Helgarpósturinn - 14.01.1988, Síða 31
HAMARINN
EFTIRLÆTISVERKFÆRIÐ
Oft er sagt ad fátt sé erfiöara ad
velja aö gjöf handa ödrum en
skartgripi og málverk. Þad sem
einum finnst fallegt getur ödrum
þótt Ijótt og rœdur þar audvitad
smekkur hvers og eins. Sumtr
leggja mikla áherslu á sérsmídada
skartgripi, medan ödrum finnst
edlilegt aö kaupa ódýrari, fjölda-
framleidda skartgripi. Hér á landi
eru margar skartgripaverslanir
sem bœöi selja sérsmíöaöa og
fjöldaframleidda skartgripi, en eftir
þvt sem viö komumst nœst mun
aöeins vera einn gullsmiöur hér á
landi sem handsmíöar hvern
einasta skartgrip í sinni verslun.
Þaö er Pétur Tryggvi Hjálmarsson
I sem hefur rekiö verslun í miöborg-
,inni um rúmlega tveggja ára
\skeiö, auk þess sem hann selur til
skartgripaverslana í Þýskalandi.
Eplið fellur sjaldnast langt frá
eikinni eins og kunnugt er og
faðir Péturs Tryggva er Hjálmar
Torfason gullsmiður. Auk Péturs
eru tveir aðrir synir hans að læra
gullsmíði. Pétur Tryggvi segir
áhuga sinn án efa mega rekja allt
til bernskuáranna „og ég var ekki
nema sex ára þegar ég var farinn
að fylgjast af athygli með pabba
við smíðarnar. Einhvern veginn
hef ég alltaf átt auðveldara með
að tjá mig með formi en orðum
og verklegt átti alltaf'betur við
mig en bóklegt. Ég hef alltaf haft
áhuga á formum og teikningu.
Fyrsta víravirkið smíðaði ég tíu,
ellefu ára gamall — en það tók
náttúrlega töluverðan tíma! Ég
gerði það þó upp á eigin spýtur,
enda hafði ég fylgst mikið með
slikri vinnu en eðlilega þurfti ég
að endurvinna hluta af því.
Aö loknu sveinsprófi 1977 starf-
aöi Pétur Tryggvi hjá fööur sínum
en á árunum 1981—1983 fór hann
til framhaldsnáms viö gullsmíöa-
háskóla í Kaupmannahöfn.
„Inn á þann skóla komast
aðeins útlærðir gullsmiðir og
námið fólst eiginlega í að slíta
menn frá öllum hugmyndum sem
þeir höfðu gert sér um þessa
námsgrein. Námið var alveg
frjálst, byggðist á silfursmíði, skart-
gripasmíði, emaleringu og öllu
sem viðkemur faginu og við gerð-
um verkefni í hverju fyrir sig. f
sjálfu sér var námið ekki leiðbein-
andi, ekki sagt „svona áttu að
gera“, heldur byggðist það til
helminga á hönnun og smíði. Eftir
hvert verkefni var farið yfir það
og rætt með rektor, kennurum og
nemendum hvað hefði betur mátt
fara o.s.frv. Oft var það þannig að
kennararnir lærðu heilmikið af
nemendunum. Mér fannst ég
verða mun sjálfstæðari eftir þetta
nám og það var mikil ögun.“
Nú viröistu vera til jafns meö
grófa og fínlega skartgripi.
„Já — þó kannski sé ekki hægt
að kalla þá „grófa" í eiginlegri
merkingu. Það fer bara eftir til-
finningu hverju sinni hvernig
skartgripi ég smíða, en allt ber
þetta að sama brunni. Það er
: „virkningin" ég sækist eftir. Þá
á ég við að ég vil að hluturinn
hafi einhverju hlutverki að gegna,
hann sé ekki bara „eitthvert forrn"
og „eitthvert glans" heldur að það
sé einhver hugsun í honum." Hann
tekur fram hálsfesti og eyrna-
lokka, mjög fíngerð úr gulli sem
mynda nokkurs konar hnút og
sama virðist hvernig hann beygir
þessa muni fram og til baka, gullið
hrekkur alltaf í sama farið. „Þetta
er gert með því að hamra gullið til
áður en maður vinnur það, á þann
hátt að þétta það og láta sameind-
irnar raða sér eins og gullið
kemur til með að liggja í skart-
gripnum. Hamarinn er mitt eftir-
lætisverkfæri."
Hann segist byrja á að gera
skissur að skartgripunum og
misjafnt sé hvort hann ákveði í
byrjun hvaða efni hann ætlar að
hafa í þeim: „Þó er það oftast
þannig að ég ákveð um leið hvaða
efni á að vera í viðkomandi skart-
grip. Það gengur misjafnlega að fá
hugmyndir, stundum virðist allt
vera lokað og stundum fæðast
margar hugmyndir í einu. Þær
koma á ólíklegustu tímum...
