Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 24
UM HELGINA Haskolatonleikar eru haldnir alla miövikudaga kl. 12.30 i Norræna husinu Á vormisseri 1988 hafa fyrstu tónleikarnir farið fram, en næstkomandi miðvikudag, 20.1., syngur Ágústa Agustsdottir sópran Wessendonk-ljóöin eftir Wagner. Agnes Löve leikur undir á pianó. Að- gangseyrir á tónleikana er kr. 200 en fyrir handhafa stúdentaskírteina kr. 150. Fyrir einhverjum tugum ára söng Guðmundur Jonsson í Þjóðleikhús- inu Búðar í loftið og það gerir hann líka í uppfærslu Leikfelags Akureyr- ar á Pilti og stúlku sem sýnd er nú norðan heiða við góða aðsókn og góðan orðstír. Enda lifna þar persón- ur úr löngu landsþekktum bókum Jóns Thoroddsen og tónlistin hljómar öllum til ánægju. Sýningar á Pilti og stúlku verða á föstu- og laug- ardagskvöld kl. 20.30 og á sunnu- daginn kl. 16.00. Sjaldan lýgur al- mannarómur, segir Gróa á Leiti, og almannarómur segir að það sé bráð- skemmtilegt í gamla Samkomuhús- inu um þessar mundir. Löngum hefur þótt Ijúft aö setjast inn á Mokka og fá sér kakóbolla á köldum degi. Þar eru ennfremur haldnar málverkasýningar og stend- ur ein slík yfir um þessar mundir. Það er þýskur listamaður, Christoph von Thungen, sem sýnir olíumálverk, máluð undir áhrifum af dvöl hans hér á landi í fyrrasumar. Von Thung- en nam við listaskóla í Köln undir handleiðslu prófessors K. Marx á ár- unum 1971—1978 og hefur hann haldið einkasýningar í heimalandi sínu og tekið þátt i samsýningum f rá árinu 1974. Sýningin stendurfram til 1. febrúar. A laugardaginn var, 9. janúar, opn- aði Baltasar málverkasýningu í vest- ursal Kjarvalsstaða. Þetta er af- mælissýning í tvennum skilningi, listamaðurinn varð fimmtugur á opnunardegi og liðin eru nákvæm- lega 25 ársíðan hann kom til íslands. Á sýningunni sýnir Baltasar 35 myndir, flestar málaðar á síðastliðnu ári, allt olíumyndir með blandaðri tækni. Sýningin er opin frá kl. 14—22 alla daga vikunnar og stendur fram til sunnudagsins 24. janúar. „Ég vil mála fólk úti í landslagi, ekki inni í húsi. Þegar ég er spurð að því hvað ég sé að reyna að mála svara ég: „Eg er aö reyna að mála fólk í landslagi." ...Svo vill fólk endi- lega láta mig vera að meina eitthvað með myndunum!" Svo fórust Kar- óiínu Larusdóttur listmálara orö í opnuviðtali HP í fyrra. Nú gefst fólki kostur á að kynnast Karólínu í lifandi mynd, Nærmynd Jóns Óttars Ragn- arssonar, sem veröur á dagskrá Stöðvar 2 nk. sunnudagskvöld, 17. jan., kl. 20.30. í kvöld kl. 22.25 sýnir Rikissjón- varpið danska sjónvarpsmynd um stöðu kristninnar í Sovétríkjunum og heitir myndin Guð og Gorbatsjov og á morgun, föstudag, kl. 19 kemur bandaríski gamanmyndaflokkurinn Staupasteinn á skjáinn. Þá um kvöldið, kl. 22.15, verður sýnd breska kvikmyndin Bostonbúar sem gerð var árið 1984 eftir samnefndri sögu Henrys James. Myndin gerist í Boston árið 1876 og fjallar um skel- egga kvenréttindakonu og erfiðleika hennar í einkalifinu. Næstkomandi mánudagskvöld kl. 19.30 kveður Sveiflan á rás 2 með pomp og pragt. Byrjað verður á New Orleans-djassi, sem sumir kalla dixí- land, litast verður um í fæðingarborg djassins og leikin tónlist með þeim köppum sem aldrei yfirgáfu borgina til að leita fjár og frama. í þessari Sveiflu ræðir Vernharður Linnet