Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs; Sex tíllögnr rædd- ar á fundi ráðsins Menningarmálanefnd Norð- urlandaráðs heldur fund á Hót- el KEA á mánudag, 7. ágúst, og liggja sex þingmannatillögur fyrir fundinum. Nefndin er ein sex fastanefnda Norðurlanda- ráðs og þar eiga sæti 13 þing- menn, sem eru fulltrúar þjóð- þinganna á Norðurlöndum. Nefndin heldur að jafnaði sex fundi árlega og í tengslum við einn þeirra er farin kynnisferð utan höfuðborgarsvæðanna. Að loknum fundinum á Akur- eyri heldur nefndin til Egilsstaða, en dvölinni hér á landi lýkur í Reykjavík þar sem Norræna húsið og Listasafn íslands verða m.a. heimsótt. Eldurí fjölbýlishúsi Eldur kom upp í ijölbýlishúsi við Hrísalund 14 á Akureyri í gæmorgun og fylltist stiga- gangurinn af reyk og urðu af honum nokkrar skemmdir. Slökkvilið Akureyrar var kall- að að húsinu nokkru fyrir klukkan 10 í gærmorgun. Pottur hafði gleymst á eldavél með þeim afleiðingum að íbúð og stigagangur í húsinu fylltist af reyk. Einn maður var í íbúð- inni, en honum varð ekki meint af, að sögn Gísla Kristins Lór- enzsonar varaslökkviliðs- atjóra. Vel gekk að hreinsa reykinn út. Morgunblaðið/Rúnar Þór Atvinnulausum hefur fjölg- að um 40 á milli mánaðamóta Tillögur sem fyrir fundinum liggja varða m.a. bætta umferðar- fræðslu í grunnskólum, stofnun norræns sumarskóla fyrir veflista- menn og greiðslur til rétthafa sam- kvæmt höfundarréttarreglum vegna sjónvarpssendinga milli Norðurlanda. Fjallað verður um samstarf nefndarinnar við Evrópudómstól- inn og um norrænt samstarf við Eystrasaltsríkin. Þá verður fjallað um kynningu utan Norðurlanda á listum og menningu á Norðurlönd- unum. SIÐARI umræða uni fjárhags- áætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 1991 var tekin fyrir í hrepps- nefnd í fyrrakvöld. Áætlaðar tekjur hreppsins eru um 100 milljónir króna. Geysilega stór hluti teknanna fer til fræðsiu- mála, eða 46 milljónir. FLEIRI eru skráðir atvinnulausir á Akureyri nú um mánaðamótin en var um þau síðustu og einnig eru nokkru fleiri í atvinnu í bæn- um nú en var á sama tíma á Fjárhagsáætlunin var einróma samþykkt á fundinum. Framkvæmdum við jarðhæð á skrifstofu hreppsins á Syðra- Laugalandi er nú lokið og hafa tek- ist ljómandi vel og er aðstaðan stórglæsileg. Eftir er að gera tengi- síðasta ári. Skýringin á aukning- unni er að mestu leyti sú að starfs- fólk Álafoss kom inn á atvinnu- leysisskrá í júlímánuði. Konum á atvinnuleysisskrá hefur fjölgað um 44 á milli mánaðamóta. Iðja, félag verksmiðjufólks, hefur greitt út um 9 milljónir króna í atvinnuleysisbætur á árinu og stefnir allt í að á þessu ári muni félagið greiða út hærri upphæð í atvinnuleysisbætur en á siðasta ári. 1 lok júlímánaðar voru 221 skráð- ir atvinnulausir á Akureyri, 76 karl- ’ ar og 145 konur. Fyrir mánuði voru 181 á skrá, 82 karlar og 99 konur, þannig að ijölgað hefur um 40 á atvinnuleysisskránni á milli mánaða. Alls eru 60 félagsmenn úr Einingu atvinnulausir, 17 karlar og 43 kon- ur, en 100 félagsmenn úr Iðju