Stundum fæ ég hugmynd sem ég
geri 10—15 skissur að og get ekki
notað neina þeirra fyrr en löngu
síðar en stundum kemur þetta
alveg um leið."
Eftir hverju feröu? Tísku?
„Nei, ég fer aldrei eftir tísku.
Hugmyndirnar eru bara tilfinn-
ingar mínar hverju sinni."
Pétur Tryggvi starfar einn í
verslun sinni jafnhliða smíðunum,
en segir það ekki truflandi að
þurfa að sinna afgreiðslustörf-
unum: „Þetta er ekki eins og í
sælgætisverslun þar sem er stöðug
traffík!" segir hann. „Það er líka
mjög misjafnt hversu langan tíma
það tekur að smiða hvern hlut.
Það getur verið allt frá fjórum
klukkustundum eftir að hug-
myndin fæðist og upp í heilan
mánuð. Það fer eftir hversu viða-
mikiil skartgripurinn er og hversu
ánægður ég er með hugmyndina.
Ég legg mikla áherslu á að
einangra öll smáatriði því ég er
yfirleitt ekki ánægður fyrr en öll
aukaatriði eru horfin."
Er mikiö um aö fólk sérpanti
ákveöna tegund af skartgrip?
„Nei, fólk kaupir frekar það sem
til er. Það er helst ef vantar lítil
myndverk úr silfri að fólk biður
um hugmyndir sem ég teikna þá
fyrir það, fjórar, fimm skissur. Nei,
það hefur ekki komið fyrir að fólk
hætti við eftir að ég hef unnið að
hugmyndinni. Fólk hér virðist
almennt heiðarlegt. Ef ég á ekki
einhvern hlut tilbúinn og er
beðinn að smíða hann eftir umtali
þá þarf fólk auðvitað ekki að
kaupa þann hlut, líki því hann
ekki. Það á aldrei að kaupa skart-
grip nema maður sé fyllilega
ánægður með hann því ef það
nást ekki einhver tilfinningatengsl
milli skartgripsins og þess sem ber
hann, þá verður skartgripurinn
einskis virði, burtséð frá hvað
hann kostar.“
Ríkir mikil samkeppni milli gull-
smiöa hérlendis?
„Já, eðlilega er hún frekar hörð.
Að vísu eru ekki mjög margir hér
sem eru í sérsmíði, en það er
mikil samkeppni í að selja skart-
gripi. Mikið af því sem á boð-
stólum er er innflutt, sem á auð-
vitað fyllilega rétt á sér.“
Vœri ekki auöveldara fyrir þig
aö reka verslun hér ef þú byöir
einnig upp á innflutta skartgripi?
„Það er auðvitað það alauð-
veldasta sem hægt er, að fiytja inn
fjöldaframleidda skartgripi, en
þetta er spurning um hverju
maður sækist eftir. Sjálfur hef ég
áhuga á sérsmiðinni."
Smíöaröu eitthvaö á hverjum
degi?
„Nei. Það er misjafnt hversu
mikið ég smíða, stundum getur
farið heil vika í tilraunastarfsemi
og svo kannski smíða ég þrjá
muni á einum degi, en ég er alltaf
eitthvað að gera í sambandi við
þetta.“
Pétur Tryggvi segist flytja gull
og silfur inn frá Þýskalandi og
Danmörku og segir verðmun á
þeim málmum mikinn. Hins vegar
ber hann á móti því að það sé
áhætta að flytja inn mikið magn
af gulli „því gullið stendur alltaf
fyrir sínu" segir hann. „Gull er
ekkert annað en peningar." Hann
segist vanda val sitt á steinum og
fái bestu steinana frá „einum
aðalsteinabænum í Þýskalandi,
Úber Oberstein, og einnig frá
Munchen. Síðasta árið hef ég
verið mikið með sjaldséða ópala í
mínum skartgripum."
Hvernig fórstu aö því aö koma
þér á framfœri í Þýskalandi þar
sem hörö samkeppni ríkir á
markaöinum?
„Ég bara hreinlega fór þangað
með nokkra muni vegna þess að
mig langaði að vita hvar ég stæði
í þessari grein. Ég fór til skart-
gripabæjarins Pforsheim, en þar
eru nánast einungis framleiddir
skartgripir, og hitti þar skartgripa-
framleiðanda sem mér hafði verið
sagt að væri svona frekar heiðar-
legur. Þarna úti er samkeppnin
algjört brjálæði og mikið um að
hugmyndum sé stolið. Þessi skart-
gripaframleiðandi benti mér á
hvaða leiðir hann taldi hentugar,
gaf mér heimilisföng og ég fór
beint í sérverslanir í Munchen,
Wiesbaden og Hamborg og bauð
þeim að kaupa af mér skartgripi.
Það gekk mjög vel og síðan hafa
þeir selt fyrir mig.“
Fœröu hœrra verö fyrir skart-
gripina þar en hér heima?
