Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 23

Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 23 Nærri 160 jeppar í hópferð Toyota UM 500 manns á 157 jeppum tóku þátt í hópferð sem Toy- ota-umboðið, P. Samúelsson, skipulagði sl. laugardag en þetta er í þriðja sinn sem um; boðið efnir til Toyota-dags. I ár var ákveðið að stefna saman eigendum Toyota-jeppa og voru flestir frá höfuðborgar- svæðinu en einnig slógust í hópinn Toyota- eigendur frá Norður- og Vesturlandi og víða af Suðurlandsundirlendinu. Ekið var um syðri Fjallabaks- leið og endað með grillveislu i Galtalækjarskógi. Segja má að það sé bjartsýni í meira lagi ef ekki hreint glap- ræði að stefna saman ótilteknum íjölda jeppa í slíka hópferð um viðkvæmar óbyggðir. En forráða- menn Toyota-umboðsins fengu félaga úr Ferðaklúbbnum 4x4 til liðs við sig varðandi framkvæmd ferðarinnar. Er skemmst frá því að segja að hún tókst í alla staði vel og áhyggjur vegna náttúru- spjaila óþarfar. Tilgangur þessarar jeppaferðar fjölskyldunnar var einmitt meðal annars sá að gefa jeppaeigendum sem ekki eru vanir hálendisferð- um kost á að ferðast um óbyggð- ir með vönu fólki. Safnast var saman við Nýbýlaveg þar sem Toyota-umboðið er til húsa og bílum skipað í hópa. Var einn félagi í klúbbnum 4x4 hópstjóri fyrir hveija tíu jeppa. Áður en lagt var upp fengu menn lýsingu á leiðinni og ýmis gögn og bækl- inga, m.a. um friðiandið að fjalla- Jeppaferð Toyota-manna. Það gat teygst úr lestinni þegar áð var. Toyota-umboðið bauð siðan til grillveislu í Galtalækjarskógi og var þá farið að rigna vel á hópinn sem lét það ekki á sig fá. baki. Óhætt er að segja að allir þátttakendur fóru eftir leiðbein- ingum fararstjóranna, óku að- eins á vegarslóðunum og gættu þess að spilla hvergi ósnortinni náttúrunni að fjallabaki. Ekið var í fyrsta áfanga að Hellu og síðan staldrað við að Keldum á Rangárvöllum. Þátt- takendur úr fyrstu 40 bílunum skoðuðu sig þar um stundarkorn og héldu síðan af stað til að næstu 40 bíiar kæmust að. Frá Keldum var ekið inneftir syðri Fjallabaksleið, fyrir vestan'Lauf- afell, um Reykjadali og framhjá Mógilshöfðum. Síðan var haldið í Galtalækjarskóg þar sem Toy- ota- umboðið bauð til grillveislu. Á þessari leið er að finna ýmsar aðstæður sem menn geta átt von á í óbyggðaferðum, torfarna vega- slóða um sanda og hraun, ár og snjóskafla og gafst því gott tæki- færi til að reyna jafnt ökumann sem bíl. í þessum tæplega 160 bíla flota Toyota jeppa voru jeppar af öllum gerðum, Hilux, 4Runner eða For- ingja og LandCruiser og má laus- lega áætla að verðmæti flotans hafi verið kringum 200 milljónir. Er þá miðað við að meðalverð á bíi sé eitthvað á aðra milljón króna. jt Býst við breytingnm á aðild að verkalýðs- félögum á næstunni -segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, segist vænta breytinga á þátttöku í verkalýðsfélögum hérlendis á næstu árum þannig að fólk muni í auknum mæii ráða því sjálft hvort það gerist félagar eða ekki. Hann segist jafnframt telja að svigrúm fólks til að velja sér lífeyrissjóði eigi eftir að aukast auk þess sem sjóðum muni að öllum líkindum fækka og þeir verða stærri. „Þetta feiknalega háa hlutfall af starfandi fólki sem er í verkalýðsfé- lögum á Islandi skýrist ekki af fá- dæma vinsældum félaganna heldur af því að þegar fólk kemur til starfa í fyrirtækjum í fyrsta skipti er oft- ast frá þessu gengið, yfirleitt án þess að spyija viðkomandi. Iðgjöld- in eru tekin af launum þess og send tilfeknu verkalýðsfélagi. Þetta er gert á grundvelli tveggja ákvæða í kjarasamningum, annars sem kveð- ur á um að félagsmenn viðkomandi verkalýðsfélags eigi forgangsrétt til vinnunnar og í sumum tilfellum einkarétt og hins að einhvern tíma fyrir löngu varð um það samkomu- lag að verkalýðsfélögin þyrftu ekki að banka upp á hjá félagsmönnum sínum og rukka um félagsgjöldin heldur skyldi heimilt að innheimta þau af launagreiðslum ásamt greiðslunum til lífeyrissjóða. Fé- lagsaðildin er því í raun og veru skylduaðild þó hún hafi þetta yfir- bragð að heita forgangsréttur," sagði Þórarinn. Aðild að lífeyrissjóðum er að sögn Þórarins lögbundin. „Öllum launa- mönnum og sjálfstæðum atvinnu- rekendum er skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstétt- ar eða starfshóps. Þannig er það í sjálfu sér sjálfstætt lögbundið að menn verða að eiga aðild að lífeyris- sjóði þeirrar stéttar eða starfsgrein- ar sem þeir tilheyra og sú löggjöf á sér rót í samkomulagi aðila vinnu- markaðarins," sagði Þórarinn. „Að sumu leyti eru ekki deilur um að einn þáttur í þessari trygg- ingarstarfsemi okkar sé skylduaðild að lífeyrissjóðum og fólki sé skylt að tryggja sig gagnvart því að verða gamalt. Um það er ekki deilt en það hefur hins vegar heyrst, sér- staklega síðustu misserin, að svigr- úm manna varðandi það hvar þeir taka þessa tryggingu ætti að vera meira. Ýmsir benda á að lífeyris- sjóðir lítilla starfsstétta séu ekki heppilegasta tryggingareiningin því þar er áhættan einmitt hámörkuð með því að auka líkurnar á því að hópurinn sé útsettur fyrir samskon- ar áhættu. Einhver þróun er þarna ugglaust framundan og mun hún örugglega birtast í því að lífeyris- sjóðunum fækki, þeir verði stærri og þar með betri tryggingareining,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að skylduaðild að verkalýðsfélögum væri afar mikið á undanhaldi í heiminum. „Það þyk- ir ekki samrýmast mjög vel hug- myndum manna um lýðréttindi og frelsi að fólki sé gert skylt að vera í tilteknum verkalýðsfélögum. Fyrir fáeinum árum gekk dómur í Mann- réttindadómstólnum sem ógilti samningsákvæði í Bretlandi um skylduaðild að tilteknu verkalýðsfé- lagi þar og í sumum löndum voru í kjölfarið sett lög sem tóku mið af þessum dómi sem bundu það að ekki væri hægt að svipta menn at- vinnu þó að þeir neituðu að vera í verkalýðsfélagi. Hér er þetta ekki komið svona langt en auðvitað hljóta mál að þróast á næstu árum hér eins og annars staðar þannig að mönnum verði gert það fijálst að vera í stéttafélagi eða ekki. Fyr- irkomulagið á þessum málum í dag er feiknalega ógeðfellt," sagði Þór- • arinn V. Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.