Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 27 Stofnandinn: Abedi, kallaður „Rasputin Miðausturlanda", stofnaði bankann 1972. Leppurinn: Ghaith Pharaon keypti banka í Georgíuriki, sem var áður í eigu Bert Lance. Eigandinn: Zayed fursti, einn auðugasti maður heims, á mest í glæpabankanum. Flæktur í málið: Clark Clif- ford, fyrrverandi landvarna- ráðherra. Rannsókn er hafin á hugsanlegri hlutdeild hans í málinu. og endurskoðendur þess skildu það ekki. Bankinn færði sér óspart í nyt góða aðstöðu á Cayman-eyjum. Þar er ekkert bankaeftirlit og BCCI „gat falið nánast allt“, að sögn Time. Auk þess var bókhald fyrirtækisins á úrdú, ríkismáli Pakistans. Ólíklegt er að takast muni að hafa upp á þeim fjár- munum sem er saknað og ránsfeng Abedis, sem hefur stofnað nýjan banka í Karachi. BCCI safnaði innlánum og stal þeim flestum, en gat alltaf greitt öll- um, sem báðu um peninga. Á upp- gangsárum bankans um og eftir 1980 streymdi til hans fé frá eiturlyfjasöl- um, skattsvikurum og óheiðarlegum stjómmálamönnum. Bankinn naut góðs af fjárflótta og fékk orð fyrir að geta séð um millifærslur hvert á land sem væri og falið peninga án þess að hægt væri að rekja slóðina. Bankinn kunni að fara í kringum gjaldeyrisreglur og falsa banka- ábyrgðir til stuðnings smygli. í Panama hjálpaði BCCI Noriega að stela úr ríkissjóði landsins á skipu- legan hátt. Noriega fékk einnig að stofna reikninga í bankanum í nafni þjóðvarðliðs, varnarliðs og fjármála- ráðuneytis Panama, flytja ríkistekjur á þessa reikninga og taka fé út af þeim._ í írak notaði Saddam Hussein BCCI til að sölsa undir sig drjúgan skerf af olíutekjum landsins á síðasta áratug. Að sögn Time hjálpaði bank- inn Saddam við millifærslur á pening- um og faldi þá fyrir hann um allan heim. í Guatemala hefur hrun BCCI leitt til rannsóknar á 30 milljóna dollara láni, sem bankinn veitti. Hluti fjárins mun hafa verið notaður í mútugjafir til að hindra rannsókn á mikilvægum viðskiptavini BCCI. Þegar áhrif BCCI jukust myndaðist kjarni óheiðarlegra millistjórnenda í bankanum. Þetta voru yfirleitt úti- bússtjórar erlendis, sem þurftu aðeins að safna nýjum innlánum og höfðu gott svigrúm. Einn þeirra var Amjad Awan, sem var fundinn sekur á Florida um að hafa „skolað" peninga frá Noriega. Kringum þá myndaðist kjami viðskiptavina, sem talið er að hafi verið um 3.500 óheiðarlegir kaupsýslumenn víða um heim. Abedi brýndi fyrir starfsmönnum BCCI að tryggja ný innlán. Þá voru sennilega margir milljarðar dollara að hverfa sögn Tinie. Háttsettir starfsmenn flýttu sér að færa innlán á leynireikninga á Cayman-eyjum. Þessir reikningar mynduðu „banka innan bankans," sem aðeins Abedi og nokkrir aðrir vissu um. BCCI not- aði fé af þessum reikningum til að lána ríkisstjórnum, sem bankinn vildi koma sér í mjúkinn hjá — til dæmis Nígeríu sem fékk einn milljarð doll- ara — eða til að tryggja yfirráð yfir fyrirtækjum á laun. Með slíkum lánum tryggði BCCI sér yfirráð yfir First American Bankshares í Washington og bönk- unum í Georgíu og Kaliforníu. Síð- asttalda bankann keypti leppur Abe- dis, Ghaith Pharaon frá Saudi-Arab- íu, sem mun hafa fengið 500 milljóna dollara lán hjá BCCI á tveimur síð- ustu áratugum. Lánin voru tryggð með hlutabréfum í fyrirtækjum, sem Pharaon keypti, og voru aldrei endur- greidd. Þegar bandaríski seðlabankinn komst að því fyrr á þessu ári að BCCI ætti bandarísku bankana fyr- irskipaði hann að þeir skyldu seldir. Innlán BCCI hurfu einnig vegna þess að Svarta netið notaði pening- ana í mútugreiðslur og vopna- og gjaldeyrisviðskipti. Time segir að toll- gæzlumönnum í höfnum og flug- stöðvum víða um heim hafi verið mútað og að milljónir dollara, sem hafi átt að nota til að múta bandarísk- um embættismönnum, hafi streymt um skrifstofur BCCI í Washington. Mútugreiðslur og tengsl við leyni- þjónustustofnanir kunna að vera ein skýringin á aðgerðarleysi yfirvalda að sögn blaðsins. Bandaríska dóms- málaráðuneytið hafi hindrað rann- sókn Johns Kerrys öldungadeildar- manns frá Massachusetts. Kerry seg- ir að ráðuneytið hafí neitað að útvega skjöl og stungið yfirlýsingu mikil- vægs vitnis undir stól. Aðeins eitt vitni hefur verið kvatt fyrir dóm vegna rannsóknar ráðuneytisins sjálfs. Aðstoðarmaður Kerrys telur að vísvitandi hafi verið reynt að tak- marka rannsóknina: „Eina spurning- in er hvort það er vegna spillingar á æðstu stöðum eða tilraunar til að fela ólöglegt athæfi stjórnvalda.