við Árna Matthíasson, Egil B. Hreinsson, Sigurð Flosason og Tómas R. Einars- son um það markverðasta i íslensk- um djassi og blús á síðasta ári. Sveiflunni lýkur síðan á umfjöllun um einn helsta eldhuga djasssög- unnar, trompetleikarann Roy Eld- ridge. í kvikmyndahúsunum er að vanda boðið upp á úrval kvikmynda sem ýmist eru góðar, miðlungs eða slæmar. Háskólabíó sýnir um þessar mundir kvikmyndina Oll sund lokuð sem ku vera nokkuð góð mynd og í Stjörnubíói er sýnd „rosalega fynd- in" mynd, Roxanne. Hún er skrifuð eftir hinu fræga leikriti Edmonds Rostand, „Cyrano frá Bergerac". Önnur mynd í sama kvikmyndahúsi mun hins vegar flokkast undir flopp ársins 1987. Þar er á ferðinni ein dýr- asta kvikmynd sem nokkurn tíma hefur verið gerð, Ishtar, og þrátt fyrir að kunnir leikarar fari þar með helstu hlutverkin, Warren Beatty, Dustin Hoffman og Isabelle Adjani, tókst ekki betur til en þetta. Önnur fyndin mynd í kvikmyndahúsi er Á vaktinni sem Bíóborgin sýnir og í Regnbog- anum er prýðisgóð mynd, Síöasti keisarinn. Þar er einnig verið að sýna ennþá Dirty Dancing og Hína vammlausu. Aftur að leikhúsunum. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi um jólin bandariska gamanleikritið „Algjört rugl": „Guðrún Gísladóttir stóð sig sérstaklega vel sem Prudence, lík- legast vegna þess að hún virkaöi eins og íslendingur sem týnist í ein- hverju útlensku rugli og fær svo samúð áhorfendanna," segir Martin Regal m.a. í umfjöllun sinni um leik- ritið í síðasta HP. I sama blaði er um- fjöllun um Vesalingana sem Þjóð- leikhúsiö sýnir við fádæma undir- tektir. Að vísu er alltaf uppselt á leik- ritið, nema á efri svölum, og kannski þarf hreint ekkert að vekja athygli á þessu verki? En lítum samt á hvað Martin Regal sagði i síðasta blaði: „Þetta er sýning sem á eftir að slá í gegn... Verkið Vesalingarnir er róm- antískur söngleikur sem þykist ekki vera neitt annað en rómantískur söngleikur. Gleymið ykkur í Þjóðleik- húsinu!" Og við minnum á P-leikhópinn sem sýnir Heimkomu Harolds Pinter í húsi íslensku óperunnar. Sérlega gott stykki með frábærum leikurum. Aðeins tíu sýningar eftir, í kvöld, laugardag og sunnudag og síðan frá 18.—28. janúar. Svo aldrei meir, svo það er ekki eftir neinu að bíða! Árlegir Vínartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða haldnir i íþróttahúsinu á Akranesi föstudag- inn 15. janúar kl. 20.30 og endurtekn- ir í Háskólabíói á laugardag klukkan 17.00. Að vanda verður efnisskrá við allra hæfi og fjölbreyttur tónlistar- flutningur. Með hljómsveitinni syngja kór Fjölbrautaskólans á Akranesi og kirkjukórinn þar og ein- söngvari er hin kornunga austurríska sópransöngkona Sylvana Duss- man. Stjórnandi á tónleikunum verður austurriski stjórnandinn og fiðlusnillingurinn Peter Guth, en kór- stjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Á efnisskrá veröa vinsælir polkar og valsar eftir Johann Strauss yngri og eldri og flutt verk úr óperunum Leð- urblökunni og Sígaunabaróninum. Til dæmis verður fluttur valsinn „Dóná svo blá" fyrir kór og hljóm- sveit. „Á síðari hluta sjöunda áratugar- ins var leikritiö óhemju vinsælt i New York jafnt og í Moskvu.... Helgi Björnsson notaði alla sina hæfileika til að ná fram slíkri einbeitingu að flestir leikarar mættu