Helgarpósturinn - 14.01.1988, Side 23

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Side 23
Bubbi Morthens: Sjálfur rokkkóngurinn, eitthvað það ferskasta í íslensku poppi fyrr og síðar, kemst varla á blað hjá þeim sem velja íslenska listann. Popp og vinsældalistar Af vinsœldalistum og poppurum Það hefur löngum verid talið alvariegri popptónlistar- mönnum til hróss að koma ekki lögum sínum inn á vin- sældalista, enda hafa vinsældalistar gjarna verið taldir geymslustaðir fyrir allt það sem lágkúrulegast er. Lág- kúrulegast og einfaldast og á seinni tímum hefur gjarna verið talað um iðnaðarpopp, popp sem litið er á sem iðnað sem hefur ekkert fagurfræðilegt gildi. Reyndar eru svo sumir sem segja að allt popp sé bara iðnaður og ekk- ert af því hafi neitt gildi út fyrir stað og stund — afgreiða það sem dægurlög, lög sem ekki lifa lengur en eitt dæg- ur, og eiga hvorki erindi til fortíðar né framtíðar. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Líklegast er þetta eins í öllum list- greinum, meginandstæður listar- innar felast ekki í að vera góður eða vondur, miklu fremur í því að vera annaðhvort virtur eða vinsæll. í bóksölu er gjarna talað um að heild- arbóksalan myndi eins konar ytri hring, meðan salan á fagurbók- menntum myndi lítinn hring inni í miðju þess stóra. Utan litla hringsins eru allar þær bækur sem ekki teljast til fagurbókmennta, hverju nafni sem þær nefnast. Þessar bækur selj- ast alla jafna miklu betur en fagur- bókmenntirnar en í einstaka tilfell- um gerist það að bók úr innri hringnum nær að brjóta sér leið úr honum og höfða til þeirra sem ann- ars kaupa eingöngu bækur úr ytri hringnum. Dæmi um slíkt á síðustu árum er til að mynda Nafn rósarinn- ar eftir Umberto Eco og innlent dæmi myndi vera Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson eða bækur Guðrúnar Helgadóttur, Sitji guðs englar, Saman í hring, og Sænginni yfir minni. Kannski er þetta eins með poppið. Þeir sem teljast virtir eru innan litla hringsins, hinir vin- sælu eru í stóra hringnum og þegar menn loksins, eftir langt þref, fjölda- margar tilraunir og margra ára spilamennsku, komast út úr litla hringnum og í þann stóra hætta þeir að vera virtir og verða í staðinn vin- sælir. Aðeins einstaka mönnum tekst að halda því að vera virtir þrátt fyrir að þeir séu orðnir vinsælir. Hér á landi myndu Bubbi og Megas kannski teljast tii hvorra tveggju hópanna en samt ekki laust við að yngri mennirnir séu farnir að senda Bubba tóninn og kannski á hann ekki langt í að verða bara vinsæll. Þegar það gerist er hann hins vegar orðinn svo vinsæll að honum er sjálfsagt alveg sama hvað virðingar- minnihlutinn segir, kemur það ekki við. Um langa hríð hefur það verið lenska hjá þeim sem fylgjast með poppmúsík að afgreiða alla þá sem ekki eru að fást við nýsköpun sem skallapoppara, menn sem spila poppmúsík en eru með skalla. Slíkt verður þó æ erfiðara því nú þegar poppið sjálft hefur slitið barnsskón- um gerast menn innanjress æ eldri og halda samt áfram. A síðastliðnu ári gerðist það til að mynda að nokkrar af athyglisverðari plötum ársins komu frá mönnum sem ekki hafa verið að gera neitt nýtt síðan þeir voru ungir, en það var fyrir ein- um tuttugu árum eða meira. Menn RÁS 2 1. Bad ......Michael Jackson 2. Hægt og Hljótt Halla Margrét Árnadóttir 3. Skapar fegurðin hamingju? Bubbi Morthens & MX-21 4. Ifs a sin....Pet Shop Boys 5. Livin' on a prayer .... Bon Jovi 6. Where the Streets have no Name.....................U2 7. What have I don to deserve this?......Pet Shop Boys & D. Springfield 8. Þyrnirós ........Greifarnir 9. Johnny B.......The Hooters 