Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 30
Frá samþykki samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið hefur mörgum orðið tíðrætt um þann fjölda misgáfu- legra og praktískra regluverka er flætt hafa inn í landið frá ESB og landan- um borið að lögleiða og hlýða. Ég geri mér því í hugarlund að mikið hafi ver- ið fussað og sveiað við matarborð Marðar og móður hans er fréttir bár- ust af því undir lok síðasta árs að Evr- ópuræðið með fulltingi Evrópudóm- stólsins hugðist skipta sér af því hvað íslenskir ostaframleiðendur nefndu vörur sínar. Mátti girnilegi hvíti ostur- inn sem svo gott er að skella út í salat- ið löðrandi í olíu og kryddi ekki leng- ur heita feta-ostur af því að einhverj- um grískum fjallabændum fannst feta ekki vera feta nema búinn væri til úr afurðum grískra goðageita? Hafði smásmuguhyggja Brüsselveldisins náð nýjum hæðum? Landfræðilegar tilvísanir Að sjálfsögðu er málið ekki jafn einfalt og Merði kynni að sýnast. Sú áralanga barátta Grikkja er árangur bar á síð- asta ári var að heitið „feta“ yrði viður- kennt í flokki svonefndra landfræði- legra tilvísana (e. geographical indic- ations) innan Evrópusambandsins. Landfræðilegar tilvísanir er heiti sem notað er á vörur sem hafa sérstakan landfræðilegan uppruna og hafa til að bera ákveðin gæði eða orðspor sem tengd eru svæðinu. Notkun heitisins er oftast háð leyfi opinberra aðila og þá að uppfylltum ákveðnum kröfum. Svipað og um vörumerki tryggja land- fræðilegar tilvísanir það að neytand- inn getur gengið að ákveðnum gæð- um eða eiginleikum vísum. Án vernd- ar ættu landfræðilegar tilvísanir líkt og önnur hugverkaréttindi á hættu að verða fölsunum og eftirlíkingaiðnaði að bráð. Þekktustu landfræðilegu tilvísanirnar eru eflaust þær sem notaðar eru um vín tengd ýmsum landsvæðum og ættu heiti eins og Champagne, Bordeaux og Cognac að vera lögmönnum kunnug- leg. Sumum kann aftur á móti að virð- ast framandi að veita osti sambærilega vernd og slíkum eðalvörum, en land- fræðilegar tilvísanir eru síður en svo bundnar við vínheiti. Af öðrum vörum má sem dæmi nefna Basmati hrísgrjón, Ceylon te, Havana vindla og Toscano olíur. Vernd slíkra landfræðilegra til- vísana skiptir þá sem hagsmuni eiga gríðarmiklu máli, ekki síst fjárhags- lega, en kannanir sýna að neytendur eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir slíkar vörur en aðrar sökum þeirra gæðaeiginleika er tilvísunin á að tryggja. Vernd landfræðilegra tilvís- ana Landfræðilegar tilvísanir eiga sér langa sögu. Allt frá tímum Forn-Grikkja hefur tíðkast að kenna vörur við ákveðin landsvæði. Aristoteles og Plato kneyfðu vín frá Þalos úr aþensk- um leirkrúsum. Síðar komu svo fram á sjónarsviðið Bordeaux vín og skosk wiský. Hér á landi má sjá vísi að land- fræðilegum tilvísunum í tengingu gæða framleiðslu og hráefnis við ákveðna landshluta, sbr. vestfirskan harðfisk og norðlenskt hangikjöt.1 Það var þó ekki fyrr en fyrir rúmum 30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Sigurður R. Arnalds hrl. Landfræðilegar tilvísanir, ostar og Evrópuréttur Þarf íslenskur fetaostur líka að feta fordæmaslóð Evrópudómstólsins? 1 Að ógleymdri hinni merkilegu landfræðilegu til- vísun „nýdönsk blöð” um ákveðna tegund vinsælla tímarita.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.