Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 38

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 38
ígildi LMFÍ hér í Englandi, um hvernig við setjum upp formlegan lögaðila um starfsemina, skráningu okkar sem REL, tryggingamál og ann- að, og það ferli er í gangi. Mikil þörf fyrir þjónustuna Hvaða verkefni eruð þið að fást við? Guðmundur: Auðvitað er ekki komin löng reynsla á þetta, aðeins sex til sjö vikur, en megnið af þessu eru fjárfest- inga- og yfirtökuverkefni, verkefni með erlendum lögmannsstofum í tengslum við fjármögnun og svo vinna með erlendum aðilum sem eru að skoða tækifæri til fjárfestinga á Ís- landi. Það virðist hafa verið þarft skerf að opna útibúið hér í London því mikil þörf er fyrir þjónustuna. Það er meira en nóg að gera fyrir einn mann en svo sæki ég stuðning heim í bak- landið. Starfsmenn LOGOS hafa ver- ið að koma út að vinna ákveðin verk- efni með mér. Við munum svo sjá til með framhaldið, hvernig við stækkum útibúið. Við erum með góða vinnuað- stöðu fyrir fjölda manns til lengri eða skemmri tíma. Upphafið lofar góðu þannig að þetta virðist hafa verið hin besta ákvörðun. Stílið þið alfarið inn á íslensk fyrir- tæki? Gunnar: Það verður stór hluti af starf- seminni að þjónusta íslensk fyrirtæki í einstökum verkefnum. Fjárfestinga- verkefnin eru að færast út fyrir lands- steinana. Er áformað að annast málflutning í Bretlandi? Guðmundur: Nei, það munum við ekki gera, heldur fá enska lögmenn til að vinna fyrir þá viðskiptavini okkar sem þurfa að láta flytja fyrir sig mál. Þetta er ráðgjöf fyrir viðskiptavini LOGOS sem eru í fjárfestingaverkefn- um erlendis og þá fyrst og fremst hér. En í hina áttina, ef einhver þarf að reka mál fyrir íslenskum dómstólum myndum við veita slíka ráðgjöf. Við munum ekki veita ráðleggingar um breska löggjöf, því við höfum ekki þekkingu á henni, heldur munum við reyna að virkja okkar sambönd við breska lögmenn til að aðstoða við- skiptavini hér. Þetta er því nokkurs konar verkstjórnarhlutverk fyrir við- skiptavinina. Þeir vilja oft hafa okkur inni sem hluta af sínu teymi við að verkstýra lögfræðilegum hluta verk- efna. Gunnar: Guðmundur er ekki með bresk málflutningsréttindi enda er engin þörf á því. Íslenskum fyrirtækj- um er akkur í því að vera með íslenska lögmenn til að ákveða t.d. hvaða þjónustu á að kaupa af bresku lög- mannsstofunum og aðstoða við að vinna úr því sem frá bretunum kemur. Bresku lögmannsstofurnar eru að taka margfalt hærra gjald en við og því er oft mikilvægt að vinna hluti eins og hægt er upp í hendurnar á þeim til að spara peninga. Það kemur hins vegar til greina að ráða breska lögmenn til starfa á stofunni okkar síðar. Tækifæri erlendis Munu íslenskir lögmenn starfa í aukn- um mæli erlendis í framtíðinni? Gunnar: Íslenskir lögmenn eru upp til hópa mjög vel menntaðir. Til dæm- is eru breskir lögmenn yfirleitt ekki með meistarapróf. Margir þeirra eru með aðra grunnmenntun, t.d. bók- menntafræði, viðskipta- eða stjórn- málafræði fara svo í sérstakt nám í lög- fræði og síðan starfsþjálfun á lögfræði- stofu í þrjú ár. Ég held að það séu tækifæri fyrir íslenska lögfræðinga til að þroskast í lögmannsstarfinu í út- löndum rétt eins og í fjármálafyrir- tækjunum eða stórfyrirtækjunum. Fyrir fimm árum hefðu fáum dottið í hug að íslenskir lögmenn störfuðu á íslenskri lögmannsstofu í útlöndum en það er nú orðið að veruleika. 38 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Það er virðuleikablær á húsnæði því sem LOGOS deilir með skandínavísku lög- mannsstofunum í London. Hér sést framhlið hússins sem er staðsett við New Broad Street í hjarta City hverfisins í London.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.