Helgarpósturinn - 14.01.1988, Síða 27
Að lifa svona allan
ársins hring, spil-
andi í dansbandi þar
sem maður fær
aldrei að blása sóló,
— það hlýtur að
vera hreint helvíti.
To Your Bed...
Mikið væri stórkostlegt að hafa
einn svona kall hér heima. Það yrði
ómetanleg lyftistöng fyrir íslenskt
djasslíf. Paul Weeden er einn af
þessum gaurum og dvöl hans á Is-
landi var mjög gagnleg. Hann er
fæddur í Indianapolis og kom í
heimsókn jólin '86. Þá kom ég ekki
heim svo mér gafst tækifæri til að
spila nokkur lög með honum í
klúbbi þar.“
Fyrir utan að læra á saxófón hjá
einum færasta klassíska saxófón-
leikara heims, Eugene Rousseau, er
Sigurður að læra á klarinett og
flautu og svo stundar hann djass-
fræði hjá David Baker.
„Þegar maður spilar í stórsveitum
er nauðsynlegt að geta blásið í klar-
inett og flautu jafnhliða saxófónin-
um og ég vil kunna almennilega á
þau hljóðfæri sem ég spila á. Fyrir
utan djasssveitir skólans hef ég leik-
ið með skemmtisveitum eins og
þeirri er Tony Barron stjórnar í Guy
Lombardo-stíl. Stundum leikum við
undir hjá skemmtikröftum. Einn
þeirra var grínleikarinn Red Skelt-
on. Hann er jafn skemmtiiegur og
þegar maður sá hann í þrjúbíói. Við
ferðumst líka um og leikum í stóru
danshöllunum í Chicago, Casa
Loma í St. Louis og Indiana Roof í
Indianapolis. Þarna fær maður
nasasjón af því hvernig flökkulífið á
þjóðvegunum er. Keyra allan dag-
inn, spila um kvöldið og sofa á skít-
ugu hóteli um nóttina, fjórir í her-
bergi, tveir í rúmi. Þetta er ekkert
mál í stuttan tíma þegar maður er
að vinna sér inn vasapeninga, en að
lifa svona allan ársins hring, spilandi
í dansbandi þar sem maður fær
aldrei að blása sóló, — það hlýtur að
vera hreint helvíti."
David Baker hefur verið helsti
djasskennari Sigurðar og reynst
honum afburðavel.
„David blés í básúnu með hljóm-
sveitum Lionels Hampton, Quincys
Jones, Maynards Ferguson og
George Russell, áður en hann varð
fyrir slæmu slysi og neyddist til að
leggja básúnuna á hilluna. Nú leikur
hann aðallega á selló og fæst við
tónsmíðar. Hann er óhemjuvinnu-
þjarkur og þarf ekki nema þriggja
eða fjögurra tíma svefn. David hefur
staðgóða þekkingu á djassi frá öll-
um tíma og er hinn skemmtilegasti
maður og húmoristi góður. Hann
hefur alltaf meira og meira að gera
sem tónskáld, stjórnandi og gesta-
prófessor og verður því að ferðast
mikið. Ég hef því fengið vinnu við
aðstoðarkennslu hjá honum og
fengið tækifæri til að stjórna einni af
fjórum stórsveitum skólans. Það er
ómetanleg reynsla sem ég hef ekki
lært síður af en hinu hefðbundna
námi.
Kannski fer ég til New York næsta
vetur, æfi mig undir drep og vinn úr
því sem ég hef lært af reynslunni og
í Bloomington. Sæki síðan einka-
tíma hjá einhverjum góðum hljóð-
færaleikara, s.s. George Coleman.
Kannski fæ ég svo einhverja vinnu í
Bandaríkjunum, kenni, spila — en
að lokum kem ég heim.
Það sem skiptir mestu er að vinna
með góðum mönnum. Að spila í
hljómsveit þar sem maður getur
komið því á framfæri sem maður er
að hugsa. Þar sem hver maður
þroskar annan og heildin er betri en
einstaklingarnir samanlagðir.
Ég er ekkert hræddur við að
starfa hérlendis — metnaður minn
felst ekki í því að slá í gegn erlendis.
