Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1975 Matarlausir í Héðinsfirði á 4. sólarhring Skíðamenn reyndu að brjótast til þeirra Olafsfirði 29. nóv. FRÁ ÞVl á miðvikudag hefur verið hér norðan hvassviðri með snjókomu. Hefur verið algerlega ófært sjóleiðina til Héðinsf jarðar þar sem þrfr menn eru cnn tepptir eftir hrakninga scm þeir lentu I á miðvikudag þegar þeir fóru að sækja þangað fé. Mennirnir hafa hafzt við í björgunarskýli Slysavarnafélags íslands. Haft hefur verið sam- band við þá í gegnum talstöð. Þeir hafa haft nægan hita og líðan þeirra verið ágæt að öðru leyti en því, að þeir hafa verið nær alger- lega matarlausir, en í skýlinu var aðeins kaffi og nokkrir súpu- skammtar. I dag, þegar komið er á fjórða sólarhring frá því mennirnír tepptust, er ætlunin að þrír menn á skíðum fari landlciðina til Héð- insfjarðar með mat handa þre- menningunum. Voru þeir dregnir á snjósleðum á skíðum fram Ytri- Árdal í morgun og siðan ætluðu þeir að ganga yfir skarðið yfir í Héðinsfjörð. Þá hafa þeir einnig meðferðis skíðaútbúnað fyrir hina tepptu menn, og er mein- ingin að þeir komi landleiðina heim til Ölafsfjarðar á morgun, ef það reynist mögulegt vegna veðurs. Ef fært er á sjó verða þeir sóttir á báti. — Jakob. Guðmundur Kjærnested: Maður vikmmar hjá Financial Times Lundúnablaðið The Financial Times hefur útnefnt Guðmund Kjærnested, skip- herra, mann vikunnar og birti f laugardagsblaði sínu grein um hann, sem ber fvrirsögnina „Þjóðhetjan af Islandi". Segir f upphafi greinarinnar að vinir Guðmundar segi að honum sé mjög hlýtt til Breta og að hann sé orðinn nokkurs konar þjóð- hetja á tslandi, sem helzti ógn- valdur brezkra togara við ís- land. „Enginn skipherra Land- helgisgæzlunnar hefur skorið jafnmarga togvíra og sent jafn- marga erienda togara heim hálftóma í þessu og fyrri þorskastríðum eins og hann,“ segir blaðið. „Síðan íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna í 200 sjómílur í október, hefur Guðmundur stjórnað frá flagg- skipinu Tý aðgerðunum á sjó gegn brezku togurunum, sem veiða innan 200 mílna mark- anna. Kjærnested hefur helgað lífi sínu íslenzku landhelgisgæzl- unni og bæði vinir og and- síæðingar líta á hann sem einn bezta sjómann Islendinga." Siðan segir blaðið frá ævi- ágripum Guðmundar og heldur svo áfram „Skipherrann er strangur yfirmaður. Hann held- ur uppi strangri reglu og aga um borð en samt sem áður er hann vinsæll meðal undir- manna sinna og kollega hjá iandhelgisgæzlunni.“ Blaðið segir svo nánar frá störfum Guðmundar bæði á sjó og sem skipherra á flugvélum Landhelgisgæzlunnar og endar með þessum orðum: „Fyrir tveim árum síðan, þegar hann kom sem farþegi til Heathrowflugvallar í London, var hann stöðvaður í vcgabréfs- eftirlitinu. Fulltrúi útlendinga- eftirlitsins leit í vegabréf hans og sagði svo „Svo þú ert þessi frægi kapteinn Kjærnested, sem sýnir að þessi duglegi varð- skipsherra er ekki aðeins þekktur í sínu heimalandi." Raufarhöfn: I ráði að loka frystihúsinu vegna fjárhagsörðugleika Atvinnulíf staðarins mun þá lamast Raufarhöfn — 29. nóvember. ÖLLU starfsfólki hraðfrystihúss- ins hér á staðnum hefur nú verið sagt upp með viku fyrirvara. Fyrirtækið á við alvarlega fjár- hagsörðugleika að etja og er framkvæmdastjóri og stjðrnar- formaður frystihússins fyrir sunnan um þessar mundir til að reyna að finna einhverja úrlausn. Eitthvað hefur þeim þó gengið erfiðlega f þessum erindagjörð- um úr þvf að gripið var til þessara uppsagna. Frystihúsið er f eigu hreppsfélagsins og segir það nokkuð um hug fólksins hér til fyrirtækisins að það hefur haldið , áfram að starfa þótt það hafi ekki fengið launauppgjör í 5—6 vikur. Ljóst er að ef hraðfrystihúsið stöðvast mun það hafa hinar alvarlegustu afleiðingar, því að segja má að þá lamist alit atvinnu- líf þorpsins að miklu leyti. Á undanförnum árum hefur rekstur F’ramhald á bls. 46 Héðinsþjófnaðurmn: Maður í haldi EINN maður er f haldi vegna þjófnaðarins I skrifstofu vél- smiðjunnar Héðins aðfarar- nótt s.l. föstudags, og sagt var frá í gær. Þjófurinn hafði lykla að pen- ingaskáp fyrirtækisins og hafði hann á brott með sér 600 þúsund krónur I peningum og 400 þúsund krónur í ávisunum. 