Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.08.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. * Astæða til að vona það bezta AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON BCCI-málið Bankí glæpamanna ognjósnara „Mesta bankasvindl sögpunnar,“ segir saksóknari New York ALÞJÓÐLEGI bankinn BCCI var ákærður í New York í vikunni fyr- ir „mesta bankasvindl í fjármálasögu heimsins" og dæmdur til að greiða 200 milljóna dollara metsekt fyrir brot á bandarískum bankalögum. Þetta eru hörðustu aðgerðirnar gegn BCCI síðan bankanum og útibúum hans í 69 löndum var lokað 5. júlí. Leiðtogafundurinn í Moskvu markar upphaf nýs skeiðs í samskiptum risaveldanna. Leiðtog- arnir George Bush og Mikhaíl Gorb- atsjov hafa báðir lýst því yfir að kalda stríðinu sé nú lokið og ný öld samstarfs og friðarviðleitni sé hafin. START-afvopnunarsamningur- inn, sem undirritaður var á fundin- um, er sögulegt skref í afvopununar- málum, þar sem langdrægum kjarn- orkuvopnum er í fyrsta sinn fækkað í raun. Ef marka má yfírlýsingar leiðtoganna tveggja er sáttmálinn aðeins upphafið að enn frekari fækk- un gereyðingarvopna og auknum hernaðarlegum stöðugleika. Fundurinn í Moskvu er vísbending um að í framtíðinni verða fundir leið- toga risaveldanna ekki lengur nær eingöngu spennuþrungnar viðræður um afvopnunarmál og lausn alvar- legra deilumála. Forsetar Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna gáfu til kynna að héðan í frá yrði aukið á friðsamlegt samstarf á öllum sviðum og ógrynni verkefna væru framund- an. Á fundinum voru undirritaðir samningar um samstarf í efnahags- málum, varnir gegn hryðjuverkum, samræmd viðbrögð við stórslysum og náttúruhamförum, lyfjaaðstoð Bandaríkjamanna við Sovétríkin og hjálp þeirra við einkavæðingu bygg- ingariðnaðar og húsnæðismarkaðar í Sovétríkjunum. Auk þess gerðu leiðtogarnir með sér samkomulag um samstarf í geimvísindum og eft- irlit með umhverfisvernd. Þama er byrjað smátt, en byijunin lofar góðu. Það er tímanna tákn að leiðtog- amir eyddu heilum degi í að funda um efnahagsmál. Líklegt er að á næstunni muni Bandaríkjamenn fjárfesta í auknum mæli í Sovétríkj- unum og veita aðstoð við uppbygg- ingu markaðskerfis þar í landi. Báð- ir aðilar munu hagnast á því. Bandarísk fyrirtæki sjá mikla fjár- festingarmöguleika í Sovétríkjunum og Sovétmönnum er lífsnauðsyn að fá erlent fjármagn inn í efnahagslíf- ið og taka markaðsöflin í sína þjón- ustu til þess að geta brauðfætt þjóð- ina. Framganga Mikhaíls Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, á fundinum ber því vitni að Sovétmenn em að segja skilið við kreddur kommúnism- ans, vilja ijúfa efnahagslega ein- angrun sína og ganga inn á heims- markaðinn. Aukin viðskipti Sovét- manna við umheiminn eru skrpf í átt til þess að tryggja heimsfriðinn. Hið nána samstarf Evrópubanda- lagsríkjanna, sem hófst með sam- starfi á sviði efnahagsmála, er bezta sönnun þess að verzlun og viðskipti eru friðarstarfsemi. Það er fjarlægur möguleiki nú að fomir fjendur á borð við Frakkland og Þýzkaland fari í stríð. Menn skjóta ekki við- skiptavini sína. Ákvörðun Bush forseta um að veita Sovétmönnum beztu viðskipta- kjör í Bandaríkjunum ber vott um stuðning hans við efnahagsumbætur Gorbatsjovs. Mikið er komið undir