Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 31
100 árum að landfræðilegar tilvísanir nutu lagaverndar, en í Parísarsam- þykktinni frá 1883 um vernd eignar- réttinda á sviði iðnaðar kemur fram að samþykktin taki m.a. til verndar upp- lýsinga um uppruna og landfræðilegra tilvísana gegn villandi notkun, sbr. 2. mgr. 1. gr. samþykktarinnar. Á hvern hátt landfræðilegum tilvísun- um hefur verið veitt vernd innan ein- stakra landa er ákaflega mismunandi. Er það ýmist í vörumerkjalöggjöf, lög- um um óréttmæta viðskiptahætti eða sérlöggjöf um vernd landfræðilegra tilvísana. Að undanförnu hefur þó mikil áhersla verið lögð á samræm- ingu verndar landfræðilegra tilvísana milli landa og að þeim sé tryggð ákveðin lágmarksvernd, bæði á al- þjóðavettvangi og innan Evrópusam- bandsins. Almennt má þó segja að meginskilyrði verndar heitis sem land- fræðilegrar tilvísunar séu þessi: • Landfræðileg tengsl. Heitið þarf að fela í sér tilvísun til ákveðins staðar eða svæðis, sem getur verið allt frá í sér landfræðilega tilvísun til uppruna vörunnar hafi nú almenna merkingu um tegund vöru án tillits til þess hvar hún er framleidd. Dæmi um slíkt eru t.a.m. camenbert ostur og dijon sinn- ep, sem áður vísaði til franska bæjarins Dijon. Skýrir það að nokkru hvers vegna ríki leggja svo mikla áherslu á að fá vöruheiti viðurkennt sem land- fræðilega tilvísun áður en notkun þess verður svo almenn. „Stóra fetaostsmálið“ Grikkir og Danir hafa lengi eldað grátt silfur vegna fetaosts og hvort vernda beri heitið feta sem landfræðilega til- vísun. Danir eru mjög stórir framleið- endur fetaosts, sem reyndar er að mestu ætlaður til útflutnings, en danski osturinn er framleiddur úr kúa- mjólk. Að mati Grikkja er þessi danski ostur alls ekki fetaostur. Nafnið feta geti aðeins þeir ostar borið sem fram- leiddir eru með hefðbundinni grískri aðferð úr mjólk kinda eða geita frá ákveðnum svæðum í Grikklandi runaheita væru uppfyllt og feta teldist verndað heiti. Nokkur aðildarríki, með Dani og Þjóðverja í fararbroddi, andmæltu þessari skráningu framkvæmdastjórn- ar á heitinu og var því máli að lokum skotið til Evrópudómstólsins til úr- lausnar. Kvað dómstóllinn upp dóm sinn í mars 1999 og var niðurstaða hans sú að skráning og vernd orðsins feta sem landfræðilegrar tilvísunar var ógilt á þeim grunni að ekki hefðu nægar upplýsingar legið fyrir svo ákveða mætti hvort veita ætti orðinu feta vernd sem upprunaheiti. En Grikkir lögðu síður en svo árar í bát og sendu Brüssel tíu kílóa Tróju- hest troðinn þúsundum blaðsíðna máli sínu til stuðnings, allt frá alda- gömlum sölukvittunum til markaðs- kannana með dórískum og jónískum súluritum. Herbragðið bar árangur og framkvæmdastjórnin samþykkti á ný skráningu feta sem verndaðs uppruna- heitis. Danir og Þjóðverjar, síðar með fulltingi Breta og Frakka líka, leituðu þá eðlilega á ný til Evrópudómstólsins og freistuðu þess að fá skráninguna fellda aftur úr gildi. Meginrökstuðn- ingur þjóðanna var að orðið feta hefði öðlast almenna merkingu um þessa ákveðnu tegund osta og væri í huga neytenda alls ekki bundið við fetaost frá Grikklandi. Í dómi sínum frá 25. október 2005 (ECJ C-456/02 og 466/02) komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Þó talsvert sé framleitt af fetaosti í öðrum sambandslöndum en Grikklandi, þá sporðrenni grískir neytendur 85% af þeim fetaosti sem framleiddur sé inn- an ESB. Sá hluti fetaosts sem fram- leiddur væri utan Grikklands fæli jafnframt oftast nær í sér einhvers konar tilvísun til Grikklands eða grískrar menningar á umbúðum sín- um. Niðurstaða dómstólsins var því sú að staðfesta skráningu og vernd feta sem landfræðilegrar tilvísunar. Feta- ostur er því eingöngu hvítur ostur í legi, framleiddur með hefðbundinni aðferð úr mjólk geita eða kinda sem bitið hafa gras í haga ákveðinna svæða Grikklands. Áralöng barátta Grikkja hafði borið árangur. LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 31 litlu þorpi til ríkis. Varan þarf þó ekki endilega að bera heiti staðarins eða svæðisins, en varan þarf þá óumdeil- anlega að vera tengd honum. • Gæðatengsl. Varan verður að hafa til að bera viss gæði eða ákveðna eigin- leika sem greinir hana frá öðrum vör- um sömu tegundar og sem jafnframt er að rekja til sérstakra þátta í upp- runaumhverfi, eins og veðurfari eða jarðvegi. • Heitið má ekki vera orðið al- mennt tegundarheiti. Þróunin getur hafa orðið sú að heiti sem eitt sinn fól (Makedóníu, Þrakíu, Epíros, Þessal- óníku, Mið-Grikklandi, Pelóponnes og Lesvos héraði). Með vísan til þess sóttu Grikkir um vernd feta sem upp- runaheitis innan Evrópusambandsins samkvæmt reglugerð nr. 2081/92 um verndun landfræðilegra merkinga og upprunatákna fyrir landbúnaðarafurð- ir og matvæli. Að ítarlegri rannsókn lokinni, sem meðal annars fól í sér um- fangsmiklar skoðanakannanir meðal neytenda í löndum ESB, féllst fram- kvæmdastjórnin árið 1996 á að skil- yrði reglugerðarinnar um vernd upp-  Salatuppskrift Marðar: Hvítkál Tómatar Gúrkur Feta ostur Sletta af þorskalýsi Kryddað eftir smekk

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.