Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 29
skýrslanna og skilagreinanna, m.a. á þeim forsendum að ekkert væri kom- ið fram um að tölur í skýrslunum væru rangar og að kaupsamningurinn, sem auk annars kvað á um yfirtöku á vangoldnum launakröfum, breytti engu um ábyrgð ákærða sem stjórnar- manns. Dómur Héraðsdóms Reykja- víkur 31. október 2005, í mál- inu nr. S-739/2005. Í þessu máli voru þrír menn ákærðir, sem stjórnarmenn og framkvæmda- stjóri hlutafélags, fyrir að hafa vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins á þriggja mán- aða tímabili á árinu 2002, samtals 2.033.192 krónur. Hafði enginn hinna ákærðu áður sætt refsingu. Taldi ákæruvaldið meint brot þeirra varða við 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breyting- um. Við þessa heimfærslu urðu ákæruvaldinu á mistök enda marg- dæmt að vanskilabrot af þessum toga, sem ekki varða hærri fjárhæðum og þar sem hinir ákærðu eiga sér ekki brotaferil, teljist ekki stórfelld brot og eigi því ekki að varða fangelsisrefsingu heldur einungis fésekt. Sem dæmi um það má nefna Hrd. 2000:3371 og Hrd. 18. apríl 2002, í málinu nr. 29/2002. Í síðara málinu, þar sem heildarvanskil námu 2.728.920 krón- um, sagði í dómi Hæstaréttar: „Brot ákærða voru að hluta framin áður en 262. gr. almennra hegningar- laga var breytt með lögum nr. 39/1995, sem tóku gildi 1. júlí 1995. Fjárhæð virðisaukaskatts, sem gjald- fell eftir þann tíma, nam 2.170.993 krónum. Þegar höfð er hliðsjón af verknaðarlýsingu 3. mgr. 262. gr. al- mennra hegningarlaga,1 sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, verða brot ákærða ekki talin meiri háttar eða sakir mikl- ar. Verður honum því ekki gert að sæta fangelsisrefsingu fyrir þau.“ varða því einnig við 1. mgr. 262. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og í ákæru greinir.“ Voru hinir ákærðu í framhaldinu allir dæmdir í þriggja mánaða fangelsis- refsingu auk fésekta. Ekki verður betur séð en varnir dóm- stólanna hafi brugðist í báðum fram- angreindum málum. Margir tugir svokallaðra vanskilamála eru leidd til lykta fyrir skattyfirvöldum, lögreglu og dómstólum á ári hverju. Sem betur fer gerist það í langflestum tilvikum með réttum hætti, þ.e. eftir réttum lögum og reglum. Reyndar óþægilega oft án þess að hlutaðeigandi beri hönd fyrir höfuð sér að einhverju marki enda gjarnan um niðurbrotna einstak- linga að ræða eftir langvarandi fjár- hagslega erfiðleika. Langflest málin eiga það hins vegar sameiginlegt að þar er mannlegur harmleikur af ein- hverjum toga að baki, ekki ásetningur til undandráttar á skatti. Í því ljósi verða refsingar vegna þessarar tegunda brota að teljast harðar og reyndar á hvaða mælikvarða sem er, enda oft hvort tveggja í formi refsivistar og fé- sekta, að lágmarki tvöfaldri þeirri fjár- hæð sem vanrækt var greiðsla á, auk vararefsingar sé fésektin ekki greidd. Er því sérlega brýnt að ákæruvald og dómstólar fari varlega við meðferð málanna og láti ekki hinn mikla mála- fjölda og hraða afgreiðslu byrgja sýn á það sem rétt er og satt í hverju tilviki. LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 29 1 Í 3. mgr. 262. gr. er að finna lýsingu á því hvaða brot teljist meiri háttar samkvæmt 1. og 2. mgr. laga- ákvæðisins. Jafnframt má nefna dóma Héraðs- dóms Reykjavíkur frá 10. desember 2001, í málinu nr. S-1640/2001 og 1. nóvember 2002, í málinu nr. S- 2948/2002 og dóm Héraðsdóms Reykjaness frá 16. apríl 2003, í mál- inu nr. S-138/2003. Í þeim dómi sem hér um ræðir er ekki hægt að sjá að komið hafi til álita að heimfærsla ákæruvalds til refsiákvæða væri ekki rétt. Þvert á móti komst hér- aðsdómarinn að þeirri niðurstöðu, að: „Þar sem um verulegar fjárhæðir er að ræða þykja brot ákærðu vera stórfelld og                                !"#$ "   "  %#      & '# ( )*     

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.