Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 Könnun á matar- æði Islendinga Meira en hálfur diskur af grænmeti og kartöflum og fæðið verður léttara og auðugra af bætiefnum og trefjaefnum. eftir Laufeyju Stein- grímsdóttur Á síðasta ári fór fram viðamikil könnun á mataræði þjóðarinnar á vegum heilbrigðisráðuneytis og Manneldisráðs. Fyrsta skýrsla um k'önnunina hefur nú litið dagsins ljós og er þar greint frá aðdraganda þessara framkvæmda, aðferðum sem beitt var við könnunina og helstu niðurstöðum. Engin þjóð í víðri veröld borðar og drekkur eins og íslendingar. Mataræði nútíma íslendinga er ein- stök blanda rammíslenskra matar- hefða og erlendra áhrifa, sjoppu- menningar og heilsubylgju. I þess- ari fyrstu skýrslu könnunarinnar er greint frá helstu sérkennum á íslensku mataræði, kostum þess og löstum og birtar töflur um næring- argildi fæðisins eftir aldri og kyni. Engin meðalmennska Öll meðalmennska virðist eiga lítið upp á pallborðið hjá íslending- um, að minnsta kosti hvað varðar neysluvenjur. Það vekur athygli þegar borin er saman neysla Islend- inga og annarra Evrópuþjóða að við sáum hvert metið á fætur öðru ýmist vegna mikillar eða óvenju lí- tillar neyslu á einstökum matvörum. Ekki eru þessi met ölll jafn eftir- sóknarverð þótt öðrum vildum við síst glata því í þeim felast helstu og bestu kostir á íslenskri matar- menningu. Við getum stært okkur af því að borða meira af fískj en nokkur önnur Evrópuþjóð en hljót- um líka þann vafasama heiður að eiga Evrópumet í gosdiykkjaneyslu. Nýmjólkurneysla er hér meiri en víðast hvar í álfunni og kindakjöt borðar engin Evrópuþjóð í sama mæli og íslendingar en þegar röðin kemur að grænmetisneyslu vermum við neðsta sætið og sömu sögu er að segja um fæðu úr jurtaríkinu almennt. Laufey Steingrímsdóttir „ Við getum stært okkur af því að borða meira af fiski en nokkur önn- ur Evrópuþjóð en hljót- um líka þann vafasama heiður að eiga Evrópu- met í gosdrykkja- neyslu. Nýnyólkur- neysla er hér meiri en víðast hvar í álfunni og kindakjöt borðar engin Evrópuþjóð í sama mæli og Islendingaren þegar röðin kemur að grænmetisneyslu verm- um við neðsta sætið.“ Hvaða lærdóm getum við dregið af þessum staðreyndum? Borða Is- lendingar nægilega hollan mat? Meira grænmeti Á því leikur ekki vafi að ýmislegt gæti betur farið í mataræði íslend- inga. Sérstaklega er ástæða til að hvetja til meiri neyslu grænmetis. Grænmeti er hollustuvara sem ekki aðeins þeir efnameiri heldur allir íslendingar ættu að hafa efni og tækifæri til að njóta. Nú er á mark- aðnum ný innlend uppskera af alls kyns fersku og góðu grænmeti. Það gefst varla betra tækifæri til að gæða gamlar uppskriftir nýju lífi með miklu og safaríku grænmeti. Rétt er að taka það fram að nið- urstöður könnunarinnar sýna að flestir íslendingar borða gjarnan eitthvert grænmeti með heitum mat. Það eru ef til vill tveir tómat- bátar og gúrkusneið með fiskinum eða fáeinar baunir og laukur í kjöt- kássunni. Það er fýrst og fremst magnið sem vantar. Helst ættu grænmeti, kartöflur, hrísgijón eða pasta að fylla meira en helming disksins en kjötið mætti vera í minnihluta. Þannig verður fæðið léttara, auðugra af trefja- og bæti- efnum og meira í samræmi við næringarþörf mannsins, ekki síst kyrrsetufólks. Hins vegar er engin ástæða