Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.08.1991, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. AGUST 1991 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nréttingar og s^“°^eyKiavíkur. itningu ^.^“iTen hönn- Aðalverktaki er l ^ Var her n “íÆ lokað útboð sem þremur .maöneðalokaö ui ^ teka iðilum var geflnn kosrur ^738 mifliónir króna eöa 2 pro- sZt y&r ^^J^vSunar. sem þýskalandi. M króna og var það á 10,886 nuflíóiúr vostnaöaráætlun. þ\á93prósent yf hljóðaði upp á Kostnaðaráæöun Marþvíákvefr S'SS,0SlKut,1»»n.ó«»>»- setningu fynr m- v J.Mar Komandi. Eflum íslenskan iðnað kettlinga (2 læður, 2 fress) bráð- .vantar gott heimili. Upplýsingar fast í síma 71189 fyrir hádegi og á kvöldin. Læða týnd Eins og hálfs árs þrílit læða (gul, svört og hvítstórskellótt), mjög mannelsk, týndist frá Miðleiti 1 miðvikudaginn 24. júlí. Finnandi hringi í síma 812146 eða í 985- 23336 eftir kl. 7 á kvöldin. Útvarpstæki stolið Pioneer kassettuútvarpstæki var stolið úr Löduskutbíl sem stóð á bílastæði í Seláshverfi aðfaramótt 1. ágúst. Þjófurinn fjarlægði út- varpstækið ásamt hluta af mæla- borði sem tækið er fest við. Til hans sást er hann laumaðist í burtu. Auk þess eru fingraför hans á mælaborðinu og fyrr eða síðar verða borin kennsl á hann. Því er honum ráðlagt að skila tækinu. Þeir sem kunna að verða varir við Pioneer kassettuútvarpstæki eru beðnir um að láta Arbæjarlög- regluna vita. Kuldalegur kaffisalur Kona í Kópavogi hringdi: Perlan er glæsileg og falleg, bæði að utan og innan enda hvergi til sparað. Hins vegar finnst mér kaffisalurinn kuldalegur og ekki nógu notalegt að vera þar. Gleraugu týndust Gleraugu í rauðu hulstri týndust á Látrabjargi 9. júlí s.l. Ef einhver hefur fundið þau, vinsamlegast hringi í síma 41589. Ég rakst á athyglisverða „smá- frétt“ á lítt áberandi stað í DV 12. júlí sl. um að nýlega vom opnuð tilboð í eldhúsinnréttingar fyrir Ráðhús Reykjavíkur. „Var hér um að ræða lokað tilboð sem þremur aðilum var gefinn kostur á að taka þátt í.“ (Tilv.) Innréttingarnar munu kosta tæp- ar sex milljónir. Það var samt ekki verðið sem stakk mig, heldur að þessir þrír sem fengu tækifæri til að gera tilboð í verkið vom allir íslenskir umboðs- menn erlendra aðila. Engu íslensku iðnfyrirtæki var gefinn kostur á að vera með í útboðinu. Eru þó mörg til sem eru vel samkeppnisfær við erlend fyrirtæki á þessu sviði. Þyki svo einhveijum það undr- unarefni að íslenskur iðnaður fari halloka þegar jafn stór og leiðandi aðili sem Reykjavikurborg sýnir honum þá lítilsvirðingu að virða hann ekki einu sinni viðtals? Væri ekki eðlilegra að opinberir aðilar sýndu í verki það sem boðað er almenningi. Að styðja íslenskan iðnað og íslenskt framtak. Elín vetrarlistinn kominn Yfir 1000 síður - Nýja vetrartískan Jólavörur o.fl, o.fl. Verð kr. 400,- án bgj. Pantið skólafötin núna. Pantanasími 52866 Við bæjardyr þjóðhöfðingja Vorsólin lagði sig til svefns við sjóndeildarhring og bar við gulleitt túnið á Bessastöðum. Húmið lagðist að kveldi dags við röðulglóð og hlustaði á kvöldsöng fuglanna, sem kváðu ástaróð undir mjúkum feldi vorsins. Spegilsléttur sjórinn strauk fjörusteinana í flæðarmálinu og vaggaði andarhjónum í svefn eftir erilsaman dag við hreiðurgerð og ijölskylduráðstafanir. Sjávarilmur- inn kom ti! mín utan af hafi og vormoldin