Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 AF INNLENDUM VETTVANGI SINDRI FREYSSON Helmingur landsmanna á faraldsfæti um helgina: Olvun og hraðakstur geta eyðilagt skemmtunina MESTA ferðahelgi landsins er verslunarmannahelgin, úr höf- uðborginni og bæjum landsins streymir þorri þeirra sem þar búa, og telur Sigurður Helgason þjá Umferðarráði, að um 60 þús- und bílar verði á ferðinni nú um þessa helgi, eða u.þ.b. annar hver bíll. Má því áætla, að rúmur helmingur landsmanna sé nú á faraldsfæti. En þessari miklu umferð fylgja skuggahliðar, sem eru ölvunarakstur og slys og eignatjón honum samfara. Tölur um slys á síðasta ári ættu að vera ökumönnum víti til varnað- ar, en þeir verða alltaf að sýna aðgát og ábyrgð í umferðinni, ekki síst í umferð eins og verður á vegum landsins um helgina. Á síðasta ári létust tuttugu og fjórir í 19 umferðarslysum, eða að meðaltali tveir á mánuði, og 857 slösuðust í 564 slysum, þar af 211 alvarlega. Flestir slösuðust í ágúst- mánuði, og eru slys þá algengust utan höfuðborgarsvæðisins. Leikur lítill vafí á, að þar er verslunar- mannahelgin einn helsti sökudólg- urinn, en algengt er að hátt í þijátíu manns skaddist í umferðarslysum á þeim þremur dögum sem tilheyr- ir helginni. Ungir og óreyndir öku- menn, þ.e. á aldrinum sautján til tvítugs, eiga þátt í um fjórðung allra slysa, og er greinilegt að reynsluleysið og glæfraskapur þessa aldurshóps valdi miklu og oft óbætanlegu tjóni. Það er ekki síst fólk á þessum aldri sem leggst í ferðalög um verslunarmannahelg- ina. Ölvun og sljóleiki banvæn blanda „Aðalorsökin er sú að menn of- meta sig og getu sína,“ segir Sig- urður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs, „þessi aldurshópur sem um ræðir telur sig geta eitt- hvað, reynir það og mistekst, en eldri ökumenn og reyndari fram- kvæma síðan hið sama hiklaust. Allar forsendur til þess að gera krakkana að hæfum ökumönnum eru þó fyrir hendi.“ Af þeim hundr- að sem létust og slösuðust í ágúst í fyrra, voru farþegar bifreiða flest- ir, eða um 42, og er það mun meira en í öðrum mánuðum ársins. Flest- ir létust í Árnessýslu, eða 7, og þá kemur Reykjavík með 6 bana- slys og Húnavatnssýsla með fjög- ur. En það er fleira en æska og reynsluleysi sem veldur slysum, og vert er að líta á tölur um ölvuna- rakstur í Árnessýslu, en þar voru flestir ökumenn teknir fyrir utan höfuðborgarsvæðið, eða 164. Óvíst er þó hvort menn aki fremur ölvað- ir á þessu mikla ferðamannasvæði, eða að löggæslan sé einfaldlega betri. En tölurnar tala sínu máli: „Það að hátt í þijátíu manns slas- ast um hveija verslunarmanna- helgi, er ógnvænlega hátt hlutfall, miðað við annan tíma ársins,“ seg- ir Sigurður, „og undantekningarlít- ið á ölvunarakstur þátt í þessum slysum. Sú tilhneiging hjá mönnum að aka fremur fullir þessa helgi en aðrar, bendir til meira kæruleysis hjá ökumönnum þá, og slíkt þarf að koma í veg fyrir með öllum ráð- um. Eg get sagt hreint út, að í þeim íjölmörgu slysum sem verða seinnihluta nætur, árekstrum, bílveltum og útafkeyrslum, er oft- ast um áfengi að ræða. Fólk á um sárt að binda alla ævi eftir þessi slys, og það er hollt fyrir ökumann að hafa í huga, áður en hann sest drukkinn undir stýri, að ekki aðeins bijóti hann lög, heldur er óréttlæt- anleg áhætta tekin.“ Undir þetta tekur Guðmundur Ingi Sigurðsson, varðstjóri í umferðardeild lögregl- unnar, og bætir við: „Auk ölvunar- aksturs, má minna á að mesta hættan er af of miklum hraða og ótímabærum framúrakstri, bæði þegar menn reyna að komast fram úr tugum bíla, og á blindhæðum. Menn eiga að aka vel til hægri á blindhæðum og draga úr hraða. Almennt gildir það í umferð á veg- um úti, að þeir sem virða hámarks- hraða komast oftast klakklaust á áfangastað, og þeir sem sýna tillits- semi. Það væri strax mikil bót, ef menn héldu ekki að þeir væru einir í heiminum. Hugurinn virðist stundum ekki ná fram yfír vélar- hlífína. Ég hef stöðvað ökumenn og spurt hvemig bíll var fyrir fram- an, og komið að tómum kofunum. I einu tilteknu tilviki, var meira að segja stór ferðavagn fyrir framan bílinn. Þetta er hreint ótrúleg blinda.