Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 10
Þann 17. janúar sl. tók EFTA-dóm- stóllinn fyrir til aðalmeðferðar mál Samtaka banka- og verðbréfafyrir- tækja (SBV) gegn Eftirlitsstofnun EFTA vegna deilu um starfssemi Íbúðalánasjóðs. Í tilefni þess fóru 14 lögmenn á vegum Lögmannafélags Ís- lands til Lúxemborgar að hlusta á málflutninginn. Áður en málflutningur hófst hlýddi hópurinn á dómsuppsögu í svo kölluðu pallettumáli, nr. 4/2005, þar sem ís- lenska ríkið var málsaðili fyrir hönd ÁTVR. EFTA-dómstólinn hefur leigt góða aðstöðu í einum af fjölmörgum salarkynnum Verslunarráðsins (Cham- ber of Commerce) fyrir munnlegan málflutning. Málflutningurinn var viðamikill og stóð í fimm klukkutíma. Ræða sækj- anda lögmanns SBV var um 50 mín- útna löng og einnig ræða varnaraðila, Eftirlitsstofnunar EFTA. Styttri ræð- ur, 15-20 mínútna langar, héldu síðan lögmaður Samtaka evrópskra banka og verðbréfafyrirtækja, lögmaður Evr- ópusambandsins, lögmaður Íbúða- lánasjóðs og lögmaður konungsríkis- ins Noregs. Heimild var veitt til and- svara og spurningar spurðar af hálfu dómsins. Það voru eingöngu erlendir lögmenn sem fluttu málið munnlega fyrir dómstólnum Strax að loknum málflutningi hófst tveggja tíma seminar um EFTA-dóm- stólinn og starfsemi hans. Fyrirlesarar voru Carl Baudenbacher forseti dóms- ins og Henning Harborg dómritari. Ekki verður sagt að EFTA-dómstól- inn hafi verið mikið notaður á 10 ára starfstíma sínum. Í heild hefur dóm- stólinn haft til meðferðar 80 skráð mál eða um átta mál á ári. Í lokin var farið í skoðunarferð um skrifstofur dómstólsins sem eru staðsettar í annarri skrifstofubyggingu í Fort Thungen, Kirchenberg. Eftir mjög fróðlegt seminar bauð EFTA-dómstólinn lögmönnum til 10 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Jón Rúnar Pálsson hrl. Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg Á kvöldin var brugðið á leik. Hér er Helgi Jóhannesson for- maður LMFÍ í miðri aríu en undirleikarinn er Lárentsínus Kristjánsson. Gunnar Thoroddsen bankastjóri Landsbankans í Lúxemborg bauð lögmönnum til móttöku og kynnti starfsemi bankans ytra. Málflytjendur og fulltrúar aðila málsins í EFTA dómstólnum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.