Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 9 Hjartans þakklœti sendi ég öllum, skyldum og vandalausum, fyrir heimsóknir, skeyti, blóm, gjafir og gerðu afmœlisdaginn minn 25. júlí mér hugljúfan og eftirminnilegan. En góðar óskir sendi ég ykkur öllum ásamt guðs blessun. Sigurður Sigurðsson, Kleppsvegi 20. hefst o þridjudog smáskór sérverslun með barnaskó, Skólavörðustíg 6b, sími 622812. Stórmót sunnlenskra hestamanna verður haldið^ á Rangárbökkum dagana 24. og 25. ágúst. Keppt verður í eldri og yngri flokkum unglinga; A- og B-flokki gæðinga; 150 og 250 metra skeiði; 300 metra brokki; 250, 350 og 800 metra stökki. Kynbótahross verða dæmd og sýnd. Skráning kynbótahrossa fer fram hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, Reynivöllum 10, sími 98-21611, í síðasta lagi 19. ágúst. Skráning kappreiðahrossa er í símum 98-22453, 98-78245, 98-34473 og 98-66055. Búnaðarsamband Suðurlands og Rangárbakkar sf. AÐEÍiVS ÞAÐ BESTA Hvort sem um nýsmíöi eöa endurnýjun er að ræða. 7\ LOFT- OG VEGGKLÆÐNINGAR HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. Sími 671010 PANELL EMSLAND Þverrandi fiskstofn- ar við Nýja England Eftirfarandi grein Peters Passels, blaða- manns á bandaríska dagblaðinu New York Times, birtist í blaði hans 10. júlí síðastliðinn. í greininni fjallar hann um ofveiðina sem átt hefur sér stað undan ströndum Nýja Englands (norðaustur- hluta Bandaríkjanna) og hvað sé til ráða til bjargar þverrandi fiskstofnum þar. Meiri sókn — minni afli „í miðaldaþorpum Evrópu voru sameigin- legir bithagar i eigu allra íbúanna — og þess vegna, eins og hagfræðingum er tamt að orða það, í einskis manus eigu. Þetta land var ofbeitt og illa fram ræst og gaf miklu mimia af sér en land í einkaeigu. Þessi „harmsaga al- mamiaeignarinnar" á sér augljósa samsvörun á okkar dögum í háskalegu sinnuleysi um regnskóga heimsins. En að mati Eleanor Dorsey, starfs- maims Umhverfisvernd- arstofnunar Nýja Eng- lands, er sameiguarstefn- an einnig undirrót efna- hags- og umhverfis- vandamála sem standa okkur nær. Sérhveijum Banda- rikjamanni, sem á fyrir útborgun í skip, er heim- ilt að leggja net á gjöful- um fiskimiðum Nýja Englands. Og Eleanor Dorsey telur, að allt of margir þeirra hafi geng- ið á lagið. Skip, sem búin eru nýjustu fiskleitar- tækjum, landa nú aðeins sem svarar helmingi þess afla, sem barst á land árið 1960. Það er ástæð- an fyrir því, að stofnunin hefur höfðað mál á hend- ur viðskiptaráðuneytinu í því skyni að knýja það til að gera ráðstafanir til bjargar ört þverrandi fiskstofnum svæðisins. Það er einnig ástæða þess, að margir hagfræð- ingar telja, að eina langt- ímalausnin til að koma í veg fyrir ofveiði sé að einkavæða sóknina í fisk- inn, það er að úthluta einkaaðilum veiðikvót- um. Adam var ekki lengi í Paradís Ógöngumar, sem út- gerðin er nú komin í, má rekja aftur til Magn- usson-laganna frá 1976, sem ollu því að erlendir togarar urðu að hverfa út úr 200 mílna fiskveiði- lögsögunni meðfram ströndmn Nýja Eng- Iands. Eftir að Banda- rikjamenn urðu ehiir um hituna, tvöfaldaðist afli heimamanna á fjórum árum, og hundruð nýrra skipa bættust i flotann. En Adam var ekki lengi í Paradís. Landanir ýmissa tegunda botnfisks hafa dregist saman um tvo þriðju frá því um 1980, þegar þær náðu hámarki, og afli fer enn minnkandi. Floti, sem samkvæmt opinberum tölum ætti að geta veitt um 160.000 tonn, færir nú innan við 90.000 tonn að landi. Hveijum er um að kenna, að svona er kom- ið? Vísindamönnum, sem starfa á vegum hins opin- bera, er ætlað að fylgjast með lifríki sjávarins og ákveða, hversu mikið er óhætt að veiða. En sam- kvæmt lögum er sjö svæðisnefndum falið að veita viðskiptaráðuneyt- inu ráðgjöf um það hvemig liafa beri hemil á veiðunum. Þessar nefndir, sem lúta í einu og öllu forsjá útgerðarinnar, takmarka heildarveiðina venjulega með þvi að