“ Tæplega óskar nokkur sér þess voveiflega dauðdaga sem alvarlegt umferðarslys getur haft í för með sér, né hinna mörgu alvarlegu meiðsla sem fylgja gjaman slíkum slysum. Meðal algengra meiðsla í slysum og alvarlegra, má nefna beinbrot, heilahristing, taugaáföll og innvortis meiðsl s.s. kramin Iíffæri, alvarlega skurði og rifna vefí, en einnig em ótal verri áföll tíð. Aðkoma að slysstað getur því verið hroðaleg, en þó öfugsnúið megi virðast, oft eina leiðin til að vekja fólk til umhugsunar um öku- lag sitt og gildi þess að virða regl- ur og vera á varðbergi í umferð- inni. Og tæplega þarf að minna á fjárhagslegt tjón sem af umferðar- slysum verða, en til smá viðmiðun- ar má nefna tjón tryggingarfélags- ins Sjóvá-Almennra á síðasta ári af völdum umferðarslysa, og er eingöngu um ökumanns- og eign- artryggingu að ræða. Af 450 öku- tækjum sem þannig voru tryggð hjá fyrirtækinu og lentu í óhöppum, varð að greiða tæpar 400 milljónir króna. Áætlun þeirra fyrir árið 1991 að júlímánuði, en 246 slys voru þá skráð hjá þeim, nemur um 211 milljónum króna. Þetta er þó aðeins eitt tryggingarfélag, og geta menn gert sér í hugarlund hvílíkar ijárhæðir fara í súginn vegna um- ferðarslysa, sem oftar en ekki hefði mátt koma í veg fyrir. Fjártjónið skiptir þó litlu miðað við óbætan- legan skaða á lífi og limum þeirra sem í slysum lenda, tjón aðstand- anda og tjón þjóðarskútunnar í heild. En hvaða gullnu reglur ættu ökumenn að hafa að leiðarljósi, og sérstaklega núna, um þessa mestu ferðahelgi ársins? í stórum dráttum hljóðar þær svo: 1. Miðaðu ökuhraðann alltaf við aðstæður. 2. Blandaðu aldrei saman akstri og áfengi. 3. Notaðu nauðsynlegan ör- yggisbúnað, s.s. bílbelti, barna- stóla o.s.frv. 4. Vertu alltaf vakandi í um- ferðinni. 5. Farðu gætilega á blindhæð- um, við brýr, á slæmum vegum og einkum þegar malarvegur tekur við af malbiki. 6. Mundu, að i bílalestum er það annar bíllinn sem er lestar- stjórinn, ekki sá fyrsti. Hafi ökumenn þessar ágætu reglur hugfastar, og minnist þess, að Iíf annarra veltur líka á aksturs- lagi þeirrra, ættu þeir að komast á áfangastað án teljandi vandræða. Þá getur gleðskapurinn byijað. Vegimir hér eins og' slóð- ar í ítölskum óbyggðum - segir Enrico Ortoleva, sem slapp lít- ið meiddur úr bílveltu í síðustu viku MÁNUDAGINN 29. júlí síðastl- iðinn valt lítill bílaleigubíll með tveimur ítölskum ferðamönn- um rétt fyrir austan Vík í Mýrd- al, eftir að hafa lent í lausamöl eftir malbikaðan kafla. Italirnir sluppu furðu heilir úr slysinu og er annar þeirra farinn af landi brott, en hinn, Enrico Ortoleva, liggur enn á Borg- arspítalanum. Morgunblaðið raddi við Ortoleva. „Við vorum búnir að vera hérna í tvo daga þegar slysið varð,“ segir Enrico, „vorum búnir að ferðast um landið og hrífast mjög af fegurð þess og gestrisni lands- ’manna. Við vorum að aka frá Vík, þegar malbikið endaði skyndilega. Við fórum út á hal-’ landi malarveg. Það voru engin skilti til að vara okkur við, skyggnið var ekkert sérstakt og bílstjórinn var ekki viðbúinn. Bíllinn snarsnerist á veginum, en þetta var ekki möl, fremur stórir steinar, og ökumaðurinn missti gjörsamlega vald á bílnum. Við hrópuðum hvor á annan, gripnir örvæntingu og ofsahræðslu þessi örfáu sekúndubrot áður en við fórum í fyrri veltuna." Ég missti meðvitund þá, en veit að við köst- uðumst úr úr bflnum, því að við röknuðum við okkur á berri jörð- inni. Þetta er ömurleg minning." Þýskir ferðamenn sáu slysið og kölluðu til sjúkrabfl sem hiúði að Itölunum, uns þyrla Landhelgis- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Enrico losnar úr íslensku sjúkrarúmi á morgun, en fer rakleiðis í ítalskt rúm af sömu gerð. gæslunnar flutti þá til Reykjavík- ur. Ökumaðurinn var, eins og fyrr sagði, minna meiddur en Enrico sem slapp þó ótrúlega vel. Hann hlaut skurð á höfði og er mikið marinn á baki og niður á lendar, en blóðþrýstingur féll einnig og er enn í lágmarki. Hann kveðst ekki muna hvort þeir notuðu ör- yggisbelti, en segir að þeir hafi aðeins ekið á tæplega 80 kíló- metra hraða. Fyrst og fremst kennir hann lélegum merkingum vega um