Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 14
Alls hafa þrettán mál sem varða íslenska aðila verið tekin fyrir hjá EFTA-dómstólnum. Tiltölulega fáir íslenskir lög- menn hafa því flutt mál fyrir dómstólnum. Hrafnhildur Stefánsdóttir ritstjóri fékk þrjá þeirra, hæstaréttarlögmennina Stefán Geir Þórisson, Óttar Pálsson og Óskar Thorarensen til að miðla af reynslu sinni til lögmanna. Hvers vegna fara lögmenn þá leið að biðja um ráðgefandi álit dómstólsins? Stefán Geir: Ég hef fyrir hönd um- bjóðenda minna beðið um álit í þrem- ur málum. Það er auðvitað alltaf spurning hvort þörf sé á því að biðja um álit. Oft á tíðum er kannski reikn- að með því að dómarar hafi þá þekk- ingu sem til þarf til að leysa úr þeim Evrópuréttarálitaefnum sem eru und- ir. Þó eru þetta oft flókin álitaefni, og stundum er um ákveðin prinsipp að ræða, sem leiða þá til þess að óskað er eftir áliti. Dómari tekur endanlega ákvörðun um hvort fara eigi með mál fyrir dómstólinn eða ekki. Hann setur oftast á málflutning um það hvort afla eigi álits og hlustar á sjónarmið beggja aðila. Svo kveður hann upp úrskurð sinn. Bæði héraðsdómstólar og Hæsti- réttur hafa hafnað því að leita álits EFTA-dómstólsins og oft á tíðum er maður í vafa um hvort maður eigi að óska eftir því. Óttar: Ég hef þrisvar sinnum komið að málflutningi fyrir dómstólnum. Í engu þessarar tilvika vorum það við sem óskuðum eftir áliti en við settum okkur heldur ekki upp á móti því. Auðvitað er ýmislegt sem þarf að huga að við ákvörðun þess hvort óska eigi eftir að leitað sé ráðgefandi álits. Slík álitsumleitan hefur umtalsverð áhrif á málsmeðferðina. Óskar: Ég hef flutt eitt mál fyrir dóm- stólnum og þá var ég varnarmegin. Stundum er sú staða uppi að eðlilegt og nauðsynlegt er að leita álits EFTA- dómstólsins vegna álitaefna í Evrópu- rétti. Í öðru máli sem ég var með vildi héraðsdómari kalla eftir ráðgefandi áliti en Hæstiréttur var ósammála og felldi úrskurð hans úr gildi. Meiri áhersla á skrifleg- an en munnlegan mál- flutning Hvernig er best að undirbúa málflutn- inginn? Óskar: Nauðsynlegt er að setja sig mjög vel inn í viðfangsefnið í tengsl- um við Evrópuréttinn en einnig að kynna sér vel þær réttarfarsreglur sem gilda um málsmeðferð fyrir EFTA- dómstólnum. Leiðbeiningar til lög- manna er að finna á vef dómstólsins: www.eftacourt.lu Strax eftir að málið er komið á málaskrá dómstólsins er aðilum, EFTA ríkjunum, EB og 14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Hringborðsumræður um EFTA-dómstólinn: Sjaldnast svart eða hvítt Viðtal: Hrafnhildur Stefánsdóttir. Stefán Geir Þórisson. Hrafnhildur Stefánsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.