Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 Aukin framleiðni og hagræðing í rækjuvinnslu síðustu þijú ár; Skilar um 500 millj. kr. í auknu útflutningsverðmæti á þessu ári eftir Lárus Jónsson Miklar umræður hafa átt sér stað um málefni rækjuvinnslu í landinu að undanförnu. Astæðan eru miklir erfiðleikar í rekstri sem stafa fyrst og fremst af rúmlega 20% verðfalli afurða á mörkuðum erlendis. Mál- flutningur manna og fjölmiðla hefur verið misjafn og tæplega hægt fyr- ir kunnuga að segja að hann beri þess vott að ýmsir vísir menn vilja skilgreina nútímann sem „upplýs- ingaöld!“. Sérstaka athygli mína hefur þó vakið að í allri þessari umfjöllun hafa eftirfarandi megin- atriði ýmist verið mistúlkuð herfi- lega eða alls ekki borið á góma: 1. Veiðar og vinnsla rækju skila líklega 6-7 milljörðum króna í þjóð- arbúið á yfírstandandi ári ef ekki verður uppihald eða truflanir í þess- um atvinnurekstri. Algjör forsenda þess að nýta þessa þýðingarmiklu auðlind er að þekking og aðstaða sé fyrir hendi í landinu til að vinna rækju. 2. Rækjuvinnsla í stórum stíl hófst ekki fyrr en 1984 í kjölfar úthafsrækjuveiða. Hún er því í raun yngsta umtalsverða vaxtargrein sjávarútvegsins, þótt hún byggi á gömlum merg sums staðar á land- inu. Rækjuframleiðendur voru með- al frumkvöðla í úthafsrækjuveiðum ekki síður en útvegsmenn. 3. Miklar og örar framfarir hafa orðið í þessari ungu vaxtargrein í atvinnulífínu. Sé einungis litið til þriggja síðustu ára má gera ráð fyrir að betri nýting og aukin fram- leiðni m.a. vegna hagræðingar á því tímabili muni skila auknu út- flutningsverðmæti til þjóðarbúsins á yfirstandandi ári sem nemur a.m.k. 500 milljónum króna, ef reksturinn gengur snurðulaust. Því er fráleitt að stöðnun og óstjóm hafi ráðið ríkjum í rækjuvinnslunni. 4. Gæði afurða hafa aukist hröð- um skrefum. Nær eina tegund fjár- festingar, sem um getur í greininni síðustu ár, stafar af kröfum, sem markaðurinn hefur gert til vöm- vöndunar. 5. Stjórnvöld hafa úthlutað leyf- um til rækjuvinnslu ótæpilega frá því úthafsrækjuveiðar hófust fyrir alvöru, en verksmiðjum hefur fækk- að mjög síðustu ár. Að því leyti er sú hagræðing að eiga sér stað, sem menn hafa talað um að þurfí að koma til, ef greinin eigi að pluma 'sig. 6. Mikið, óvænt og óviðráðanlegt verðfall hefur orðið á pillaðri rækju á erlendum mörkuðum, sem nemur rúmlega 20% á einu ári. Þar getur hvert heimili og atvinnugrein litið í eigin barm ef tekjurnar minnkuðu í líkingu við það og spurt sig hvaða afleiðingar það hefði. 7. Verðfallið er þó ekki eina áfall- ið sem rækjuvinnsla hefur orðið fyrir. Kvóti á úthafsrækjuveiðar, sem tekinn var upp 1988, hefur orðið vinnslunni þungur í skauti. Áætla má að beinn og óbeinn kostn- aður af kvótakaupum árið 1990 hafi numið að lágmarki milli 250-300 millj. króna fyrir rækju- vinnsluna í landinu. Þetta er mun meiri kostnaðarauki af kvótakerf- inu en orðið hefur í annarri fisk- vinnslu. 8. Norskir og grænlenskir fram- leiðendur eru mikilvægustu keppi- nautar íslenskra rækjuframleiðenda á mörkuðunum. Miklir beinir og óbeinir ríkisstyrkir eru til sjávarút- vegs og rækjuvinnslu í Noregi og Grænlandi. Samkeppnisstaðan er því afar ójöfn og erfíð, þó skylt sé, að geta þess að við íslendingar njót- um tollfríðinda umfram Norðmenn í Evrópubandalaginu þar sem mikil- vægustu markaðimir eru. 9. Verulegar truflanir eða stöðv- un á veiðum og vinnslu rækju hefðu mikinn kostnað í för með sér en mestur yrði kostnaðurinn, ef mark- aðir og markaðstengsl glötuðust til frambúðar af þeim sökum. * 10. Rækjuvinnslan hefur aldrei noticffyrirgreiðslu, sem fallið hefur