því að þær umbætur takist og efna- hagsástand í Sovétríkjunum batni. Helzta ógnunin við stöðugleika á alþjóðavettvangi og þann mikla árangur, sem náðst hefur í samskipt- um risaveldanna, er innanlands- ástandið í Sovétríkjunum. Þar er nú gífurleg efnahagskreppa, sem leiðir af sér félagslegan óróa. Eins og Edúard Shevardnadze, fyrrum ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, var- aði við í viðtali í Morgunblaðinu í gær, er hætta á að slíkt leiði til valdaráns harðlínumanna og ógnar- stjórnar. Hætt er við því að draugur kalda stríðsins verði magnaður upp ef harðlínukommúnistar komast til valda á ný í landinu, sem ræður yfir stærsta her í heimi og flestum kj amorkuvopnum. I fyrsta sinn í fimmtíu ár stóðu Bandaríkjamenn og Sovétmenn hlið við hlið þegar Saddam Hussein réðst inn í Kúveit og ógnaði friði og stöð- ugleika við Persaflóa. Slík samstaða hefði verið óhugsandi fyrir aðeins fáeinum ámm, þegar Mið-Austur- lönd voru eins konar pólitískur og hemaðarlegur æfingavöllur risa- veldanna. Á leiðtogafundinum í Moskvu var byggt á þeim granni, sem lagður var í Persaflóastríðinu, og boðað til ráðstefnu um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Það hefur þeg- ar borið árangur, þar sem ísraelar samþykkja nú að ráðstefnan verði haldin. Sömuleiðis vilja Bandaríkin og Sovétríkin leggja sitt af mörkum til að friðsamleg lausn finnist í Júgó- slavíu. Enn eru ýmis ágreiningsmál óleyst á milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, sem geta orðið Þrándur í Götu þess nána samstarfs, sem virðist i burðarliðnum. Sovétmenn veita einræðisherranum Kastró á Kúbu ennþá fjárhags- og hemaðar- aðstoð og lengja með því lífdaga einnar síðustu marxistastjómarinn- ar, á sama tíma og sovézki kommún- istaflokkurinn hefur sagt skilið við marxismann. Það þýðir ekki fyrir Sovétmenn að skjóta sér á bak við það að þeir verði að uppfylla samn- inga sína við Kúbumenn. Ef vilji er fyrir hendi til að leysa þessa deilu, verður hún leyst. Sama má segja um málefni Eystrasaltsríkjanna. Sovétstjórnin verður að taka upp viðræður við ríkin um sjálfstæði þeirra á raunsæjum grandvelli, án þess að hengja sig í lagaflækjur varðandi úrsögn úr Sovétsamband- inu. Þótt þessi mál séu óleyst, vora þau rædd á leiðtogafundinum. Það er skref í áttina. Fyrir nokkrum áram, jafnvel mánuðum, hefðu Sov- étmenn kallað það óþolandi íhlutun í innanríkismál Sovétríkjanna af hálfu Bush forseta að vilja tala um framtíð Eystrasaltsríkjanna. Nú er Gorbatsjov tilbúinn að ræða málin í hreinskilni og taka þau upp aftur síðar. Eins og Marlin Fitzwater, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði: „Við getum nú vakið máls á þessum atriðum, sem valda erfiðleikum okk- ar á miíli, rætt þau af einlægni og hreinskilni." Svo virðist, sem leiðtog- ar risaveldanna séu tilbúnir að tala saman um öll mál og leita lausna á þeim. Leiðtogafundurinn í Moskvu gefur tilefni til bjartsýni — ástæðu til að vona það bezta. Bankinn er sakaður um að hafa staðið í tengslum við eiturlyfja- kónga, vopnasala og leyniþjónustu- stofnanir víða um heim og haft 4-15 milljarða dollara af sparifjáreigend- um. Fram hafa komið ásakanir um að stjómmálamenn og seðlabankar hafi vitað um starfsemi bankans og jafnvel þegið mútur, en ekki látið nógu fljótt til skarar skríða. „BCCI var rekinn sem óheiðarlegt glæpafyrirtæki í allri 19 ára sögu sinni,“ sagði saksóknarinn í New York, Robert Morgenthau. „Bankinn falsaði skjöl, faldi ólöglegan hagnað eiturlyfjasala og annarra glæpa- manna og mútaði embættismönn- um.