Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 28
Það hefur vart farið framhjá þeim sem láta sig lög og lögfræði einhverju varða hversu óheppilega ákæruvaldinu hefur farnast við útgáfu ákæra í opinberum málum á sviði efnahagsbrota nýliðna mánuði. Í þessum efnum hafa ákveð- in mál eðlilega borið hátt, en önnur mál látið minna yfir sér og jafnvel far- ið alveg hljótt. Þar eru þó jafnframt, eins og í hinum málunum, einstak- lingar á ferð sem brýnt er að njóti sömu réttarverndar og fái athygli dómara í jafn ríkum mæli við úrlausn- ir þeirra um sekt eða sýknu viðkom- andi. Það er nú þannig að helsta trygging ákærðra fyrir því að njóta réttrar og löglegrar málsmeðferðar (og -varnar), ef ákæruvaldinu bregst boga- listin, eru dómararnir því þótt hlut- verk verjenda sé vissulega að koma öll- um nauðsynlegum upplýsingum í þágu málsvarnar skjólstæðings síns í hendur dómarans þá hefur það litla þýðingu virði dómarinn þær upp- lýsingar að vettugi. Að ákveðnum at- riðum ber dómara svo auðvitað að huga ex officio. Því miður sýnist mér að undanfarið hafi orðið ákveðnir brestir í þessari annars traustu vörn dómstólanna og skulu í því sambandi nefndir tveir nýlegir héraðsdómar. Dómur Héraðsdóms Reykja- víkur 11. október 2005, í mál- inu nr. S-737/2005. Í þessu máli var maður ákærður, sem stjórnarmaður í einkahlutafélagi, fyrir að hafa vanrækt að standa skil á inn- heimtum virðisaukaskatti og stað- greiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einka- hlutafélagsins. Ákæran í málinu byggði að stórum hluta á skýrslum og skilagreinum sem staðin voru skil á eftir að ákærði hvarf frá störfum hjá félaginu. Af þeim sökum var hinn ákærði í raun ekki í stakk búinn til að tjá sig um efnislegt réttmæti þeirra. Brýnt var því að hafið væri yfir allan vafa í málinu að skýrslurnar og skila- greinarnar væru réttar. Fram kemur hins vegar í dóminum að engin sjálf- stæð rannsókn var framkvæmd til að kanna réttmæti skýrslanna og skila- greinanna, s.s. með samanburði við bókhald félagsins eða skýrslutökum af þeim sem skýrslugerðina önnuðust enda þótt gögn málsins hefðu gefið tilefni til þess svo sem vikið verður að hér á eftir. Á rannsókninni, svona úr garði gerðri, var málatilbúnaður ákæruvaldsins reistur. Upplýst var í málinu að ákærði hefði horfið frá rekstri félagsins þegar félag- ið og rekstur þess var seldur. Liður í þeim kaupum var yfirtaka hinna nýju eigenda á öllum skuldum félagsins. Enda þótt það komi ekki skýrt fram í dóminum þá munu vangoldin laun til starfsmanna félagsins hafa verið á meðal þeirra skulda sem kaupsamn- ingur kvað á um að kaupendur félags- ins yfirtækju. Ljóst er að hafi laun ekki verið greidd þá hefur ekki verið um það að ræða að haldið hafi verið eftir af þeim fé til staðgreiðslu opin- berra gjalda. Breytir engu þar um, þótt launin hafi verið reiknuð, færð á launaseðil og fjárhæð þeirra og mein- trar afdreginnar staðgreiðslu á stað- greiðslu skilagreinar. Ef launin voru ekki greidd þá hefur staðgreiðslu ekki verið haldið eftir af þeim. Með því er ekki um nein vanskil að ræða. Ákærða var gerð refsing á grundvelli 28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Á skal að ósi stemma Garðar G. Gíslason hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.