10. Popplag í G-dúr .... Stuðmenn 11. Bara ég og þú .. Bjarni Arason 12. Frystikistulagiö .Greifarnir 13. Skyttan .... Bubbi Morthens & MX-21 14. You win again....Bee Gees 15. Lífið er lag..........Model 16. Vopn og verjur ... Varnaglarnir 17. Cry Wolf...............A-ha 18.1 wanna dance with some- body (who loves me)Whitney Houston 19. Girifriend in a ComaThe Smiths 20. Carrie...............Europe segja að þetta sé af því poppið sé í kreppu, ekkert hafi gerst, en þá verða aðrir æfir og benda á ein hundrað nöfn sem enginn annar hefur heyrst minnst á og svo kemur lykilorðið að tónlistarsköpun nútím- ans, „underground". Svo fjandi fínt að vera neðanjarðarband, alveg sama hvað menn eru falskir og þó tónlistin hljómi bara sem hávaða- veggur, alltaf hægt að segja að það sé ekki tilgangurinn að höfða til fjöldans og syndakvittun sjálfkrafa orðin til hjá þeim sem fylgjast með og pæla. Og svo eru menn svo heppnir, eða óheppnir, að lenda inni á vinsælda- lista og eiga eftir það í vök að verj- ast, fá aldrei almennilega umfjöllun og stöðugt verið að áfellast þá fyrir að einhver nennir að hlusta á þá. Kannski jafn gott fyrir Sykurmolana að fara ekki miklu hærra á listum úti í heimi. Fengju örugglega skömm í hattinn fyrir. Sökuð um að vera óheiðarleg og að hafa selt í sér sál- ina, poppfræðingar ná ekki upp í nef sér yfir þeirri ósvífni að almenn- ingi líkar við lögin. Miklu betra að eiga eitthvað sjálfur og geta baunað á pöpulinn úr hásæti. Annars undarlegt með vinsælda- lista. Eins og mótsagnakenndir. A.m.k. hérlendis. Er víst þannig annars staðar að þeir sem selja mest eru vinsælastir. Hér er ekkert slíkt. Bara að hringja eða skrifa og nefna þrjú lög út úr hvaða kú sem er. Og ennþá undarlegra að það er meiri munur innbyrðis á innlendu listun- um en listum í tveimur löndum. ís- lenski listinn gæti t.d. næstum verið frá hvaða landi sem er, Belgíu t.d. Listi rásar 2 er hins vegar þjóðlegri, gæti hvergi annars staðar verið. Sumir listamenn fastagestir öðrum megin en heyrast aldrei hinum meg- in. Kannski að veljendurnir lifi ein- angraðir, tveir popplega einangrað- ir hópar sem ná ekki saman utan í einstaka heimssmelli. Samt aldrei verið tekið verulegt mark á vinsældalistum þó þeir séu jafnvel spegill þjóðarinnar; fram- sækinn vinsældalisti, framsækin þjóð, einfaldur afturhaldssamur vin- sældalisti, einföld, afturhaldssöm þjóð. Nöturleg einföldun en samt til menn úti í bæ sem trúa þessu statt og stöðugt. Benda á að popptónlist- in sé líf og yndi ungs fólks og í engu kristallist hugsanir þeirra, langanir og þrár betur. Textarnir hitti fólk beint í hjartað, svo þráðbeint að það sé ekki hægt að gera betur, og aðrir miðlar verða að sætta sig við að lúta í lægra haldi. Og poppararnir sjálfir dauðhræddir við að einhver fari að taka mark á þeim fyrir vikið. Vita sennilegast upp á sig skömmina að hafa ekkert að segja. Meira að segja þeir sem ekki eru á vinsældalistum. Eins og sé sjálfgefið að menn hafi grundaða hugmyndafræði þó þeir geti glamrað á gítar. Þessir vinsældalistar sem hér birt- ast eru fengnir að láni úr Þjóðviljan- um nú nýverið. Þetta eru listar yfir vinsælustu lög ársins 1987 — skalla- poppið svart á hvítu myndu ein- hverjir segja. Þeir eru annars fróðlegir að skoða og bera saman og það sést glögg- lega af þeim að ekki fara alltaf sam- an mikil sala og vinsældir. Eins og flestum mun vera kunnugt varð BYLGJAN (ÍSLENSKI LISTINN) 1. Livin' on a Prayer .... Bon Jovi 2. Never gonna give you up Rick Astley 3. Bad.......Michael Jackson 4. Here I go again .. Whitesnake 5. Causing a Commotion Madonna 6. Who's that Girl?.Madonna 7. You