Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 LJÓSMYNDIR ________Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson Listhúsið Nýhöfn við Hafnar- stræti hefur nú sett ákveðið met í íslenskum listheimi, með því að bjóða upp á tvær ljósmyndasýning- ar í röð. Ljósmyndun hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið í mynd- listarflórunni hér á landi, en nú virð- ist það viðhorf loks vera að breyt- ast. Þannig hafa verið haldnar merkar ljósmyndasýningar á Kjarv- alsstöðum fyrr á þessu ári, bæði á verkum innlendra ljósmyndara og erlendra, og nú eru forráðamenn í Nýhöfn búnir að taka undir þetta með tveimur sýningum í röð. Og það er ef til vill jafnmikilvægt, að þessar tvær sýningar eru gjörólík- ar, og staðfesta þannig að ljós- myndun er vítt svið í myndlistinni, sem gefur listafólki alla þá mögu- leika sem það kann að vilja nýta sér. Börkur Arnarson er ungur maður að árum, en hefur stundað Ijós- myndun um langt skeið, m.a. sem blaðaljósmyndari. Síðustu fjögur ár hefur hann stundað nám í greininni við College of Printing í London, og útskrifaðist þaðan nú í vor, en hefur valið að helga sér starfsvett- vang þar í borg ásamt nokkrum skólafélögum sínum. Hann hefur áður tekið þátt í samsýningum og samkeppnum, og hefur hlotið viður- kenningar fyrir verk sín á þeim vettvangi í nokkrum tilvikum. Sýn- ingin í Nýhöfn er hins vegar fyrsta einkasýning hans. Öll myndllist sveiflast á milli tveggja áhersluþátta, og listamenn nota þá vísvitandi til að ná fram þeim hughrifum sem þeir sækjast eftir. Þetta eru annars vegar mynd- efnið sjálft, og hins vegar sú tækni- lega úrvinnsla, sem notuð er til að koma því til skila. í hefðbundinni myndlist í gegnum aldirnar hefur tæknin þjónað myndefninu og boð- skap þess; það er síðan ein mesta breyting listanna á þessarri öld, að sú hefð hefur verið margbrotin, jafnt í listmálun, höggmyndagerð og á öðrum sviðum myndlistar, og tæknin orðið fullgildur þáttur list- sköpunar á eigin forsendum. Hér njóta hinir tækniiegu mögu- leikar samtíma ljósmyndunar sín sem aldrei fyrr á sýningu innlends listamanns. Myndefnið er tilfal- landi, og því er stillt upp til að þjóna þeim tæknilegu möguleikum, sem Börkur leitar eftir að vinna úr. Þetta gerir hann síðan á mismunandi Helgi Örn Helgason: Teikning að mynd úr seríunni „Ultra Orbis“. 1991 • • Helgi Om Helgason Gallerí einn einn við Skóiavörðu- stíg er eitt minnsta listhús borgar- innar, en hefur þrátt fyrir það um langt skeið tekist að standa fyrir stöðugu sýningahaldi, þar sem margt forvitnilegt hefur rekið á fjör- ur listunnenda. Nú hefur verið birtur listi yfir væntanlegar sýningar þar síðari hluta ársins, frá júlí til des- ember, þannig að fólk getur þegar kynnt sér hvað er fram undan. Það mættu fleiri sýningarstaðir birta gestum sýnum lista af þessu tagi, sem auðveldar fólki mjög að fylgjast með listflórunni. Nú fer senn að ljúka fyrstu sýn- ingunni á þessum nýja lista, en nú stendur yfir sýning á verkum ungs listamanns, Helga Arnar Helgason- ar, sem hann nefnir einfaldlega „Myndir/„Pictures. Helgi Örn stundaði nám í Mynd- listar- og handíðaskóla íslands á fyrri hluta þessa áratugar, en hefur síðustu ár verið búsettur í Svíþjóð. Þar hefur hann haidið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum, en þetta mun í fyrsta sinn sem hann heldur sýningu hér á landi. í viðtali í tilefni af sýningunni kemur fram, að myndirnar á sýning- unni Séu allar sprottnar upp úr skissubók, þ.e. upp úr teikningum sem hafa sprottið fram á ferðalög- um. Úrvinnslan ber því hins vegar öll merki, að listamaðurinn ber mikla virðingu fyrir miðlinum, og hvernig hann birtist. Hann hefur valið að hafa allar myndirnar á sýningunni í sömu stærð, allar smáar. Stór málverk stökkva á móti áhorfandanum, þrýsta sér inn í hans rými og reyna að gleypa hann í sig. Smáar myndir laða gestinn hins veg- ar að sér — hann þarf næstum að reka nefið í þær til að fá notið þeirra litbrigða/forma og myndbyggingar sem þar er að finna. Þó að mismun- andi viðfangsefni kalli á breytilegar stærðir, má almennt segja