eru skráðir atvinnulausir nú, 23 karlar og 77 konur. Um síðustu mánaða- byggingu við kjallara og breyta inn- réttingum þar. Á jarðhæðinni er fundarsalur sveitarstjórnar, skrifstofa starfs- manna og þar hefur sveitarstjórinn, Pétur Þór Jónasson, einnig aðstöðu. Benjamín. mót, þ.e. í lok júni, voru 36 Iðjufélag- ar atvinnulausir, 18 af hvoru kyni. Þá má nefna að nú eru 34 verslunar- menn án atvinnu á Akureyri, 20 konur og 14 karlar. Sigurbjörg Héðinsdóttir á Vinnu- miðlunarskrifstofunni sagði að auk- ing atvinnuleysis nú stafaði fyrst og fremst af því að starfsfólk Álafoss, einkum konur, hefðu komið inn á atvinnuleysisskrá í júlí. Hún sagði að verkakonur, þ.e. þær sem sjá um þrif í skólum bæjarins, myndu detta út af skránni í ágúst og í kjölfarið myndi atvinnuleysistalan vonandi lækka. Ármann Helgason varaformaður Iðju sagði að einungis hluti starfs- fólks Alafoss hefði skráð sig hjá atvinnuleysisskrá, þannig að tölur drægu ekki upp raunverulega mynd af atvinnuleysinu. Hann sagði að rekstrarfélag um rekstur Álafoss hefði að undanförnu verið að ráða starfsfólk og eftir því sem hann best vissi hefðu allfiestir verið endur- ráðnir. Atvinnuleysistölur myndu því eitthvað lækka, en ekki væri vitað hvenær þær gætu hækkað aftur, sumt af fólkinu hefði fengið atvinnu hjá rekstrarfélaginu til 31. október og annað fram til áramóta. „Mál verða að skýrast í þessum mánuði, það má alls ekki dragast lengur, við óttumst að markaðir kunni að tapast ef ekki verður ákveðið með framhaldið fljótlega," sagði Ármann. Iðja hefur greitt út röskar 9 millj- ónir króna í atvinnuleysisbætur til félagsmanna sinna það sem af er árinu, en allt síðasta ár vorugreidd- ar út 12,6 milljónir króna. Armann taldi allt stefna í að meira yrði greitt á yfírstandandi ári en því fyrra, en þó hefði mönnum þótt tal- an ansi há sem þá var greidd. Bæjarráð: 54 félagslegar íbúðir keypt- ar á árinu BÆJARRÁÐ Akureyrar ákvað á fundi í fyrradag af hvaða verk- tökum í bænum keyptar verða félagslegar eignaríbúðir, en alls var bænum úthlutað byggingu 49 slíkra íbúða. Frá fyrra ári átti eftir að ráðstafa 5 íbúðum, þannig að um er að ræða sam- tals 54 íbúðir. Samþykkt var að kaupa 12 íbúð- ir af Pan hf., 3 af Fjölni hf., 4 af Fjölnismönnum hf., 5 af SS-Byggi og 3 af Trétaki. Þá mun Aðalgeir Finnsson hf. byggja 19 íbúða fjöl- býlishús. Þeim íbúðum sem eftir standa verður ráðstafað á næst- unni, að sögn Sigurðar J. Sigurðs- sonar forseta bæjarstjórnar. Nær allar íbúðirnar verða byggð- ar í Giljahverfi. Morgunblaðið/Benjamín Vel fer um sveitarstjórnarmenn í hinum nýuppgerða fundarsal sveit- arstjórnar Eyjafjarðarsveitar. Eyjafjarðarsveit: Mestu fé veitt til fræðslumála Ytri-Tjörnum. Ástæða þess að Ijárhagsáætlun kemur svo seint fram er uppgjör á hreppunum þremur, sem sameinað- ir voru í upphafi árs. Aðrir stórir liðir eru yfirstjórn sveitarfélagsins með 11 milljónir, rekstur fasteigna 7,5 milljónir, og fjármagnsgjöld 6,2 milljónir. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. ■ Drottinn Guó. veit mér vernd þina, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Anien. Fæst í Reykjavík: Kirkjuhúsinu, Kirkjutorgi 4 og Jötu, Hátúni 2. Akureyri: Hljómveri, Grettisgötu 32 og Shell bensínaf- greiðslu v/Hörgárbraut. Verðkr. 100,-. Orð dagsins, Akureyri. Jafnréttis- og fræðslufulltrúi tekinn til starfa: Hlakka til að hefja störf - segir Valgerður Bjarnadóttir „STARFIÐ leggst vel í mig og ég hlakka til að takast á við það. Mér fannst ég á tímabili vera búin að fá nóg af jafnréttismálum, en eftir dálítið hlé frá þeim vettvangi þá er ég til í slaginn aftur, enda af nógu að taka á þessu sviði,“ sagði Valgerður Bjarnadótt- ir, en hún tók við nýju starfi jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akur- eyrarbæjar í fyrradag. Valgerður er eini starfandi jafnréttisfulltrú inn á vegum bæjiirfélags í landinu. Starf Valgerðar verður tvíþætt, annars vegar á sviði jafnréttis- mála, en hvað það varðar er hún starfsmaður jafnréttisnefndar bæj- arins. Þá verður innan skamms stofnuð fræðslunefnd er hefur með höndum fræðslumál starfsmanna bæjarins og verður Valgerður einn- ig starfsmaður þeirrar nefndar. Þá verður það hlutverk hennar að framfylgjajafnréttisáætlun sem samþykkt var í bæjarstjórn Akur- eyrar fyrir tveimur árum og sagði Valgerður það verða eitt sitt fyrsta verk í starfí, að fara yfir þá áætl- un og endurskoða hana. Áætlunin er í ellefu liðum og m.a. er þar íjallað um mannaráðningar innan bæjarkerfísins, þar sem áhersla er lögð á að þegar ráðið verði, einkum í stjórnunar- og ábyrgðarstörf, verði jafnréttissjónarmiða gætt til samræmis við önnur mikilvæg sjónarmið. Þá verði einnig leitað leiða til að gera konum kleift að sinna stjórnunarstörfum, m.a. með sveigjanlegum vinnutíma. Annar þáttur í starfi Valgerðar er námskeiðahald af margvíslegu tagi fyrir starfsmenn bæjarins, kennara, fóstrur og fleiri og má þar nefna námskeið fyrir konur í sveitarstjórnum, konur er vilja stofna fyrirtæki og sjálfstyrking- amámskeið. Þá mun jafnréttis- og fræðslufulltrúi einnig veita ráðgjöf varðandi þá þætti er snerta hennar starfssvið og þá ekki eingöngu innan bæjarkerfisins, heldur í bæj- arféiaginu öllu. „Ég lít svo á, að hlutverk þessa starfsmanns sé að benda á þá hluti sem miður fara á þessu sviði í bæjarfélaginu öllu og skylt sé að taka upp þau mál þar sem mis- rétti hefur verið beitt," sagði Val- gerður, en benti á að vissulega mætti ekki rugla saman hennar starfi og t.d. Jafnréttisráðs sem hefðj vald til að fella dóma. „Ég er að leggja línurnar og hef í hyggju strax og sumarleyfum starfsmanna bæjarins lýkur að heimsækja fyrirtæki og stofnanir er undir hann heyra og kanna Morgunblaðið/Margrét Þóra Valgerður Bjarnadóttir, jafn- réttis- og fræðslufulltrúi Akur- eyrarbæjar. hvaða óskir og væntingar menn hafa, t.d. varðandi námskeið því fyrirhugað er að efla mjög endur- og símenntun á meðal starfsfólks bæjarins og í framhaldi af því kem- ur þörfín væntanlega í ljós,“ sagði Valgerður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.