til að forðast kjöt eða kjötvörur því kjötið er mikilvægur næringargjafi, ekki síst fyrir jám, sink og Bl-vít- amín. Kjöt er að sjálfsögðu misfeitt en það vekur sérstaka athygli að samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar vega kjöt og kjötvörur til- tölulega lítið í fituneyslu lands- manna, veita aðeins um 16 af hundraði heildarfitunnar borið sam- an við 43 af hundraði fyrir smjör- líki, smjör og olíur. Fitan í fæðunni Það fer ekki á milli mála að það er viðbætta fítan sem við notum með mat og á brauð, við matar- gerð, bakstur og í majonessósur, sem hefur úrslitaáhrif á fituneyslu íslendinga. íslenska lambakjötið hefur löngu misst forystuhlutverk Nýja sýrða léttmjólkin er frábær hollustuvara. sitt sem fitugjafi í fæðunni. Það nær ekki einu sinni öðru sæti því þar hafna mjólk og mjólkurvörur sem veita um fjórðung þeirrar fitu sem landsmenn neyta. Raunar hafa framleiðendur mjólkurvara auð- veldað okkur verulega að minnka fituneysluna meðal annars með framleiðslu léttmjólkur og nú síðast sýrðrar léttmjólkur. Notkun fitu- minni mjólkurvara er einföld leið til að minnka fituneysluna án þess að það komi niður á hollustu eða gæðum fæðunnar. Nýja sýrða létt- mjólkin er dæmi um frábæra fitu- skerta mjólkurvöru sem vonandi á eftir að vera algeng sjón á morgun- verðarborði íslendinga. ( Okkar er valið íslendingar eiga völ á heilnæmu fæði. Her er á boðstólum fjölbreytt úrval af góðum mat, bæði innlend- um og erlendum. En það er líka mikið úrval af lélegu fæði, sætind- um, gosdrykkjum og feitum mat. Okkar er valið. Höfundur er næringarfræðingur. Gamli sáttmáli - eftir Tómas Einarsson Eitt helsta umræðuefni manna um þessar mundir er hvort íslend- ingar eigi að tengjast öðrum Evr- ópuþjóðum nánar með inngöngu í hið svonefnda Evrópska efnahags- bandalag (EEB). Jafnan þegar um stórmál er að ræða skiptast menn í fylkingar. Undanfarið hafa birst greinar um þetta mál í blöðum. Margir merkir menn hafa lofað mjög ágæti þess að tengjast umheiminum með þess- um hætti, en aðrir mælt á móti. Því meira sem ég hugsa um málið leitar hugurinn æ oftar til fortíðar. Hef ég reynt að bera sam- an rök þau sem borin eru fram af talsmönnum EEB og það sem stendur í Gamla sáttmála, er íslend- ingar samþykktu á Alþingi 1262. Til fróðleiks birti ég hér með sátt- málann, eins og hann er skráður í kennslubókum. Hann er ekki langur eða margorður, en segir samt sitt: Gamli sáttmáli Það er sannmæli bænda fyrir norðan land og sunnan: 1. að þeir játuðu ævinlega skatt herra Hákoni konungi og Magnúsi konungi, land og þegna með svörð- um eiði, 20 álnir hver sá maður, sem þingfararkaupi á að gegna. Þetta fé skulu saman færa hrepp- stjórar og til skips fiytja og vera þá úr ábyrgð um það fé. 2. Hér í móti skal konungur láta oss ná friði og íslenskum lögum. 3. Skulu sex skip ganga af Nor- egi til Islands tvö sumur hin næstu, en þaðan í frá sem konungi og hin- um bestu bændum landsins þykir hentast í landinu. 4. Erfðir skulu uppgefast fyrir íslenskum mönnum í Noregi, hversu lengi sem þær hafa staðið, þegar réttir koma arfar til eða þeirra lög- legu umboðsmenn. 5. Landaurar skulu upp gefast. 