Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 40

Morgunblaðið - 03.08.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 t Elskulegur eiginmaður minn, PÉTUR JÓNSSON bóndi, Egilsstöðum, lést í sjúkrahúsinu á Neskaupstað 1. ágúst. Elín Stephensen. t Útför hjartkærs eiginmanns míns og föður, GUNNARS ÓLASONAR, Sólheimum 24, verður gerð frá Langholtskirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir, Þóra G. Gunnarsdóttir. t Sambýlismaður minn, STEFÁN KRISTJÁNSSON, Yzta-Koti f V-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Akúreyjarkirkju í dag, laugardaginn 3. ágúst, kl. 14.00. Valgerður Sigurjónsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, NANNA SNÆLAND, Fjölnisvegi 16, Reykjavík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Iðunn Andrésdóttir, Árni Jensson, og barnabörn. t VALDIMAR GUÐNASON fyrrverandi yfirfangavörður, til heimilis að Grænukinn 7, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 2. ágúst sl. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Valdimarsson. t GUÐRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR fyrrverandi forstöðukona, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. ágúst nk. kl. 14.00. Aðstandendur. t Móðir mín, NANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Ljósvallagötu 28, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Guðmundur Sverrisson. t Faðir minn, MARINÓ SÓLBERGSSON, Austurbrún 2, Reykjavík, lést á heimili sínu hinn 23. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir um að láta Krabbameins- félagið njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Áslaug J. Marinósdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, ÁSGEIR PÉTURSSON flugmaður, Maryland, USA, sem lést í Reykjavík 30. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Björg Einarsdóttir Pétursson. Aðalsteinn Hans- son — Minning Fæddur 28. nóvember 1904 Dáinn 25. júlí 1991 Nú er hann afi okkar farinn í ferðina miklu saddur lífdaga og eflaust hvíldinni feginn eftir erfið og löng veikindi. Sárt er hans sakn- að og hún amma fær vonandi styrk til að halda sinni lífsgleði áfram þrátt fyrir skarðið. Afi ver einstaklega barngóður og ekkert gladdi hann meira síð- ustu árin en að sjá litlu barnabörn- in og barnabarnabörnin sín, þá brosti hann breitt, tók þau í faðm sinn og raulaði örlítið fyrir þau. Aðalsteinn Hansson fæddist rétt eftir aldamótin síðustu norður í Húnavatnssýslu. Hann lifði það að sjá mestu breytingar á högum manna sem orðið hafa á einni mannsævi í þessu landi. Hann flutt- ist síðan ungur maður suður og réðst sem kaupmaður að Jaðarkoti í Villingaholtshreppi og þar sá hann fyrst eftirlifandi eiginkonu sína, Guðmundu Sigurðardóttur. Þau fluttu bæði til Reykjavíkur um 1940 og hófu búskap og bjuggu þar alla sína tíð. Þau eignuðust sjö börn: Oddnýju, Halldór, Guðmund, Aðal- stein, Sigdóru, Ingibjörgu og Krist- inn. Afi starfaði aðallega við versl- unar- og skrifstofustörf eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Við bamabörnin þekktum afa best sem afa í Bröttu því lengst af bjuggu afi og amma í Bröttugötu 6 í Reykjavík. Þaðan eiga margir góðar minningar því þar var ætíð glatt á hjalla og gestkvæmt. Afi var heilsulaus og heimavinnandi síðustu þrjátíu árin. En tók ætíð vel á móti öllum og sá til þess að enginn færi svangur frá honum og er okkur barnabörnum minnistætt dísæta skyrið hans afa og súrt slát- ur með. Hann afi var alltaf með á nótun- um um þjóðfélagsmálin og hafði sínar skoðanir á flestum hlutum. Hann var flokksbundinn Sjálfstæð- ismaður og lét sig aldrei vanta á kjörstað. Fyrir honum var kosn- ingadagurinn stór stund. Alla tíð lagði hann ríka áherslu á að ungt fólk skyldi mennta sig og læra eitt- hvað nytsamt. Þó ekki hafi honum gefist kostur á því á sínum yngri árum en margar bækur átti afi og var óspar á að