Það sem skiptir öllu máli er að
verða ekki stöðnun og heiladauða
að bráð. Einfaldlega að spila góða
tónlist — og þá skiptir ekki máli
hvort það er klassík eða djass."
BÖKMENNTIR
Ertu hræddur viö
endurtekn ingar?
Svend Áge Madsen: Dagrenning.
Skáldsaga, 161 bls. ísafold.
G. Pétur Matthíasson þýddi.
Fyrir tveimur árum kom Svend
Áge Madsen í heimsókn til íslands
og las úr verkum sínum í Norræna
húsinu í Reykjavík. Hann las meðal
annars kafla úr skáldsögunni „Af
sporet er du kommet", Af sporinu
ertu kominn, frá 1984, þar sem segir
frá ungum manni, sem ávarpar að-
alpersónuna Jorgen Fegge-Hansen
þegar hann hittir hann á götu og
biður hann að segja sér sögu. Fyrst
skilur Fegge-Hansen ekki hvað
hann á við, en það kemur í ljós að
unga manninum líður verulega illa
og er að því kominn að gefast upp
vegna þess hvað það er langt síðan
hann heyrði góða sögu síðast og nú
var hann kominn með fráhvarfsein-
kenni. Hann grátbiður Fegge-Han-
sen að segja sér pínulitla sögu, þó
ekki væri nema lítið brot. Að lokum
fær hann að heyra sögu, en spyr
áhyggjufullur hvort um hreint efni
(rene varer) sé að ræða, vonandi
hafi Fegge-Hansen ekki stolið henni
einhvers staðar. Fegge-Hansen full-
yrðir að efnið sé hreint og frumsam-
ið. Ungi maðurinn kveður og labbar
burt, ánægður á svip.
Atriðið er að mörgu leyti dæmi-
gert fyrir verk Svend Áge Madsen.
Það liggur eins og rauður þráður
gegnum bækur hans að menn eigi
að hugsa um og vernda sögur sínar.
Þær eru nefnilega gerðar úr þeim
efniviði, sem heldur þjóðfélaginu
sjálfu á braut, og það má líkja þessu
við það hvernig eiturlyfjaneytand-
inn þarf á sínu efni að halda til þess
að komast af. Spurningin er þá
hvort menn eru þegar farnir að
glata sögum sínum og komnir með
fráhvarfseinkenni, en í nokkrum
bókum Svend Áge Madsen segir frá
framtíðarþjóðfélagi án frásagna og
skáldskapar. Hann leikur sér að
þessari hugmynd til að komast að
því hvernig það væri að lifa í slíku
þjóðfélagi, og eins og búast má við
fer allt úr skorðum: ímyndunaraflið
þurrkast út og lífsbaráttan verður
eintóm valdabarátta. Sem betur fer
vilja sumir ekki sætta sig við ástand-
ið, og þeim tekst að endurskapa
gildi frásagnarinnar. Þannig má
segja, að það sé frásögnin sjálf sem
verður inntak verka Svend Áge
Madsen, og það er því eðlilegt að
hann er fyrst og fremst sagnaskáld:
hingað til hefur hann skrifað 14
skáldsögur og fjölda smásagna, en
auk þess nokkur leikrit bæði fyrir
svið og útvarp og svo blaðagreinar.
Svend Áge Madsen er módernisti,
formbyltingarmaður. Hann hóf feril
sinn sem módernisti í byrjun sjö-
unda áratugarins og er það enn í sín-
um nýjustu verkum. En módernismi
fyrri verka hans gat verið erfiður
viðfangs, þau voru bæði djúphugul
og hugvitssöm, en í síðari verkum
hefur hann víkkað svið sitt og gerst
opnari. Vinsældir hans og lesenda-
hópur hafa vaxið í samræmi við
það.
Madsen er fæddur í Árósum 1939.
Áður en hann gerðist rithöfundur
22 ára að aldri lagði hann stund á
stærðfræði og tölvunarfræði. Þessa
bakgrunns gætir í hrifningu hans á
kerfum og snjöllum hugdettum,
þótt menn megi ekki halda að það
krefjist háskólaprófs í tölvunarfræði
að njóta verka hans.
