Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 20
rekstri þess máls þar til dómur EFTA- dómstólsins liggur fyrir. Er algengt að einstaklingar eða lögper- sónur reki mál gegn ESA? Ráðgefandi álit eru algengasti mála- flokkurinn sem EFTA-dómstóllinn hefur fengist við. Af þeim u.þ.b. 80 málum sem skráð hafa verið hjá dóm- stólnum hafa u.þ.b. 50 verið ráðgef- andi álit. Enn sem komið er hefur að- eins eitt aðgerðarleysismál gegn ESA verið höfðað fyrir dómstólnum, en í því féll ekki efnisdómur. Allnokkur mál hafa hins vegar verið höfðuð fyrir dómstólnum til ógildingar á ákvörð- unum ESA, og í því sambandi má nefna að nýlega var málflutningur í Íbúðarlánasjóðsmálinu sem ég minnt- ist á, þ.e. máli Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja gegn ESA þar sem samtökin krefjast ógildingar á ákvörð- un ESA. Ákvörðunin beindist að ís- lenska ríkinu og kvað á um að rík- istyrkir sem Íbúðalánsjóður nýtur samræmist EES-samningnum. Þú segir að algengustu málin séu ráðgef- andi álit. Getur þú lýst nánar málsmeð- ferðinni í slíkum málum. Um álitsbeiðnina fer hér á landi sam- kvæmt lögum nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samningsins um Evrópska efnahags- svæðið. Eins og þar kemur fram getur héraðsdómari kveðið upp úrskurð um að leita ráðgefandi álits að eigin frum- kvæði eða samkvæmt kröfu aðila. Slíkan úrskurð má kæra til Hæstarétt- ar. Hæstiréttur hefur í dómum sínum bæði lagt mat á þörf þess að leita ráð- gefandi álits og hvert skuli vera orða- lag og efni álitsbeiðni. Hæstiréttur getur einnig kveðið upp úrskurð um að leita skuli ráðgefandi álits í máli sem rekið er fyrir réttinum, þótt ekki hafi verið leitað slíks álits þegar málið var fyrir héraðsdómi. Fyrir EFTA-dómstólnum fer um málsmeðferðina samkvæmt samningi EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits- stofnunar og dómstóls sem og sam- þykktum og málsmeðferðarreglum EFTA-dómstólsins. Í aðalatriðum má segja að byrjað er á því að skrá málið hjá dómstólnum og ákveða hvaða dómari skuli vera framsögumaður. Beiðni um ráðgefandi álit má bera fram á tungumáli þess ríkis sem beiðnin kemur frá. Hana verður þá að þýða á ensku. Bæði tungumálin eru þá jafngild. Þegar því er lokið er beiðnin send til aðila málsins, allra samningsríkja EES-samningsins sem og viðkomandi stofnana, þ.e. ESA og framkvæmdastjórnar Evrópubanda- laganna. Gefinn er tveggja mánaða frestur til að koma að athugasemdum, sem almennt fæst ekki framlengdur. Athugasemdirnar má setja fram á tungumáli sem beiðnin berst á svo og á ensku. Þær athugasemdir sem berast á frummálinu eru þýddar á ensku af dómstólnum. Að tímafrestinum liðn- um eru framkomnar athugasemdir sendar til þeirra sem sent hafa inn at- hugasemdir. Þá útbýr framsögumaður málflutningsskýrslu sem er send til að- ila málsins, aðildarríkjanna og stofn- ananna. Skýrslan er svo gerð opinber og birt á vef dómstólsins. Munnlegur málflutningur fer síðan fram um mál- ið. Þar geta aðilar málsins fyrir lands- dómstólnum, samningsríkin og stofn- anirnar flutt mál sitt. Málflutningur- inn er ætlaður til að koma að svörum við rökum sem fram hafa verið sett í málinu eða til að koma að nýjum rök- um. Almennt fá aðilar málsins 30 mín. hver en aðrir 20 mínútur og að því loknu fá allir tækifæri til andsvara. Að munnlegum málflutningi loknum er málið dómtekið. 20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Frá vinstri: Þorgeir Örlygsson, Carl Baudenbacher, Henrik Bull og Henrik Harborg. Ljósm.: Pierre Levy

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.