„Já, mun hærra verð. Þangað
sel ég hluti sem ég hef mjög
gaman af að smíða, nota tölu-
verðan tíma í þá, en hér er lítil
Skartgripir
eiga aldrei
að lenda í
aldurs-
farvegi
hlutnum og sá sem hannaði
hann.“
Ertu aldrei efins þegar þú fœrö
hugmynd, aö kannski sé þetta eitt-
hvaö sem þú hefur séö annars
staöar, til dœmis í tímaritum, og
þú sért ósjálfrátt aö „stœla"?
„Nei, enda skoða ég afskaplega
lítið af tímaritum! Hins vegar eru
engin lög hér til ennþá um höf-
undarrétt á formum, en þau þyrftu
auðvitað að koma. Auðvitað er
margt sem hefur áhrif á mann, ég
gæti þess vegna hafa orðið fyrir
áhrifum frá straumum i húsgagna-
framleiðslu án þess að gera mér
grein fyrir því. Eða í grafík."
Pétur Tryggvi segist ekki þekkja
neitt annað en handsmíði, enda
hafi hann einbeitt sér að henni
alla tíð. „Það sem mér þykir sjálf-
sagt að gera hér þykir kannski
hreyfing á slíkum hlutum. Fjölda-
framleiddir hlutir eru mun ódýrari
í Þýskalandi en hér og hand-
smíðaðir mun dýrari."
Þér hefur ekki dottiö í hug aö
flytjast alveg af landinu og starfa í
Þýskalandi?
„Jú jú, það hefur oft hvarflað að
'mér. Auðvitað væri það að mörgu
leyti mun auðveldari leið, en
maður tekur sig ekki upp svona
einn, tveir og þrír með fjölskyldu
og flytur brott af landinu. Hér er
ég að byggja mig upp og á flestum
sviðum gengur það vel hérna að
ég tími ekki að fórna því ef....!
Maður veit aldrei hvort eitthvað
bregst og þá hvenær. Hins vegar
finnst mér allt í lagi að hafa
Þýskaland með í myndinni og
selja þangað einn og einn pakka.“
Hvort leggja Islendingar meira
upp úr aö kaupa sérsmíöaöa
skartgripi eöa fjöldaframleidda?
„Hér virðist vera að koma upp
ákveðinn hópur fólks sem hefur
áhuga og skoðun á skartgripum,
líkt og tíðkast í Þýskalandi. Þar
tekur fólk ástfóstri við ákveðinn
skartgrip. Enda sagði skartgripa-
framleiðandinn umræddi þegar ég
leitaði til hans að minn styrkur
lægi í því að ég byggi til hluti sem
ekki væri hægt að fjöldaframleiða,
steypa. Maður sér oft skartgrip
sem er alveg ágætur þótt hann sé
fjöldaframleiddur og það er aldrei
svo að aðeins einn skartgripa-
hönnuður hafi rétt fyrir sér. Hver
smiður hefur sínar tilfinningar og
stíllinn er raunverulega ekkert
annað en það. Ég gæti til dæmis
ekki smíðað annars hönnun, þá
væri ég bara að vaða reyk. Ég
fengi aldrei það sama út úr
ekki sjálfsagt erlendis. Þar þykir
kannski ekkert eðlilegt að menn
séu að teikna og smíða sjálfir
hvern einasta hlut. Þar er algengt
að sérstakir menn vinni eingöngu
við að teikna skartgripina, síðan
fara myndirnar til módelgerðar-
manns sem mótar hlutinn í vax,
því næst fer hann í framleiðslu og
loks í frágang. Sjálfur hanna ég
hlutinn beint af blaðinu yfir í
málminn."
Hverjir eru þínir helstu viö-
skiptavinir?
„Karlmenn að sjálfsögðu! Þeir
eru þó yfirleitt alltaf að kaupa
skartgripi til þess að gefa konum
enda er lítið um það hér að karl-
menn noti skartgripi. Helst eru
það bindisnælur og skyrtu-
hnappar.
Nú fer tími ferminga í hönd
innan tíöar. Hefur oröiö breyting
aftur í þá átt aö fermingarstúlkur
fái skartgripi aö gjöf, líkt og var
algengt fyrir 20 árum eöa svo?
„Ég þori bara ekkert að segja
um það. Fermingarskartgripir virð-
ast hafa verið smíðaðir allt öðru
vísi en aðrir skartgripir og hér á
landi liggja fermingarskartgripir í
hundraða kílóa tali ofan í skúffum.
Stúlkur eiga oft mikið af skart-
gripum sem þær hafa fengið í
fermingargjöf og aldrei notað og
oft er ég spurður hvort ekki sé
hægt að bræða hringi og búa til
einn hring úr gullinu. Slíkt er
auðvitað hægt að gera, en ferm-
ingarskartgripir eiga í rauninni
ekkert að vera öðruvísi en aðrir.
Skartgripir eiga ekki að fara í
aldursfarveg. Þeir eiga að standa
fyrir sínu burtséð frá aldri þess
sem þá ber.“
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR
MYND JIM SMART
HELGARPÓSTURINN 31