6. Slíkan rétt skulu íslenskir menn hafa í Noregi sem þá, er þeir hafa bestan haft og þér hafið sjálf- ir boðið í yðar bréfum, og að halda friði við oss, svo sem guð gefur yður framast afl til. 7. Jarlinn viljum vér yfir oss hafa, meðan hann heldur trúnað við yður og frið við oss. 8. Skulum vér og vorir arfar halda með yður allan trúnað, meðan þér og yðar arfar halda við oss þessa sáttargjörð, en lausir ef hún rýfst að bestu manna yfirsýn. Fyrstu tvær greinarnar segja frá því, sem báðir aðilar þráðu mest, konungur að ná .yfírráðum á ís- landi, en íslendingar að fá frið, eft- ir margra áratuga ófrið, sem ekki síst var til stofnað að undirlagi Noregskonungs, þótt hann kæmi þar sjálfur hvergi nærri í eigin per- „Þegar samningurinn er lesinn er ekki annað að sjá, en forfeður okk- ar hafi talið að hann myndi gilda í skamman tíma og unnt yrði að segja honum upp þegar svo hentaði.“ sónu. Næstu þijár greinarnar fjalla um hið efnahagslega hagræði ís- lendingum til handa. Þeir áttu að öðlast jafnan rétt til erfða og Norð- menn, þeir þurftu ekki að borga landaura (þ.e. tolla). í 6. grein áttu þeir að fá bestu kjör í Noregi, eins góð og þeir höfðu haft áður fyrr. Að síðustu eru tvær greinar, sem sýna hversu einlægir og auðtrúa íslendingar hafa verið. Þeir treysta því, að unnt sé að rifta þessum samningi, þegar aðstæður leyfa „að bestu manna yfirsýn". Þegar samningurinn er lesinn er ekki annað að sjá, en forfeður okk- ar hafí talið að hann myndi gilda í skamman tíma og unnt yrði að segja honum upp þegar svo hentaði. Hvernig fór? Hið erlendá vald sleppti ekki _því, sem klær þess höfðu náð. Arið 1281 þröngvaði EEB konungur Alþingi til að samþykkja lögbók (Jónsbók), sem hann hafði látið semja (sjá gr. 2) og þegar „bestu menn“ fóru að láta í sér heyra og vitna til samningsins, var ekki á þá hlustað. Því til sanninda má benda á Skálholtssamþykkt frá 1375, Áshildarmýrarsamþykkt frá 1496 og Leiðarhólmsskrá frá 1513. Og allir íslendingar kannast við Kópavogssamninginn sem gerður var 1662. Árið 1496 komu margir djarf- huga bændur saman á fund að Áshildarmýri á Skeiðum í Árnes- sýslu til að mótmæla ánauð og kúgun og krejast endurbóta á stjómarfari hins erlenda valds sem einskis sveifst. Á þessum stað hefur nú verið reistur minnisvarði, sem tákn um þjóðarvilja, sem ekki lætur bugast. Þeir íslendingar sem undirrituðu Gamla sáttmála hafa óefað talið hann bestu lausnina fyrir þjóðina, eins og málum var þá háttað. Þeir hafa einnig talið að ákvæðið um uppsögnina „að bestu manna yfir- sýn“ myndi halda. En þar skjátlað- ist þeim hrapallega. Hinir erlendu drottnarar tóku endurgjaldslaust til sín þau gæði lands og sjávar sem þeir girntust og fluttu út, án tillits til efnahagsástands fólksins í land- inu. Þar réð afl hins sterka, hans var réttlætið, hvað sem öllum sam- ingum leið. Forráðamenn þjóðarinnar árið Tómas Einarsson 1262 gátu að sjálfsögðu ekki séð fyrir, að það myndi taka hana nærri 700 ár að losna undan þessu er- lenda valdi. Ég vil benda þeim á, sem fjalla nú um þessi mál, að kynna sér vand- lega sögu þjóðarinnar sl. 700 ár, skoða vel efni fyrrnefndra sam- þykkta og jafnvel skreppa eina dag- stund að minnisvarðanum í Áshild- armýri. Og hafa meðferðis sam- þykkt bændanna úr Árnesþingi og lesa hana á staðnum. Kannske myndi þá meðvitund þeirra skýrast örlítið. v Hvaða gjald þurfti Esaú að greiða fyrir baunadiskinn? Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.