Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 4

Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 4
4 I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 100 þúsund laxar hafa skilað sér úr hafbeit REIKNAÐ er með að heimtur á laxi hjá hafbeitarstöðvum verði í meðallagi í sumar eða um 3%. Það Tvö bílslys eftir hádegi Grunur um ölvun TVÖ umferðaslys urðu í Reykjavík á tíu mínútna millibili í gær og í báðum tilfellum eru ökumenn grunaðir um ölvun. Fyrra slysið varð við Skeiðarvog um kl. 13.20. Ökumaður iítils fólksbíls missti stjórn á ökutækinu, ók yfir umferðareyju og hafnaði á ljósastaur. Maðurinn var fluttur skaddaður á höfði á slysadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Tíu mínútum síðar varð þriggja bíla árekstur á Laugavegi til móts við Heklu. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón. Að sögn lög- reglunnar er sá að valdur varð að slysinu grunaður um ölvun við akst- ur. er svipað og búist var við en reiknað er með mun betri laxa- gengd næsta sumar. Að sögn Vigfúsar Jóhannssonar deildarstjóra hjá Veiðimálastofnun, hófst laxagangan síðari hluta júní- mánaðar og býst hann við að hún verði fram í ágúst. Hingað til hafa um 100.000 eins árs laxar skilað sér í stöðvarnar og eru það um 2% heimtur. Vigfús sagðist gera ráð fyrir um 30 til 50 þúsund smálöxum það sem eftir er göngunnar þannig að alls má gera ráð fyrir um 3% heimtum eftir sumarið. Þetta er betri útkoma en síðastliðin tvö ár en þó er hún langt frá því að vera eins góð og sumarið 1988 en þá voru heimtur sumra hafbeitarstöðva yfir 10%. Vigfús sagði að meðalþyngd eins árs lax í ár væri 2'/2-3 kíló en tveggja ára um 5'/2 kíió. Hitastig sjávar ásamt átuskilyrð- um ráða mestu um það hve margir laxar skila sér aftur í hafbeitarstöðv- arnar en einnig taka ólöglegar lax- veiðar í sjó umtalsverðan toll. Vigfús sagði að á undanförnum árum hefðu vaxtarskilyrði fyrir laxa verið frem- ur slæm en vel liti hins vegar út með næsta sumar. Morgunblaðið/Bæring Cecilsson Góðar heimtur hafa verið á laxi í hafbeitarstöðinni Lárósi á Snæfellsnesi undanfarna daga. Á myndinni er Jón Kr. Sveinsson stöðvarstjóri með nýgenginn 26 punda stórlax. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 3. AGUST YFIRLIT: Um 1.000 km suðsuðvestur í hafi er 995 mb lægð sem þokast norður og frá henni er lægðardrag norður um til Islands, hreyfist það norðvestur og verður úr sögunni í fyrramálið. Yfir Grænlandi er minnkandi hæðarhryggur. SPÁ: Hæg austlæg átt. Skýjað og súld á Suðaustur- og Suður- landi en mun bjartara á Norðvestur- og Vesturlandi. Hætt við skúr- um suðvestanlands og jafnvel í innsveitum fyrir norðan. Hiti verður víðast 12-18 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hæg austlæg eða breyti- leg átt og skúrir víða um land. Hiti 10-16 stig. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Halfskyiað Skyjað a Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda . r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skurir * V E1 = Þoka = Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður \n / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 16 skýjað Reykjavík 15 rigning Bergen 23 léttskýjað Helsinki 24 skýjað Kaupmannahöfn 24 skýjað Marssarssuaq 11 léttskýjað Nuuk 24 iéttskýjað Ósló 20 skýjað Stokkhóhnur 24 rigning Þórshöfn 12 þoka Algarve vantar Amsterdam 23 mistur Barcelona 27 léttskýjað Berlín 22 rign. á síð. klst. Chicago 23 mistur Feneyjar 27 þokumóða Franitfurt 25 skýjað Glasgow 20 skýjað Hamborg 23 skýjað London 23 skýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 24 skýjað Madrid 34 heiðskfrt Malaga 27 helðskfrt Mallorca 28 léttskýjað Montreal 19 léttskýjað NewYork 26 léttskýjað Orlando vantar París 24 hálfskýjað Madeira 23 