Dagrenning, sem nú hefur verið
gefin út í ágætri þýðingu G. Péturs
Matthíassonar, kom út á dönsku
1980. Hún er vísindaskáldsaga þar
sem Svend Áge Madsen kannar
hvað gerist ef óllum draumsýnum
sjöunda áratugarins um frjálst sam-
félag yrði hrint í framkvæmd. í
þessu framtíðarsamfélagi hefjast all-
ir dagar með nýjum maka, nýju
starfi, nýjum verkefnum, nýjum eða
bara engum börnum. Ef íbúðin er í
minna lagi fær maður stærri íbúð á
morgun. Ollu er stjórnað af tölvunni
„Frú Tölvu", sem á hverju kvöldi tek-
ur á móti uppástungum frá fólki, áð-
ur en það tekur inn svefnpilluna
sína og flyst fyrir tilstilli risavaxins
flutningakerfis til næsta dags. Um-
skiptakerfið — eins og það er kallað
— virðist vera hin sannkallaða
paradís: enginn getur verið
óánægður, allir eru jafnir.
Og þó, aðalpersóna bókarinnar —
Elef — er einn af hinum óánægðu.
Hvernig á hann að henda reiður á
dögum sínum og lífi þegar það er
bannað að endurtaka og rifja upp?
Og hvaðan kemur mönnum kraftur
til að takast á við verkefnin úr því að
dagarnir eru alveg útreiknanlegir
og lausir við átök? Hvernig gátu
Adam og Eva látið tímann líða í
Paradís? Elef byrjar að halda dag-
bók til að tengja tímann við sig og ná
taki á lífinu. Hann verður ástfanginn
af Mayu, sem einnig er í hópi hinna
óánægðu, og hann þrengir sér í
innsta hring Frú Tölvu til að trufla
grundvallarlögmál breytingakerfis-
ins sem fyrirskipar að maður megi
aldrei hljóta sama maka tvisvar og
hann hannar forrit með sér og
Mayu. Saman flýja þau og líf þeirra
tekur nýja stefnu. Nú hafa þau eitt-
hvað að berjast fyrir — og gegn.
Þessa bók Svend Áge Madsen ber
ekki að skilja á þá lund að ekki sé
ástæða til að leita eftir auknu jafn-
rétti og samræmdara lífi. Aftur á
móti vill hann leiða í ljós hversu
óraunhæft það er að ætla að losa sig
við valdið, og hann leitast við að láta
okkur horfast í augu við það líf sem
við lifum nú. Kraftaverk og kata-
strófur verða alltaf partur af heims-
myndinni.
Elef og Maya fá tækifæri til að
hjálpa mannkyninu. Þau eru látin
skrifa stórt sögulegt verk sem á að
kenna fólki að rifja upp og nota
ímyndunaraflið. Árangurinn af strit-
vinnu þeirra er skáldsaga upp á 800
jblaðsíður, sem fyrir skemmtilega
„tilviljun" er sama bókin og Svend
Áge Madsen gaf út í raun árið 1976,
fjórum árum áður en hann skrifaði
|söguna um Elef og Mayu, og nefnist
„Tugt og utugt i meilemtiden". Það
er einkennandi fyrir Svend Áge
Madsen að láta bækur sínar vísa
hverja til annarrar á þennan hátt, og
hann notar sömu persónurnar og
sömu atburðina í fleiri en einu
verki. Eins og sagt var áðan er
markmið hans oft einfaldlega að
segja sögu og að segja frá nauðsyn
þess að segja sögur. Þegar módern-
isminn var upp á sitt besta í Dan-
mörku á sjöunda áratugnum var í
tísku að segja að „allt væri afstætt".
Svend Áge madsen hnykkti hér á
með því að segja: „Allt er tiltölulega
afstætt." í verkum sínum leitar hann
hvarvetna eftir svari við spurning-
um eins og: hvað er Manneskjan? og
hvað er Sannleikur? hvað merkir
Lífið? og hvað er Frásögn? Spurn-
ingar sem svör finnast ekki við, en
auðveldlega má skálda sögur út frá.