“ Stofnandi bankans, Agha Has- an Abedi, og aðalrekstrarstjóri hans þar til í fyrra, Swaleh Naqvi Dhabi, vora ákærðir fyrir að hafa skipulagt svindlið og krafizt er að þeir verði framseldir frá Pakistan og Abu Dhabi. BCCI komst inn í bandaríska bank- akerfi með því að kaupa á laun eign- arhaldsfyrirtækið First American Bankshares í Washíngton og banka í Georgíu og Kaliforníu í trássi við bandarísk bankalög. Stjóm First Ameriean hefur ekki verið ákærð, en rannsókn stendur yfír. Stjómarform- aðurinn er Clark Clifford fyrram landvamaráðherra, sem neitar því að hafa brotið lög. Vikuritið Time segir í ítarlegri umfjöllun, sem hér er stuðzt við, að ekkert fjármálahneyksli á síðari tím- um jafnist á við BCCI-hneykslið. í engu öðru hneykslismáli hafi „eins miklir fjármunir, eins margar þjóðir og eins margir kunnir menn“ komið við sögu. BCCI sé stærsta glæpafyr- irtæki, sem sögur fari af. Ekkert fyrirtæki hafi staðið fyrir eins víð- tækum aðgerðum til að fela illa feng- ið fé og aldrei hafí verið komið á fót eins stórri „fjármagnsviðskiptamið- stöð“ fyrir menn á borð við Manuel Noriega, Ferdinand Marcos, Saddam Hussein og eiturlyfjabaróna í Kólombíu. Innan BCCI starfaði leyniþjón- ustu- og öryggisdeild, „Svarta netið,“ sem beitti öllum tiltækum ráðum til að treysta stöðu bankans um allan heim að sögn Time. Deildin sé búin fullkomnum njósnatækjum og að- ferðir hennar hafi verið mútur og fjárkúgun, mannrán og jafnvel morð. Henni var aðallega stjórnað frá Karachi og starfsmenn hennar vora 1.500. Aðrar deildir sáu um að fela hagn- að af eiturlyfjaviðskiptum og gera einræðisherrum kleift að stela úr rík- isfjárhirzlum. Svarta netið starfar enn, stundar ábatasöm vopnavið- skipti og sér um flutninga á eiturlyfj- um og gulli. Að sögn Time vinnur deildin oft með leyniþjónustustofnun- um á Vesturlöndum og í Miðausturl- öndum. Blaðið hafði áður greint frá því að bandaríska þjóðaröryggisráðið notaði BCCI til að beina hagnaði af vopnasölu til írans til uppreisnar- manna í Nicaragua og geyma fé til leyniaðgerða. Leyniþjónusta bandar- íska landvamaráðuneytisins mun hafa haft sérstakan mútusjóðsreikn- ing í bankanum. Leyniþjónustan CIA hefur fengið aðstoð frá Svarta netinu í nokkrum aðgerðum að sögn fyrrverandi starfs- manns þess, sem nú er leynivitni Bandaríkjastjómar. Aðrir hafa greint frá nánu samstarfi BCCI við leyni- þjónustustofnanir í ísrael og á Vest- urlöndum og alþjóðlega hópa hryðju- verkamanna, þar á meðal Byltingarr- áð Fatah undir stjórn Abu Nidals. Grunur leikur á að Líbýumenn, Sýr- lendingar og PLO hafi geymt fé handa hryðjuverkamönnum á reikn- ingum í banka BCCI í London. Að minnsta kosti sex brezk fyrir- tæki seldu hryðjuverkamönnum í Miðausturlöndum vopn óafvitað fyrir milligöngu BCCI að sögn The Sunday Times. Ein helzta skýringin á því hvers vegna bankinn komst svo lengi upp með svikastarfsemi sína er talín sú að hann stóð í sambandi við leyniþjón- ustustofnanir og mútaði embættis- mönnum víða um heim. Því er haldið fram að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi takmarkað rannsókn sína á málinu og tekið þátt í skipulegum tilraunum til að koma í veg fyrir rækilega rannsókn. Morg- enthau saksóknari, sem fyrstur hóf rannsókn á BCCI 1989, sagði Time: „Við höfum enga samvinnu fengið frá ráðuneytinu síðan við báðum um skjöl í marz 1990. Það hindrar rann- sókn okkar og fulltrúar þess biðja vitni að hafa ekki samvinnu við okk- ur.