Morgunblaðið - 03.08.1991, Page 48

Morgunblaðið - 03.08.1991, Page 48
: 48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 73rú<5o.rsví£ari vt*rLoSrxcu." ° 8-14 . •. aö vera samhent um hlutina. TM Reg. U.S. Pet Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Æ Ertu hrædd við að brenna? HOGNI HREKKVISI Þessir hringdu . .. Vitnið sem hvarf Keyrt var á bíl fyrir utan Glæsibæ föstudaginn 5. júlí milli kl. 10,30 og 11. Vitni sem sennilega heitir Örn er týndur. Upplýsingar í síma 84736 (Magnús). Nauðganir Rannveig Tryggvadóttir hringdi: Ungum stúlkum sem vilja forðast að vera nauðgað á útihátíðum ráð- legg ég eindregið að halda sig alveg frá áfengi og öðrum vímuefnum. Lítinn úðabrúsa með hárlakki má alltaf hafa með til öryggis. Léleg þjónusta SVR Menntaskólanemi hringdi: Eg er alveg sammála henni Hólmfríði sem skrifaði í þessa dálka um daginn. Þjónusta SVR er hörm- uleg. Þeir fækka ferðum, hækka fargjöld og vagnir era oft og einatt of seinir. Það er engu líkari en að forráðamenn SVR vilji að sem fæst- ir noti vagnana. Er íjárhagsstaða fyrirtækisins virkilega svo slæm að þeir hafi ekki efni á að haida uppi almennilegri þjónustu? Ég skora á Félagsvísindastofnun að gera könn- un um viðhorf manna til þjónustu SVR og kanna hvort ekki séu fleiri á þessari skoðun. Kvæðið eftir Steingrím Nanna hringdi: í Morgunblaðinu á miðvikudag er grein eftir Braga Ásgeirsson á bls. 11 og nefnist „Hvað ertu líf nema litur“. Titillinn er tekinn úr kvæði sem Bragi kveður vera eftir Kristján Fjallaskáld. Hið rétta er að kvæðið er eftir Steingrím Thor- steinsson og er í ljóðabók hans. Seðlaveski glataðist Sá sem fann ljósgrátt seðlaveski með peningum og skilríkjum, annað tveggja við Sólheima gegnt Lang- holtskirkju eða á bílaplani við Hraunbæ, vinsamlegast hringið í síma 689913. Fundarlaun. Gagnleg umræða M.A. hringdi: Mig langar til að lýsa stuðningi við Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Þórarin Eldjárn sem nýlega voru ómaklega gagnrýnd í einu dagblað- anna. Einkum og sér í lagi vil ég lýsa ánægju minni með þau orð sem þau létu falla um suma bókmennta- fræðinga. Það er alltof algengt að bókmenntafræðingar séu að skrifa um bækur til þess eins að beita einhveijum bókmenntafræðiaðferð- um en hafi engan áhuga á bókinni sem þeir eru að skrifa um. Mér finnst eins og þeim að öll bókmenn- taumræða eigi að varpa ljósi á bækurnar en ekki á kenningarnar. Ég vona innilega að þessi umræða haldi áfram enn um sinn því hún er mjög gagnleg. Þakkir fyrir aðstoðina Margrét hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu mig, systur mína og barnabarn eft- ir bílveltuna á mótum Suðurlands- brautar og Skeiðarvogs s.l. laugar- dag. Abending til ökumanna T.S. hringdi: Bifreiðir aka of nálægt hver ann- arri úti á þjóðvegum og einnig of hratt. Ég legg til að bifreiðarstjórar hafi bak við eyrað að bifreið sem ekur á 100 km hraða fer 27,7 m á sekúndu. Ef hún ekur á 60 km hraða fer hún 16,6 m á sekúndu. Gleymið ekki ökuljósunum. Köttur týndist Alsvartur gamall köttur, ómerkt- ur, týndist í Sólheimum fyrir viku. Hann gæti hafa lokast inni í bílskúr eða geymslu. Verði einhver hans var hringið í síma 37709 síðdegis. Fundarlaun. Kettlingur í óskilum Kolsvartur kettlingur með bláa ól en ómerktur kom óboðinn á Gren- imel fyrir tæpri viku og er þar enn. Upplýsingar í síma 622596. Kettlinga vantar heimili Fjóra rúmlega 8 vikna kassavana Onýtir skór í ónýtri verslun Ég keypti mér inniskó og aðra á manninn minn í versluninni Skósöl- unni á Laugavegi 1. Það væri ekki í frásögur færandi ef skórnir hefðu hangið saman. Ég notaði mína skó í ijóra daga en þá var sólinn farinn undan öðram og allar límingar á báðum. Maðurinn minn keyrði bíl í 6 stundir á sínum skóm og voru þeir þá báðir orðnir gapandi. Ég fór með skóna í verslunina og sýndi afgreiðslustúlku, sagðist vilja fá að taka aðra skó út á þessa tvenna sem kostað höfðu um 3000 krónur. Stúlkan gat ekkert gert og sagðist þurfa að tala við eigandann fyrst. Ég skildi skóna eftir í versluninni. Þegar ég fór aðra ferð var önnur stúlka við afgreiðslu. Ég spurði um skóna en stúlkan vissi ekkert um þá og hafði ekkert verið