1,8 milljón i ávísunum fannst I peninga- kassa ekki allfjarri Héðni. Saga Reykjavíkurskóla Aðventukvöld 1 Kópavogskirkju Fyrsta bindi komið út ÚT ER komið fyrsta bindi af Sögu Reykjavfkurskóia, sem fyrst var ncfndur Hinn lærði skóli í Rcykjavfk, sfðar Hinn almenni menntaskóli f Reykjavfk og nú Menntaskólinn í Reykjavfk. Hér er um að ræða fyrsta bindi af tveimur til þremur um sögu þessa merka skóla en ritverkið er gefið út af Sögusjóði Menntaskólans f Reykjavík, sem flestir afmælis- stúdentar stofnuðu vorið 1974. I bókinni eru m.a. myndir af útskrifuðum stúdentum í meira en 100 ár og nafnaskrá með rúm- lega 6100 nöfnum. Tekið er við áskrifendum að verkinu hjá af- greiðslu Bókaútgáfu Menningar- sjóðs, Skálholtsstíg 7, og fá áskrif- endur fyrsta bindið með veru- legum afslætti. 1 fréttatilkynn- ingu um útkomu bókarinnar segir: Þetta fyrsta bindi sem hlotið hefur undirtitlinn Nám og nem- endur, er ofið úr tveimur þáttum. Annar er ritgerð, sem Kristinn heitinn Ármannsson rektor tók saman um reglugerðir skólans og nám I einstökum greinum fram til 1946. Hinn þátturinn er safn mynda af nemendum skólans á árabilinu 1869—1975, sem Heimir Þorleifsson cand mag. hefur náð saman og nafnsett með aðstoð fjölmargra nemenda skólans eldri og yngri. Þá hafa rektorarnir Einar Magnússon og Guðni Guð- mundsson samið kafla um reglu- gerðir skólans eftir 1946. 1 þessu bindi eru enn fremur skrár um kennara skólans í hverri grein frá upphafi og þar eru margar myndir af kennurum, kennslu- tækjum og kennslubókum. Þá eru nokkrar F’aunumyndir af „inspectorum“. Ritverkið um sögu Reykjavikur- skóla er gefið úr af Sögusjóði Menntaskólans í Reykjavík, sem flestir afmælisstúdentar stofnuðu vorið 1974 og allir afmælis- stúdentar 1975 styrktu mjög veru- lega. I stjórn sögusjóðs eru Guðni Guðmundsson rektor, Ölafur Framhald á bls. 46 MEÐ aðventu hefst nýtt kirkjuár og andi jólanna færist nær. Þann andblæ á aðventan að efla, — auðvelda okkur að opna hugina fyrir hinum helga og háa, — honum, sem kom og kemur himn- um frá sem lítið saklaust barn, — að við megum lifa. Örugglega er öldinni ekkert brýnna en þetta, að hann megi eiga æ greiðarí leið inn í mann- legt lif. Aðventusamkomurnar eru einn þátturinn í viðleitni kirkjunnar, er að þessu miðar. Ein slík verður 1 Kópavogskirkju í kvöld kl. 20.30. Vandað hefir verið til dagskrár, eins og áður. Það er von mín, að eldri sem yngri megi eiga góða stund í helgidöminum, sem nú hefir fengið verulega búningsbót. Margir iðnaðarmenn hafa þar að unnið, — aðrir lagt lið með ýmsu móti. Skal þeim hér öllum enn þakkað, einstaklingum, félögum og fyrirtækjum, — um leið og látin er i ljós sú ósk og bæn, að bættur búnaður kirkjuhússins megi auðga helgihaldið, — verða til blessunar og uppbyggingar öll- um er þangað koma. Ég vona, að svo margir komi í kvöld, að kirkjan verði þétt setin. Efnisskráin er i höfuðatriðum þannig, að Guðmundur Gilsson leikur á kirkjuorgelið og kirkju- kórinn syngur undir stjórn hans, þær Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmundsdóttir leika saman á tvo sembala, dr. Ármann Snævarr, hæstaréttardómari, flyt- ur erindi, Jóhann Hjálmarsson, skáld, flytur ljóð. Formaður sóknarnefndar, Salómon Einarsson, setur sam- komuna og henni lýkur á stutri helgistund með almennum söng. Verið hjartanlega velkomin í Kópavogskirkju. Þorbergur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.