að hið stóra sé merki sjálfsöryggis (jafnvel sjálfumgleði) en hið smáa sé rammi hógværðarinnar. I þessum smáu myndum hefur Helgi Örn skapað fíngert jafnvægi skýrra fonna, þar sem samspil lita og tóna er oft skemmtilegt og mark- visst, sem er ekki auðvelt jafnvægi í jafn smáum fleti. Litir eru tærir, og því stækka verkin í huganum, þegar áhorfendur lúta að þeim til að njóta sem best. Mörg af þessum smáu málverkum bera nöfn sín í sér á einn eða annan hátt, á meðan önnur skapa tákn eða sterka ímynd. „Nostalgi" (nr. 13) er þannig mynd- ræn minning, en „Af jörðu" (nr. 11) ímynd endurnýjunar lífsins, eggsins. Serían „Ultra Orbis" (Utan hringsins) gengur út frá ákveðnum formum, sem leika mjög vel saman, t.d. í nr. 16. Fleiri verk mætti nefna, t.d. „Sjálf-mynd“ (nr. 4), sem leikur á dtjúgan hátt með litinn í kringum einfalda útlínu. í heild er þessi fyrsta sýning Helga Arnar Helgasonar ánægjuleg frumraun. Það er listamanninum einnig til sóma að hafa tekið saman örlitla sýningarskrá, þar sem er að fínna bæði teikningar og texta, sem skýrir nokkuð viðhorf hans til listar- innar. Allt slíkt er listunnendum hjálp við að fóta sig í síbreytilegum og fjölskrúðugum listheimi. Eftir að hafa séð þessar smámyndir er hins vegar næsta ósk að sjá hvernig vinnubrögð Helga njóta sín á stærri flötum og sviðum, en það munu væntanlega verða viðfangsefni sýn- inga framtíðarinnar. Sýningu Helga Arnar Helgasonar í Gallerí einn einn lýkur sunnudaginn 4. ágúst ; Börkur Arnarson: Tölvuunnin „collage“-mynd. hátt í þeim myndaflokkum, sem hann hefur sett upp í Nýhöfn. Grafíktæknin er sterkur þáttur í sumum myndanna, og gerir áferð- ina alls ólíka hefðbundnum ljós- myndum, eins og sést t.d. í verkum nr. xiv-xviii. Einnig hefur Börkur gert tilraunir með að prenta mynd- irnar á ýmislegt fleira en ljós- myndapappír, t.d. léreft, silki, kopar og vatnslitapappír, og kemur það í flestum tilvikum vel út vegna þess samræmis sem er milli myndar og vinnslu. Tölvuvinnsla kemur við sögu í a.m.k. einum myndaflokkn- um, þar sem skeytt er saman súlum af ólíkum stíltegundum (dórískum, jónískum, kórinskum o.fl.) þannig að þær virðist standa hlið við hlið í sömu byggingu; stílfræðilegur ómöguleiki, sem Börkur gerir að eðlilegasta hlut í heimi með góðri úrvinnslu. Sá flokkur mynda sem vekur mesta athygli gesta er án efa mynd- ir nr. i-vii, sem eru í sterklegum, tvöföldum stálrömmum. Öll úr- vinnsla er í samræmi_ við vísbend- ingar myndefnisins. í einni mynd heldur maður á pensli (sú er prent- uð á léreft og yfirmáluð að hluta), og í annarri heldur hann á kyndli (sú er prentuð á tréplötu, sem er brennd að hluta). Myndirnar eru málaðar, barðar, brenndar, brotnar, rispaðar, skornar og slett á þær, allt eftir því sem ímyndin gefur til- efni til, og úrvinnslan gerir þetta að eðlilegum hluta myndanna. Hið tæknilega yfirbragð sýning- arinnar bendir til að Börkur Árnar- son hafi stundað sitt nám vel, og leggi mikið upp úr að kynnast möguleikum miðilsins sem best. Það verður ekki annað sagt en frum- raunin takist vel, og veki mikinn áhuga, þar sem ljósmyndir af þessu tagi hafa ekki sést mikið í íslenskum sýningarsölum. Ljósmyndun er að ryðja sér braut sem fullgild grein myndlistar hér á landi, og þessi sýning reisir myndarlega vörðu á þeirri leið. Sýning Barkar Arnarsonar í listasalnum Nýhöfn stendur til fimmtudagsins 8. ágúst. ________________________tQnriM mÉD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 600. þáttur Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið, mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafíð. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran-endurheimt í hafið. (Einar Benediktsson, 1864- 1940, Stefjahreimur.) „Hem var hingað sendur einn svenskur maður að nafni Fridrich Wilhem Hastfer og bar- ón að 'ætt, hafði með sér 10 engelska hrúta og átti að inn- kaupa hér innlendar ær upp á kongl. reikning til að forplanta með þá fínu fjárart í landinu. Hann útvaldi sér að setjast niður á Vatni fyrir sunnan og var þar gjört þetta sauðabú, sem kallað- ist sehæfferie. Byggðu menn þar stofu með sæmilegum herbergj- um fyrir þennan góða mann, en hann sat í millitíð á Bessastöðum (hvör garðu þá var nær í eyði). So var og byggt eitt stórt fjár- hús, sem kostaði og meira en flestar kirkjur. Þiljað hvolf og gólf. Þessi barón var mikið stór- menni að vexti, so hér finnast færri slíkir. So var og meint hans kraftar færu þar eftir, en í fasi og framgöngu var hann rétt hægur og einfaldlegur. Lærður var hann og hafði víða reist, verið í stríðslogum og öðr- um hættusömum ferðum. Hann hafði út hingað konu sína, sem sögð var ein svensk dame af aðli og var 2 vetur hér í landi við litla heilsu og kunni lítt við sig, fór síðan út aftur og lifði ei lengi, en b(arón) Hastfer var hér að vísu 4 ár, gjörði síðan utan lands eitt mátulegt skrif um þann íslenzka fjárafla og talar mjög skikkanlega lands- fólkinu til þar inni, en hvörsu vel sem allt þetta var bestillt, þá fylgdi þar með engin lukka í það sinn, því þeir síðustu fram- andi hrútar, sem eftir hans for- lagi voru hingað innsendir, voru forspilltir af kláða og meinast, að hafi í sér fært þá skaðlegu fjárpest, sem síðan gengið hefur yfir 3 fjórðunga landsins og er hin stærsta landplága, sem hér hefur nokkurn tíma uppáfallið.“ (Sveinn lögmaður Sölvason, 1722-1782.) Öreign þína lát þér eigi gera harðan hugtrega. Minnstu þess, er þig mððir bar, svo að þér fylgdi ekki fé. Litlu láni fagni lýða hver og hafi eigi metnað mikinn. í litlum polli haldast lengi skip, er síðan biýtur hregg í hafi. (Hugsvinnsmál, þýdd úr lat., líkl. 13. öld.) Presturinn reynir að malda í mó, en mjög eru skoðanir loðnar. Menn gifta sig ekki og gamna sér þó, en guð snýr sér undan og roðnar. (Egill Jónasson (1899-1989), ferskeytla þríliðuð.) Látum dauða dauða grafa, Drottinn mælti eitthvert sinn. Mér er sem ég sjái hann afa sáluga með jámkarlinn. (Jón Bjarnason frá Garðsvík, f. 1910.) Mín er bænin mikið heit. Mokaðu snjó úr hlíðarkinn • svo að hjörð mín hafi beit. 0g hamastu nú drottinn minn! (Ólafur Sigfússon, 1920-1987, gagaraljóð.) „Eigi skulu þér dæma svo að þér verðið eigi dæmdir. Því að með hveijum dómi þér dæmið, munu þér dæmdir verða. Og með hverri mælingu þér mælið mun yður endurmælt verða. En hvað sér þú ögn í auga bróður þíns, og að þeim vagli, sem er í sjálfs þíns auga, gáir þú ekki? Eða hverninn dirfist þú að segja bróður þínum: Bróðir, leyf að ég dragi út ögnina af auga þínu? Og sjá, að vagl er þó í sjálfs þíns auga. Þú hræsnari, drag fyrst út vaglinn af þínu auga, og gef þá gætur að, að þú fáir út dregið ögnina af þíns bróðurs auga. Eigi skulu þér gefa hundum hvað heilagt er, og varpið eigi heldur perlum yðar fyrir svín svo að eigi troði þau þær með fótum sér og að snúist þau og yður í sundur slíti. Biðjið, og mun yður gefast, leitið og munu þér finna, knýið á, og mun fyrir yður upplokið. Því að hver eð biður, hann öðl- ast, hver eð leitar, hann finnur, og fyrir þeim eð á knýr, mun upplokið. Eða hver er þann mann af yður, sá, ef sonurinn biður hann um brauð, að hann bjóði honum stein? Elligar, ef hann biður um fisk, að hann bjóði honum þá höggorm. Því ef þér, sem þó eru vondir, kunn- ið að gefa góðar gjafir sonum yðar, miklu meir mun yðar fað- ir, sá á himnum er, gefa þeim gott er hann biðja. Því allt hvað þér viljið mennirnir gjöri yður, það skulu þér og þeim gjöra. Því að þetta er lögmálið og spá- mennirnir." (Mattheus 7, Oddur Gottskálks- son, d. 1556, þýddi.) Vei þeim dómara, er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans. Pílatus keisarans hræddist heift, ef honum yrði úr völdum steypt. Þetta sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfír hann. (Hallgrímur Pétursson 1614-74, Passíusálmar: (27,5-6).) Það er hörmung hvað heitt er í Lima, í húsunum sést varla skíma, því flest eru án glugga til að fá einhvern skugga, og menn fara ekki út, nema í síma. Það er vont að fá fréttir í Varsjá. Að vísu sést Moskva í fjarsjá, en þar hafa ekki enn fundist heilvita menn sem hægt væri að leita sér svars hjá. (Jóhann S. Hannesson (1919- 1983).)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.