færði mér angan sína þetta friðsæla kvöld. Ég fór mér hægt á göngu minni til að raska ekki kyrrðinni sem blundaði við sjávarsíðuna. Leið mín lá yfir gaml- ar slóðir og vöktu til meðvitundar sögurnar um Jón gamla Hreggviðs- son, sem eitt sinn kúrði í dýflissu- myrkri á Bessastöðum. i fjarska reis kirkjan og íverubyggingarnar upp úr íslenskri grund og teygðu sig í allri sinni reisn íklædd í hvítt í átt til sindrandi stjarnanna sem kviknuðu hver á fætur annarri á dökkbláum himninum. í gluggum forsetans endurspeglaðist víðsýnið til borgarinnar, með Esjuna í bak- grunni sem gyrti að borginni í allri sinni víðáttu við sundin. Esjan hafði ávallt fylgt borginni og myndi ætíð gera. Þarna stóð hún í allri sinni tign og varðj borgina sem kúrði í skjóli fyrir norðanroki við fætur fjallsins. Hún hafði fylgst með öllu á Bessastöðum frá fyrstu tíð, þegar verið var að reisa bústaðinn og kirkjuna, og snurfusa í kringum staðinn. Hún hafði séð þjóðhöfð- ingjana alla og mundi þá alla með tölu. Nú hafði hún fengið nýjan félaga rétt einu sinni enn. í þetta sinn góða konu, þjóðarleiðtoga sem öll þjóðin leit upp til og virti. Nú speglaði hún sig í gluggum forset- ans, þetta friðsæla vorkvöld. Þar mættust ásjónur tveggja íslands- kvenna sem alþjóð og jafnframt fjarlægar þjóðir litu upp til. Það var viss virðuleiki sem fylgdi umhverf- inu á Bessastöðum, og nærvera vikadrengs af þjóðarskútunni átti víst litið sameiginlegt með tign staðarins, þar sem hin mikla frú leysti úr vandamálum lands og þjóð- ar. Margar yrðu hneiginar mínar, stæði ég frammi fyrir yður á þess- ari stundu, háttvirta íslandsfrú, og myndu aulalegar sýnast í návist yðar, skyldi ég ætla. Ég sem er aðeins aumur almúgasonur, og er víst ekki verður að kveðið sé mér hljóðs í salarkynnum minnar hátt- virtu íslandsfrúar, því mörg ku vera brýnari þörfín í íslenskum þjóðarbú- skap, sem vonir eru um að úr rætt- ust. Nei, ég vissi svo sem lítið hvað um var að vera á hinu mikla þjóðar- setri, þar sem þjóðhöfðingar í ald- anna rás höfðu setið að störfum, og tekið á móti kóngafólki fjar- lægra landa. Ég læddist um móann, leið yfir hóla og þúfur líkt og fugl- inn í fjörunni sem rann yfir sandinn svo hljóður við hið mikla haf. Flótta- legt augnaráð mitt læddist inn yfir garðinn og laumaðist um hinn tígu- lega stað. Ég sneri för minni heim á leið, burt frá þessum tilkomu- mikla stað, Bessastöðum á Álfta- nesi. Hugljúft og friðsælt vorkvöld- ið fylgdi mér í örlæti sínu inn að borgarmörkum, þaðan sem leið mín lá heim og svefninn beið mín. Ef til vill væri hann fús til þess að bera mig á fund frúarinnar á Álfta- nesi. Einar Ingvi Magnússon ÓDÝRI TIL FRANKFURT Bjóðum ódýrar ferðir til Frankfurt 10. og 17. ágúst. Dvalarlengd 1 eða 2 vikur. Flug og bíll A-PANDA 1 vika 5 f bíl 23.700,- 4 f bíl 24.400,- 3 f bíl 25.500,- 2 í bíl 27.700,- D-VECTRA 1 vika 5 í bíl 24.800,- 4 íbíl 25.800,- 3 í bíl 27.400,- 2 í bíl 30.600,- Innifalið: Flugfar pg bíll með ótakmörkuðum akstri og kaskótryggingu. FLUGLEIÐIR fS Flug og gisting 1 viko Holiday Inn ★★★★ Hotel Savigny ★★★★ pr. mann í tvíbýli 43.365,- pr. mann í einbýli 52.310,- Innifalið: Flugfar og gisting með morgunverði. Barnaafsláttur kr. 9.000,- Flugvallarskattur kr. 1.150,- Pr. gengi og flug 01.08. 1991. FERÐASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.