Helgarpósturinn - 14.01.1988, Side 13

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Side 13
BFélagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur ráðið Inga Val Jóhannsson sérstakan aðstoð- armann sinn í húsnæðismáium. Stefán Ingólfsson var eins og kunnugt er ráðinn til að aðstoða ráðherra við húsnæðismál fljótlega eftir að rikisstjórnin tók við, en hann mun ekki hafa fengist til að ráða sig til ráðuneytisins í fast starf og því var Ingi Valur ráðinn. Ekki mun vanþörf á að ráða sérstakan mann til að skoða húsnæðismál því vanda húsnæðislánakerfisins var einungis skotið á frest með laga- breytingunni sem gerð var fyrir ára- mót. .. u ifl W Hikill kurr er nú á meðal ís- lenskra iögreglumanna á Keflavík- urflugvelli vegna fyrirhugaðrar nýskipanar hliðvörslu á svæðinu. Samkvæmt heimiidum okkar er hugmyndin sú, að Bandaríkjamenn taki við þessu gæsluhlutverki, en ís- lensku iögreglumennirnir vilja að sjálfsögðu ekki missa spón úr aski sínum og gera kröfu um, að í hliðum Kefkavíkurflugvallar verði einn og helst tveir íslenskir lögreglumenn á móti einum Bandaríkjamanni. Rök- in eru meðal annars þau, að hætta á árekstrum fólks, sem ætti erindi inn á völlinn, og Bandaríkjamanna gæti aukist að mun án mildilegrar nær- veru íslendinga. Lögreglumennirnir hafa reynt að knýja fram svör um hver verður niðurstaða málsins, en ekki fengið nein svör enn... DAGBOKIN HENNAR DULLU Kæra dagbók. Mamma hræddi sko alveg úr mér líftóruna áðan, þangað til ég fattaði að hún var ekkert að tala í alvöru. Hún heimtaði nefnilega að við flytt- um til útlanda. Ástæðan var sú, að þar væru fleiri klukkutímar í sólar- hringnum en á íslandi. Það var Ameríka, sem hún vildi endilega fara til. Hún sagðist hafa séð ótelj- andi amerískar bíómyndir og sjón- varpsþætti, sem sýndu að þar væru sólarhringarnir að minnsta kosti þrjátíu klukkustundir! Þegar hún tók upp á þessu vorum við í mesta sakleysi að horfa á mynd í sjónvarp- inu um mann, sem varð skotinn í miklu eldri konu. En þá bara sprakk mamma allt í einu. Konan í myndinni vaknaði nefni- lega eldsnemma á morgnana og fór hjólandi iangar leiðir í vinnuna, án þess að verða neitt sveitt. Og mamma þoldi það ekki! Kellingin var líka alitaf með voða fína hár- greiðslu og í siikikjól og háhæluðum skóm á hjólinu, sem mömmu fannst líka ,,einum of”. Svo vann konan innilokuð á skrifstofu allan daginn í sól og hita, en varð ekkert sjúskuð eða þreytt eins og venjulegt fólk. Hún bara hjólaði sallaróleg heim aftur og áður en kominn var kvöld- matartími var hún búin að dressa sig alla upp, skipta um hárgreiðslu og var mætt — afslöppuð, algjörlega ósyfjuð og hugguleg — í mat til ein- hvers gæja. Mamma heimtaði skýringar á þessu öllu hjá pabba greyinu, sem kom alveg af íslenskum fjöllum og vissi ekki hvað gekk á. En hún gaf sig sko ekki, heldur heimtaði að fá að vita hvenær fólk svæfi í Ameríku. Eða kannski þyrfti það barasta ekkert að sofa þarna fyrir vestan! Hún sagðist alltaf hafa hald- ið, að fólk í stórborgum þyrfti að vakna ógeðslega snemma til að vera mætt í vinnuna á réttum tíma, af því að það væri svo lengi á leið- inni. Og það væri jafnlengi að kom- ast heim og síðan þyrfti að kaupa inn og þvo þvotta, elda, taka til og fara í bað. Fyrir utan að sofa! En mamma sagðist ekki sjá betur en fólk í Ameríku kæmist yfir miklu meira á einum degi en við hér á ís- landi. Svo væru amerískar konur líka búnar að finna upp ráð til að vakna með nýblásið hár, meik og kinnalit. Þær þyrftu ekkert að gera nema varalita sig á morgnana, a.m.k. þessar í bíómyndunum. (Pabbi sagði, að þetta skýrði nú ým- islegt, því þarna spöruðust örugg- lega tveir tímar á dag, en mamma kunni ekki að rheta það innlegg í umræðurnar. Amma á Einimelnum segir líka, að hún sé alveg húmorslaus!) Stebba systir sagði, að mamma hefði örugglega bara verið svona stressuð af því að hún gæti aldrei náð sér í eins ungan og sætan gæja og kellingin í myndinni. Annars gæti hún mamma verið alveg meiri- háttar, ef hún nennti stundum að pæla eitthvað í útlitinu. Ef hún myndi t.d. einhvern tímann klára öll þessi leikfiminámskeið, sem hún hefur innritað sig á, og fara í hár- greiðslutíma i staðinn fyrir Kvenna- listafundi. Og setja stundum á sig skartgripina og ilmvötnin, sem pabbi hefur gefið henni! Þá gœti hún orðið alveg sæmileg... Verð að fara að sofa. (Eg er nefni- lega ekki búin að fatta hvernig mað- ur fer að því að vakna með nýþvegið hár, svo ég verð að þvo mér áður en ég fer í skólann í fyrramálið.) Dúlla HITABLÁSARI Bensín og gasolíuhitabiásarar, 12 og 24 volt, fyrir báta, bíla og vinnuvélar. Varahlutir og viðgerðarþjónusta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VIÐGERÐARÞJÓNUSTA SH 1. Erlingsson h/f, varahlutir, RAFBRÚ SF. Ármúla 36 (Selmúlamegin),!sími 688843. Helgi Sigurjónsson Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f. Helgalandi 1, Mosfellssveit 91-667073 HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.