Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 03.08.1991, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 MENGUN HAFSINS eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson íslendingar hafa nú upplifað fyrstu alvarlegu mengunina við strendur landsins í manna minn- um. Við erum öll reynslunni ríkari, en bændur nyrðra hafa orðið fyrir miklu tjóni. Talið er upplýst að mengunin á Ströndum hafi orðið vegna óvenju- legra hita á norðurslóðum nú í sumar og breytinga í lífríki sjávar af þeim völdum. Þessi mengun er okkur áminn- ing og lexía. í fyrstu var haldið að þessi uppákoma gæti verið af mannavöldum og var það ekki óeðlilegt. Mengunin á Ströndum minnir á hin miklu mengunarslys, sem hafa orðið víðs vegar um heim á undan- förnum árum og leiðir hugann að HeimilistæKi hf Tæknideild. Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 l/cd&iUM'SveújýaxílegsÁí mengun heimshafanna og þeirri hættu sem af henni stafar. Flest þessara slysa hafa orðið vegna mannlegra mistaka. Það er sérstök tilviljun, að mengunin á Ströndum verður í kjölfar merkilegrar ráðstefnUj sem hér var haldin í vor - MIUO-91, og gerð var talsverð skil í fjölmiðl- un á sínum tíma. Ráðstefnan tókst vel og vakti alla þátttakendur enn frekar til meðvitundar um hvað verndun ómengaðrar náttúru er mikilsvert mál. Við íslendingar höfum reyndar verið lengi að átta okkur á hætt- unni af mengun hafsins og mikil- vægi þess að fylgjast af alefli með mengunar- og náttúruverndarmál- um. Óbætanleg verðmæti eru oft- ast nær í húfi og fyrir íslendinga lífsbjörgin sjálf; fiskimiðin um- hverfís landið og lífríki sjávar, 71% af yfirborði jarðar er haf og fáum þjóðum er eins mikilvægt og ís- lendingum að halda höfunum hreinum. Um fáar þjóðir aðrar á betur við kjörorð Umhverfisráðstefnunn- ar Miljö 91; „aðhugsa á heimsvísu" í umhverfismálum. I erindi um menntun sjómanna á ráðstefnunni lagði ég undirritað- ur áherslu á aukna umhverfísvemd og þá sérstaklega verndun heims- hafanna. Mestu mengunarslysum sögunnar á sl. áratugum var lýst með örfáum orðum og hve afdrifa- ríkar afleiðingar það hefur haft, þegar skipstjóra hefur skort ábyrgðartilfínningu, þekkingu og skilning á viðkvæmu lífríki hafsins. Þessi slys eru strandið á olíu- flutningaskipunum Torrey Canyon 18. mars 1967, Amoco Cadiz 16. mars 1978 og Exxon Valdes 24. mars 1989. Mengunin á Ströndum og fyrr- nefnd slys eiga það sammerkt að í kjölfar þeirra varð mikill fugla- dauði og nálægar strendur stór- skemmdust um nokkurra ára bil. Olíumengunarslysin sýna hve mik- ið er í húfi og að skilyrðislaust á að krefjast tilkynningarskyldu allra skipa sem koma inn í íslenskra landhelgi eins og aðstoð- armaður umhverfísráðherra hefur lagt til. Um skip sem flytja olíu og önn- ur hættuleg efni, t.d. gas- og efna- flutningaskip og fl., á að setja strangar reglur varðandi tilkynn- ingar um staði, stefnu, hraða og siglingaáætlun skipanna meðan þau eru innan íslenskrar land- helgi. Þannig tilkynningarskyldu hefur fyrir löngu síðan verið komið á í Vpstur-Evrópu, t.d. um allar siglingar um Ermarsund og með- fram ströndúm Þýskalands, Hol- lands og Belgíu. Þau mengunarslys, sem hér er lýst, ættu að minna alla á, að það sem hefur einu sinni gerst, getur komið aftur í breyttri mynd, en með sömu afleiðingum, ef ekki er sýnd varkárni og árvekni. Strand Torrey Canyon, 18. mars 1976 Strand olíuflutningaskipsins Torrey Canyon á Sjösteinaskeijum