öfunda hann af..." Þetta sagði Martin Regal leik- listargagnrýnandi HP m.a. í dómi sínum um leikritið Hremmingu sem næst verðurá fjölunum í Iðnó annað kvöld, 15.1., kl. 20.30. Og skömmu síðar skrifaði Martin Regal gagnrýni um verk Alþýðuieik- hússins, „Eins konar Alaska" og „Kveöjuskál" en sýningar á þeim verða næstkomandi sunnudag, 17.1., kl. 20.30 í Hlaðvarpanum. Um fyrrnefnda verkið sagði Martin Regal m.a.: „Alveg frá upphafi til enda var maöur bergnuminn af leik Maríu Sigurðardóttur í hlutverki Deboru, konu á fimmtugsaldri sem hugsar eins og sextán ára stúlka. Ekki einu sinni fékk ég á tilfinninguna að þetta væru ekki hennareigin orð." Og ekki fær „Kveðjuskál" lakari dóma: „Ég verð síðasti maðurinn til að leggjast gegn Pinter, sérstaklega ef hann fær jafngóða meðferð og þessa." Erta B. Skúladóttir; satt að segja heldur ófrýnileg á að líta, í fyrri hlutanum. Vidtal og eintal en ekki samtal Egg-leikhúsið sýnir á kínverskum matsölustað Það er svo sannarlega nóg að ger- ast í leikhúslífinu, því auk hinna stóru leikhúsa eru fjölmörg smærri með sýningar í gangi og fleiri í burð- arliðnum. Eitt þeirra leikhúsa er Egg-leikhúsið sem sýnir í Mandarín- anum, kínverskum matsölustað v/Tryggagötu, nýtt verk eftir Val- geir Skagfjörð, A sama stað. Leik- stjóri er Ingunn Ásdísardóttir og eini leikari sýningarinnar er Erla B. Skúladóttir en Gerla hefur séð um sviðsmynd og búninga. Leikrit þetta segir frá konu sem kemur dag einn í t.d. Hljómskála- garðinn, sest þar niður en von bráð- ar ber þar að gamla vinkonu henn- ar, vinkonu sem hún hefur heldur misst sambandið við, og þær taka tal saman. Rifjast þá upp fyrir þeim ýmislegt miður gott úr fortíðinni þegar á tal þeirra líður. Þær afráða síðan að hittast á sama stað að tíu árum liðnum en þegar konan kem- ur á staðinn er vinkonan ekki þar og margt fer öðruvísi en ætlað er og menn hugðu. Þetta verður svokallað hádegis- leikhús, sýnt verður í hádeginu kl. 12 stundvíslega, og tekur sýningin nákvæmlega klukkutíma með öllu þannig að hún passar nákvæmlega fyrir þá sem eiga klukkutíma í mat og auðvitað tilvalið að skella sér í leikhús í hádeginu. í hléi verða gest- um síðan bornir einir fjórir kín- verskir réttir sem þeir geta notið með sýningunni. Þegar HP leit inn á æfingu um daginn var allt á fullu; leikstjórinn sat sveittur og titrandi við að reyna að fínpússa það sem í hans valdi er og á sviðinu stóð leikarinn og mess- aði yfir tómum salnum. Höfundur- inn leit og inn, hafði verið í stúdíói að vinna músík til að spila við upp- haf sýningarinnar, en var á hraðferð eins og svo margir. Viðar Eggerts- son, frumkvöðul! og driffjöður Egg- leikhússins, var þarna líka, en þess má geta að þetta verður fyrsta sýn- ing Eggsins sem hann leikur ekki í sjálfur. Hádegisleikhús hefur aðeins einu sinni verið reynt hér á landi og tókst þá mjög vel, Alþýðuleikhúsið sýndi Eru tígrisdýr í Kongó? við góða aðsókn í Kvosinni síðastliðinn vetur. Ekki verður því annað sagt en hér sé um ánægjulegan valkost að ræða í leikhúslífinu og eins og fyrr segir tilvalið að breyta til í hádeg- inu. KK Valgeir Skagfjörð, höfundur verksins, og Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri stinga saman nefjum. I 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.