á þá minnst við hana. Eftir nokkra leit fann hún þá í ómerktum plastpoka. Var þá búið að gera við skóna. Ég skoðaði þá og sá að þeir göptu enn á nokkr- um stöðum. Þegar ég sýndi stúlk- unni það brást hún reið við og bar því við að hún gæti ekkert að þessu gert, hún ynni bara þarna (!?) og það þýddi ekkert að rífast í sér. Hún kvaðst ekki geta náð í hina stúlkuna í síma og eigandinn væri ekki í bænum. Að sjálfsögðu var ég mjög óanægð með þessa þjónustu, því ég man þá tíð þegar kaupmennirnir þjónuðu sínum viðskiptavinum vel og höfðu að máltæki „kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“ enda héldu kaup- menn sínum viðskiptavinum ár eftir ár og fóra ekki á hausinn eins og tíðkast í dag. í þriðja sinn gerði ég mér ferð í skóverslunina til að vitja inneignar minnar þar. Þá voru báðar stúlkurn- ar að vinna. Þegar ég spurði um skóna, rauk sú yngri til - sú sem hafði sýnt mér dónaskap áður, inn fyrir afgreiðsluborðið, tók plastpok- ann með skónum og slengdi honum á borðið, sagðist eiga að skila því til mín frá eigandanum að ég ætti að taka skóna aftur. Ég tók við pokanum og bað stúlkuna að skila því til eigandans að ég færi með þetta í blöðin til að vara fólk við því að kaupa þessa skótegund, þakkaði fyrir „góða“ þjónustu og fór mína leið. Þessir skór eru til í svörtu, brúnu og gráu, er stillt út í glugga og kosta 1490 krónur parið. Þeir eru með X-bandi yfir rist. Sæunn Ragnarsdóttir Víkveiji skrifar Helgi Sigurðsson, dýralæknir, hafði samband við Víkveija vegna skrifa fimmtudags Víkveija um þolreið, sem hestamenn þreyttu um síðustu helgi frá Laxnesi í Mos- fellsdal til Þingvalla og til baka. Kom þar fram að Víkveija fimmtu- dagsins hugnaðist ekki keppni af þessu tagi og hafði hann áhyggjur af ástandi hestanna. Helgi Sigurðs- son sagði þessar áhyggjur óþarfar með öllu. Vel væri hugsað um heil- brigði hestanna í þolreiðinni. Þeir væru skoðaðir af dýralækni áður en keppni hæfist og aftur hálftíma eftir að þeir kæmu í mark. Meðal annars væri þá púlsinn tekinn og ef hann væri ekki kominn niður í 68 slög á mínútu væri viðkomandi knapi dæmdur úr leik, þvi þá væri ljóst að hann hefði ofgert hestinum. Éf púlsinn væri undir 68 slögum en yfir 55 fengi knapinn refsistig. Helgi segir að hér áður fyrr hefði ekki þótt neitt tiltökumál að ríða einhesta austur í Flóa og til baka enda hefðu íslensku hestarnir þá almennt verið í betri þjálfun en nú. Allir hestarnir í keppninni um helg- ina hefðu hins vegar verið í góðri þjálfun ekki síður en knáir kylfing- ar eða fráir fótboltafolar svo ein- hveijar aðrar íþróttagreinar séu tíndar til. Sá Víkveiji, sem hér stingur nið- ur penna, tekur undir með Helga Sigurðssyni og er reyndar þeirrar skoðunar að Víkveija fimmtudags- ins láti betur að skrifa um einhverj- ar aðrar íþróttir en hestamennsku. Hann virðist til dæmis vera sann- kallaður Perluvinur knattspyrnunn- ar. X X X Ifrétt í Morgunblaðinu var sagt frá því að Vegagerðin væri í óða önn að bæta ástand ýmissa þjóðvega fyrir mestu ferðahelgi árs- ins. Það eru gleðifréttir en Víkveiji saknaði þess úr þessari frétt að greint væri frá því hvaða áform vegagerðin hefði um úrbætur á veginum um Laugardal og Bisk- upstungur. Sennilega eru fáir veg- arkaflar utan hringvegarins jafn- fjölfarnir, því um hann liggur með- al annars leið þeirra sem fara um Laugarvatn að Gullfossi og Geysi. Hins vegar hefur ástand þessa malarvegar verið til hreinnar skammar og hvorki bjóðandi heima- mönnum né þeim mikla fjölda er- lendra og innlendra ferðamanna sem þarna fara um. Fyrir verslunarmannahelgina hafa Laugvetningar verið að reyna að laða á tjaldstæði sín fjölskyldu- fólk en viðbúið er að ástand þessa vegarkafla verði ekki til að leggjast á sveifina með þeim í þeirri við- leitni. Fullyrða má að vegurinn verði ekki til að efla ferðaþjónustu á þessum slóðum. Kannski er það ískalt mat samkvæmt lögmálum fyrirgreiðslupólitíkur sem liggur að baki því að ekki hefur verið bætt úr. Atkvæði tiltölulega fárra íbúa vega ekki þungt og skammvinn óþægindi aðkomumanna, innlendra og erlendra, eru kannski ekkert til að hafa áhyggjur af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.