hvernig fór, og hve illa ferðamenn eru upplýstir um ástand þjóðvega. „Mér finnst að gott vegaskipu- lag sé eins og tákn fyrir stór- mennsku þjóðar, og það er synd í svo fallegu landi, að vegakerfið sé ekki betra, það gæfi því meira gildi. Þjóðvegir íslands eru eins og verstu slóðar á óbyggðu há- lendi Ítalíu. Þeir eru auk þess þröngir, erfitt að fara framúr og fá útskot til að nema staðar og virða fyrir sér landslagið. Við komum með vegakort frá Ítalíu, en það var ekki gott og við feng- um engar upplýsingar um hvernig á að keyra á malarvegum. Bíla- leigurnar ættu t.d. að láta ferða- menn fá nákvæm ferðakort og upplýsingar um ástand vega, einkum þegar örar breytingar verða milli svæða. Þetta er mjög bagalegt fyrir útlendinga. Skipu- lag gatna er gott í Reykjavík, en örugglega sökum fámennis, er minni áhersla lögð á gott vega- kerfi á landsbyggðinni. Ég skil ekki afhverju ríkið, fyrst það er að þessu á annað borð, gerir veg- ina og brýmar ekki aksturhæfar. Við teljum eftir þetta slys, að það sé kraftaverk að við erum lifandi, í níutíu og níu prósent tilvika deyr maður.“ Enrico Ortolevá vildi að lokum þakka starfsliði Borgarspítalans fyrir góða aðhlynningu og öllum þeim sem gerðu það að verkum að hjálp barst fljótt, en það telur hann að hafi ráðið úrslitum að ekki fór verr. Mjólkurvörur á frí- iista EB og EFTA: Landbúnað- arráðherra vill brjóta listann upp Er iðnvarningur að sögn utanríkis- ráðherra Landbúnaðarráðherra telur íslendinga óbundna af svoköll- uðum frílista yfir landbúnaðar- afurðir sem kominn var í endan- legt horf þegar gert var hlé á viðræðum EFTA og EB. Ráð- herrann segir ríkisstjórn ekki hafa samþykkt að taka mjólkur- vörur inn í samning um Evr- ópskt efnahagssvæði. Þar sem Islendingar taki enn ekki þátt í umræðum EFTA og EB um landbúnaðarmál verði hægt að brjóta listann upp af landsins hálfu þegar viðræður hefjist á ný í haust. Utanríkisráðherra segir hins vegar mikla áherslu lagða á það í viðræðunum að listinn sé samræmdur fyrir öll aðildarlönd. Ráðherrana grein- ir á um hvort þær vörutegundir sem styrinn stendur um teljist iðnaðar- eða landbúnaðarfram- Ieiðsla. Forystumenn Stéttar- sambands bænda segja nauð- synlegt að breyta listanum af íslands hálfu, í húfi séu 17-18% landbúnaðarframleiðslu í land- inu. Formaður utanríkismála- nefndar segir lagaskyldu til að bera mál sem þetta undir nefnd- ina. Það hafi ekki verið gert. Á listanum eru ferns konar mjólkurvörur sem framleiddar eru hérlendis; Smjörvi, Létt og lagg- ott, ís og jógúrt með bragðefnum. Stefnt er að því að leyfa tollfrjáls- an flutning vamings af listanum milli landa í EFTA og EB, en leggja má á hann jöfnunargjald til að mæta undirboðum eða niður- greiddu hráefnisverði í fram- leiðslulandinu. Þá er gert ráð fyrir fimm ára aðlögunartíma, þannig að vörulistinn komist ekki í gagn- ið fyrr en 1998. Iðnaðarráðuneyti gerði tvö síðastnefndu atriðin að skilyrðum fyrir samþykki listans í mars, en ekkert svar barst frá landbúnaðarráðuneyti eftir að list- inn var sendur þangað á sama tíma, að sögn utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Jón Baldvin segir að fulltrúi landbúnaðarráðuneytis hafi verið viðstaddur lokalotu í samningum EFTA og EB í Brussel án þess að hreyfa andmælum við vörulist- anum. Halldór Blöndal segir að sendiherra íslands í Brussel hafi á þessum tima kynnt fulltrúa ráðu- neytisins listann og sagt að ekki yrði við honum haggað. „Þessi listi var útbúinn strax í febrúar án þess að Islendingar kæmu þar nærri,“ segir Halldór. „Þessi mistök voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þegar ég hef spurst fyrir um það í ríkisstjórn hvort landbúnaðarvörur væru á listanum hefur svarið verið nei, allt fram á síðustu daga.“ Eyjólfur Konráð Jónsson for- maður utanríkismálanefndar segir útilokað að semja um vörulistann í þessari mynd án þess að kynna hann nefndarmönnum, samþykkja í ríkisstjórn og á Alþingi. Vegna þessara þröskulda sem lög ákveði hafi hann ekki stórar áhyggjur af málinu að svo stöddu. Þú svalar lestrarþörf dagsins ‘ Sjöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.