á ríkissjóð að borga eins og kunn dæmi eru um að því er varðar aðr- ar greinar sjávarútvegsins og ann- arra atvinnuvega. Forráðamenn rækjuvinnslunnar hafa nú aðeins farið fram á skuldbreytingar banka, stofnlánasjóða og Byggðasjóðs eða aðra hliðstæða lánafyrirgreiðslu vegna markaðsbrests, en slík lán hefur verið gert ráð fyrir að greiða til baka. Hér skal vikið nánar að nokkrum þessara atriða, sem áður var drepið á. Rækjuauðlindin og þjóðarbúið Á síðastliðnu ári námu útflutn- ingsverðmæti rækjuafurða um 5.450 milljónum króna á núverandi verðlagi. Vegna aukinna veiðiheim- ilda á úthafs- og innfjarðarrækju á yfirstandandi ári má búast við að framleiðsla rækjuafurða á sama verðlagi verði um það bil 6.400 milljónir króna, þrátt fyrir verð- lækkun þá sem orðið hefur á pill- aðri rækju. Sundurliðun kemur fram á eftirfarandi yfirliti: Rauntölur Áætlun 1990 1991 M.kr. M.kr. Fryst skelflett rækja 3.902 4.500 Fryst rækja í skel 863 1200 Niðursoðin rækja 689 700 Rækjuafurðir samtals 5.454 6.400 Ef verðmæti rækjuafurða er bor- ið saman við verðmæti loðnu og síldarafurða kemur í ljós að verð- mæti rækjuafurða er mun meira en þessara framleiðslugreina. Á þessu má marka hversu mikilvægur þáttur nýting -rækjuauðlindarinnar hefur orðið á skömmum tíma í þjóð- arbúskapnum. Þessi samanburður sést á meðfylgjandi mynd nr. 1. Framfarir og framleiðniaukning Fjölmiðlaumræðan um rækju- vinnsluna hefur oft verið á þann veg að þar hafí átt sér stað nánast gegndarlaus offjárfesting og algjör óstjóm, menn „kroppi þar augun hvor úr öðrum“ o.s.frv. Það er rétt að rækjuframleiðendur hafa átt í hatrammri samkeppni um hráefni enda voru kvótar á úthafsrækju skornir niður um 40% milli áranna 1988 og 89. Kaupmenn á Lauga- veginum og Kringlunni eiga líka í harðri^Samkeppni. Það má segja að þeir hafí „kroppað augun hvor úr öðrum“ ef menn vilja orða það svo. Þetta er einfaldlega eðli samkeppn- innar. Það ber ekki vott um taumlausa óstjóm að í rækjuframleiðslu hefur að líkindum orðið ein mesta fram- leiðniaukning sem um getur í íslenskum atvinnuvegum hin síðari ár. Aukin nýting og hagræðing í rækjuvinnslunni skilar, eins og áður er að vikið í auknum útflutnings- verðmætum í ár a.m.k. 500 milljón- um króna fram yfir það, sem menn hefðu fengið út úr sama hráefnis- magni fyrir þremur árum með þeirri tækni og verkþekkingu, sem þá tíðkuðust. Það ber heldur ekki vott um óstjóm að gæði afurða hafa aukist hröðum skrefum. Kaupendur frystrar soðinnar rækju, einkum stórar verslunarkveðjur, hafa gert stórvaxandi kröfur. Fulltrúar þeirra hafa hreinlega tekið út verksmiðj- ur, sem þeir samþykkja að kaupa afurðir af. í því skyni að verða við þessum kröfum markaðarins hafa menn fjárfest fyrir 15-20 milljónir á verksmiðju síðustu misseri, fram- leitt meiri gæðavöru og fengið tryggari og betri markað fyrir vik- ið. Þetta er ástæðan fyrir nær allri fjárfestingu í rækjuvinnslu hin síðari ár. Nokkrar verksmiðjur eiga enn eftir að takast á við þetta verk- efni, sem vonandi verður fljótlega. Auðvitað lýkur slíku hagræðing- arstarfí aldrei og gæði framleiðslu þarf endalaust að vera að færa til betra horfs. Það er krafa neytenda í nútímaþjóðafélagi. Það stendur því heilmargt til bóta í rækjuvinnsl- unni eins og í flestum íslenskum atvinnurekstri. Það má t.d. lengi deila um hvað sé eðlileg fjárfesting í slíkri sveiflugrein, sem rækju- vinnsla óhjákvæmilega er og hversu margar rækjuverksmiðjur eiga að vera í landinu. Þessar umbætur í næstu framtíð í rækjuvinnslunni eru þó ekki nauðsynlegar vegna stjórn- leysis og bruðls á undanförnum árum, eins og oft hefur verið látið í veðri vaka