Viðamesta verk Svend Áge Mad-
sen er áðurnefnd skáldsaga frá 1976
með erfiðum titli, „Tugt og utugt i
mellemtiden", sem kannski má þýða
sem „Siðsemi og siðleysi í millitíð-
inni". Hún segir frá atburðum sem
gerast í Árósum og þar í kring, og
hún er stundum kölluð Árósabrand-
ari. í mjög stuttu máli fjallar „Tugt
og utugt i mellemtiden" um Ludvig
Alster, sem er dæmdur saklaus fyrir
imorð. Hann brýst út úr fangelsinu í
Horsens í því skyni að hafa upp á
. réttum sökudólgi og draga hann fyr-
ir dóm. En í miðjum þessum hefnd-
arráðstöfunum finnur hann til svo
mikillar samlíðunar með mönnun-
um, að verknaðurinn tekur allt aðra
og óvænta stefnu. Bókin er 800
blaðsíður og í henni er að finna
álíka margar persónur og atburða-
flækjur og i Árósum sjálfum.
Svend Áge Madsen hefur skrifað í
mörgum ólíkum stíltegundum.
Hann byrjaði mjög ungur með að
gera tilraunir og skrifa svokallaðar
andsögur, þá fór hann að skrifa ein-
hvers konar afþreyingarbókmennt-
ir til þess að ná betur til fólks; sem
dæmi má nefna skáldsöguna „Liget
og lysten", „Líkið og lostann", frá
’68, en hún er í senn glæpasaga, ást-
arsaga, vísindaskáldsaga og klám-
saga, og Svend Áge Madsen lætur
persónurnar breytast í samræmi við
hvaða bókmenntategund þær taka
þátt í; þar næst byrjar hann að skrifa
vísindaskáldsögur, og að lokum
finnur hann form sem er sambland
af vísindaskáldsögu og spennusögu;
efniviðurinn er frásagnir, sögur,
sjálft ritferlið.
Slík upptalning er að sjálfsögðu
einungis til þess að gefa stutt yfirlit
og rifhöfundarferill, sem spannar
tug bóka, allt frá skáldsögum og
smásagnasöfnum til leikrita og út-
varpsleikja, verður ekki svo auð-
veldlega hnepptur í einkunnarorð.
Eitt sinn er Svend Áge Madsen var
að því spurður hver væru einkunn-
arorðin í lífi hans svaraði hann: „Að
forðast einkunnarorð." Boðskapur
hans krefst olnbogarýmis, viðfangs-
efni hans er Manneskjan.
„Dagrenning" er fyrsta bókin eftir
Svend Áge Madsen sem kemur á ís-
lensku. Vonandi fáum við næstu ár-
in fleiri þýðingar eftir þennan frá-
bæra danska rithöfund. Kristín
Njarðvík hefur nýlega lokið við að
þýða Af sporinu ertu kominn, og
það er verið að kanna útgáfumögu-
leika. Sú bók kom út á dönsku árið
1984 og er sú af bókum Svend Áge
Madsen sem mesta hylli hefur hlotið
til þessa. Hún var valin bók mánað-
arins hjá bókaklúbbnum Samleren í
Danmörku, sem þýðir að salan
meira en tífaldast miðað við það
sem venja er. Hún fjallar um trygg-
ingafræðinginn Fegge-Hansen, sem
áður var minnst á. Hann þjáist af
viðvarandi höfuðverk, þar til hann
dag nokkurn kemst að raun um að
höfuðverkurinn hverfur ef hann
leggur sig í lífshættu. í því skyni
hættir hann sér út á glæpabrautina
og líður strax betur. í félagi með öðr-
um skrítnum karakterum hannar
hann skáldaða ímynd með því að
raða saman tilskildum upplýsingum
um nafn, stöðu, heimilisfang, nafn-
HELGARPÓSTURINN 27
UTVARP
Sagnfrœði fréttanna
Hún er merkileg sagnfræðin —
og fréttamennskan. Sl. föstudag
voru þeir Eiður Guðnason og
Svavar Gestsson fengnir í spjall hjá
Stefáni Jóni Hafstein og Ævari
Kjartanssyni um fortíðina og fjár-
stuðning komma og krata við Al-
þýðuflokk og Alþýðubandalag.
Það kom ekkert nýtt fram í spjall-
inu annað en það sem Þorleifur
Friðriksson sagnfræðingur hefur
sett fram um fjárstuðning útlendra
krata við íslenska krata. Það sem
er nýtt var að Eiður Guðnason
skuli athugasemdalaust fá ráðrúm
til að rakka niður kollega þeirra
Ævars og Stefáns Jóns á frétta-
stofu útvarpsins — athugasemda-
laust.
