Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 25 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANTHONY HEARD Suður-Afríka: Erfitt getur reynst að end- urvekja traust á sljóminni ÞÓTT margt hafi breyst í Suður-Afríku er þó allt við það sama. Þetta verður de Klerk forseti að horfast í augu við nú þegar hann rær að því öllum árum að endurvekja traust ríkisstjórnarinn- ar eftir að upp komst að á meðan hann var í góðri trú að semja við blökkumannasamtök voru hans eigin skósveinar að grafa undan viðræðunum. Ef alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Suður- Afríku á að létta verður það að byggjast á því að erlend ríki séu sannfærð um að samningaviðræður sem leiði til lýðræðis eigi sér stað og að góður hugur stendur að baki. Þess vegna hafa upp- ljóstranirnar haft slæm áhrif á líkumar til þess að Suður-Afríka verði frjáls og að efnahagslíf landsins, sem er í fjötrum, verði leiðandi í Afríku og heiminum. Hneykslimálið felst í því að rík- isstjórn de Klerks studdi fjárhagslega við bakið á einum þátttakanda í komandi samninga- viðræðum, Inkatha-frelsisflokkn- um, þar sem Zúlúhöfðinginn Man- gosuthu Buthelezi er formaður, en Inkatha er beinlínis í stríði við Afríska þjóðarráðið (ANC). Annað hneykslimál, sem ekki er þó fullsannað, snýst um stöðug- ar ásakanir um að öryggislögregl- an hafí kynt undir ofbeldi með því að gefa morðsveitum lausan tauminn. Óbeinar sannanir benda. til þess að eitthvað sé gruggugt í þessu máli. Samt neitar stjómin öllu. Vantraustið sem nú ríkir er í miklu ósamræmi við bjartsýnina sem gerði vart við sig í febrúar 1990 þegar de Klerk leysti Nelson Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi, leyfði starfsemi stjóm- málahreyfinga sem áður voru bannaðar og lofaði lýðræði öllum til handa. Allur heimurinn hyllti hann. Mandela talaði um „hrein- skiptni" hans. Nú segir einn leiðtoga ANC þurrlega: „Fyrir ári síðan hefði ég keypt notaðan bíl handa de Klerk. I dag myndi ég fyrst fara með bílinn í skoðun og krefjast þess að hann verði kannaður vandlega. Mjög vandlega." De Klerk á við ramman reip að draga Enn á eftir að koma í ljós hvort þær aðgerðir de Klerks sem miðað hafa í rétta átt endurveki nógu mikið traust til að hefja samn- ingaviðræður. Það mun ekki reyn- ast auðvelt. Margt bendir til þess að hann njóti mikils stuðnings hvítra kjósenda, en blökkumenn em afar tortryggnir. De Klerk hefur lækkað í tign þá tvo ráðherra sem mest vom viðriðnir hneykslið, Adrian Vlok lögreglumálaráðherra og Magnus Malan varnarmálráðherra. En þar sem þeir eru enn viðloðandi ríkis- stjómina, þótt þeir séu lægra sett- ir, er hér aðeins verið að setja þá skörinni lægra. Þetta endurspeglar langvarandi völd öryggislögreglunnar. De Klerk verður að fara varlega ef hann ætlar að uppræta leiðtoga hennar. Meðan fyrrennari hans, P.W. Botha, var við völd var ör- yggislögreglan allsráðandi. Þegar Botha lét af völdum færðust ráð- herrar hans yfir í ríkisstjóm de Klerks og hann hefur nánast eng- ar breytingar gert þar á, þótt undarlegt megi virðast. Til em háttsettir menn sem reiðast vegna niðurlægingar þeirra Malans og Vloks; menn sem bíða eftir því að de Klerk geri mistök, menn sem dreymir um að fá aftur óskorað vald. Gagnrýndur fyrir of vægar aðgerðir De Klerk hefur lofað að endur- skoða og endurskipuleggja starf- semi öryggislögreglunnar og að hætta að styrkja stjómmála- flokka, auk þess sem hann hefur lofað breytingum í ríkisstjóm- innni. Hann vill greinilega forðast annað hneyksli. Hann hefur tekið á málinu af varkárni og pólitískir andstæðing- ar hans hafa gagnrýnt hann fyrir að fara of vægt í sakirnar. Þegar hefur verið hafist handa við að skipuleggja herferð á meðal al- mennings fyrir því að fá hann til að afsala völdum í hendur bráða- birgðastjómar sem undirbúa ætti lýðræðislegar kosningar. Misferlið sem sannaðist á stjómina gefur þessum röddum byr undir báða vængi. Efasemdir um heilindi í besta falli hefur de Klerk ekki tekist að hafa hemil á örygg- islögreglunni. í versta falli hefur hann skort vilja til þess; og hefur af mikilli kænsku verið að „hag- ræða“ breytingunum á þann hátt að hvítir menn haldi öllum völdum í framtíðinni í samstarfi við „þæg- ar“ blökkumannahreyfíngar á borð við Inkatha og söfnuði heit- trúarmanna. Það rennir stoðum undir gmn- semdir um græsku að stjómin hefur