við suðvesturodda Englands hinn 18. mars 1967 var fram til þess tíma með tilliti til mengunar dý- rasta og afdrifaríkasta skipsstrand sögunnar. Skipið var á leið frá Persaflóa til Milford Haven í Bretlandi með 110.000 tonn af hráolíu og strand- aði vegna ónákvæmrar siglingar, dómgreindar- og kæruleysis skip- stjórans, þegar aðeins nokkurra tíma sigling var eftir til ákvörðun- arstaðar. Skipstjórinn valdi þrönga siglingaleið og vandasama á milli skerja og sigldi skipinu á fullri ferð, 16. sml á klukkustund. Þetta gerði hann til þess að fara ekki að tillögum yfirstýrimannsins og ætlaði að spara hálftíma siglingu. Svo tæpt var siglt með fullfermt skipið af hættulegum farmi, að augnabliks mistök og misskilning- ur milli skipstjórans og háseta við skiptingu frá sjálfstýringu yfír á handstýringu olli því að skipið strandaði. Olían frá skipinu mengaði allar strendur á Suður-Englandi og kostaði milljarða króna, auk nær óbætanlegs tjóns á lífríki sjávar og stranda næstu árin og dauða þúsunda af sjávarfuglum. Skyndilega urðu allir meðvitaðir um þá miklu hættu sem slík skip geta skapað. Vakning varð víða um heim og fólk gerði sér grein fyrir alvarlegri mengun hafsins frá skolpleiðslum, olíuleiðslum við losun og lestun plíuflutningaskipa (mættum við íslendingar gjaman minnast þessa), dælingu og losun úrgang- solíu frá skipum á hafí úti. Strangari alþjóðareglur um mengunarvamir vom settar. Þær er m.a. að fínna í reglum Alþjóða- siglingamálastofnunar - MARPOL 73/78. Settar vom reglur um að olíuflutningaskip færðu nákvæmt bókhald um hvern dropa olíu, sem kæmi um borð eða færi frá borði. ítarlegar rannsóknir sem vora gerðar eftir Torrey Canyon-slysið leiddu ýmislegt í ljós. Við rannsókn á hreinsun olíu kom t.d. fram, að þau efni, sem höfðu verið notuð til hreinsunar- starfa, vom jafn skaðleg lífrænum efnum í hafinu og sjálf olían; sum efnin jafnvel enn skaðlegri. Síðan munu önnur hreinsiefni hafa verið tekin í notkun. Á siglingu papýmsbátsins RA II yfir Atlantshafíð, frá Marokkó til Mexíkó, árið 1970 varð norski mannfræðingurinn og ævintýra- maðurinn Thor Heyerdal var við ótrúlega mikið af svörtum olíu- flekkum á reki um Atlantshafið, „sem að því er virðist eru óendan- lega langirskrifaði hann í bók sína um ferðina. Árið 1970 ritaði siglingakappinn frægi Sir Francis Chichester eftir siglingu til Miðjarðarhafsins 1970 svohljóðandi bréf til dagblaðsins Times í London: „Ég er nýlega kominn úr reynslusiglingu tii Miðjarðarhafs- ins og aftur heim (til Englands), en samtals sigldi ég 4.600 sjómílur. Hvað eftir annað sigldum við í Guðjón Ármann Eyjólfsson „ Að lokinni bandarískri rannsókn var-fullyrt að a.m.k. 80.000 tonn af órforgengilegum tjöru- úrgangi væri fljótandi á um það bil 10% af heildaryfirborði heims- hafanna, þar með var talið Norður- og Suður-íshafið.“ gegnum olíubletti eða stóra, sam- hangandi flekki af olíubrák á yfir- borði sjávar. Þegar gaf á snekkj- una urðu eftir svartar olíuklessur á þilfarinu. Ég varð með vissu millibili var við margvísleg teikn eða bein áhrif af völdum olíu alla leiðina frá Sol- ent (sundið milli eyjarinnar Wight og S-Englands við Portsmouth) og til Gíbraltar, einnig í Miðjarðarhaf- inu frá Gíbraltar til Mallorca. Ég get um þetta, af því að ég held, að maður sjái þessa hluti betur á litlum seglbáti, sem er lág- ur á sjónum, heldur en frá stóru skipi. Þýðir þetta, að haldi þessi meng- un áfram í auknum mæli muni áhrif olíunnar drepa allt líf í haf- inu?