“ BCCI átti að verða fyrsti risabanki múhameðstrúarmanna þegar starf- semin hófst 1972. Fyrirtækið var stofnað í Lúxemborg, London var aðalbækistöðin og það átti 400 útibú og dótturfyrirtæki um allan heim. Það var í orði kveðnu í eigu hluthafa frá Persaflóaríkjunum, en að sögn Time var BCCI alltaf pakistanskur banki og Karachi miðstöð hans. Flest- ir fýrrverandi millistjórnendur bank- ans eru Pakistanar og Svarta netið varð til í Pakistan. Áhrif BCCI og Svarta netsins juk- ust vegna innrásar Rússa í Afgh- anistan 1979 og aukinnar hemaðar- þýðingar Pakistans. Bandaríkjamenn þurftu að eiga nána samvinnu við Pakistana, þar sem þeir vildu senda uppreisnarmönnum í Afghanistan hergögn. Islamabad varð miðstöð ein- hverra víðtækustu aðgerða CIA í heiminum. BCCI reyndist auðvelt að koma á fót leynideild vegna viðskipta við menn á borð við Noriega, Saddam, Marcos, Alan García Perúforseta, sandinistann Daniel Ortega, kontra- leiðtogann Adolfo Caleri og vopna- kaupmenn eins og Adnan Khas- hoggi. Upphaflega átti Svarta netið að sjá um að múta áhrifamönnum, hræða yfirvöld og koma í veg fyrir rannsóknir, en upp úr 1980 fór það sjálft að verzla með eiturlyf, vopn og gjaldeyri að sögn Time. Svarta netið veitti „alhliða þjón- ustu“ að sögn vopnakaupmanns. „Þeir fjármögnuðu vopnaviðskipti, sem ríkisstjómir vildu halda leyndum, sendu vörana, tryggðu hana, útve- guðu mannafla og veittu vernd. Þeir unnu með leyniþjónustustofnunum á öllum Vesturlöndum og áttu mikil viðskipti við austantjaldslöndin." í Perú komst samningur, sem BCCI tryggði um sölu á Mirage-þot- um, ekki í framkvæmd. Yfirvöld reyna að kanna hvað varð um pening- ana, en BCCI mun að lokum hafa selt flugvélarnar til Pakistans og Ind- lands. I réttarhöldunum í New York vora Abedi og Naqvi ákærðir fyrir að hafa mútað tveimur fyrrverandi starfsmönnum seðlabanka Perú. Fyrrverandi bandarískur stjórn- arerindreki sagði Time að BCCI hefði gegnt „ómissandi hlutverki" í samn- ingum milli ísraels og ríkja í Miðaust- urköndum. Hann gefur í skyn að kontra-skæraliðar í Nicaragua hafi fengið stuðning frá Saudi-Aröbum fyrir milligöngu ísraelsmanna og Saudi-Arabar hafi fengið Silkworm- eldflaugar frá Kína fyrir milligöngu BCCI. Einnig munu Sýrlendingar hafa fengið Scud-flaugar frá Norður- Kóreu með hjálp bankans. Þegar BCCI var lokað 5. júlí vegna endurskoðunar fyrirtækisins Price Waterhouse ríkti svo mikil óreiða í bankanum að hann gat ekki samið skiljanlegt yfirlit um fjárhagsstöð- una. Saknað er að minnsta kosti 10 milljarða dollara, sem er um helming- ur af fjármunum bankans, að sögn Time. Lítið sem ekkert eftirlit var hægt að hafa með bankanum vegna flókins skipulags hans að sögn blaðsins. Jafnvel fjármálastjórar fyrirtækisins Abu Dhabi: miðstöð Zayeds fursta, sem átti BCCI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.