gengist við því að hafa styrkt andstæðinga SWAPO-sam- takanna í kosningunum í Namibíu 1989, þar sem SWAPO vann nauman sigur. Sú skýring de Klerks að öll stómvöld styrki stjómmálahreyfíngar erlendis horfír framhjá því að stjóm hans bar að vera hlutlaus í málefnum Namibiu þar sem Suður-Afríka fer með stjórnvöld fyrir samfélag þjóðanna. Spurningin er hvort þessi ríkisstórn muni verða hlut- laus í kosningum í Suður-Afríku? Erfiðir tímar framundan Leiðin til lýðræðis er ekki auð- veld. Til þess er of stuttur tími liðinn síðan aðskilnaðarstefnan var við lýði, kvíði hvitra manna fyrir framtíðinni of mikill, óeining blökkumanna of augljós. De Klerk verður sífellt að líta um öxl til að meta hversu miklar breytingar hvítir menn munu samþykkja. Stjómmálahreyfíngar horfa- á málin ólíkum . augum, margir blökkumenn em hneykslaðir á greiðslunum tii Inkatha á meðan margir hvítra manna líta á þær sem réttlætanlega fjárfestingu í nánustu framtíð. Erfítt getur reynst að gleyma ýmsu sem minnir á gömlu vondu tímana meðan aðskilnaðarstefnan ríkti. Ofbeldi braust víða fram, réttindi blökkumanna vom fótum troðin, tilkomumikil réttarhöld áttu sér stað, meintar morðsveitir óðu uppi. Aðeins nokkur ár em liðin frá því að landið, undir stjórn Botha, var í helgreipum hvítra manna - og blökkumenn brugðust oft við með ofbeldi, stundum hömlulausu. Þetta setti ljótan blett á alla sem hlut áttu að máli. Hvítir fara enn með 511 völd Ólíkt því sem gerðist í flestum löndum Austu-Evrópu sitja nú sömu menn við stómvölinn í Suð- ur-Afríku og sátu á meðan mein- semdartímabilið stóð yfír. Og það sem verra er, lýðræði hefur ekki komist á. Atkvæði blökkumanna, þ.á m. hins víðfræga Nelsons Mandela, hafa ekkert gildi. Hvítir menn sem hafa það tiltölulega gott halda um stjómartaumana. Samt yrði það sorglegt ef hin óumdeilanlega þróun til nýrra og betri tíma væri látin koðna niður. Samfélag þjóðanna, sem reynd- ist svo raunagott við að þvinga Pretoríustjórnina til að slá í takt við nútímann hefur enn mikil- vægu hlutverki að gegna. Það ætti ekki að þola græsku af hálfu nokkurs aðila sem kemur við sögu í málefnum Suður-Afríku. Aflétt- ingu refsiaðgerða í áföngum má framkvæma á þann hátt að það komi fómarlömbum aðskilnaðar- stefnunnar, sem em að mestu blökkumenn, til góða. Hinn marglofaði de Klerk er sér mjög meðvitaður um álit heimsbyggðarinnar. Ríkisstjóm hans mun taka mark á hörðum aðgerðum gegn óæskilegu ástandi, og ef skynsemi er látin ráða mun ékki standa á árangri. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri The Cape Times og höfundur bókarinnar The Cape of Storm. ■ KAUPMANNAHÖFN - Danii og Sovétmenn hafa gert samning um að lagður verði sjóstrengui milli Danmerkur og Sovétríkjanna á kostnað Dana. Strengurinn verðui 1.260 km langur og mun liggja á milli Kaupmannahafnar og King- isepp við Leníngrad. Síma-, telex- og telefaxsamband verður leitt um strenginn auk sjónvarpsefnis. Tekj- umar sem fást af notkun strengsins renna til þeirra dönsku aðila sem standa að lögn hans þar til þær ná 500 milljónum DKR, en það er upp- hæðin sem kostar að leggja hann. Eftir það skiptast tekjurnar jafnt á milli danskra og sovéskra aðila. ■ BRIDGWATER - Flytja þurfti 1.400 starfsmenn á brott þegar eldur kom upp í Hinkley Point kjarnorkuverinu í Bridgwater á Suðvestur-Englandi í gær. Eldurinn kviknaði þegar ofhitnaði í tjöru- potti í hverflasal og tókst slökkvil- iðsmönnum að slökkva hann á 45 mínútum. Að sögn yfírmanna kjarn- orkuversins var aldrei nein hætta á að geislavirk efni slyppu út af völdum eldsins. FINANCIAL TIMES EUROPE'S BUSINESS N EWSPAPER One Market.One Newspaper. Blaðið sem vitnað er í samdægurs Penninn, Kringlunni; Bókaverslanir Eymundsson; Borg, Lækjargötu; Rammagerðin, Hótel Esju og Loftleiðum; Ull og gjafavörur, Hótel Sögu; Matvörumiðstöðin, Laugalæk (Opið til kl. 23.30); Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli, Bókaverslunin Edda, Akureyri. Boðfélagið, sími 621029 Lada Safír er sterkbyggður og eyðslugrannur 5 manna bíll. Hann er fjögurra gíra og er fáanlegur bæði með 1200 cm3 og 1300 cm3 vél. Innréttingar eru sterkar og endingargóðar. Bíllinn hentar vel í bæjarakstri og er öruggur í langferðum. Lada Safír erkjörinn fyrirþá sem vilja traustan bíl á vægu verði. J2 LADA SAFÍR BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.