.
„Ég lít svo á að Karvel Pálmason
hafi sagt þessi orð í hita augna-
bliksins og met þau út frá því."
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra.
„Það er skömm að þessum laun-
um og það lifir enginn af 30—40
þúsund krónum á mánuði, hvorki
ég né aðrir."
Óli Kr. Sigurðsson,
sölumaöur og eigandi ÓLÍS.
verið til afgreiðslu. Árni kaus að
víkja úr bankaráðinu svo þessi sam-
staða gæti haldist."
Með öðrum orðum að efkemur til
ágreinings milli bankaráðsmanna
flokksins og flokksforystunnar
verða bankaráðsmenn að víkja.
„Ja, það þarf ekkert að vera, það
er engin algild regla eða formúla
fyrir því. í þessu falli var niðurstað-
an sú að okkar sjónarmið var látið
gilda. En það er engin algild for-
múla, við störfum í lýðræðislegum
flokki."
En mátti þér ekki vera fullljóst að
þegar þú ferð á fund Árna í fylgd
rrieð ráðherrum flokksins, eftir að
Árni hafði opinberlega lýst stuðn-
ingi við Tryggva Pálsson, að annað-
hvort þyrfti Arni að skipta um skoð-
un fyrir framan alþjóð að ykkar
vilja eöa þá víkja?
„Það sá hver maður hvernig þetta
mál lá. En honum voru engir úrslita-
kostir settir eins og hann hefur stað-
fest.“
En ganga þessi afskipti flokks-
forystunnar ekki þvert á yfirlýsta
stefnu stjórnarinnar og sjálfstœðis-
flokksins um að ríkið og stjórnmála-
flokkar eigi ekki að hafa afskipti af
einstökum atriðum í rekstri banka?
„Nei, þetta eru ekki afskipti af
rekstri og lánveitingar fara algjör-
lega fram á vegum bankastjóra."
Eri eru það ekki afskipti afrekstri
að ráða því hver það verður sem
mun sjá um reksturinn?
„Menn verða að gera sér grein
fyrir því að þetta eru ríkisbankar og
að það eru handhafar ríkisvaldsins
sem kjósa stjórn bankanna á póli-
tískum forsendum og menn geta
ekkert hlaupist undan þeirri ábyrgð.
Ef einhver annar maður hefði verið
valinn hefði það verið jafnmikil póli-
tísk ákvörðun."
Það efast enginn um að banka-
ráðsmenn eru kosnir pólitískt af
Alþingi. Spurningin er hins vegar
sú, hvort þeir hafa síðan það sjálf-
„Það er ekkert til skiptanna í
kjarasamningunum og því miður
rýrnar kaupmátturinn um 5 prósent
á árinu, hjá því verður ekki komist."
Víglundur Þorsteinsson,
formaöur Félags íslenskra iðnrekenda.
„Það blasir nú við að menn verða
að horfast í augu við engar launa-
hækkanir."
Ragnar Halldórsson,
forstjóri l’SAL.
„Ökuferðir þeirra Guömundar og
Karvels munu ekki breyta nokkrum
sköpuðum hlut varðandi launa-
þróun."
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins.
„Þetta mál í Landsbankanum
snýst því í aðalatriðum ekki um
persónur heldur um aðferðina við
að velja bankastjóra."
Árni Vilhjálmsson,
prófessor og fyrrum bankaráðsmaður
í Landsbanka.
„Ég á ekki von á stórfelldri geng-
isfellingu, enda færi hún beint út í
verðlagið."
Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskips.
„Það er engin spurning um það,
aö við höfum tapað töluvert mikl-
um viðskiptum til annarra vegna
skorts á fiski."
Magnús Gíslason,
forstjóri Coldwater Seafood Corporation.
stœði að taka ákvarðanir eftir eigin
vilja?
„í ríkisbanka eru fulltrúarnir
kjörnir af Alþingi og eru að því leyti
pólitískir fulltrúar. Þar eiga þeir að
gegna sínum skyldum lögum sam-
kvæmt og annað hefur ekki gerst í
þessu máli."
Jón Sigurdsson
viöskiptaráöherra:
RÆTT UM KJARTAN
í BÚNAÐAR-
BANKANN
„Það er alveg skýrt hverjir ráða
bankastjórana, það eru bankaráðin,
og það er alfarið á þeirra ábyrgð. Ég
tel að bankaráðsmenn séu valdir til
trúnaðarstarfa til að vinna að þeim
eftir bestu samvisku og það er að
sjálfsögðu aðalreglan. Hvernig þeir
fara að því að mynda sér skoðun á
hverju máli verða þeir að gera upp
við sig sjálfa. En hjá mínum flokki
hefur það verið meginreglan að
menn væru í þessu starfi til þess
fyrst og fremst að gæta hagsmuna
viðkomandi stofnunar sem þeir
hafa umsjón með og yfirstjórn á.
Ég tel það hins vegar ekki van-
hæfi fyrir mann sem kemur til álita
við bankastjórastöðu að hafa verið í
stjórnmálum."
En finnst þér eðlilegt þegar upp
kemursústaða, aðþaðskerstíodda
með bankaráðsmanni og forystu
þess flokks sem hann tilheyrir, að
forysta flokksins skipti sér af mati
bankaráðsmannsins á því hvern
hann telur hœfan og að forystan
hœtti ekki fyrr en viökomandi
bankaráðsmaður skiptir um skoð-
un eða segir af sér?
„Ég tel að þú eigir að beina þess-
um spurningum til Sjálfstæðis-
flokksins og Árna Vilhjálmssonar.
En ég segi það alveg skýrt að ég tel
að bankaráðsmenn eigi fyrst og
fremst að fara eftir sinni sannfær-
„Ég tel að gengiö sé þegar fallið."
Guðjón B. Ólafsson,
forstjóri Sambandsins.
„Fólk treystir sér ekki til þess að
geyma krónurnar."
Björn Dagbjartsson,
matvælafræðingur.
„Vegna minna framboðs á ís-
lenskum fiski er engin spurning, aö
í mörgum tilfellum hafa aðrir inn-
flytjendur á fiski til Bandaríkjanna
og þá einkum Kanadamenn komið
í okkar stað."
Eysteinn Helgason,
forstjóri lcelandic Seafood Corporation.
„Þetta mikla framboð af fiski hef-
ur valdið því, að þau bresku fyrir-
tæki, sem stunda frystihúsarekst-
ur, hafa vaxið svo og dafnað, aö það
er með ólikindum "
Ingólfur Skúlason,
forstjóri Sölumiöstöðvar hraðfrysti-
húsanna i Grimsby.
„Menn eru ákaflega óhressir med ýmsar
veröhœkkanir í kjölfar söluskatts- og tolla-
breytinga, og óneitanlega koma þær mjög á
óvart.“
■■■■■■■■■■■^■■■1 Steingrimur Hermannsson, utanrikisráðherra.
„Hér er góður andi og ég er
bjartsýnn."
Helgi Þór Jónsson, eigandi Hótels Arkar.
8 HELGARPÓSTURINN