í fjölmiðlaumræðunni. Slíkar umbætur eru eðlilegt fram- hald af því sem gert hefur verið í hagræðingu og vöruvöndun í vinnslugreininni á stuttu vaxtar- skeiði hennar. Kostnaðarauki vegna kvóta áætlaður 250-300 millj. í fyrra Rækjuframleiðslan hefur orðið fyrir meiru en þungu markaðsá- falli. Kvóti, sem stjórnvöld tóku upp á úthafsrækju 1988, hefur valdið miklu meiri kostnaði hjá rækju- vinnslunni en annarri fískvinnslu. Skýringin á þessu er sú að rækju- framleiðendur ráða yfír litlum sem engum rækjuveiðikvótum. Talið er að fiskvinnslan í landinu eigi eða ráði yfir 80% af botnfiskkvótum með eignarhaldi á skipum, sem fá þann kvóta. Sambærilegt hlutfall hjá rækjuvinnslunni er nánast alveg öfugt þ.e. það er örugglega innan við 20%. Lárus Jónsson „Við horfum nú fram á mikinn samdrátt í framleiðslu sjávaraf- urða vegna veikra fiski- stofna. Rækjustofnarn- ir eru á hinn bóginn sterkir og öll úthafs- rækjumið fráleitt fund- in enn.“ Þetta er meginskýringin á því að um helmingur rækjukvóta geng- ur kaupum og sölum milli óskyldra útgerðaraðila, en einungis innan við 10% af þorskkvóta. Þetta kemur fram á eftirfarandi töflu og mynd nr. 2: Sala kvóta í % af heildarúthlutun 1989 1990 Rækjukvótar 44,5% 50,4% Þorskkvótar 9,1% 9,9% Varlega áætlað hafa þessi rækjukvótakaup, 12.400 tonn, kost- að um það bil 400 milljónir króna. í samkeppninni um hráefnið lenti bróðurparturinn af þessum kostnaði á rækjuvinnslunni en ekki útgerð- araðilum. Augljóst er því að varlega áætlað hefur þessi kostnaðarauki fyrir rækjuvinnsluna numið 250-300 millj. króna. Kaup á þorskkvótum eða öðrum botnfiskkvótum helgast oft af því að viðkomandi áformar að flytja þann físk sem keyptur er dýru verði beint á erlendan markað þar sem fæst hærra verð en fiskvinnslan getur greitt. Þessu er auðvitað ekki til að dreifa að því er varðar rækju. Rækjuvinnslan ber því sannanlega miklum mun meiri kostnað af kvótakaupum en aðrar fískvinnslu- greinar. Ríkisafskipti heimafyrir og ríkisstyrkir hjá keppinautum Það er bláköld staðreynd að ríkis- valdið hefur haft mikil afskipti af rækjuvinnslunni þau ár sem hún hefur verið að vaxa hvað örast og hasla sér völl sem mikil vaxtargrein í þjóðarbúskapnum. Þessi sérstöku ríkisafskipti, þótt frá sé talin geng- isskráningin, hafa m.a. komið fram í því að allt of mörgum rækju- vinnsluleyfum var úthlutað á sínum tíma. Það skiptir þó ef til vill ekki meginmáli nú. Afdrifaríkust hafa þessi sérstöku ríkisafskipti af rækjuvinnslunni líklega orðið þegar ríkisstjórn og Alþingi synjuðu ósk- um Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda um að rækjuvinnslan fengi hlutdeild í veiðikvótum á út- hafsrækju, og ákveðið var að þeim kvótum yrði úthlutað einvörðungu til of margra báta og skipa, þrátt fyrir það frumkvæði sem rækju- framleiðendur áttu í því að þessi auðlind var upphaflega nýtt. Augljóst var að þessi grein sjáv- arútvegsins hafði mikla sérstöðu, þegar stjórnvöld tóku ákvarðanir í kvótamálum. Auk frumkvæðis framleiðenda í nýtingu miðanna með leiguskipum átti rækjuvinnslan einungis lítinn hluta þess flota, sem fékk veiðikvóta. Með því að fá hlut- deild í þeim veiðikvóta hefði hún haft svipaða stöðu og aðrar sjávar- útvegsgreinar og kostnaður vegna kaupa á þeim kvóta hefði orðið mun minni og líkari því sem gerist í Verðmæti framleiðslu eftirtalinna afurða í % af sjávarvöruframleiðslu 1989 og 90. % 12 Rækju- og hörpudiskafurðir H! 1989 H 1990 Sala á rækju-og þorskkvóta 1989 og 1990 í % af heildarúthlutun. % 60 - Sala rækjukvóta ÉM3 1969 ■■ 1990 Sala innan árs milli útgerðaraðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.