“ Árið 1970 rituðu þrír haffræð- ingar, M.Hr Hom, J.M. Teal og R.H. Backus m.a. eftirfarandi um mengun sjávar í tímaritið Science: „Þegar á heildina er litið sýna at- huganir okkar að olíublettir eru í ótrúlega ríkum mæli á yfirborði sjávar. Þessir olíublettir valda stöð- ugri olíumengun, sem getur haft veruleg áhrif á vistfræði hafsins. Það gefur augaleið, að sameigin- legar rannsóknir haffræðinga hvaðanæva úr heiminum eru nauð- synlegar til að framkvæma mat á hve mikið magn olíu dreifist um höfin, bæði á yfirborði sjávar og blandað í sjónum, ef á að vera unnt að dæma eðlisfræðileg og efnafræðileg hvörf ásamt breyt- ingum á lífrænum samböndum og örverum, sem eru tengd umfangi, útbreiðslu og áhrifum mengunar á vistkerfi í höfunum." Á þesum tíma voru menn langt frá því að skilja til fullnustu áhrif olíunnar á lífríki sjávar. Að lokinni bandarískri rannsókn var fullyrt að a.m.k. 80.000 tonn af ófor- gengilegum tjöruúrgangi væri fljótandi á um það bil 10% af heild- aryfirborði heimshafanna, þar með var talið Norður- og Suður-Ishafið. Olíumengunin er óumflýjanleg arfleifð frá milljónum tonna af olíu, sem hafa runnið í höfín á liðnum áram og hafa leyst upp eða sam- lagast hafinu. Þetta mikla magn olíuúrgangs er breytilegt og var áætlað um 20 kíló á ferkílómetra í Miðjarðarhafinu, en 1 kíló á ferkílómetra í Norður-Atlantshaf- inu. (Aðalheimild: „Supership" eft- ir Noel Mostert, útg. 1975.) Árið 1969, tveimur áram eftir strand Torrey Canyon, sem var alvarlegasta mengunarslys fram til þess tíma, drápust um 12.000 fuglar ásamt þúsundum físka og sela á óútskýranlegan hátt í Ir- landshafi. í bandarískri skýrslu, sem var gefín út fyrir um 20 árum, í maí 1973, og byggð var á opinberum útgefnum tölum, kom í ljós að á hverju ári komu frá skipum, (olíu- flutningaskipum og fl.) um 1.370.000 tonn af olíu við venju- legan rekstur þeirra; auk þess rannu í sjóinn um 350.000 tonn vegna árekstra og svipaðra óhappa. Á umhverfisráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Stokkhólmi árið 1972 hélt hinn frægi prófessor og haffræðingur, Svisslendingurinn Jacques Piccard, því fram að á milli 5 og 10 milljónir tonna af úrgangi í ætt við olíur færu út í höfin, þar af kæmi um ein milljón tonna frá tankskipum. Piccard var- aði mjög við eyðileggingu á svifi (phytoplankton og zooplankton) sem framleiðir a.m.k. þriðjunginn af súrefni jarðarinnar og er undir- staða lífríkis sjávar. Af þessum tölum prófessors Piccards sést að langt er frá því að skip beri alla ábyrgð á mengun hafanna. Frá fljótum Vestur-Evr- ópu renna milljónir tonna úrgangs- efna til sjávar, aðeins í fljótinu Rín er áætlað að um hálf milljón tonna af efnaúrgangi renni út í Norð- ursjó. Þrátt fyrir þá aðvöran, sem allar þjóðir fengu eftir strandið á Torrey Canyon árið 1967 auk annarrar mengunar og greinilegra teikna um miklar hættur og traflanir á lífríki hafsins vegna olíumengunar og fl. áttu eftir að gerast enn alvar- legri mengunarslys, sem kostuðu milljarða króna og ollu óbætanleg- um umhverfisspjöllum og dauða tugþúsunda fugla og annarra dýra. Hér er átt við strand olíuflutn- ingaskipanna Amoco Cadiz við Frakklandsstrendur árið 1978 og Exxon Valdez við Alaska árið 1989 og ef til vill verður betur greint frá síðar. Höfundur er skólastjóri Stýrimannaskólans íReykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.