lána þær vinum og kunningjum, svo flestir gætu notið. Afi var víðlesinn og sjálfmenntaður maður og vitnaði oft í íslendinga- sögurnar sem hann hafði margoft lesið. Margir löðuðust að afa sökum nærgætni hans og ljúfmennsku. Hann var sterkur persónuleiki, skapmikill en góður faðir og afi. Við þökkum afa fyrir allar samveru- stundirnar og vitum að hann á góða vist í öðrum og betri hemi. Elsku ömmu, Dóru og Steina sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Stefán Kristjáns- son — Minning Fæddur 4. ágúst 1949 Dáinn 26. júlí 1949 Ég minnist haustdags í Landeyj- unum fyrir meira en þijátíu árum. Skólinn var að bytja og nýr dreng- ur hafði bæst við í hóp okkar krakk- anna. Stefán hét hann Kristjánsson og hafði flust með móður sinni að Stóru-Hildisey. Þennan fyrsta dag Stefáns á nýjum slóðum gengum við tveir saman austur að Fljóti. Ekki man ég neitt hvaða orð fóru okkur á milli. Stefán var ekki margorður, heldur fremur stilltur og fasið allt rólegt. Mér gast strax vel að þess- um jafnaldra mínum, traustum svipnum og örygginu í fari hans þrátt fyrir svolitla feimni. Minningin frá þessum fyrsta fundi okkar Stebba í Hildisey þaut í gegnum huga minn, þegar forsjón- in minnti okkur eftirlifendur á hver- fulleika jarðlífsins með því að hrifsa hann svo skjótt á brott. Þó að atvik- in hafí hagað því svo að kynni mín og Stefáns rofnuðu í kringum tví- tugsaldurinn á ég margar góðar minningar um hann. Minningar úr skólanum í Gunnarshólma og frá unglingsárunum þegar Stebbi var orðinn einn af fremstu íþróttamönn- um héraðsins. Eftir þennan glaðværa tíma æsk- unnar sá ég Stefán sjaldan. Fundum okkar bar aðeins saman í svip, en þó að við skiptumst ekki á nema fáeinum orðum þótti mér alltaf vænt um að hafa hitt þennan góða félaga frá uppvaxtarárunum. Fasið var enn rólegtjundin traust og aug- un stöfuðu sama drengskapnum og ég fann fyrir á okkar fyrsta fundi. Nú er Stefán allur, kvaddur á brott með hörmulegum hætti frá konu sinni, bömum og stjúpbörn- um. .Öldruð móðir Stefáns harmar einnig son sinn, gamall frændi í Ysta-Koti náinn vin. Faðir sér á bak gervilegum syni, fjölskyldan í Stóru-Hildisey hefur misst bróður og frænda. Máttvana orð dauðlegra manna mega sín lítils til að stilla sorg þeirra. Eg votta þeim sem sárast syrgja Stefán Kristjánsson mína dýpstu samúð og bið þess að þeim verði t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HRAFNHILDAR HELGADÓTTUR frá Vopnafirði. Jörgen K. Sigmarsson og fjölskylda. t Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, ÁSDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hegranesi 24, Garðabæ. Jón Guðmundsson, Arnar Þór Jónsson, Guðmundur Theodór Jónsson, Sigriður Ásdís Jónsdóttir, Theodóra Bjarnadóttir, Þórður Þórðarson, Ingibjörg Þórðardóttir, Þuríður Þórðardóttir. Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta raóðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar - drottinn vakir daga og nætur yfír þér. Löng þó sjúkdórasleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þijóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er. Honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar - drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Heiða, Inga Dóra og Sævar Dór gefinn styrkur til að standast þá þungu raun sem fráfall hans er þeim. Guð blessi minningu Stefáns Kristjánssonar. Trausti Ólafsson Kallið er komið, komin er sú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar gönpm vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja i friðarskaut. (Sb. 1886 - V. Briem) Katla og Brynjar. Útför Stefáns fer fram í dag frá Akureyjarkirkju. I blaðinu í gær, í minningargrein um hinn látna inisritaðist að útförin færi fram frá Akureyrarkirkju. •' i e.z 7- ■iva.A. s t "L tx . xo. jmija.sE.«ú a. ».& ts. & e®**

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.