“ Dularfullt þykir að BCCI-skjöl um Noriega „hurfu“ á leið frá Panama- borg til Washington. Boði trygginga- fyrirtækið Lloyd’s í London um að útvega sannanir um mútur og undir- borðsgreiðslur var ekki tekið. Fáir vinna við rannsókn á máli First American og öðrum málum tengdum BCCI í Tampa, Florida, og Miami. Bankayfirvöld í Bretlandi aðhöfð- ust ekkert fyrr en ári eftir að endur- skoðun sýndi að staða bankans var veik. Englandsbanki virðist hafa staðið í samningum við yfirvöld í Abu Dhabi í von um að furstinn komi bankanum til hjálpar. Mál skrifstofu BCCI í Washington er órannsakað. Fulltrúi bankans virð- ist flúinn til Pakistans og Time telur að „svört bók“ um hann og Svarta netið í Karachi kunni að veita forvitn- ilegar upplýsingar um eitt mesta bankasvindl sögunnar. Vestmannaeyjar: Þrjú þúsund manns við setningu Þjóðhátíðar Vestmannaeyjum. RUMLEGA 3.000 manns voru viðstödd setningu Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Forráðamenn hátíðarinnar eru bjartsýnir um góða aðsókn enda er mikill straumur fólks er til Eyja. Týrarar hafa unnið af kappi við það síðustu vikur að byggja mann- virki í Heijólfsdal. Sölubúðir, danspallar, brú yfir tjörnina, aust- urlenskt hof og fleira hefur verið reist í Dalnum. Skreytingameist- arar hafa síðan skreytt mannvirk- in með ýmsum fígúrum og eru persónurnar úr Turtles og Simp- son-fjölskyldunni þar í aðalhlut- verkum. Mikill straumur fólks virðist liggja til Eyja af fastalandinu og að sögn þeirra sem sjá um fólks- flutninga til Eyja er straumurinn með mesta móti. Flugleiðir voru til dæmis með 25 fullbókaðar ferð- ir í gær og fyrradag og Islands- flug flutti yfir 300 farþega þessa tvo daga. Síðdegis í gær voru laus sæti í dag hjá báðum félögunum. Þá er Leiguflug Vals Andersen verða með loftbrú milli lands og Eyja og hefur mjög mikið verið bókað í ferðir þar. Hjá Heijólfi fengust þær upplýsingar að það stefndi í mun meiri flutninga hjá þeim nú en fyrir síðustu þjóðhátíð. Grímur Morgunblaðið/Grímur Gíslason Óskar Húnfjörð, framkvæmda- stjóri Krútts hf., við gosgáminn en þar eru 13 tonn af gosi sem fara ofan í gesti á Húnavershátíð- inni. Húnaver: Þrettán tonn af gosi ofan í mótsgesti FIMMTÍU og átta manns, frá Slysavarnafélagi íslands og Flugbjörg- unarsveitum á Norðurlandi, verða á slysavakt á rokkhátíð í Húna- veri um helgina, auk þess verða um fimmtán lögregluþjónar við löggæslu. Búist er við fjölmenni á hátíðina. Aðilinn sem sér um veit- ingar í Húnaveri, Krútt hf. á Blönduósi, ætlar hátíðagestum að inn- byrða þrettán tonn af gosdrykkjum. Jakob Magnússon og Ingi Hans, forráðamenn rokkhátíðarinnar, sögðu í samtali við Morgunblaðið að allur undirbúningur hátíðarhalda hefði gengið vel. Öll hreinlætisaðstaða væri orðin mjög góð og mikill viðbúnað- ur væri í sambandi við allt eftirlit á svæðinu, bæði hvað varðar löggæslu og þjónustu í slysatilfellum. Þeir félagar sögðu að þessi hátíð væri fyrst og fremst tónlistarhátíð og væri boðið upp á lifandi tónlist frá morgni til kvölds. Engin önnur skemmtiatriði verða í boði en framboð hljómsveita er mikið. Búist er við að um fjörutíu og átta misjafnlega þekktar hljóm- sveitir víða að af landinu stígi á svið í Húnaveri og flytji mótsgestum tónlist sína gegnum hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Má búast við því að svartdælskir mófuglar verði að láta í minni pok- ann um þessa helgi í tónlistarflutningi en þeirra tími kemur aftur. - Jón Sig. Fólk streymir að Galtalæk MorgunDiaoio/Kari Jönsson Um þrjú þúsund gestir voru komnir á bindindismótið í Galtalækjarskógi um miðjan dag í gær, samkvæmt áætlun lögreglunnar á Hvolsvelli. Starfsmenn voru að leggja síðustu hönd á undirbúning og fólk streymdi að. Myndin var tekin af fólki að tjalda á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.