Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 28
28. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 M-hátíð á Hellu: Fjölmenni við opnun myndlistarsýningar MIKIÐ fjölmenni var við formlega opnun myndlistarsýningar á vegum M-hátíðarnefndar og menntamálaráðuneytisins laugardaginn 27. júlí sl. á Hellu. Listamennirnir Elías Hjörleifs- son, Guðrún Svava Svavarsdóttir og Gunnar Örn Gunnarsson sýna verk sín í stóru húsnæði sem áður hýsti kjötvinnslu. Hefur það mælst vel fyrir að húsið, sem stað- ið hefur autt í nokkur ár, hafi nú fengið nýtt hlutverk og ekki síður ánægjulegt að það skuli vera í þágu listagyðjunnar. Við opnunina fluttu ávörp Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra og 1. þingmaður Sunnlend- inga og Óli Már Aronsson oddviti Rangárvallahrepps. Kvartett, skipaður þeim Rúnari Georgssyni saxafónleikara, Birni Thoroddssen gítarleikara, Bjarna Sveinbjörnssyni kontrabassaleik- ara og Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara, lék djass af fingr- um fram, skemmtileg tilbreyting við þetta tækifæri. Sýningjn stendur til 11. ágúst og er opin daglega kl. 16.00 til Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Djasskvartettinn er skipaður þeim Rúnari Georgssyni saxafónleik- ara, Birni Thoroddsen gitarleikara, Bjarna Sveinbjörnssyni kontrabassaleikara og Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara. Norðurland vestra: Kaupfélag Skagfírðinga greiðir mest KAUPFÉLAG Skagfirðinga á Sauðárkróki greiðir hæst álögð gjöld í Norðurlandsumdæmi vestra en ekki Skagstrendingur hf. eins og sagt var í Morgunblað- inu á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá skattstjóraembættinu á Siglufirði, sem birtust í blaðinu á fimmtudag, voru opinber gjöld Skagstrendings hf. ákveðin 21.540.866 kr. en Kaup- félagsins 21.136.898 kr. Við þá upp- hæð, sem Kaupfélaginu er gert að greiða, bætast hins vegar aðstöðu- gjöld í öðrum sveitarfélögum en Sauðárkróki, þannig að heildargjöld þess hækka í 23.423.815 kr. ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. ágúst 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 12.123 'A hjónalífeyrir ...................................... 10.911 Full tekjutrygging ..................................... 26.909 Heimilisuppbót .......................................... 9.174 Sérstök heimilisuppbót .................................. 6.310 Barnalífeyrir v/1 barns ................................ 7.425 Meðlag v/ 1 barns ....................................... 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.653 Mæðralaun/feðralaunv/2jabarna .......................... 12.191 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri ................. 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbæturé mánaða ......................... 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 11.389 Fullur ekkjulífeyrir ................................... 12.123 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) ............................ 15.190 Fæðingarstyrkur ........................................ 24.671 Vasapeningar vistmanna ..................................10.000 Vasapeningarv/ sjúkratrygginga ..........................10.000 Daggreiðslur Fuliirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 517,40 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 140,40 Slysadagpeningareinstaklings ........................... 654,60 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 140,40 21% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í ágúst, er inni í upp- hæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisupp- bótar. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 2. ágúst. FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur(st) 90,00 55,00 56,62 2,575 145.802 Ýsa (sl.) 119,00 50,00 83,19 4,644 386.357 Blandað 32,00 10,00 16,39 0,062 1.016 Karfi 37,00 37,00 37,00 0,347 12.839 Keila 21,00 21,00 21,00 0,146 3.066 Langa 20,00 20,00 20,00 0,230 4.600 Lúða 415,00 365,00 390,25 0,133 51.905 Skarkoli 52,00 34,00 47,92 5,7787 277.338 Skötuselur 135,00 135,00 135,00 0,007 945 Steinbítur 63,00 20,00 58,55 0,933 54.623 Ufsi 25,00 8,00 25,00 3,015 75.375 Undirmál 59,00 11,00 30,70 8,465 259.839 Samtals 48,35 26,344 1.273.705 Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 23. maí -1. ágúst, dollarar hvert tonn Lagarefir í Bíóborginni BÍÓBORGIN tekur til sýningar, sunnudaginn 4. ágúst, kvikmyndina „Class Action", Lagarefir. I aðalhlutverkum eru Gene Hackman, Mary Elizabeth Mastrantonio og Colin Friels. Myndinni leikstýrir Michael Apted. Þýskir ferðamenn; Heldur áfram ferð sinni með íslenskum fararstjóra SÝSLUFULLTRÚINN á Seyðis- firði ákvað í fyrradag að hópur þýskra ferðamanna yrði kyrr- settur, þar sem hópurinn upp- fyllti ekki reglur um íslenska leiðsögn um landið. Ferðamannahópurinn kom með hópferðabíl með sér frá Þýskalandi, en hafði ekki aflað sér undanþágu frá Ferðamálaráði til þess að fá að ferðast hérlendis án leiðsögumanns. Mál ferðamanna leystist farsællega. Þeim var útvegaður íslenskur leið- sögumaður og þeir héldu í gær frá Seyðisfirði undir fararstjóm hans. Ljósmynda- sýningn að ljúka Ljósmyndasýningu Barkar Arnarsonar í Nýhöfn við Hafnarstræti lýkur næstkom- andi miðvikudag. Börkur segir að sýningin hafi gengið vel. Flestar þeirra 22 mynda sem hann sýnir eru seldar. Leiðrétting Að gefnu tilefni vill Auglýsinga- deild Morgunblaðsins taka fram að heilsíðuauglýsing fyrir Bylgjuna, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, (2. ágúst), er íslensku auglýsinga- stofunni með öllu óviðkomandi. Merking auglýsingarinnar eru mis- tök Morgunblaðsins. GENGISSKRÁNING Nr. 145 2. ágúst 1991 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala Gengl Dollari 61,69000 61,85000 61,72000 Sterlp. 103.08400 103,35100 103,36200 Kan. dollari 53,64600 53,78500 53,71900 Dönsk kr. 9,05540 9,07890 9,09990 Norsk kr. 8,97440 8,99770 9,01550 Sænsk kr. 9.66170 9,68680 9,70440 Fi. mark 14.55470 14,59240 14,59960 Fr. franki 10.31170 10,33850 10.34230 Belg. franki 1,70110 1,70550 1,70890 Sv. franki 40.13660 40,24070 40,30040 Holl. gyllim 31,08980 31.17050 31,21510 Þýskt mark 35.04220 35,13310 35,19320 ft. líra 0,04692 0,04704 0,04713 Austurr. sch. 4.97960 4,99250 4,99980 Port. escudo 0,40850 0,40950 0,41010 Sp. peseti 0,56000 0,56150 0,56160 Jap. jen 0,44812 0,44928 0,44668 l'rskt pund 93.67600 93,91900 94,06100 SDR (Sérst.) 82,03100 82,24380 82,1 1720 ECU, evr.m. 71,94600 72,13260 72,24630 Tollgengi fyrir ágúst er sölugengi 29. júlí símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Sjálfvirkur Lagarefir fjalla um Jed Ward, kunnan lögfræðing, sem hefur verið falið skaðabótamál á hendur bif- reiðaverksmiðju nokkurri. Málið er DAGANA 2.-18. ágúst sýnir kanadíski myndlistarmaðurinn Kevin Kelly innsetningu á neðri hæð Nýlistasafnsins. ekki eins einfalt og í fyrstu virðist og reynist verksmiðjan vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Kevin Kelly hefur stundað mynd- listarnám bæði í Kanada og Hol- landi. Verk hans hafa verið sýnd víða, bæði vestan hafs og í Evrópu. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GUNNARS JÓNSSONAR, Glæsibæ 2, Reykjavík. Þóra Sigurbjörg Erlendsdóttir, Inga Anna Gunnarsdóttir, Andrés F. Gíslason, Agnes Gunnarsdóttir, Svanur Elíson, Gunnar Þórir Gunnarsson, Marcia Gunnarsson, Jón Ingvar Gunnarsson, Guðfinna Jónsdóttir, Erlen Sveinbjörg Óladóttir, Sigurjón Sigurjónsson, barnabörn og systkini. Innsetningar í Nýlistasafninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.