skammta veiðitíma einstakra teg- unda. Á miðunum við Alaska má til dæmis að- eins veiða lúðu í örfáa daga á ári hveiju — og þá er nú handagangur í öskjunni. En nefndin í Nýja Englandi hefur aldrei reynt að koma mönnum í skilning um, að stundum geti verið nauðsynlegt að segja nei. Einu skorðumar, sem veiðum við Nyja England era settar, varða möskvastærð neta — og það hefur ekki komið í veg fyrir ofveiðar þessa atorkumikla flota. Massachusetts-ríki áætl- ar, að ofveiðin hafi rýrt tekjur Nýja Englands- svæðisins um 350 miHjón- ir dollara (ríflega 22 milljarða ísl. kr.) á ári frá því um miðjan níunda áratuginn. Eleanor Dorsey er ekki með á takteinunum tillögur um veiðitak- markanir. En aðrir sér- fræðingar em ekki eins hógværir, þar á meðal Lee Anderson, hagfræð- ingur við háskólann i Delaware, sem sæti á í Mið-Atlantshafs-nefnd- inni. Hann telur, að framtíðarlausnin sé að skipa málum á þami veg, að sjómenn hafi beinan hag af að standa vörð um þessa náttúruauðlind. Mið-Atlantshafs- nefndin einkavæddi veið- ar á tveimur tegundum skelfisks fyrr á þessu ári og var eigendum ein- stakra skipa úthlutað frambúðarkvóta í hlut- falli við aflareynslu. Þar sem leyfilegt er að kaupa þessa kvóta og selja, gefst útgerðarmömium kostur á að safna nægi- legum veiðirétti til að halda skipum sinum til veiða allt árið eða hætta að gera út og fá myndar- legar bætur. Það hlýtur að teljast sennilegt út frá efna- hagslegum rökum, að flestir útgerðarmann- anna velji síðamefnda kostmn. Á síðasta ári var einstökum skipum aðeins leyft að veiða í 144 klukkustundir til að halda nýtingu þessara skelfisktegunda innan skynsamlegra marka. Þannig hefðu 15 til 20 skip getað sótt þami afla, sem 140 skip skiptu á milli sín. Kiiýja dóm- stólarnir á? Mið-Atlantshafs- nefndin var ekki fyrsta stjómvaldið sem gerði tilraun með að úthluta einstaklingum framselj- anlegum kvóta: Kanada varð á undan. Þar vom einkavæddar veiðar á Kyrrahafi á bæði lúðu og „svartþorski", tegund- mn sem lítið er af og em að mestu fluttar út til Japans. Og fleiri eiga eftir að fylgja á eftir. Norður-Atlantshafs- nefndin áætlar að fara að dæmi Kanada að því er varðar tvær fyrr- nefndai' tegundir. Það yrði miklu flókn- ara mál að koma á svip- aðri skipan í Nýja Eng- landi, af því að tegund- imar em svo margar og aflasamsetningin mis- munandi milli veiðiferða. Þó ætti ekki að vera tæknilega útilokað að finna raunliæfa leið í þeim efnum. Útgerðarmenn gætu til dæmis skipst á kvótum í samræmi við aflasam- setninguna og keypt sér réttindi á löndunarstað, ef þeir hafa óvænt farið fram yflr leyfilegan kvóta. Þessi viðskipti gætu farið fram gegnum tölvur, eins og þegar kauphallir samræma kaup og sölu á hlutabréf- um í IBM og General Motors. Embættismenn í við- skiptaráðuneytinu telja margir, að einkavæðing sé rétta leiðin. Sjávarút- vegsdeild ráðuneytishis hefur þegar mælt fyrir því á fundum með svæð- isnefndunum sjö, að kvótakerfið verði tekið upp og kvótinn verði framseljanlegur. Spum- ingin, sem beðið er eftir svari við núna, er samt sem áður sú, hvort dóm- stólamir knýi á, þar sem stjómvöld alríkisins eða einstakra svæða hafa verið of hikandi við að stinga við fótum.“ fbmhjólp DAGSKRÁ SAMHJÁIPAR UM VERSLUNARMANNAHELGINA FYRIR bft, SEM EKKI KOMAST (FERÐALAG Laugardaginn 3. ágúst: Opið hús í Þríbúðum kl. 14.00-17.00. Heitt kaffi á könnunni. „Beiskar jurt- ir“ syngja. Kl. 15.30 taka allir lagið saman og syngja kóra. Lítið inn og takið með ykkur gesti. Sunnudaginn 4. ágúst: Samhjálparsamkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá. „Beiskar jurtir" syngja. Fjöldasöngur. Vitnisburðir Samhjálp- arvina. Ræðumaður: Óli Ágústsson. Barnagæsla. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir í Þríbúðir, félagsmiðstöð Samhjálp- ar, Hverfisgötu 42, um verslunarmannahelgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.