Eiður Guðnason er þeirrar skoð-
unar að ráðabrugg Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar og bandaríska
sendiráðsins í Reykjavík á fimmta
áratugnum hafi ekki átt sér stað,
og að fréttir fréttastofunnar um
efnið hafi verið villandi og rangar
og að í þeim hafi verið ráðist að
látnum manni, forsætisráðherra.
Þetta er skoðun. Ekki byggð á
heimildum heldur tilfinningu.
Helgarpósturinn hefur t.a.m. birt
upplýsingar — skjalfestar — sem
vitna um þetta ráðabrugg. Eiður
Guðnason kýs að horfa fram hjá
þeim upplýsingum. Og það er vita-
skuld hans mál. Ekki má útiloka
tilfinningar frá skoðanamarkaðin-
um, en af því málið snýst um sagn-
fræði og fréttamennsku, þá var nú
ekki úr vegi að kippa þingmannin-
um úr veldi tilfinninganna og yfir
í raunveruleikann. Það er hlutverk
fréttamannanna, eða spyrlanna
ekki síst vegna þess að þingmað
urinn kýs að halda sig við að hvit
þvo Stefán Jó með árásum á frétta
menn svo sem aðstoðarritstjóri
Moggans, Björn Bjarnason, kaus
að gera um áramót í hópi frétta-
manna — ómótmælt. Þetta er
slappt — sorglega slappt.
Helgi Már Arthursson
SJONVARP
Sígjammandi stjórnandi
Á fimmtudagskvöldið var sýnd í
ríkissjónvarpinu ný, íslensk sjón-
varpsmynd um áfengissýki. í kjöl-
far myndarinnar stýrði Ingimar
Ingimarsson umræðuþætti í sjón-
varpssal, þangað sem til voru
kvaddir aðilar, sem vel eiga að
þekkja til þessara mála. Áhorfend-
um gafst kostur á að hringja inn
spurningar varðandi áfengissýki,
og greinilegt var að efnið höfðaði
til margra eftir fjölda hringing-
anna að dæma.
Myndin sjálf fannst mér gefa
villandi sýn af alkóhólistanum
Agli, enda Magnús Ólafsson ótrú-
verðug persóna í hlutverk hans.
Hver trúir því t.d. að maður eins
og Magnús taki upp á því að
standa fyrir trimmi hringinn í
kringum Seltjarnarnesið? Hvaða
virkur alkóhóíisti sem væri að stel-
ast til að fá sér koníaksglas, eins og
Egill gerði á Hótel Örk, færi með
glasið út í glugga til að veifa í börn-
in sín? Myndin var sem sé hallær-
isleg að mínu mati.
Áhugavert var að hlusta á um-
ræðurnar í sjónvarpssal og eflaust
hefur sitt sýnst hverjum sem á þær
hlustaði. Hins vegar virðist mér al-
veg ótrúlegt hversu mikið er hægt
að flækja jafn einfalt mál og það
að fara í meðferð. Hvað um rann-
sóknir þær sem Eiríkur Örn Arn-
arson sálfræðingur vitnaði til,
kennslu í að læra að drekka í hófi.
Ég er svo hjartanlega sammála
Halldóri Gunnarssyni félagsráð-
gjafa sem sagði að sú aðferð væri
löngu búin að slá í gegn, hefði hún
einhvern tíma verið reynd með
góðum árangri. Reyndar furða ég
mig alltaf á því að sálfræðingar
skuli til kallaðir að ræða áfengis-
mál, því fáa veit ég hafa eins lítinn
skilning á þeim málum, nema ef
vera skyldi obbann af læknum.
Ingimar Ingimarsson var lélegur
stjórnandi, sem greip stöðugt fram
í fyrir gestum sínum og virtist
mest umhugað að þeir fengju ekki
tíma til að tjá sig til fulls. Um jafn
alvarlegt vandamál og áfengissýki
á að sleppa að gera þátt sé ekki
betur til hans vandað en þáttar
Ingimars.
Anna Kristine Magnúsdóttir