give Love a bad Name Bon Jovi 8. Rock the Night....Europe 9. What have I done to deserve this?......Pet Shop Boys 10. Cry Wolf............A-ha H.Manhattan Skyline ....A-ha 12. C'es la vie.Robbie Neville 13. Look me in the Eye.Strax 14. Carrie............Europe 15. Running in the Family Level 42 16. í Réttó.....Bjarni Arason 17. Change of heart Cyndi Lauper 18. Augun mín .. Bubbi Morthens 19.1 knew you were waiting for me Aretha Franklin & George Michael 20. Caravan of Love Housemartins mikill fjörkippur í íslenskri plötu- sölu á árinu — gleðiiegur fjörkippur segja þeir sem hafa lifibrauð sitt af því að selja plötur. Á sama tíma dróst hins vegar saman sala á er- lendum plötum, einhvers staðar hef- ur orðhvatur maður heyrst segja að þær hafi hreinlega ekki selst neitt. Fróðlegt að skoða íslenska listann með hliðsjón af þessu. Eins og menn sjá er ekkert íslenskt lag á meðal þeirra tíu vinsælustu, hins vegar slæðast ein tvö alíslensk með tutt- ugu fyrstu lögunum, og eitt sem er sungið af íslendingi en auðvitað ekki íslenskara en Kringlan. Þetta er skemmtilegt að skoða miðað við lista rásar 2, þar sem alls eru fjögur íslensk lög á meðal þeirra tíu efstu og síðan bætast önnur fimm í hóp- inn þegar skoðuð eru tuttugu vin- sælustu lögin. Af þessu má auðvitað draga ýms- ar ályktanir, kannski fyrst og fremst þá að tónlistarvalið á stöðvunum sé mjög ólíkt og þeir sem velja lögin hlusti bara á aðra stöðina. Minnuga menn rámar í að Paul Simon hafi setið á öðrum listanum í marga mánuði en hafi aldrei heyrst á hin- um. Sé því ekki um að ræða vinsæl lög í þeim skilningi að þau nái vin- sældum vegna þess hversu grípandi þau eru og góð, heldur vegna þess að þau eru spiluð upp í vinsældir. Og menn hljóta að spyrja sig að því ef upp kæmi stöð sem spilaði bara Wagner-sinfóníur, væri þá ekki Wagner í tuttugu efstu sætunum? Er ekki hægt að draga hlustendur á asnaeyrum endalaust og í raun for- rita valið? Ef það er hægt geta menn auðveldlega dregið þá ályktun að Bylgjumenn hafi engan áhuga á ís- lenskri popptónlist, bara erlendri, og þá fer nú kannski eitthvað að verða til í því sem menn kaila „ís- lensk tunga er í hættu vegna engil- saxneskra áhrifa". Enginn hefur auðvitað nokkurn tíma lagt trúnað á að svo væri, að íslendingar myndu smám saman missa tökin á því sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð svo gripið sé til hátíðlegs orðavals sem á heima í nýársávörpum og svo í rign- ingu á 17da júní. En auðvitað hafa þeir sem standa að íslenska listan- um áhuga á íslenskri menningu og popptónlist þar með, þeir auglýstu meira að segja fyrir jólin að fólk ætti að kaupa íslenskar hljómplötur, en skrýtið ef satt er að þeir sömu nenni ekki að spila hana sjálfir. Sjálfur Bubbi Morthens má gera sér að góðu að eiga bara eitt lag á íslenska listanum, samt er hann seldur í ein- um tuttugu þúsund eintökum á ein- um mánuði eða tveimur. Helvíti undarlegt. Og Valgeir Guðjónsson, sem er greinilega vinsældalistatröll á rás 2, kemst naumlega á blað á ís- lenska listanum. Eins og maðurinn sé þjóðhetja austan við Snorrabraut- ina en óþekktur vestan hennar, býr þó sjálfur í vesturbænum og sannast þar auðvitað hið fornkveðna að enginn er spámaður í sínu föður- landi. Svosem ekki verri tilgáta en hver önnur. Annars er líka fróðlegt að velta fyrir sér hvort það séu fleiri krakkar undir 10 ára sem taka þátt í að velja einn vinsældalistann frekar en ann- an. Og það sé þá einhver skýring, þeir velja lög en kaupa ekki plötur. Valgeir Guðjónsson: Ókrýndur kóng- ur eins vinsældalista en þekkist ekki á öðrum. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.