Helgarpósturinn - 14.01.1988, Síða 18

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Síða 18
l^onan er heit og mjúk. Höfðar til hins besta í manninum. Samt hættu- legt nú á tímum að móðga kvenþjóðina og alls ekki við hæfi. Gaman að sjá hvernig hún togar og teygir, fettir og brettir. Puðar. Svitnar. Eins og í amerísku bíói. Sviti, hiti meiri sviti og hiti. Lyftir, og streðar, en blæs varla úr nös og lyftir meira. Hraðar. Önnur höndin upp með lóðið fast greipt í lófann. Með belti reyrt um sig miðja. Spennir líkamann, orðinn eins og fjaðurbogi, vöðvarnir kreppast á handleggnum, gnístir tönnum og lyftir einu sinni enn og aftur einu sinni enn. Annar fóturinn fram fyrir hinn til að ná betri stöðu, meira strit og meiri sviti. Hvarflar kannski að henni að það væri ein- faldara að vera bara heima. Bægir því frá sér og heldur áfram og lyftir. Andardrátturinn örari. Heitur og ör, hraður, líkaminn spennist, hálsinn reigist upp eins og í tilraun til að auðvelda öndunina. Brjóstið sperrist fram eins og brjóst á litlum grobbnum fugli sem er að hreykja sér yfir ormi sem hann hefur togað úr rakri jörðinni. Rakri af rigningu. Eins og hafi rignt á stúlk- una í æfingasalnum á endanum, gráleitur bolur- inn orðinn dökkur. Þungur músíktaktur undir magnar stemmninguna. Líkaminn allur spenntur. Eins og ormur hlykkjast hann og beltið um hana miðja. Lóðin ganga upp og niður. Erfitt, andardrátturinn lætur hærra í eyrum, stynur, sveitt, mikill hiti, blautt, eins og úðaregn hafi hitt hana á gangi í moldinni, slow motion- sena. Myndataka. Flassið speglast í hörundinu. Endurkastast af sleipu holdinu. Og aftur. Eins og eldingu hafi slegið niður. Lyftir. Lyftir og svitnar. Það drýpur af henni. Æðaslög um allan líkamann. Meira. Meira. Hraðar. Hraðar. Lóðin ganga upp og niður. Nettir vöðvarnir hnyklast. Andardrátturinn verður hás. Blóðið æðir um líkamann. Aftur flass. Spennir líkamann til hins ýtrasta — og hættir. Stendur kyrr og skelfur. KK SMARTMYND 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.