hálfskýjað Róm 27 léttskýjað Vln 20 rign. á síð. klst. Washlngton 25 mlstur Winnipeg 14 alskýjað Niðurskurður ríkissljórnarinnar: Fyrsta umræða um til- lögurnar á fimmtudag RÍKISSTJÓRNIN mun ræða til- lögur ráðuneyta um niðurskurð á fundi á fimmtudag en þær eiga að liggja fyrir í fjármálaráðuneyt- inu á þriðjudag. Ráðuneytunum var falið að vinna tillögur um að skera niður útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 15 milfjarða króna, miðað við fyrstu tillögur" sem ráðuneytin kynntu í sumar. Miðað við þetta þyrfti einnig að finna leiðir til að auka tekjur rikissjóðs um 2 milljarða króna, svo hægt verði að leggja fram fjárlög með innan við 4 milljarða króna halla, en að því stefnir ríkisstjórnin. Að sögn Steingríms Ara Arason- ar, aðstoðarmanns fjármálaráð- herra, er reiknað með að tillögurnar fari, til úrvinnslu í fjármálaráðu- neytinu. Ríkisstjórnin taki síðan ákvarðanir á grundvelli þeirra síðari hluta ágústmánaðar. Fyrir liggur, að í niðurskurðartillögunum felast ráðagerðir um að fresta ýmsum framkvæmdum, sem búið var að ákveða samkvæmt lögum, og um það þarf ríkisstjórnin að taka ákvörðun. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagði við Morgun- blaðið, að hann hefði reynt að ná niður áætluðum útgjöldum ráðu- neytisiris á næsta ári, þannig að þau yrðu sem næst útgjöldum þessa árs, eins og fjárlögin gerðu ráð fyr- ir. Samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár nema útgjöld menntamálaráðu- neytisins um 16 milljörðum króna. Óskað var eftir því að menntamála- ráðherra skæri niður útgjöld um 2 milljarða króna, miðað við útgjalda- áætlun sem lögð var fram í sumar, eftir að búið var að skera niður lista um ýtrustu óskir. Reyndu að hindra lög- reglu við handtöku TIL ÁTAKA kom á milli lögreglu og nokkurra manna við hús á Njálsgötu sl. föstudagsnótt. Lög- regla var kvödd á staðinn en hús- ráðandi þar kvartaði undan háv- aða. Mennirnir vildu ekki sinna tilmælum lögreglunnar um að hafa sig á brott. Til átaka kom og voru fimm manns handteknir. Þegar lögreglu bar að voru menn- imir fyrir utan húsið og lét ófrið- lega. Einn þeirra, sem hafði sig mest í frammi, sinnti ekki tilmælum lögreglu um að hverfa á brott. Hugð- ist lögreglan þá færa hann á brott í lögreglubíl en félagar hans hindr- uðu þá fyrirætlan og kom til átaka. Lauk þeim viðskiptum með því að fimm menn voru handteknir. Voru þeir færðir fyrir dómara í gærmorg- un. Þrír þeirra féllust á dómsátt en tveir höfnuðu sátt. Að sögn lögregl- unnar verður þeirra þáttur rannsak- aður frekar. 34 mánaða fangelsi fyrir að nauðg’a dóttur sinni SAKADÓMUR Skagafjarðarsýslu hefur kveðið upp dóm yfir manni á fimmtugsaldri frá sjávarplássi á Norðurlandi sem var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni á fermingaraldri og ógnað henni með byssu og hnífi. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára og 10 mán- aða óskilorðsbundins fangelsis. Dómurinn var felldur um mánaða- mótin og hefur maðurinn þegar haf- ið afplánun á Litla-Hrauni. Málið kom upp síðastliðið vor og var maðurinn þá úrskurðaður í gæsluvarðhald og hefur hann setið í því þar til hann hóf afplánun um mánaðamótin. í dómnum þótti sann- að að maðurinn hefði ógnað dóttur sinni með hnífi til holdlegs samræðis og var hann dæmdur samkvæmt 21. og 22. kafla almennra hegningarlaga sem fjalla um sifskapar- og skírlífis- brot. Hann var undir áhrifum áfeng- is þegar hann framdi verknaðinn. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir skírlífisbrot fyrir mörgum árum en samkvæmt hegningarlögum koma ítrekunaráhrif ekki til álita, þar sem langt er um liðið frá þeim dómi. Hvorki dómþoli né ákæruvaldið ætla að áfrýja ofangreindum dómi til Hæstaréttar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.